Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ lesa það á mánudögum. DV er mest lesið á laugardögum (37,5%) og miðvikudögum (32,7%). Meðallestur Morgunblaðsins í Reykjavík og á Reykjanesi var 64,7% í könnunarvikunni, meðal- lestur Fréttablaðsins 64,3% og meðallestur DV á sama svæði 30,5%. 87% á þessu svæði lásu Morgunblaðið eitthvað í vikunni, 86,8% lásu Fréttablaðið eitthvað og 53,4% DV. Svarendur mátu gæði fjöl- miðlanna út frá fimm ólíkum full- yrðingum og fékk Morgunblaðið hæstu einkunn dagblaða í öllum til- vikum. Morgunblaðið er m.a. sá fjölmiðill, sem þykir frekast veita mikilvægar upplýsingar og kemur næst fréttastofum ríkisfjölmiðl- anna hvað varðar traust á frétta- flutningi. Mbl.is mest lesni vefurinn Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, er mest lesni vefurinn en svarendur heimsóttu síðuna 2,9 sinnum að meðaltali í könnunarvik- unni. Leit.is var með 2,1 heimsókn, MORGUNBLAÐIÐ er mest lesna dagblað landsins og var eitthvað lesið af um 80% landsmanna í könnunarviku Gallup í október, en meðallestur á hvert tölublað var 57,3%. Fréttablaðið var með 51,8% meðallestur og DV 31,5% meðal- lestur. Fjölmiðlakönnun Gallup fór fram 16. til 22. október, en greint var frá niðurstöðunum í gær. Sunnudagsblað Morgunblaðsins mest lesið Samkvæmt könnuninni lásu 79,9% Morgunblaðið eitthvað í könnunarvikunni, 75,6% lásu Fréttablaðið eitthvað og 53,9% lásu DV eitthvað í vikunni. Þegar lestur á einstökum tölu- blöðum er skoðaður kemur í ljós að Morgunblaðið er mest lesið á sunnudögum, en 63,5% lesa sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. 60% lesa Morgunblaðið á föstudögum og 58,6% á laugardögum. Frétta- blaðið er mest lesið á miðvikudög- um, en þá lesa 60,2% blaðið. 50,2% visir.is 1,4 heimsóknir, simaskra.is 1,2 heimsóknir, ruv.is 0,3 og texta- varp.is 0,2 heimsóknir. Karlar heimsækja mbl.is 3,5 sinnum í viku en konur 2,4 sinnum. Heimsóknirnar eru flestar í aldurs- flokknum 30 til 34 ára eða 5,1. Í Reykjavík og á Reykjanesi eru heimsóknirnar 3,5 að meðaltali á viku, en 1,8 heimsóknir á lands- byggðinni. Örlíti færri segjast hafa aðgang að Netinu en í síðustu fjölmiðla- könnun, eða 81%, en undanfarin ár hefur þeim fjölgað jafnt og þétt, sem hafa aðgang að nettenginu. Flestir stilltu á Sjónvarpið Sjónvarpið er með mesta áhorf sjónvarpsstöðvanna en 68% svar- enda stilltu á stöðina að meðaltali virka daga og 72% um helgar. Samsvarandi tölur fyrir Stöð 2 voru 52% og 48%, fyrir Skjá 1 40% og 37%, fyrir Sýn 8% og 8% og fyr- ir PoppTíví 8% og 4%. Uppsafnað áhorf fyrir vikuna var 97% hjá Sjónvarpinu, 79% hjá Stöð 2, 75% hjá Skjá 1, 20% hjá Sýn og 19% hjá Popp Tíví. Flestir horfðu á Spaugstofuna í Sjónvarpinu á laugardagskvöldi eða 60,6% svarenda, 42,3% að með- altali horfðu á fréttir Sjónvarpsins og 30,7% að meðaltali á fréttir Stöðvar 2. Dagskrá vikunnar (2 vikur) var mest lesið í flokki tímarita og viku- blaða, en 54,7% svarenda lásu eða flettu síðustu Dagskrá. 