Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BIRGIR Ármannsson, sem er
maður með sterka siðferðiskennd, á
erindi á þing. Birgir er áreiðanlegur
og með heilbrigðar skoðanir. Hann er
ákveðinn talsmaður frjálslyndra við-
horfa, lægri skatta og
aukins einstaklings-
frelsis, en jafnframt
sanngjarn og hógvær
í málflutningi. Orðið
málefnalegur lýsir
Birgi vel. Hann tekur
málefnalega afstöðu
og styður sjónarmið sín sterkum rök-
um. Hann hefur víðtæka þekkingu á
þjóðmálum, bæði líðandi stundar og
sögu landsins, en umfram allt veit
hann hvert hann vill stefna og hvern-
ig.
Kjósendur í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík hafa óvenjugott
tækifæri nú til að efla þingflokk Sjálf-
stæðisflokksins með því að kjósa nýj-
an mann sem hefur þó mikla reynslu
og getur farið beint í þann slag sem
bíður þingmanna. Þetta er tækifæri
sem ekki má sleppa.
Kjósum Birgi
Kristján Garðarsson arkitekt skrifar:
Í ÞVÍ spennandi prófkjöri sem
framundan er hjá sjálfstæðismönnum
í Reykjavík hefur öflugur hópur
kvenna kvatt sér hljóðs. Framboð
þeirra er að mínu viti til marks um af-
ar jákvæða þróun, sem styrkja mun
stöðu okkar sjálfstæðismanna enn
frekar á vettvangi stjórnmálanna.
Af alls sautján frambjóðendum eru
sjö konur, og hafa þær aldrei verið
hlutfallslega fleiri. Þær eru auk Sól-
veigar Pétursdóttur dómsmálaráð-
herra þingmennirnir Ásta Möller,
Katrín Fjeldsted og Lára Margrét
Ragnarsdóttir, allt kröftugar og
þrautreyndar konur, og Stefanía Ósk-
arsdóttir, 2. varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík og fyrr-
verandi formaður Hvatar. Þá gefa
tvær ungar konur kost á sér, þær
Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræð-
ingur og Soffía Kristín Þórðardóttir
þjónustustjóri. Þótt þær séu aðeins á
þrítugsaldri hafa báðar umtalsverða
reynslu af pólitík. Guðrún Inga er
m.a. ein af „tíkunum“ svonefndu,
grasrótarhópi sem kennir sig við hið
áhugaverða vefrit sitt www.tikin.is
(stórskemmtileg og holl lesning öllu
áhugafólki um hægri pólitík), og
Soffía Kristín hefur á undanförnum
árum verið virk m.a. í stúdentapólitík-
inni, nú síðast sem formaður Vöku
veturinn 2000 til 2001.
Varanlegur árangur
jafnréttisbaráttu
Í síðustu alþingiskosningum fjölg-
aði konum hlutfallslega mest í þing-
flokki sjálfstæðismanna. Sá glæsilegi
árangur verður rakinn hvorki til sér-
stakra „kvóta“ né annarra hand-
stýrðra aðgerða, heldur þess einstak-
lingsframtaks sem myndar megin-
stoð Sjálfstæðisflokksins. Aðeins sú
jafnréttisbarátta, sem sprettur fram
af einstaklingnum sjálfum, skilar var-
anlegum árangri. Það liggur síðan í
hlutarins eðli að þeim mun meiri
hvatning sem er til staðar, því fyrr
verður takmarkinu um fullt jafnrétti
náð, hvort heldur stjórnmál eiga í
hlut, atvinnulífið eða vettvangur
heimilisins.
Leggjum þeim lið
Á heildina litið býður einvala lið sig
fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Ég hvet því alla sem vilja
veg frelsis, framfara og jafnræðis
sem mestan til að taka þátt í prófkjör-
inu 22. og 23. nóvember nk. Jafnframt
skulum við leggja sem flestum kven-
frambjóðendum lið. Ekki aðeins
vegna þess að um konur er að ræða,
heldur einstaklinga sem hafa í orðum
sínum og verkum svo sannarlega sýnt
fram á, að hver og ein verðskuldar
stuðning. Leggjum grunn að sterkum
framboðslistum sjálfstæðismanna í
báðum Reykjavíkurkjördæmum.
Styðjum konur!
Þær eiga það skilið
Eftir Helgu Guðrúnu
Jónasdóttur
Höfundur er formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna.
„Við skulum
leggja kven-
frambjóð-
endum lið.“
STJÓRNMÁLUM er stundum
skipt í mjúk og hörð mál, þar sem litið
er á fjölskyldu- og velferðarmál ann-
ars vegar og á atvinnu- og efnahags-
mál hins vegar sem alls óskyld svið.
