Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í gær
komu Freri RE, Goða-
foss, Esja og Huginn og
út fóru Irena Arctica og
Brúarfoss. Í dag, er
Arnarfellið væntanlegt.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
gær kom Brúarfoss.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun
þriðjudaga kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Sam-
söngur kl. 14, stjórnandi
Kári Friðriksson
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 9–
12.30 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.30 dans, kl.
9.30–10.30 Íslandsbanki
á staðnum, kl. 10.30 leik-
fimi, kl. 13–16.30 opnar
handavinnu- og smíða-
stofur.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11.30 sund,
kl. 13–16 leirlist, kl. 14–
15 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið er
opið mánu- og fimmtu-
daga.
Mánud.: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud.: Kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos.
Laugard.: Kl. 10–12 bók-
band, kl. 11 línudans.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10–11 samverustund,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl.
9–16 vefnaður, kl. 10–13
opin verslunin, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10 leikfimi,
kl. 12.40 verslunarferð í
Bónus, kl. 13.15–13.45
bókabíllinn, hárgreiðslu-
stofan opin 9–14. Laufa-
brauðsbakstur kl. 13.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Kl. 9 vinnu-
herbergi, gler. Kl. 10.30
boccia, kl. 11.40 leikfimi
karla, kl. 13 málun, kl.
13.30 tréskurður.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Í dag,
handvinna kl. 13.30,
brids og pútt í Hraunseli
kl. 13. Námskeið í leir-
mótun fyrir byrjendur
verður á föstudögum kl.
13, laust pláss. Skráning
í Hraunseli í síma
555 0142. Á morgun,
miðvikudag, tréskurður
kl. 9, myndlist kl. 10–14,
línudans kl. 11, gler-
skurður kl. 13 og pílu-
kast kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Félagið hefur
opnað heimasíðu
www.feb.is.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikudögum
kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er í
Faxafeni 12, s. 588 2111.
Félagsstarfið er í Ás-
garði, Glæsibæ.
Kaffistofan er lokuð
vegna breytinga í
Glæsibæ.
Í dag, skák kl. 13, alkort
kl. 13.30.
Miðvikudagur: Göngu-
hrólfar ganga frá
Glæsibæ kl. 10. Línu-
danskennsla Sigvalda kl.
19.15. Söngvaka kl.
20.45.
Heilsa og hamingja, fyr-
irlestrar um fjármál
aldraðra í Ásgarði,
Glæsibæ, laugardaginn
23. nóvember og hefjast
kl. 13.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12, sími
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði
,Glæsibæ.
Upplýsingar á skrifstofu
FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 9–16.30 vinnu-
stofur opnar. Frá hádegi
spilasalur opinn. Kl. 13
boccia. Kl. 14 „Dagur ís-
lenskrar tungu“ í leik-
skólanum Hólaborg.
Söngur, upplestur. Veit-
ingar í boði.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 glerlist, handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
10–17, kl. 14 þriðjudags-
ganga og boccia, kl. 16.
15 og kl. 17.15 kínversk
leikfimi.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga,
handavinnustofan opin
kl. 13–16, leiðbeinandi á
staðnum, kl. 17 línudans,
kl. 19 gömlu dansarnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun og gler-
skurður, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 12.15
verslunaferð, kl. 13
myndlist og hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og boccia, kl. 13
handavinna. Fótaað-
gerðir, hársnyrting. Kl.
14.30 lyfjafræðingur
með ráðgjöf frá Lyfjum
og heilsu. Allir velkomn-
ir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fim.: Kl. 10, aðra hverja
viku púttað á Korpúlfs-
stöðum, hina vikuna
keila í Keilu í Mjódd.
Vatnsleikfimi í Graf-
arvogslaug á þri. kl. 9.45
og föst. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 10–11
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 14–15 jóga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
bútasaumur og postu-
línsmálun. kl. 9.15–15.30
alm. handavinna, kl. 13–
16 frjáls spil, bridství-
menningur.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 13
handmennt, m.a. mósaík,
kl. 14 félagsvist.
Hana-nú, Kópavogi.
