Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 19
TYRKNESKA sjónvarpið NTV
sagði í gær að ísraelskur arabi, sem
reyndi að ræna farþegaþotu á leið-
inni frá Tel Aviv til Istanbúl, hefði
ætlað að fljúga henni á byggingu í
Tel Aviv og beita þannig sömu aðferð
og flugræningjarnir sem frömdu
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.
september í fyrra. Ísraelskir skrið-
drekar og þyrlur réðust í fyrrinótt á
byggingu öryggissveita palestínsku
heimastjórnarinnar í Gaza-borg og
Ísraelar sökuðu þær um að hafa tek-
ið þátt í hryðjuverkum herskárra
hreyfinga Palestínumanna.
Öryggisverðir í farþegaþotu ísr-
aelska flugfélagsins El Al yfirbug-
uðu á sunnudag 23 ára ísraelskan
araba, Tawfiq Fukra, sem er sagður
hafa verið vopnaður vasahnífi og
ógnað flugfreyju. Um 170 farþegar
voru í þotunni, sem var af gerðinni
Boeing 759, og engan þeirra sakaði.
Lögreglan í Istanbúl yfirheyrði
Fukra eftir að þotunni var lent.
Tyrkneska fréttastofan Anatolia
sagði að hann hefði viðurkennt að
hafa ætlað að ræna þotunni til að
mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar.
Hann hefði valið flug El Al til Ist-
anbúl vegna þess að það væri tiltölu-
lega ódýrt. Frétt NTV um að Fukra
hefði ætlað að fljúga vélinni á bygg-
ingu í Tel Aviv var ekki staðfest í
gær.
Amos Shapira, aðalframkvæmda-
stjóri El Al, sagði að maðurinn hefði
reynt að ryðjast inn í stjórnklefa þot-
unnar og talið væri að hann hefði
verið vopnaður litlum vasahnífi.
Ekki var vitað hvernig honum tókst
að lauma hnífnum inn í vélina þrátt
fyrir mikinn öryggisviðbúnað El Al.
Bygging öryggis-
sveita eyðilögð
Ísraelskar herþyrlur skutu flug-
skeytum á byggingu öryggissveita
palestínsku heimastjórnarinnar í
Gaza-borg í fyrrinótt. Um 30 skrið-
drekar umkringdu bygginguna og
hleyptu af vélbyssum.
Byggingin eyðilagðist í árásinni og
sex nálæg hús skemmdust. Fjórir
Palestínumenn særðust.
„Fremur en að fyrirbyggja
hryðjuverk hafa öryggissveitirnar
tekið þátt í hryðjuverkum,“ sagði
talsmaður Ísraelshers og bætti við
að hersveitirnar hefðu fundið fjöl-
mörg vopn í byggingunni, meðal
annars sprengjur og flugskeyti sem
Hamas-samtökin hafa þróað.
Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra
Ísraels, sagði einnig að hersveitirnar
hefðu fundið „sannanir“ fyrir því að
öryggissveitirnar hefðu haft náið
samstarf við herskáar palesínskar
hreyfingar á borð við Hamas og Ísl-
amskt Jíhad.
Öryggisverðir í ísraelskri farþegaþotu komu í veg fyrir flugrán
Sagður hafa ætlað að
fljúga á byggingu
Ísraelsher bregst
við árás í Hebron
Istanbúl, Gaza-borg. AP, AFP.
Reuters
Tawfiq Fukra (fyrir miðju) færður
inn í lögreglubíl í Tyrklandi.
EINN af þekktustu stjórnmála-
mönnum Ísraels fyrstu áratugina
eftir stofnun ríkisins 1948, Abba
Eban, lést á sunnudag í Jerúsalem,
87 ára að aldri. Hann var utanrík-
isráðherra stjórnar Verkamanna-
flokksins 1966–1974 og var þá ein-
arður talsmaður þjóðar sinnar í
deilunum við arabaríkin og Palest-
ínumenn en síðar gagnrýndi hann
harkalega harðlínustefnu ráða-
manna gagnvart Palestínumönn-
um. Er Eban var 31 árs varð hann
fyrsti sendiherra Ísraela hjá Sam-
einuðu þjóðunum árið 1947 er enn
var verið að þrátta um lausn á deil-
unum um rétt gyðinga til að stofna
eigið ríki í Palestínu. Arabar kröfð-
ust þess að stofnað yrði sameig-
inlegt ríki gyðinga og Palestínu-
manna en svæðið var þá enn undir
stjórn Breta.