Ég er þó þeirrar skoðunar að þessi
mál séu náskyld og að eigi árangur að
nást í „mjúku“ málunum verði
„hörðu“ málin að vera í góðu lagi. Og
öfugt.
Eitt þeirra hörðu mála sem verða
að vera í lagi er skattamál atvinnulífs-
ins. Í þeim efnum hefur töluverður ár-
angur náðst og sem dæmi hefur
skatthlutfall fyrirtækja verið lækkað
niður í 18%, en það var 45% fyrir um
áratug. Þrátt fyrir þessa lækkun
skatthlutfallsins – eða ef til vill frekar
vegna hennar – hafa skatttekjur rík-
isins af tekjuskatti fyrirtækja aukist
umtalsvert. Ástæðan er meðal annars
sú að með lækkandi skatthlutfalli hef-
ur atvinnulífið eflst og kakan þannig
stækkað. Þótt þróunin hafi verið já-
kvæð þýðir það samt ekki að hér megi
nema staðar. Ísland er í samkeppni
við önnur ríki um hagstæð skilyrði at-
vinnulífsins og í einu nágrannaríki
okkar, Írlandi, verður almennur
tekjuskattur lögaðila 12,5% frá næstu
áramótum. Full ástæða er þess vegna
til að huga þegar að næstu skrefum í
lækkun skatts á fyrirtæki og ná for-
ystu í þessum efnum.
Tekjuskattur fyrirtækja er hins
vegar ekki það eina sem fyrirtæki líta
til, þar skipta til að mynda stimpil-
gjöldin einnig máli. Stimpilgjöldin eru
þess eðlis að þau mismuna aðilum inn-
anlands og veikja samkeppnisstöðu
innlendra fyrirtækja gagnvart er-
lendum. Stimpilgjöldin eru á hröðu
undanhaldi í ríkjum OECD og valda
íslenskum fjármálafyrirtækjum
kostnaði sem ýmsir keppinautar
þeirra eru lausir við.
Í þessu sambandi er einnig ástæða
til að nefna að tvísköttunarsamningar
við önnur ríki eru að verða sífellt mik-
ilvægari fyrir íslenskt atvinnulíf. Eft-
ir því sem þeim íslensku fyrirtækjum
fjölgar sem eru með hluta starfsemi
sinnar í öðrum löndum verður mik-
ilvægara að tryggja að ekki sé um tví-
sköttun að ræða. Ísland stendur
mörgum nágrannalöndum sínum
langt að baki í þessum efnum því þau
státa af tvísköttunarsamningum við
margfalt fleiri ríki en við. Brýnt er að
íslensk stjórnvöld bæti úr þessu eins
fljótt og verða má.
Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi
um þau verkefni sem vinna þarf að til
að bæta skilyrði íslensks atvinnulífs
og að mörgu öðru þarf að hyggja í
þessum efnum. Þetta eru spennandi
verkefni enda snúast þau um undir-
stöður góðra lífskjara þjóðarinnar og
eru forsenda þess að lífskjör hér verði
áfram í allra fremstu röð.
Mjúku og hörðu málin
Eftir Birgi
Ármannsson
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs og
sækist eftir 6. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Eitt þeirra
hörðu mála
sem verða
að vera í lagi
er skatta-
mál atvinnulífsins.“
ÉG STYÐ Björn Bjarnason til
áframhaldandi setu á Alþingi, því
hann er heilsteyptur stjórn-
málamaður, sem kemur til dyranna
eins og hann er
klæddur. Hann er
fylginn sér og hefur
skýra sýn á stefnu-
mið sjálfstæð-
ismanna. Hann hef-
ur með árangurs-
ríkum hætti tekið ný
sjónarmið og gert þau að raunveru-
leika með því að koma þeim í fram-
kvæmd. Hann á sérstaklega auðvelt
með að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri svo eftir er tekið, og hefur
á nútímavísu gert Netið að öflugum
miðli sínum.
Björn Bjarnason er forystumaður
í íslenskum stjórnmálum, sem er alls
trausts verður.
Björn Bjarnason
í þriðja sætið
Hörður Sigurgestsson skrifar:
TÍMABÆRT er að auka svigrúm
einstaklinga með nýjum skatta-
reglum og ráðstöfun á opinberu fé
til þeirra, sem minna mega sín.