Spjalldagur er á Bóka-
safni Kópavogs í dag kl.
13. Umfjöllunarefni:
Kópavogsundrin og
heimavinnan varðandi
þá útgáfu.
Miðar á Galakvöldið
laugardaginn 23. nóv-
ember eru komnir í af-
greiðsluna.
Allar upplýsingar í af-
greiðslunni í Gjábakka
554 3400 og Gullsmára
564 5261. Miðaverð 1.700
kr.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, á morgun,
miðvikudag, kl. 11 sam-
vera, fyrirbænastund og
stutt messa í kirkjunni,
allir velkomnir, súpa í
Setrinu kl. 12, spil kl. 13.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl. 11.
Karlakórinn Kátir karl-
ar, æfingar á þriðjud. kl.
13 í Félags- og þjónustu-
miðstöðinni, Árskógum
4. Söngstjóri Úlrik Óla-
son. Tekið við pöntunum
í söng í s. 553 5979 Jón,
s. 551 8857 Guðjón eða s.
553 2725 Stefán.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í s. 552 6644 á fund-
artíma.
ITC-deildin Fífa í Kópa-
vogi, fundur á morgun,
miðvikudag, kl. 20.15 í
Safnaðarheimili Hjalla-
kirkju, Álfaheiði 17,
Kópavogi. Allir velkomn-
ir. Uppl. í s. 554 2045.
Kvenfélagið Seltjörn.
Fundur á morgun, 20.
nóv., kl. 20.30. Jóhanna
Guðrún Jónsdóttir, fjöl-
skylduráðgjafi, talar um
jákvæð viðhorf í daglegu
lífi. Bandalag kvenna í
Reykjavík býður fé-
lagskonum á jólafund
sinn mið. 27. nóv. kl. 20.
Þær sem ætla að mæta
hringi í síma 562 3123,
Ragnhildur, fyrir 25.
nóv.
Minningarkort
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspít-
alasjóðs Hringsins fást
hjá Kvenfélagi Hrings-
ins í síma 551-4080.
Bergmál, líknar og
vinafélag. Minning-
arkort til stuðnings or-
lofsvikna fyrir krabba-
meinssjúka og langveika
fást í síma 587-5566, alla
daga fyrir hádegi.
Í dag er þriðjudagur 19. nóvember,
323. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Hví sér þú flísina í auga
bróður þíns, en tekur ekki eftir
bjálkanum í auga þínu?
(Matt. 7, 3.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 afkastamikil, 8 korn, 9
drekkur, 10 fyrir utan, 11
afkomanda, 13 fugls, 15
þref, 18 hellir, 21 rödd,
22 smá, 23 báran, 24
þekkingin.
LÓÐRÉTT:
2 starfið, 3 duglegar, 4
duglega, 5 niðurgangur-
inn, 6 ótta, 7 illgjarn, 12
for, 14 auðug, 15 geta
borið, 16 hindra, 17 vit-
laus, 18 klettur, 19 rotni,
20 iðjusama.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 þukla, 4 bólur, 7 æsing, 8 næpum, 9 apa, 11 ar-
ar, 13 garn, 14 ólata, 15 barm, 17 tjón, 20 ham, 22 tolla,
23 áttur, 24 rausa, 25 terta.
Lóðrétt: 1 þræta, 2 keika, 3 auga, 4 bana, 5 loppa, 6 rám-
an, 10 plata, 12 róm, 13 gat, 15 bútur, 16 rellu, 18 játar,
19 narra, 20 hala, 21 mátt.
Víkverji skrifar...
MIKIL umræða hefur átt sér staðá síðum dagblaða í New York
undanfarnar vikur vegna áforma hins
nýja borgarstjóra, Michaels R.
