Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 23
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 23
STARFSFÓLK bæklunardeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
fagnaði 20 ára afmæli deildarinnar
sl. föstudag og bauð af því tilefni til
afmælisveislu í kennslustofu spít-
alans. Þangað mættu starfsmenn
annarra deilda og gestir utan úr bæ
og þáðu veitingar og eru þeir hér
að bragða á afmælistertu sem boðið
var upp á í tilefni 20 ára afmælis
bæklunardeildar. Í þeim hópi voru
Halldór Baldursson fyrrverandi yf-
irlæknir deildarinnar til tíu ára og
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
og viðskiptaráðherra. Anna Lilja
Filipsdóttir deildarstjóri bæklunar-
og augndeildar ávarpaði viðstadda
og Júlíus Gestsson forstöðulæknir
bæklunar- og slysadeildar kynnti
starfsemi bæklunardeildar. Þá var
afmælisrit bæklunardeildar, „Vörð-
uð leið til betri heilsu“ kynnt en það
er gefið út í tilefni afmælisins.
Þema blaðsins er; „Forvarnir og
meðferð við beinbrotum af völdum
beinþynningar“ og er fjallað um
málið frá ýmsum sjónarhornum í
blaðinu. Blaðið mun liggja frammi á
heilsugæslustöðvum og heilbrigð-
isstofnunum.
Morgunblaðið/Kristján
Bæklunardeild FSA 20 ára
Laufey Pálsdóttir heldur sýningu
á Háskólabókasafninu á Ak-
ureyri í nóvember og desember
2002.
Hún sýnir myndir sem unnar eru í
olíu á bólstraðan striga.
Laufey (fædd 1965) naut tilsagnar
í Myndlistaskóla Akureyrar, þá
aðeins 16 ára gömul, en þaðan lá
leið hennar til Reykjavíkur í MHÍ.
Eftir útskrift úr málaradeild 1989
hefur Laufey kennt börnum
myndlist, haldið kvöldnámskeið,
átt í samstarfi við ýmsa listamenn
og farið erlendis í náms- og kynn-
isferðir. Hún hefur haldið nokkrar
einkasýningar, meðal annars á
Sólon Íslandus 1999 – 2000.
Bókasafn Háskólans á Akureyri er
opið frá 8:00 - 18:00 alla virka
daga og 12:00 - 15:00 á laug-
ardögum.
Í DAG
Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur og
Dagný Birnisdóttir kennari halda
fyrirlestur á vegum kennaradeildar
Háskólans á Akureyri í dag, þriðju-
daginn 19. nóvember, kl. 16.15 í
Þingvallastræti 23. Fyrirlesturinn
nefnist Læsi til framtíðar.
Sagt verður frá vetrarlöngu þróun-
arverkefni Lundarskóla 2001–2002;
Læsi til framtíðar, en það beindist
að því að auka lesskilning allra nem-
enda skólans í 1. til 10. bekk. Nem-
endum var kennt að beita tveimur
sérstökum aðferðum við lestur.
Framfarir reyndust marktækar í öll-
um árgöngum skólans.
Trúðurinn Skralli hefur opnað heima-
síðu á slóðinni www.mmedia.is/skralli
og er þar að finna margvíslegt efni.
Trúðurinn Skralli stefnir nú óðfluga í
að verða þrítugur, en lætur þó engan
bilbug á sér finna. Á heimasíðunni er
m.a. Krakkahorn og þar er fram-
haldssaga sem fjallar um ævintýri
trúðsins og birtist einn nýr kafli á
viku á síðunni. Þá er gerð grein fyrir
Skralla og persónunni á bak við hann,
en sá heitir Aðalsteinn Bergdal og er
leikari. Auk þess er fróðleikur af
ýmsu tagi á síðunni og fjallað er um
Hrísey, heimkynni Skralla.
Á NÆSTUNNI
FYRSTA hverfisnefndin á Ak-
ureyri var stofnuð á Oddeyri
nýlega. Um 50 manns mættu á
stofnfundinn þar sem urðu líf-
leg skoðanaskipti, samkvæmt
því sem fram kemur á heima-
síðu bæjarins.
Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri stýrði fundinum og hóf
hann með stuttri kynningu á
þeirri hugmynd um íbúalýð-
ræði sem býr að baki stofnun
hverfisnefnda. Þá fjallaði
Bjarni Reykjalín, deildarstjóri
umhverfisdeildar, um skipu-
lagsmál á Oddeyri í fortíð og
framtíð.
Fjörlegar umræður spunn-
ust meðal fundarmanna um
umferðarmál, græn svæði og
fleira viðvíkjandi Oddeyri, en
undir lok fundar var fyrsta
hverfisnefndin á Akureyri,
hverfisnefnd Oddeyrar, kjörin.
Í henni sitja Hallgrímur
Skaptason, Hjalti Jóhannes-
son, Jón Einar Jóhannsson,
Katrín Björg Ríkarðsdóttir og
Sólveig Jóhannsdóttir. Vara-
menn eru Hólmar Svansson,
Jón Ingi Cæsarsson og Ragn-
heiður Jakobsdóttir.
