Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SJÓMANNASAMBAND Íslands
ítrekar fyrri afstöðu gegn auðlinda-
gjaldi á sjávarútveginn og krefst
þess að ákvæði þar um í lögunum
um stjórn fiskveiða verði afnumið
áður en það kemur til framkvæmda.
Þetta kemur fram í ályktun 23.
þings sambandsins sem haldið var í
síðustu viku.
Þingið ítrekaði jafnframt í álykt-
un sinni þá skoðun að banna eigi út-
gerðarmönnum að eiga viðskipti
með veiðiheimildir. Þingið krafðist
þess að slík viðskipti ættu sér stað á
Kvótaþingi á meðan útgerðarmönn-
um væri heimilt að leigja aflamark.
Þingið gagnrýndi samninganefndir
Vélstjórafélags Íslands og Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
fyrir að hafa gengist fyrir afnámi
Kvótaþingsins á síðasta ári. Jafn-
framt var skorað á sjávarútvegsráð-
herra að setja Kvótaþingið aftur á
fót hið fyrsta eða afnema heimildir
útvegsmanna til að versla með veiði-
heimildir.
Þá átaldi þingið LÍÚ og Verðlags-
stofu skiptaverðs fyrir að hafa ekki
beitt sér fyrir því að markmið gerð-
ardóms um fiskverð næðust hinn 1.
júní síðastliðinn. Var þess krafist að
viðsemjendur sjómanna standi við
gerða samninga og að þegar í stað
verði gerðar ráðstafanir til að rétt
fiskverð komist á.
Krefjast aðskilnaðs
veiða og vinnslu
Þá krafðist þingið þess að lög
verði sett um fjárhagslegan aðskiln-
að veiða og vinnslu. Eins og staðan
sé í dag geti kaupandi og seljandi
afla verið einn og sami aðilinn sem í
krafti einokunaraðstöðu sinnar
ákveði verðið. Slíkur viðskiptamáti
hljóti að brjóta í bága við lög um
heilbrigða samkeppni og góða við-
skiptahætti. Eðlilegt hljóti að teljast
að allir fiskkaupendur hafi sama
möguleika á að kaupa þann fisk sem
leyfilegt er að veiða úr takmarkaðri
auðlind. Fyrsta skrefið til að koma á
eðlilegum viðskiptaháttum með fisk
sé að aðskilja veiðar og vinnslu fjár-
hagslega sem leiði til þess að allur
afli verði seldur á fiskmarkaði.
Þá mótmælti þingið þeim mál-
flutningi formanns LÍÚ að laun sjó-
manna séu of há og þess vegna þurfi
að gera breytingu á hlutaskiptakerfi
sjómanna. „Það kann að vera að lag-
færa þurfi hlutaskiptakerfið. Hins
vegar þarf víðar að lagfæra í um-
hverfi sjávarútvegsins. Má þar með-
al annars nefna verðmyndun aflans
og aðgengi sjómanna að réttum
upplýsingum um aflaverðmæti þeg-
ar aflinn er unninn um borð eða
seldur beint á erlendan markað. Það
er sárt til þess að vita að samtök út-
gerðarmanna skuli sí og æ telja
ástæðu til að lítilsvirða starfsfólk
umbjóðenda sinna. Á sama tíma
undrast samtökin að sífellt færra
fólk hafi áhuga á að gera sjó-
mennsku að ævistarfi sínu,“ segir í
ályktun þingins.
Sævar Gunnarsson var endur-
kjörin formaður Sjómannasam-
bands Íslands á þinginu og Konráð
Alfreðsson varaformaður.
Ályktanir 23. þings Sjómannasambands Íslands
Afstaða gegn auð-
lindagjaldi ítrekuð
MATSFYRIRTÆKIÐ Standard &
Poor’s hefur breytt horfum á láns-
hæfi Íslands úr neikvæðum í stöð-
ugar. Um leið staðfesti fyrirtækið
lánshæfiseinkunnir Íslands, bæði
einkunnina AA+/A-1+ fyrir lán í
íslenskum krónum og A+/A-1+
fyrir lán í erlendri mynt. Þetta
kemur fram í frétt frá Seðlabanka
Íslands.