Ástæðulaust er fyrir sjálfstæðis-
menn að fara í varnarstöðu, þegar
fjallað er um málefni aldraðra og ör-
yrkja. Á málum þessara hópa á að
taka með opnum huga og ræða þau
með það að markmiði að ná sáttum
um skynsamlega niðurstöðu. Eng-
um er betur treystandi til þess en
sjálfstæðismönnum.
Á vettvangi borgarstjórnar
Reykjavíkur höfum við sjálfstæðis-
menn lagt til stórlækkun fasteigna-
skatta á eldri borgara og öryrkja.
Tillagan hefur því miður ekki náð
fram að ganga vegna andstöðu
R-lista, Samfylkingar, vinstri/
grænna og Framsóknarflokksins.
Fulltrúi F-listans, óðháðra og frjáls-
lyndra, treysti sér ekki heldur til að
leggja þessu máli lið.
Það er öfugmæli, að undir forystu
sjálfstæðismanna í skattamálum
skapist spenna vegna þess, að ein-
staklingar telji of nærri sér gengið
með skattheimtu, að ríkið seilist of
djúpt í vasa þeirra.
Heilbrigðismál í vanda
Í umræðum um tugmilljarða fjár-
veitingar til heilbrigðismála virðist
stundum eins og mönnum fallist
hendur gagnvart viðfangsefninu.
Þeir, sem gefa sér tíma til að
fylgjast með ölllum umræðum um
vanda heilbrigðiskerfisins og lausn
hans, vita áreiðanlega ekki sitt rjúk-
andi ráð. Úrræðin vegna verkefna í
þessum dýrasta málaflokki ríkisins
eru næstum jafnmörg og mennirnir,
sem lýsa þeim.
Innan menntakerfisins hefur ver-
ið unnið að því undanfarin ár að efla
samstarf við einkaaðila á mörgum
sviðum. Árangur þess sést best af
blómlegri starfsemi þriggja einka-
rekinna háskóla, Háskólans í
Reykjavík, Listaháskóla Íslands og
Viðskiptaháskólans Bifröst.
Þar hleypur ríkisvaldið ekki frá
skuldbindingum um að leggja fé til
æðri menntunar heldur gerir samn-
ing við einkaaðila um nýtingu á
þessu fé til skólastarfs. Samstarf
um notkun upplýsingatækninnar á
sviði menntamála og við þróun
landskerfis fyrir bókasöfn, svo að
annað dæmi sé tekið, byggist á
samningum milli hins opinbera og
einkaaðila.
Vekur undrun mína, að ekki sé
unnt að vinna með sambærilegum
hætti að fjármögnun og þróun heil-
brigðiskerfisins. Skilgreina mælan-
legar einingar og þjónustustig og
greiða fé úr ríkissjóði á þeim grund-
velli, hvort sem um ríkisrekna eða
einkarekna starfsemi er að ræða.
Eftir Björn
Bjarnason
„Auka ber
svigrúm
einstaklinga
með nýjum
skatta-
reglum.“
Höfundur er alþingismaður og
borgarfulltrúi og býður sig fram í 3.
sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
Sanngjörn skattheimta
– heilbrigðismál í vanda
RANNSÓKNIR og þróun eru afl-
vaki nýsköpunar í nútímaatvinnulífi.
Menntun skiptir þar meginmáli.
Þjálfun vísindamanna sem skila þekk-
ingu sinni beint og
óbeint til þjóðfélags-
ins er langtímaverk-
efni allra skólastiga
sem ekki mælist á fá-
einum kjör-
tímabilum. Stjórn-
málamenn gera sér
margir hverjir grein fyrir þessu sam-
hengi. En betur má ef duga skal. Því
er fengur í hverjum þingmanni sem
hefur reynt á sjálfum sér hugarheim
rannsóknastarfa og beitingu þekk-
ingar í þjóðlífinu. Stefanía Ósk-
arsdóttir kann sitt fag. Hún er há-
menntaður stjórnmálafræðingur með
reynslu af rannsóknum sem hún hef-
ur nýtt í störfum fyrir stjórnarráðið
og sem varaþingmaður. Auk þess hef-
ur Stefanía miðlað þekkingu sinni
með kennslu og ritstörfum og starfað
í frjálsum félagasamtökum af ýmsum
toga. Hún kann því að beita þekkingu
sinni í hagnýtum viðfangsefnum.