Fyrsta
hverfis-
nefndin
stofnuð
Fyrsta ljóðakvöld vetrarins á Sig-
urhæðum – Húsi skáldsins verður
miðvikudagskvöldið 20. nóvember,
húsið verður opnað kl. 20, en dag-
skráin hefst hálfri stundu síðar.
Dagskráin ber heitið „landið er
lifandi … “ og þar mun for-
stöðumaður hússins, Erlingur Sig-
urðarson, spjalla um nokkur önd-
vegisskáld sem settu svip sinn á
nýliðna öld og bera niður í kveð-
skap þeirra. Á eftir gefst færi á
fyrirspurnum, athugasemdum og
samræðum. Heitt verður á könn-
unni og allir velkomnir, segir í frétt
frá Húsi skáldsins.
Á MORGUN
TÆPLEGA tvítug stúlka var flutt á
slysadeild eftir að hún varð fyrir bif-
reið á Kaupvangsstræti á Akureyri í
gærmorgun. Meiðsl hennar voru
ekki alvarleg.
Ökumaður sem var að aka fram úr
annarri bifreið um helgina var einnig
fluttur á slysadeild, en hann missti
vald á bílnum með þeim afleiðingum
að hún hafnaði á ljósastaur. Maður-
inn slasaðist ekki alvarlega, en bif-
reiðin var flutt á brott með drátt-
arbifreið.
Lögregla stöðvaði för manns sem
tók aðvörunarplaststaur fyrir gang-
andi vegfarendur í miðbæ Akureyr-
ar og við eftirgrennslan kom annar
slíkur í ljós. Kvaðst maðurinn hafa
ætlað staurunum að skreyta her-
bergi sitt.
Þrír ferðamenn voru stöðvaðir við
þá iðju sína að taka sængurföt af hót-
eli sem þeir gistu á í bænum um
helgina. Töldu þeir að myndavél
hefði verið stolið af sér og ætluðu að
jafna stuldinn með sængurfötunum.
Starfsmenn stöðvuðu mennina og
kvöddu lögregu til.
Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu
vegna þjófnaðar úr verslun í bænum.
Einn viðskiptavinurinn hafði þá
pantað franskar kartöflur í búðinni
en borðað þær þar inni og hent pok-
anum utan af þeim áður en komið var
að afgreiðslukassanum.
Tilkynnt var um þjófnað á bensíni
úr bílageymslu við Hjallalund og
kvað sá er tilkynnti um stuldinn að
eldsneyti af bíl sínum hefði horfið
þrívegis á skömmum tíma, alls um 50
lítrar í hvert skipti.
Í dagbók lögreglu kemur einnig
fram að umferðaróhöpp urðu 12 tals-
ins í vikunni, þar af var fólk flutt á
slysadeild úr 5 þeirra. Þá voru 6
kærðir fyrir of hraðan akstur, 2
fíkniefnamál komu upp, 3 innbrot til-
kynnt og 10 þjófnaðir.
Umferðaróhöpp
og þjófnaðir
GUÐMUNDUR Gíslason tryggði
sér titilinn Akureyrarmeistari í at-
skák um helgina eftir hörkukeppni
við Halldór B. Halldórsson. Þeir
Guðmundur og Halldór voru einu
taplausu keppendurnir en Guð-
mundur hafði sigur að lokum með 6
vinninga úr 7 umferðum. Halldór
varð annar með 5½ vinning en jafnir
í þriðja sæti urðu þeir Þór Valtýsson
og Björn Ívar Karlsson með 4½
vinning. Þór hafði svo betur eftir
stigaútreikning.
Jón Birkir Jónsson bar sigur úr
býtum eftir einvígi við Davíð Arn-
arson á hausthraðskákmóti sem efnt
var til um helgina.
Nóvemberhraðskákmót Skák-
félags Akureyrar fer fram á fimmtu-
dagskvöld, 21. nóvember, og hefst
það kl. 20.
Guðmund-
ur Akur-
eyrarmeist-
ari í atskák
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin)
Sími 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14
Við látum verðin tala!
Handlaug í borð. 56x47 cm.
Verð frá kr. 8.950,- stgr.
Handlaug á vegg. 34x45 cm.
Verð frá kr. 3.950,- stgr.
kr
kr
kr kr krkr
kr
kr
kr
Stálvaskur.
46x48 cm.
Verð frá kr.
7.350,- stgr.
Verð sett
með öllu
kr. 43.800,-
stgr
Innbyggingar
WC
Stálvaskur. 62x44 cm.
Verð frá kr. 11.900,- stgr.
Stálvaskar eitt hólf + borð.
Verð frá kr. 8.450,- stgr.
Wc með festingum og
harðri setu. Tvöföld skolun.
Stútur í vegg eða gólf.
Verð frá kr.
16.950,- stgr.
Einnarhandar
blöndunartæki
f. handlaug m. lyftit.
Kr. 4.690,- stgr
Einnarhandar
blöndunartæki
f. bað m. sturtusetti
Kr. 5.900,- stgr
Einnarhandar
blöndunartæki
f. eldhús
Kr. 5.900,- stgr
Handlaug með fæti.
55x43 cm.
Verð kr.
9.450,- stgr.