Eban var fæddur í Suður-Afríku
1915 en hlaut menntun sína í Bret-
landi þar sem hann var þegar orð-
inn mikill mælskumaður í Cam-
bridge-háskóla. Hann talaði alls
tíu tungumál, afburða þekkingu
hans dró enginn í efa og hann naut
mikillar virðingar erlendis en í Ísr-
ael naut hann aldrei almennings-
hylli, þótti drembilátur og óalþýð-
legur.
„Ég myndi hafa náð kjöri sem
forsætisráðherra ef útlendingar
hefðu mátt kjósa í kosningum í Ísr-
ael,“ sagði hann eitt sinn brosandi.
Mjög reyndi á Eban árið 1967 er
Ísraelar lögðu í sex daga stríðinu
undir sig Sínaískagann, Gaza-
spilduna, austurhluta Jerúsalem
ásamt vesturbakka árinnar Jórdan
og Gólanhæðir sem voru þá sýr-
lenskt svæði. Þótt hann verði
stefnu stjórnarinnar út á við vildi
Eban sjálfur að Ísraelar fengju
araba til að semja um frið gegn því
að hernumdu svæðunum yrði skil-
að. Reyndin varð sú að Ísraelar
treystu tök sín á hernumdu svæð-
unum næstu áratugina með því að
leyfa þúsundum gyðinga að stofna
þar nýjar byggðir. Sagði Eban að
með þessari stefnu væru Ísraelar
sem þjóð að „rífa í sundur fæðing-
arvottorð sitt. Hugmyndin um að
svæðinu og yfirráðum þess sé deilt
[með Palestínumönnum] er ná-
tengd tilurð Ísraels.“ Hann var þó
einnig hvassyrtur í garð araba og
sagði þá aldrei „missa af tækifær-
inu til að missa af tækifæri“.
Þáttur Íslands
Eban kom í heimsókn til Íslands
árið 1966. Hann minntist þess í
æviminningum sínum hve mikil-
vægan þátt Thor Thors, sendi-
herra Íslands hjá SÞ, hefði átt í því
að tryggja að Ísraelar fengju að
stofna eigið ríki. Thor var árið
1947 framsögumaður nefndar sem
skipuð var fulltrúum þriggja ríkja
SÞ og átti nefndin að meta stöðuna
í deilum gyðinga og araba og mæla
með lausn. Hinir fyrrnefndu vildu
reyna að koma í veg fyrir að málið
yrði þæft með því að samþykkt
yrði tillaga um að enn skyldi reynt
að finna málamiðlun. Töldu Eban
og menn hans orðið ljóst að slík
málamiðlun myndi ekki finnast.
Íslendingar studdu málstað gyð-
inga þótt Thor tæki einnig fram að
ekki væri um endanlega lausn á
deilunum að ræða.
Abba Eban, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels, látinn
Í eldlínunni á ögurstundu
Jerúsalem. AP.
AP
Abba Eban (fyrir miðju) árið 1969
ásamt Goldu Meir, þáverandi for-
sætisráðherra, og Yitzhak Rabin.
Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862
10 ÁR Á ÍSLANDI
JOHN F. Kennedy þjáðist af alvar-
legri verkjum og kvillum en áður
var talið, og tamdi sér að taka inn
allt að átta mis-
munandi lyf á
degi hverjum síð-
ustu árin fyrir
dauða sinn árið
1963.
Þetta kemur
fram í sjúkra-
skýrslum um for-
setann fyrrver-
andi sem nú
hefur verið opn-
aður aðgangur að og vitnað er í í
nýrri ævisögu eftir bandaríska
sagnfræðinginn Robert Dellek sem
kemur út á næsta ári. Löngum hef-
ur verið vitað að Kennedy þjáðist af
bakverkjum en nú hefur semsé
komið á daginn að ýmsir aðrir kvill-
ar þjáðu forsetann og að hann tók
daglega verkjatöflur, örvandi lyf
og svefnlyf, svo fátt eitt sé nefnt, á
meðan hann gegndi forsetaembætt-
inu. Grein um málið verður birt í
The Atlantic Monthly í desember.
Kennedy
var þjáður
New York. AFP.
John F. Kennedy