Því tel ég Stefaníu eiga fullt erindi
á þing og vona að hún hljóti stuðning
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Stefanía og
menntamálin
Hafliði Pétur Gíslason prófessor skrifar:
ÉG held að það segi ýmislegt um
pólitískan sannfæringarkraft Guð-
laugs Þórs að fyrir um sjö árum, þá
verandi frekar vinstrisinnaður ung-
lingur, tók ég viðtal
fyrir Skólablað MR
við alla þáverandi
formenn ungliða-
hreyfinga stjórn-
málaflokka. Tveimur
mánuðum síðan var
ég komin á Lands-
fund Sjálfstæðisflokksins!
Guðlaugur Þór er frjálslyndur
jafnréttissinnaður hægri maður og
þessar skynsömu skoðanir hans hrifu
mig, líkt og svo marga aðra, með.
Þessar sömu skoðanir eiga mikið er-
indi inn á Alþingi.
Góðar skoðanir mega sín hins veg-
ar lítið án atorkusemi og Guðlaugur
Þór hefur sýnt það í starfi sínu sem
borgarfulltrúi að hann er afar sam-
viskusamur og kynnir sér málin vel.
Kraftar hans myndu því nýtast vel á
Alþingi.
Síðast en ekki síst. Mér finnst vera
algjört grundvallaratriði að það fólk
sem við veljum til starfa á Alþingi sé
gott fólk. Á þeim sjö árum sem ég hef
þekkt Guðlaug hef ég komist að því
að Guðlaugur Þór er hægri maður
með hjartað á réttum stað.
Guðlaug Þór á þing
Margrét Einarsdóttir, lögfræðingur og
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
skrifar:
UNDIRRITAÐUR hvetur alla
sjálfstæðismenn til þess að setja
Ástu Möller í eitt af efstu sætunum í
prófkjöri Sjálfstæðismanna í
Reykjavík næstkom-
andi föstudag og
laugardag. Ásta
Möller hefur fyrir
löngu sannað hversu
öflugur talsmaður
hún er fyrir þeim
hugsjónum sem lað-
að hafa tugi þúsunda Íslendinga til
stuðnings við Sjálfstæðisflokkinn.
Ásta er samviskusamur vinnu-
þjarkur sem setur sig vel inn í mál
og fylgir sínum baráttumálum fast
eftir. Ásta hefur mikla reynslu úr fé-
lagsstarfi, svo og atvinnulífi sem
gagnast henni vel á Alþingi. Þetta
sést best á þeim málum sem Ásta
hefur unnið að á þingi en ekki síður á
afstöðu hennar í umræðum.
Heilbrigðismál eru stærsti út-
gjaldaliðurinn í fjárlögum íslenska
ríkisins. Þar gildir að fara vel með.
Þar gildir líka og ekki síður að
tryggja þjónustu við sjúka sem er á
heimsmælikvarða. Í þessum málum
er nauðsynlegt að leita nýrra lausna
til að ná þessum mikilvægu mark-
miðum. Engum treysti ég betur en
Ástu til þessara verka. Hún hefur
sýnt og sannað að hún er full af góð-
um hugmyndum og hún hefur þekk-
ingu og skilning á hagsmunum sjúk-
linga og samfélagsins. En umfram
allt hefur hún kjarkinn og dugn-
aðinn sem þarf til að hrinda góðum
málum í framkvæmd.
Ásta Möller er hugsjónamaður
sem tekur þátt í stjórnmálum af eld-
móði og sannfæringu, styðjum Ástu
Möller.
Kjósum Ástu
Möller
Stefán S. Guðjónsson framkvæmdastjóri
skrifar:
SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM í
Reykjavík er mikill fengur að því að
Guðlaugur Þór Þórðarson hafi ákveð-
ið að gefa kost á sér í prófkjöri flokks-
ins hér í Reykjavík.
Guðlaugur hefur sýnt
svo ekki verður um
villst að þar er um
framtíðarleiðtoga
innan flokksins að
ræða. Sem foringi í
ungliðahreyfingunni
stóð hann fyrir mjög blómlegu starfi
sem laðaði ótölulegan fjölda ungs
fólks til fylgis við flokkinn. Á núver-
andi starfsvettvangi, í borgarstjórn
Reykjavíkur, hefur hann haft ótví-
rætt frumkvæði í fjölmörgum mik-
ilvægum málum fyrir borgarbúa.
Guðlaugur Þór er heiðarlegur og
traustur maður sem er í góðum
tengslum við þá umbjóðendur sem
hann þjónar í borgarstjórn. Hann
hefur breiða skírskotun til kjósenda
og mun verða sjálfstæðismönnum
mikilvægur í kosningabaráttunni fyr-
ir næstu alþingiskosningar.
Tryggjum Guðlaugi
Þór þingsæti
Þórlindur Kjartansson skrifar: