Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 45 FERÐAÞJÓNUSTA bænda hélt ný- verið tveggja daga uppskeruhátíð sína á Grand hótel Reykjavík og var hún mjög fjölsótt. Umhverfismálin voru í brennidepli enda tók Félag ferðaþjónustubænda ákvörðun um það snemma árs að á næstu tveimur árum myndu allir aðilar innan sam- takanna taka upp umhverfisstefnu. Fyrri daginn var því haldinn kynningarfundur og námskeið þar sem ferðaþjónustubændum var kynnt umhverfisstefna samtakanna og þeir fræddir um fyrstu skrefin sem taka þarf til að tileinka sér hana. Ferðaþjónustubændur færðu for- manni Ferðaþjónustu bænda, Jó- hannesi Kristjánssyni í Höfða- brekku, veglega gjöf í tilefni fimmtíu ára afmælis hans og heiðr- uðu hjónin Guðrúnu og Guðlaug Bergmann fyrir starf þeirra og hvatningu að mótun umhverf- isstefnu Ferðaþjónustu bænda. Umhverfismálin marka stefnu í gæðamálum Að morgni síðari dagsins voru rædd ýmis hagsmunamál félagsins en eftir hádegi blés Ferðaþjónusta bænda til ráðstefnu undir heitinu Í fararbroddi í umhverfisvænni ferðaþjónustu, sem opin var öllum. Margir utanaðkomandi aðilar sóttu ráðstefnuna, bæði ferðamála- fulltrúar, starfsmenn upplýsinga- miðstöðva og aðrir aðilar innan ferðaþjónustunnar sem vildu fylgj- ast með því sem Ferðaþjónusta bænda er að gera í umhverf- ismálum. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra ávarpaði ráðstefnuna og taldi að aðrir aðilar innan ferða- þjónustunnar myndu fylgjast grannt með framgangi mála þar sem Ferðaþjónusta bænda væri í að- stöðu til að móta ásýnd heillar at- vinnugreinar með framsýni sinni í umhverfismálum. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru fimm. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræð- ingur fjallaði meðal annars um nauðsyn þess að gott samstarf væri á milli ferðaþjónustunnar og sveit- arstjórna sem væru að vinna eftir Staðardagskrá 21. Samkvæmt henni hefðu bæði atvinnulífið og stjórnvöld sínar skyldur og því væri samvinna beggja hagur. Einar Bollason, framkvæmdastjóri Ís- hesta, ræddi um auglýsingagildi þess að hafa umhverfisstefnu og sagði að umhverfisfræðsla innan fyrirtækisins hefði tvímælalaust skilað sér til neytendanna. Taldi hann jafnframt að Umhverfis- verðlaun Ferðamálaráðs, sem fyr- irtæki hans hlaut árið 2001, hefðu gífurlega mikið auglýsingagildi, einkum í Bandaríkjunum, og sýndu ferðamanninum að fyrirtækið væri ábyrgt. Elín Berglind Viktorsdóttir umsjónarmaður vottunarsviðs Green Globe 21 hjá Hólaskóla kynnti vottunarferlið, en Hólaskóli gerðist nýverið umboðsaðili þessara alþjóðlegu vottunarsamtaka hér á landi. Mikill áhugi var á fyrirlestri Elínar Berglindar þar sem einn aðili innan Ferðaþjónustu bænda hefur þegar fengið vottun Green Globe. Marteinn Njálsson, formaður Fé- lags ferðaþjónustubænda, hafði greinilega þarfir komandi kynslóða í huga þegar hann sagði að sér fynd- ist spurningin ekki snúast um hvort heldur hvenær væri hægt að hefjast handa og fá vottun frá Green Globe 21. Síðasti maður á mælendaskrá var Sævar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu bænda. Tilkynnti hann ráð- stefnugestum að stjórn Ferðaskrif- stofu bænda hefði nýverið tekið ákvörðun um að leita eftir vottun Green Globe 21. Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda í Reykjavík Vilja taka upp um- hverfis- stefnu Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar ávarpar ferðaþjónustubændur. Framtíðin á Akureyri hef- ur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Merkið teiknaði Hreggviður Ársælsson, grafískur hönnuður, og er það prentað í Ásprenti á Ak- ureyri. Jólamerkið er tekjuöflun fyrir styrktarsjóð aldraðra. Það er til sölu í pósthúsinu á Akureyri, Frí- merkjahúsinu og Frímerkjamið- stöðinni í Reykjavík. Framtíðin gef- ur út jólamerki NIÐURSTAÐA könnunar sem gerð var á árangri þeirra sem sóttu nám- skeið gegn reykingum í Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði var nýlega kynnt á ráðstefnunni „Loft 2002“ sem haldin var í Mývatnssveit og á vísindaþingi sem Félag íslenskra heimilislækna hélt í Borgarnesi. Könnunin nær yfir tímabilið frá september 1998 þangað til í maí 2001. Könnunin leiddi í ljós að 45% þátttakenda voru enn reyklausir eft- ir eitt ár. Árangurinn er mun betri en kemur fram í könnun sem var gerð á sömu nótum fyrir tímabilið 1996 til 1998. „Námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun eru öllum opin sem vilja hætta að reykja og henta stór- reykingamönnum sérstaklega vel. Dvöl að heiman í hópi kemur sér vel fyrir marga, en mest eru 10 manns í hópi. Námskeiðin eru vikulöng og ekki þarf tilvísun frá lækni á þau. Innritun er hafin á næsta námskeið sem hefst 5. janúar 2003,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Hætt að reykja í Heilsustofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.