Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 41
✝ Annes SvavarÞorláksson
fæddist í Veiðileysu
í Strandasýslu 19.
september 1917.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þorlákur Guð-
brandsson bóndi, f.
16.4. 1893, d. 15.2.
1977, og kona hans
Ólöf Sveinsdóttir, f.
20.5. 1892, d. 6.4.
1952. Systkini Ann-
esar eru Borghildur, Kristján,
Þórdís, Þórir og Bjarni, en látin
eru Marteinn, Guðbrandur og
Guðlaug.
Hinn 7. nóvember 1957 kvænt-
ist Annes eftirlifandi eiginkonu
sinni Grétu V. Böðvarsdóttur, f.
7.11. 1935. Börn þeirra eru: 1)
Anna Þórný, f. 25.10. 1958, gift
Þorgeiri Pétri Svavarssyni, f.
24.4. 1947. Börn þeirra eru
Anný Gréta, f. 16.2. 1977, Dagný
Hildur, f. 23.4. 1980, og Rúnar
Pétur, f. 14.12. 1981. 2) Svavar
Þór, f. 7.6. 1962,
kvæntur Huldu Sig-
ríði Salómonsdótt-
ur, f. 8.11. 1965.
Börn þeirra eru
Ágúst Ingi, f. 29.12.
1982, Salóme Ýr, f.
5.12. 1989, og Vil-
berg Þór Annes, f.
10.11. 1995. Annes
ól upp Gerði, f.
15.2. 1955, dóttur
Grétu, í sambúð
með Hermanni
Sveinbjörnssyni, f.
19.5. 1951. Börn
hennar eru Þor-
björn Emil, f. 5.3. 1979, og
Tinna Eir, f. 3.8. 1985.
Annes vann við vélagæslu í
Síldarverksmiðjunni á Djúpuvík
á árunum 1949–1952. Hann var
vélstjóri til sjós á árunum 1952–
1961. Einnig var hann lærður
vélvirki og vann við sína iðn á
ýmsum stöðum í landi til ársins
1985 er hann varð að láta af
störfum sökum heilsubrests.
Útför Annesar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi. Ein allra mesta
gæfa sem mér hefur hlotnast á lífs-
leiðinni er sú að hafa fengið að vera
dóttir þín. Annað eins ljúfmenni og
þú er vandfundið, svo söknuður
minn er mikill.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin
(V. Briem.)
Þakka þér fyrir allar samveru-
stundir okkar saman.
Nú kveð ég þig faðir, í síðasta sinn
og saknaðartárin ég strýk mér af
hvarmi.
En sorgarnótt myrkri skal
minningarbjarmi,
sem morgunsól eyða, ég trúi, ég finn –
þótt horfinn mér sértu, – að látinn þú
lifir
í ljósanna heimi, og vakir mér yfir.
(R. Reinhardsson.)
Þín dóttir
Anna.
Til elsku pabba:
Hér er svo dapurt inni,-
ó, elsku pabbi minn,
ég kem að kistu þinni
og kveð þig hinsta sinn.
Mér falla tár af trega
– en treginn ljúfsár er –
svo undur innilega
þau einmitt fróa mér.
Ég þakka fræðslu þína
um það, sem dugar best,
er hjálpráð heimsins dvína,
og huggað getur mest.
Þú gekkst með Guði einum
og Guði vannst þitt starf,
hið sama af huga hreinum
ég hljóta vil í arf.
Nú ertu farinn frá mér,
en föðurráðin þín,
þau eru ávallt hjá mér
og óma blítt til mín:
Guðs orðum áttu að trúa
og ávallt hlýða þeim,
það mun þér blessun búa
og ber þig öruggt heim.
(B.J.)
Kveðja.
Þinn sonur
Svavar.
Elsku hjartans pabbi og afi, það
er svo ótrúlegt að hafa þig ekki
lengur á meðal okkar. Lundarfar
þitt var einstaklega gott. Góðvild,
hlýja og þolgæði einkenndi fas þitt
allt. Þú varst einstakt ljúfmenni er
öllum vildir gott gera og nutum við
fjölskyldan þess ótakmarkað.
Móðir mín
get ég einhvern tímann
gefið þér aftur
Skógana og Blómin
þrumandi Fjöllin
og flæðandi Vötnin
sem þú hefur fyllt brjóst mitt
Faðir minn
hvernig get ég
tjáð mig
um brennandi Eldinn
og Þokuna
Storminn og
Vorgoluna
sem þú umlykur mig þéttur
Bróðir
þú sem hefur
elskað mig
haldið mér þétt og
horft í augu mín
Systir mín
sem brennur inni í mér
stormar í kringum mig
með kvenlegri mýkt
og kossum
Hvað get ég gert
nema dáið
(Þ.E.K.)
Nú þegar komið er að kveðju-
stund viljum við þakka þér allar
góðar stundir, er við höfum átt
saman, og víst er að minningin um
þig lifir áfram í hjarta okkar. Elsku
mamma mín og amma okkar, við
biðjum Guð að blessa minninguna
um góðan mann og veita okkur öll-
um styrk á erfiðum stundum.
Með saknaðarkveðjum.
Gerður, Þorbjörn
Emil og Tinna Eir.
Elsku afi. Alla mína tíð hef ég
verið mikil afastelpa. Oft hef ég
fengið að heyra sögurnar af því er
ég sem lítið barn barði ömmu
greyið ef hún kom of nálægt þér
þar sem ég flatmagaði ofan á
bringunni á þér eða hvernig ég
sótti þig til að horfa á Tomma og
Jenna, fréttir og auglýsingar. Þú
fékkst ekki marga dúra yfir frétt-
unum á þeim tíma, því þá vakti ég
þig snarlega. Þegar ég var orðin
eldri var ósköp notalegt að hafa
ykkur ömmu í næsta húsi og geta
skroppið í heimsókn hvenær sem
var. Alltaf tókstu vel á móti mér og
öllum öðrum sem læddust inn um
dyrnar. Enda varstu einstaklega
góður og hlýr maður. Það er skrýt-
ið að hugsa til þess að þú komir
ekki framar í heimsókn og fáir þér
einn „afaskammt“ af kaffi, röltir
fram og aftur um götuna eða kallir
mig nöfnu þína. Þú náðir ekki að
lifa nógu lengi til að koma í heim-
sókn til mín í nýju íbúðina okkar
Ella en ég veit þú ert með okkur í
anda.
Elsku afi, við söknum þín öll
sárt.
Þín afastelpa
Anný Gréta.
Elsku afi, við erum svo fegin að
hafa komið á spítalann og getað
kvatt þig á sunnudeginum og svo á
mánudeginum en við komum ekki
til að kveðja, við komum í heimsókn
og þú varst aðeins hressari á mánu-
deginum. Ekki óraði okkur fyrir
því að þú myndir ekki koma heim
aftur. Amma var alltaf hjá þér,
þótti bara gott að sitja og lesa, og
þér fannst svo gott að vita af henni
hjá þér.
Afi, þú varst alveg frábær við
okkur. Aldrei skammaðir þú okkur
eða stoppaðir okkur af, þú bara
horfðir á og brostir. Nú er elsku
amma ein, afi, og við skulum lofa að
passa hana. Hún er svo sterk og
segir okkur að nú líði afa vel því þú
varst búinn að vera lengi veikur.
Hún huggar sig við að nú hafir þú
ekki lengur verk.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem.)
Þín barnabörn
Ágúst Ingi, Salóme Ýr
og Vilberg Þór Annes.
Elsku Anni, mig langar að
kveðja þig, en fæ því ekki lýst með
nokkrum orðum hversu góður
tengdapabbi þú varst. Aldrei
heyrði ég þig hallmæla nokkrum né
sá ég þig reiðast, svo góður maður
varstu. Ég kveð þig og vona að þér
líði nú vel eftir mörg ár í veik-
indum.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
( Þórunn Sig.)