Standard & Poor’s sagði í frétt
sinni að breytingin á horfunum
endurspeglaði bætta ytri stöðu ís-
lenska þjóðarbúsins, árangur sem
náðst hefði í sölu ríkisbankanna og
áframhaldandi góða afkomu bank-
anna að afloknu skeiði sem ein-
kennst hefði af útlánaþenslu.
Jöfnuður í við-
skiptum við útlönd
Í frétt Standard & Poor’s segir
meðal annars að eftir nokkurra ára
tímabil mikils vaxtar innlendrar
eftirspurnar hafi viðskiptahalli
þjóðarbúsins náð 10% af vergri
landsframleiðslu á árinu 2000. Ytri
staða þjóðarbúsins hafi hins vegar
batnað verulega frá þeim tíma.
„Mat fyrirtækisins um stöðugar
horfur byggist á að meira jafnvægi
ríkir nú í hagkerfinu. Sterk staða
ríkisfjármála og mikill sveigjanleiki
í hagkerfinu vega upp þrönga
lausafjárstöðu sem þó fer batnandi.
Að sögn fyrirtækisins gætu meiri-
háttar breytingar til hins verra á
erlendri stöðu þjóðarbúsins eða vís-
bendingar um lakari stöðu fjár-
málageirans haft neikvæð áhrif á
lánshæfismatið. Aftur á móti gæti
enn betri staða ríkisfjármála eða
bætt ytri staða þjóðarbúsins leitt til
frekari hækkunar á lánshæfismat-
inu í framtíðinni,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Seðlabanka Íslands.
Betri horfur að mati
Standard & Poor’s
Bætt staða íslenska þjóðarbúsins
VERÐ á saltsíld lækkar að jafnaði
um 10% frá því á síðasta ári, sam-
kvæmt sölusamningum sem nú er
búið að gera. Töluverð spurn er eftir
saltsíld á mörkuðum en kaupendur
eru varkárir gagnvart Íslendingum
vegna þess hve síldveiðar hér við
land hafa gengið treglega.
Kristján Jóhannesson, innkaupa-
og sölustjóri uppsjávarfisks hjá SÍF
hf., segir að þegar sé búið að semja
um sölu á um 55 þúsund tunnum.
Kaupendur hafi þó varann á sér
gagnvart Íslendingum, enda hafi
gengið illa að framleiða upp í gerða
samninga á undanförnum árum. Á
síðasta ári hafi til að mynda ekki
náðst að framleiða upp í nema 70% af
því sem samið var um. Kristján segir
að verð á saltsíld hafi lækkað minna
en á freðsíld á þessu ári en vænt-
anlega sé lækkunin að jafnaði í
kringum 10% í erlendri mynt.
Umbjóðendur SÍF hafa þegar
saltað síld í um 25 þúsund tunnur
það sem af er þessu ári og hafa aldrei
saltað jafn lítið miðað við árstíma frá
árinu 1980 að sögn Kristjáns. Síld-
veiðarnar ganga auk þess illa. það
litla sem veiðist er smásíld sem kem-
ur sér afar illa fyrir saltsíldarfram-
leiðendur. Eins hefur síldin einkum
veiðst vestur af landinu á allra síð-
ustu árum en stærstu saltsíldar-
framleiðendur eru á Austurlandi og
því langt að sigla með aflann. Segir
Kristján kaupendur fylgjast vel með
gangi mála til að geta leitað annað
eftir síld ef í harðbakkann slær.
