Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4. Vit 460
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 461
Kvikmyndir.is
Stundum er það
sem að þú leitar
að.. þar sem þú
skildir það eftir.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 471
Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem
hefur fengið frábærar viðtökur
og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese
Witherspoon frá upphafi vestanhafs.
Clint Eastwood,
Jeff Daniels og
Anjelica Huston
í mögnuðum
spennutrylli sem
skilur áhorfandann
eftir agndofa.
Yfir 49.000
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 448 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Tilboð kr. 300 Tilboð kr. 400
Ertu nógu
sterk/sterkur?
Myndin er byggð á
sönnum atburðum.
Kröftug þýsk og
eftirminnileg spennumynd
sem hefur fengið fjölda
verðlauna og frábæra dóma.
Með Moritz Bleibtreu
úr ”Run Lola Run.”
Sýnd kl. 6 og 8.
TILRAUNIN
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Ísl. texti. B.i. 16.
WITH
ENGL
ISH
SUBT
ITLES
AT 3
&
5.45
8 Eddu
verðlaun
Yfir 49.000 áhorfendur
Sýnd kl. 5.45 með enskum texta, 8 og
10.10. B.i. 12.
HL. MBL
Sýnd kl. 6. B.i. 12.
Öðruvísi grínmynd um
drykkfellt og þunglynt íslenskt
skrímsli sem hefur
fengið nóg af mannfólkinu.
Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16.
Íslandsfrumsýning kl. 7 - Eingöngu boðsmiðar
ÍHREINSKILNI sagt leit húnekkert sérlega fýsilega út ápappírnum; félagslegt spennu-drama með hjartaknúsaranum
Ben Affleck í leikstjórn Bretans sem
gerði Notting Hill. En útkoman sýndi
enn og aftur hversu óhollir fordómar
geta verið. Ekki einasta sýnir Ben
Affleck svo um munar að hann getur
vel leikið fái hann nægilega bitastætt
hlutverk heldur skipar hún að auki
leikstjóranum Roger Michell í röð at-
hyglisverðustu og fjölhæfustu kvik-
myndagerðarmanna.
Árekstrar
Talað hefur verið um Skipt um ak-
rein sem eina allra ferskustu mynd
ársins, skothelda mynd með í senn
frumlegum, ófyrirsjáanlegum og
innihaldsríkum söguþræði, en í ör-
stuttu máli fjallar hún um hreint öm-
urlegan dag í lífi tveggja ósköp
„venjulegra“ einstaklinga sem ganga
um stundarsakir af göflunum. At-
burðarás sem byrjar á því að ungi
uppinn og lögfræðingurinn Affleck og
fráskildi skaphundurinn, alkóhólist-
inn og tryggingasalinn Samuel L.
Jackson lenda í árekstri á hraðbraut-
inni. Báðir verða of seinir í dómsal-
inn, sem dregur þann dilk á eftir sér
að mál beggja fara í vaskinn, lögfræð-
ingurinn glatar mikilvægum papp-
írum sem áttu að landa stórmáli fyrir
lögfræðistofu óprúttna tengdapabba
og tryggingasalinn klúðrar umsókn
sinni um umgengnisrétt við börnin
sín. Og vitanlega kenna þeir hvor öðr-
um um. Myndin er síður en svo
spennumynd í eiginlegri merkingu
orðsins, enginn Hollywood-hasar,
heldur miklu fremur spennandi og
mannlegt drama um hversdagsleg
samskipti fólks. Fólks í raunsönnum
aðstæðum þar sem ekkert er bara
svart og hvítt, rétt eða rangt. Og
þetta er mynd um hvernig eitt óvænt
atvik, eins og árekstur tveggja bíla,
getur breytt lífinu til frambúðar,
hvernig ömurlegasti dagurinn þarf
ekkert endilega að leiða slæmt af sér.
– Hvað kemur til að enskur leik-
stjóri einnar vinsælustu rómantísku
gamanmyndar síðari ára vendir
kvæði sínu svo rækilega í kross og
gerir bandarískt samfélagsdrama?
„Myndin er alls ekki svo frábrugð-
in mínum fyrri verkum,“ upplýsir
Michell blaðamann. „Hún er vissu-
lega ólík Notting Hill því sú mynd er
ólík öllu öðru sem ég hef gert.“
Michell er Englendingur, fæddur í
S-Afríku og auk Notting Hill á hann
að baki drama á borði við Titanic
Town frá 1998 og Persuasion frá
1995, sem mörgum þykir besta kvik-
myndagerðin á sögu eftir Jane Aust-
in. Einnig hefur hann unnið talsvert í
sjónvarpi og af þeim verkum hans er
hvað kunnast The Buddha of Sub-
urbia, mögnuð verðlaunaþáttaröð
sem Michell gerði í félagi við rithöf-
undinn umdeilda, Hanif Kureishi.