Þín tengdadóttir
Hulda.
Elsku afi minn, það er undarlegt
að hugsa til þess að þú munir aldrei
framar kíkja á mig þegar ég verð
eitthvað að sýsla í bílskúrnum ykk-
ar ömmu. Því alltaf gafstu þér tíma
til að líta inn og athuga hvað ég
væri nú að laga í einhverjum bíln-
um. Það þótti mér ávallt vænt um
og gaman að fá þig í heimsókn.
En þótt þú sért nú farinn frá
okkur, þá veit ég að þú kíkir nú
samt til mín í skúrinn, þótt ég verði
þess ef til vill ekki var.
Afi, viltu hlusta
á lítið kveðjuljóð,
frá litla drengnum þínum.
Þó héðan burt þú haldir,
á himins bjarta slóð,
í huga býrðu mínum.
Og ég skal biðja Frelsarann
ljúfa, að leiða þig
til landsins, hinum megin.
Hann börnin litlu elskar
og bænheyrir því mig.
Hann besta ratar veginn.
Þó klökk sé kveðjustundin
og sorgarnóttin svört
og söltum tárum grátið,
á lífsins fagra landi
vor bíður framtíð björt,
því blítt nú huggast látið.
(G. Ólafsson.)
Megi Guð geyma þig, afi minn.
Rúnar Pétur.
ANNES SVAVAR
ÞORLÁKSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUÐJÓN ELÍASSON
bókaútgefandi,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn
12. nóvember, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju á morgun, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 15.00.
Helga Sigbjörnsdóttir,
Sigbjörn Guðjónsson, Matthildur Hermannsdóttir,
Kristín Guðjónsdóttir, Kjartan Sigurðsson,
Jórunn Guðjónsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Elín Guðjónsdóttir, Tore Axel Sellgren
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FILIPPUS SIGURÐSSON,
Brekkuvegi 3,
Seyðisfirði,
lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar að kvöldi sunnudagsins 17. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Sigurður Filippusson,
Geirlaug Filippusdóttir,
Andrés Filippusson,
Magnús Filippusson,
Stefán Filippusson,
Sunneva Filippusdóttir,
Ragnhildur Filippusdóttir.
Bróðir okkar,
PÁLL GUTTORMSSON
skógtæknifræðingur,
lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum aðfaranótt
sunnudagsins 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju næstkom-
andi laugardag 23. nóvember kl. 13.30.
Jarðsett verður á Hallormsstað.
Bergljót, Þórhallur, Gunnar,
Hjörleifur, Loftur og Elísabet.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR A. AÐALSTEINSSON
frá Brautarholti,
Kveldúlfsgötu 1,
Borgarnesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn
16. nóvember.
Hann verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 23. nóvember
kl. 14.00.
Steinunn Árnadóttir,
Sólrún Gunnarsdóttir, Gylfi Már Guðjónsson,
Hafdís Gunnarsdóttir, Nikulás Á. Halldórsson,
Trausti Gunnarsson, Ástríður Gunnarsdóttir,
Tryggvi Gunnarsson, Elsa Friðriksdóttir,
Ingileif Aðalheiður Gunnarsdóttir, Magnús Valsson,
Árný Guðrún Gunnarsdóttir, Guðjón Bjarnason,
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Víðigrund 55,
Kópavogi,
andaðist á hjartadeild Landspítala Hringbraut
sunnudaginn 17. nóvember.
Þorvaldur Þorvaldsson,
Margrét Helga Ólafsdóttir,
Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur Ástþórsson,
Ólafur Hafsteinn Einarsson, Margrét S. Stefánsdóttir,
Ingibjörg Hrönn Einarsdóttir, Jón Bjarnason,
Þröstur Einarsson,
Rúnar Hrafn Einarsson, Birna Eggertsdóttir,
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Sigríður Elka Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.