47,7% lásu eða flettu DV Magasíni, 41,3% Myndböndum mánaðarins (4 vik- ur), 31,0% Séð og Heyrt (7 dagar) og 29,9% Viðskiptablaði Morgun- blaðsins, sem kemur út á fimmtu- dögum. Góð svörun Úrtakið í könnuninni var Íslend- ingar á aldrinum 12 til 80 ára, vald- ir með tilviljunaraðferð úr þjóð- skrá. Úrtaksstærð var 1.681. Fjöldi svara, 1.028 eða 64%, hefur aldrei verið meiri síðan Gallup tók við framkvæmd fjölmiðlakannana 1999. Í könnuninni var mælt áhorf á fimm sjónvarpsstöðvar og lestur þriggja dagblaða. Einnig var mældur lestur 16 tímarita og viku- blaða auk notkunar á sex netmiðl- um. Könnunin var gerð fyrir sam- starf Sambands íslenskra aug- lýsingastofa og helstu fjölmiðla landsins. % & '  ( ) & '    & '  *++ & '  *  & '  , & '  -  & '  3    4              3    4            /  !/ . /  / .  $ !/  !/ $  /  $/ $ ! $ !  /  ./ !$/ !../ ! $ /   $/$ !/ !25  6 0B<C0   0B<C0   # 3  ! 7  3 !  *      5 4!  !  4!   !     6 5     4!   ! !!      !*2    # 3  3 ! 7  D  # 3  !25  6 0E<C0   3 !*2  !25  6 # 3  ! 7  ,12 # 3    "< & F 3  3 0B<C0   0B<C0   !25  6                              -. 86 *  &/0      1     !   5    7   6  +  /  +     0 1 Morgunblaðið mest lesna dagblað landsins Aldrei fleiri svör í viðamikilli fjölmiðlakönnun Gallup fyrir SÍA og helstu fjölmiðla landsins ÞÓRDÍS Gísladóttir hlaut náms- styrk Mjólkursamsölunnar sem veittur var á Málræktarþingi Ís- lenskrar málnefndar. Þórdís er að vinna að svokallaðri licentiat- ritgerð við norrænudeild Háskól- ans í Uppsölum en sérsvið hennar er tvítyngisfræði. Þetta er í þriðja sinn sem styrk- urinn er veittur en hann nemur 400 þúsund krónum. Að þessu sinni bár- ust átta umsóknir en dómnefnd skipuð fulltrúum íslenskrar mál- nefndar valdi styrkþegann. Lokaritgerð Þórdísar fjallar um málnotkun tvítyngdra Íslendinga og viðhorf þeirra til málnotkunar. Ritgerðin er byggð á viðamikilli rannsókn, sem hún gerði meðal 116 Íslendinga í Uppsölum og nágrenni. Þórdís kemst í rannsókn sinni m.a. að þeirri niðurstöðu að ís- lenska sé ekki síður mikilvæg fyrir Íslendinga erlendis en á Íslandi. Að mati dómnefndar hefur verk- efni Þórdísar í senn fræðilegt og hagnýtt gildi og ryður nýjar braut- ir að því er íslensku varðar. Morgunblaðið/Jim Smart Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri MS, afhendir Þórdísi Gísladóttur, sem stundar nám við Háskólann í Uppsölum, námsstyrk fyrirtækisins. Stundar rann- sóknir á tvítyngi Námsstyrkur Mjólkursamsölunnar veittur  Hringrás móðurmálsins/27 MENNIRNIR tveir sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar í júníbyrjun, gengust ekki við ódæð- inu við þingfestingu málsins í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Annar þeirra, sem sakaður er um að hafa skallað, kýlt og sparkað í Magnús heitinn, neitar sök, en með- ákærði, sem ákærður er fyrir aðild með því að hafa sparkað í hinn látna, viðurkennir þátt sinni í árásinni, en neitar afleiðingum hennar. Réttarhöld hefjast 16. desember og verður dómurinn fjölskipaður. Óvenju mörg vitni verða leidd fyrir dóminn, eða um 35 talsins. Ákærðu í málinu eru 20 og 23 ára gamlir og mun ríkissaksóknari sækja þann eldri til saka fyrir tvær aðrar líkams- árasir samtímis manndrápsmálinu. Þar er um að ræða líkamsárás í aprílbyrjun þar sem tvítugur maður höfuðkúpubrotnaði eftir að ákærði skallaði hann. Ákærði játar sök í því máli en ber fyrir sig sjálfsvörn. Þá er ákærði sakaður um aðra líkamsárás skömmu síðar með því að hafa skall- að 21 árs mann í miðbænum. Ákærði ber þar fyrir sig minnisleysi. Gangast ekki við manndrápi í Hafnar- stræti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.