Skipt um akrein er fyrsta myndin
sem Michell gerir í Bandaríkjunum
og segir hann blaðamanni að fram-
leiðandinn, Scott Rudin, hafi sent sér
handritið, eitt af mörgum sem hann
hafi sent sé undanfarin fimm ár.
„Rudin er maður naskur á góð hand-
rit og ég treysti honum. Hann mælti
með því við mig að ég notaði umrætt
handrit og ég setti mig því í samband
við höfund þess, Michael Tolkin (The
Player) og við náðum vel saman.
Þetta gekk allt mjög fljótt fyrir sig,
enda voru allir spenntir.“
Trójuhestur
– Það hlýtur að vera einstök tilfinn-
ing fyrir leikstjóra að fá í hendurnar
svona magnað handrit?
„Jú, þau eru sko hreint ekki á
hverju strái handritin eins og þetta
sem Tolkin og Chap Taylor höfðu
skrifað. Með svona gott handrit undir
höndum gengur allt svo miklu hraðar
og auðveldar fyrir sig, leikararnir
slást um að vera með og flestir til-
búnir að fjárfesta í verkefninu.“
– En hvað var það við handritið
sem þú féllst helst fyrir?
„Það að í raun hefði verið svo auð-
velt að búa til ósköp hefðbundinn
Hollywood-hasar upp úr því, dæmi-
gerðan eltingaleik þar sem menn
ganga af göflunum af einhverri óljósri
ástæðu, sem þarf samt ekkert að vera
kunn, því allar slíkar orðalengingar
myndu bara flækja málin og hægja á
stjórnlausum hasarnum. Við Tolkin
vildum einmitt sýna að hægt væri að
búa til spennandi atburðarás úr hver-
dagslegum atvikum úr lífi hverdags-
legs fólks. Vildum búa til mynd sem
væri bæði í senn spennandi afþreying
og vekti upp áleitnar og flóknar
spurningar um siðferði mannsins,
jafnt í viðskiptum sem samskiptum
við náungann, ókunnuga. Þetta er
hálfgerður Trójuhestur; evrópskt
drama dulbúið í bandarískum trylli.
Að glíma við slíkt verkefni þótti mér
mikil áskorun.“
– Og myndin vekur upp spurningar
um forgangsröðun í lífinu og lífsgildi.
„Einmitt, þessar eilífu spurningar
sem allir hafa skoðun og áhuga á að
leita svara við.“
Affleck
Þegar talið barst að persónum
myndarinnar og leikaravalinu þá seg-
ir Michell undrandi blaðamanni að
hlutverk Jacksons hafi upprunalega
ekki verið skrifað fyrir svartan leik-
ara. „En ég hafði mikinn áhuga á að
fá hann um borð, hafði dáðst lengi að
hæfileikum hans og man sérstaklega
eftir framlagi hans til Die Hard with
a Vengence þar sem hann leikur
venjulegan kaupmann á horninu sem
upplifir þennan stórskrítna dag með
Bruce Willis. Þar sýndi Jackson vel
hversu honum er tamt að leika al-
múgamenn. Hann hefur lítið verið í
þeim stellingum upp á síðkastið því
svali Jackson hefur haft yfirhöndina í
myndum eins og Shaft. Því var hann
óður og uppvægur í að koma sér aftur
niður á jörðina og leika einhvern sem
hefur orðið undir í lífinu, einhvern
ólánsaman, ofurmannlegan undir-
málsmann.“
– En hvað réði valinu á Affleck?
„Það var hann sem sýndi myndinni
áhuga, vildi takast á við eitthvað al-
vöru hlutverk eftir að hafa leikið í
Armageddon og Pearl Harbor þar
sem hann fékk vissulega að sýna
hæfni sína í að sprengja eitthvað upp
en minna á leiklistarbrautinni. Hann
stökk á hlutverkið á meðan hann
vann enn við Pearl Harbor. Ég talaði
við hann í síma þegar hann hafði ver-
ið við tökur í þrjár vikur og hann
kveinkaði sér mjög, sagði að sér
leiddist, enda ekki búinn að segja
nema eina til tvær setningar það sem
af væri. Hann var æstur í að fá að
segja eitthvað í bíómynd, fá að sýna
og sanna í eitt skipti fyrir öll að hann
kynni víst að leika. Og það tókst hon-
um að mínu viti og ég er nokkuð viss
um að frammistaða hans í myndinni
hafi breytt áliti manna á honum til
mikilla muna.“
– Hvernig datt þér í hug að veðja á
hann, var það eitthvað ákveðið hlut-
verk, eins og í tilfelli Jacksons?