Bloombergs, um að banna reykingar
á veitingahúsum borgarinnar. Eins
og gefur að skilja stendur ekki öllum
á sama um þetta, þetta er jú einu sinni
New York þar sem íbúar leggja mikið
upp úr frelsi sínu og reykfylltir barir
og klúbbar eru hluti af „menningar-
sögu“ borgarinnar. Elaine Kauf-
mann, sem á og rekur veitingastaðinn
Elaine’s á Manhattan, einn frægasta
stað borgarinnar, ritaði fyrir tveimur
vikum grein á leiðarasíðu New York
Times þar sem hún gagnrýnir áform
Bloombergs harkalega. Hún segir
veitingamenn vera í þjónustugeira, í
starfi þeirra felist að segja já en ekki
nei. Ef viðskiptavinur vill fá fiskinn
sinn eldaðan án smjörs eigi hann rétt
á því. Það sama eigi við um ef einhver
vilji fá sér sígarettu eða vindil eftir
matinn. Með þeim breytingum sem
gerðar hafi verið í tíð Rudolphs Guil-
ianis, fyrrverandi borgarstjóra, hafi
þegar verið komið til móts við kröfur
þeirra sem ekki reykja og um 85% af
rými veitingastaða séu nú reyklaus.
Veitingahús í New York hafi hrein-
lega ekki efni á að ganga lengra, þau
séu í harðri samkeppni um ferðamenn
og hafi átt undir högg að sækja síðast-
liðið ár af augljósum ástæðum.
Elaine Kaufman leggur til að veit-
ingahúsum verði gefinn sá möguleiki
að starfa áfram samkvæmt núgild-
andi reglum gegn því að kaupa sér-
stakt reykingaleyfi. Þau veitingahús
sem fallist á að vera reyklaus þurfi
ekki að kaupa leyfið.
x x x
ÞAÐ er greinilegt af viðbrögðum álesendasíðu New York Times
næstu daga á eftir að þetta er mikið
tilfinningamál hjá New York-búum
og skoðanir skiptar. Einn þeirra sem
þar rituðu benti á að eftir að reyk-
ingar voru bannaðar í lestum borg-
arinnar árið 1988 hefðu íbúar skyndi-
lega áttað sig á því að það væri algjör
óþarfi að reykja í lestum. Það sama
myndi eflaust gerast með veitinga-
staðina.
Víkverji, sem ekki er reykingamað-
ur, telur að þarna geti leynst sann-
leikskorn. Að minnsta kosti finnur
hann sjálfur hvað það er mikill munur
að dveljast á veitingahúsum þar sem
ekki er reykt. Ekki síst er það mikill
munur að þurfa ekki að setja föt í
hreinsun eftir eina heimsókn á kaffi-
hús til að losna við reykingastybbuna.
Það á raunar einnig við um vinnustaði
og aðra staði þar sem fólk kemur
saman að það er undantekning að
reykt sé. Nú er svo komið að Víkverji
tekur undir eins eftir því ef einhvers
staðar í kringum hann er reykt.
x x x
VÍKVERJI er í eðli sínu á móti þvíað verið sé að setja boð og bönn
er hefta frelsi fólks. Hins vegar er
dóttir hans átta ára allt að því ofstæk-
isfull í andstöðu sinni við reykingar og
spyr reglulega hvers vegna leyft sé að
selja sígarettur fyrst þær eru jafn-
hættulegar og hún hefur verið frædd
um. Víkverji vonar að þessi andúð á
reykingum muni ekki dofna þegar
hún kemur á unglingsárin og veltir
því fyrir sér hvort það, að banna reyk-
ingar á opinberum stöðum, sé ekki
líklegt til að breyta viðhorfinu til
reykinga og draga þar með úr þrýst-
ingi á unglinga að reykja fyrstu sígar-
ettuna.
Davíð Oddsson hefur
rétt fyrir sér
Í MORGUNBLAÐINU
hinn 16. nóvember gagn-
rýndi Sigurður Einarsson
Davíð Oddsson af því að
hann talaði um „ríki í fyrr-
um Austur-Evrópu“. En
það er mjög rétt að tala um
„fyrrum Austur-Evrópu“
af því að hugtakið „Austur-
Evrópa“ var pólitískt hug-
tak, gott fyrir kalda stríðið,
en núna erum við að fara út
úr kalda stríðinu.
Kannski Sigurður Ein-
arsson sakni tímabils kalda
stríðsins, þegar Ísland var
mikilvægt NATO-ríki.