Lægra hráefnisverð í Noregi
Kristján segir að saltsíldarmark-
aðurinn hafi breyst frá því að vera
seljendamarkaður yfir í að vera
kaupendamarkaður. Í Noregi séu
töluverðar birgðir af freðsíld og
breyttar aðstæður þar í landi skekki
markaðinn nokkuð. Norska síldar-
sölusamlagið (Norges Sildesalgslag)
setur árlega lágmarksverð á síld upp
úr sjó. Verðið var lækkað nokkuð nú
í haust að kröfu framleiðenda, ásamt
því að stærðarflokkum hefur verið
breytt, þeir rýmkaðir þannig að efri
mörk stærsta flokksins voru hækkuð
og því breikkaði næststærsti flokk-
urinn sem því nemur en það er sá
stærðarflokkur sem íslenskir salt-
síldarframleiðendur vinna hvað
mest. Þetta segir Kristján að valdi
því að norskir framleiðendur fái nú
ódýrara hráefni. Hann segir stöðugt
framboð af síld í Noregi en hérlendis
hafi síldveiðarnar gengið illa framan
af hausti. Norðmenn séu auk þess
farnir að stýra veiðum sínum meira
en þeir hafi áður gert. Nú séu um 70
þúsund tonn eftir af síldarkvóta
Norðmanna og þeir hafi í raun hægt
á veiðunum til að kvótinn endist
þeim að minnsta kosti fram að jólum.
„Það er erfitt að keppa við Norð-
mennina. Alls var saltað í um 95 þús-
und tunnur af síld á Íslandi á síðasta
ári en til samanburðar má nefna að
stærsti saltsíldarframleiðandi Nor-
egs saltaði þá í um 80 þúsund tunn-
ur,“ segir Kristján.
Um 10% verð-
lækkun á salt-
síld að jafnaði
SÍF hefur samið
um sölu á um 55
þúsund tunnum
Morgunblaðið/Sigurgeir
skrefi framarislandssimi.is
Hluthafafundur
Íslandssíma hf.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál
1 Skýrsla stjórnar
2 Aukning hlutafjár vegna samruna við Halló! Frjáls Fjarskipti ehf.
6 Kosning stjórnar og varastjórnar
7 Önnur mál
Lögð verður fram tillaga um samruna við Halló! Frjáls fjarskipti ehf. Jafnframt verður
tillaga um að hluthafafundur samþykki að hækka hlutafé félagsins um kr. 413.786.672
að nafnverði, með útgáfu nýrra hluta. Hlutafénu verður ráðstafað sem gagngjald fyrir
allt hlutafé í Halló! Frjálsum Fjarskiptum ehf. Skiptihlutfall er þannig að fyrir hverja 1 kr.
að nafnverði sem hluthafar í Halló! Frjálsum Fjarskiptum ehf. láta af hendi fá þeir 7,74 kr.
að nafnverði í Íslandssíma hf. Jafnframt falla hluthafar frá forgangsrétti til hinna nýju
hluta.
Lögð verður fram tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins
um kr. 1.621.621.622 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta á sölugenginu 1,85. Hluthafar
falla frá forgangsrétti til hinna nýju hluta. Heimild þessi gildir í sex mánuði frá samþykkt
hluthafafundar.
Lögð verður fram tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins
um allt að kr. 1.027.027.027 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Sölugengi hinna nýju
hluta skal ákveðið af stjórn félagsins. Heimild þessi gildir til 1. október 2003. Stjórn
félagsins er heimilt að ákveða greiðslufyrirkomulag nýrra hluta.
Lögð verður fram tillaga um breytingu á grein 2.01.2 í samþykktum félagsins þess efnis
að stjórn félagsins hafi heimild til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins um allt að kr.
70.000.000 að nafnverði vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Heimildin gildir í fimm
ár frá samþykkt hluthafafundar.
Dagskrá og fundargögn verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku
fyrir fundinn. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað.
Stjórn Íslandssíma hf.
Íslandssími hf. boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður
þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 14:00, í salnum Háteigi á 4. hæð
Grand Hótels, Sigtúni 38, Reykjavík.
3 Aukning hlutafjár vegna kaupa á hlutabréfum í TAL hf.
4 Almenn aukning hlutafjár
5 Aukning hlutafjár vegna kaupréttarsamninga