„Já, að hluta frammistaða hans í
Chasing Amy, Good Will Hunting og
svo líka vegna útlitsins og sjálfs-
örugga fassins hans. Útlitslega þá er
hann náttúrlega staðalmynd hins
unga, ríka og farsæla lögfræðings;
myndarlegur, grannur og hávaxinn.“
– Ertu að segja að þú hafir valið
hann vegna þess að það er svo auðvelt
á láta hann fara í taugarnar á sér?
Michell hlær fyrst dátt og segir
svo: „Ætli það ekki bara? Hann á
náttúrlega að fara allverulega í
manns fínustu í byrjun myndarinnar,
keyrir um á Benz, ungur náungi í
GSM-símanum, sjálfumglaður,
hrokafullur lögfræðingur. Á sú týpa
ekki að fara svo mikið í taugarnar á
fólki?“
– Líka myndarlegir Hollywood-
leikarar sem enn eiga eftir að sýna að
þeir standi undir öllu veldinu og vel-
gengninni?
„Rétt er það, Ben Affleck smell-
passaði vissulega í þetta hlutverk,“
segir Michell og kímir lúmskt.
„Stundum er hægt að færa sér í nyt
almenningsálit á leikurum og Affleck
var mjög meðvitaður um að hann
þyrfti ekki að gera mikið til þess að
fara í taugarnar á áhorfendum. En
það fyllti hann líka þeirri elju sem
hann bjó yfir við tökur á myndinni.
Honum fannst hann klárlega þurfa að
sanna heilmikið.“
Evrópubúi
– Af Hollywood-mynd að vera þá
virkar myndin mjög evrópsk að upp-
byggingu, bæði hvað varðar persónu-
sköpun og tæknivinnu. Var það eitt-
hvað meðvitað markmið?
„Ekki meðvitað. Það var eiginlega
óhjákvæmilegt að útkoman yrði svo-
lítið evrópsk því ég er sjálfur mjög
svo evrópskur og skynja það vel þeg-
ar ég er í Bandaríkjunum, þar sem
mér finnst ég miklu meiri útlend-
ingur en í Grikklandi eða Albaníu.“
– Margir hafa líkt myndinni við
Falling Down. Sú samlíking nær
samt fremur skammt að mínu viti því
það missir í raun enginn vitið í um-
ræddri mynd heldur fjallar hún um
fólk sem aðeins á slæman dag.
„Já, ég hef lesið og heyrt talað um
þessa samlíkingu og ég er sammála
þér, hún dugir skammt. Changing
Lanes finnst mér miklu líkari mynd-
um frá því snemma á áttunda ára-
tugnum, grófgerðum samfélags-
tryllum eftir meistara á borð við
Sidney Lumet og Alan J. Pakula.“
– Tók ekkert á taugarnar að leik-
stýra leikstjóra, eins mikils metnum
og Sidney Pollack?
„Jú, og fyrst var ég á því að ég
hefði gert rosaleg mistök með því að
velja hann, en hann var ósköp ljúfur
og auðveldur í umgengni. Auðvitað
var hann sérstaklega forvitinn, af
leikara að vera, fylgdist vel með því
sem gekk á bak við myndavélarnar
og kom með gagnlegar uppástungur.
Vonandi fæ ég einhvern tímann hlut-
verk í mynd eftir hann.“
Að lokum tjáir Michell blaðamanni
að hann hafi nýverið lokið við gerð lít-
illar myndar sem byggð er á sögu
Hanif Kureishi og heitir The Mother.
„Hún er um einmana ömmu sem
lendir í ástarsambandi við miklu
yngri mann, hennar nánustu til mikils
ama. Mér finnst hún ekkert ögrandi
en það mætti segja mér að breska
pressan fái flog, eins og vant er þegar
hún kemst í nýtt verk eftir Hanif.“
Gengið af
göflunum
Árekstrar valda gjarnan breytingum í lífi fólks, eins og þeir Jackson og
Affleck verða rækilega varir við í Skipt um akrein.
skarpi@mbl.is
Margir telja Chang-
ing Lanes eina safa-
ríkustu kvikmynd
ársins. Skarphéðinn
Guðmundsson
ræddi við leikstjór-
ann Roger Michell
um siðferði, óþolandi
Affleck og gerð
„evrópskrar“ myndar
í Hollywood.
Evrópubúinn
Roger Michell.
Bretinn Roger Michell leikstýrði kvikmyndinni Skipt um akrein