Ef maður tekur kort af
Evrópu getur maður auð-
veldlega séð að Evrópa nær
frá Íslandi (sem er á 20°
vestur) til Úralfjalla (60°
austur). Varsjá, Kraków,
Búdapest, Belgrad og Tir-
ana eru allt borgir u.þ.b.
fyrir miðri Evrópu (20°
austur). En ef maður tekur
kort af Evrópu frá árunum
fyrir 1945 (þegar kalda
stríðið hófst) getur maður
séð að Mið-Evrópa var frá
Frakklandi til Transylvan-
íu (í dag Rúmenía). Í
„Heimsatlas (Mál og menn-
ing, 1999) eru Pólland,
Tékkland, Slóvakía og
Ungverjaland „Mið-Evr-
ópa“ en ekki lengur „Aust-
ur-Evrópa“.
Maurizio Tani,
Reykjavík.
Dýrahald
Cosmo er týnd
COSMO er 7 mánaða læða,
grábröndótt með hvíta
bringu og loppur. Hún
týndist frá Þingholtunum
fyrir 3 vikum síðan en sást
síðast á Laugaveginum.
Hún er ómerkt en með
svarta flauelisól með stein-
um. Hennar er sárt saknað.
Þeir sem hafa orðið hennar
varir hafi samband í síma
694 7079.
Blíðfinnur
er týndur
KÖTTURINN okkar, Blíð-
finnur, hefur ekki komið
heim (á Ægisíðu 76) í
nokkra daga. Hann er
svartur með hvíta bringu
og sokka og er í þykkara
lagi. Er með hálsól og
merkingu í eyra. Þeir sem
hafa orðið varir við ferðir
hans vinsamlega látið vita í
síma 821 6444.
Kisa í óskilum
LÍTILL gulur kisi fannst í
Engjaselinu miðvikudag-
inn 13/11. Hann er 6-8 mán-
aða, háfættur með stór
eyru.
Hann er mjög gæfur og
virðist ekki hafa fengið að
borða í einhvern tíma. Þeir
sem kannast við hann eru
vinsamlegast beðnir að
hafa samband í síma
557 3623. Pétur.
Óskilahundur
SVARTUR og hvítur
labrador border collie-
blendingur er í óskilum að
Hundahótelinu Leirum.
Eigandi vinsamlega vitji
hans strax. Uppl í síma
566 8366 eða 698 4967.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG sá í DV 14. nóvember sl. mynd á for-
síðu þar sem fólk sást standa í biðröðum
fyrir framan Mæðrastyrksnefnd. Þá
kom fram í fréttinni að mörgum leið
ákaflega illa og sumir voru jafnvel í
sjálfsmorðshugleiðingum. Það er alveg
voðalegt að í þessu ríka samfélagi skuli
slíkt ástand vera til. Forsætisráðherra
sagði í viðtali í sjónvarpinu að fólk sækti
þangað vegna þess að þar væri hægt að
fá hlutina ókeypis. Ég er hneyksluð á
þessum orðum hans. Nær væri að hann
og aðrir í ríkisstjórninni kynntu sér bet-
ur þetta slæma ástand og reyndu að
hjálpa þessu fólki sem svona illa er kom-
ið fyrir. Skyldi forsætisráðherra hafa
hugsað um hversu skelfilegar afleiðing-
arnar geta orðið? Kona ein sagði við mig
að mikil fátækt væri rót alls ills. Hún
hefur mikið til síns máls. Börn sem þurfa
að standa við hlið mæðra sinna fyrir ut-
an hjálparstofnanir og þurfa kannski að
alast upp við allsleysi geta jafnvel orðið
reiðir og bitrir einstaklingar þegar þau
verða fullorðin. Afleiðingar fátæktar
verða samfélaginu dýrar seinna meir og
þjáningar þessa fólks sem lendir í fá-
tæktargildrum eru ómælanlegar. Á
þetta fólk einhverja framtíð? Við hin
sem höfum nóg að bíta og brenna ættum
að hugsa til þessa fólks þegar við göng-
um í kjörklefann næsta vor.
Sigrún Ármanns Reynisdóttir,
formaður Samtaka gegn fátækt.
Engin framtíð