Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
lesa það á mánudögum. DV er mest
lesið á laugardögum (37,5%) og
miðvikudögum (32,7%).
Meðallestur Morgunblaðsins í
Reykjavík og á Reykjanesi var
64,7% í könnunarvikunni, meðal-
lestur Fréttablaðsins 64,3% og
meðallestur DV á sama svæði
30,5%. 87% á þessu svæði lásu
Morgunblaðið eitthvað í vikunni,
86,8% lásu Fréttablaðið eitthvað og
53,4% DV.
Svarendur mátu gæði fjöl-
miðlanna út frá fimm ólíkum full-
yrðingum og fékk Morgunblaðið
hæstu einkunn dagblaða í öllum til-
vikum. Morgunblaðið er m.a. sá
fjölmiðill, sem þykir frekast veita
mikilvægar upplýsingar og kemur
næst fréttastofum ríkisfjölmiðl-
anna hvað varðar traust á frétta-
flutningi.
Mbl.is mest lesni vefurinn
Fréttavefur Morgunblaðsins,
mbl.is, er mest lesni vefurinn en
svarendur heimsóttu síðuna 2,9
sinnum að meðaltali í könnunarvik-
unni. Leit.is var með 2,1 heimsókn,
MORGUNBLAÐIÐ er mest lesna
dagblað landsins og var eitthvað
lesið af um 80% landsmanna í
könnunarviku Gallup í október, en
meðallestur á hvert tölublað var
57,3%. Fréttablaðið var með 51,8%
meðallestur og DV 31,5% meðal-
lestur.
Fjölmiðlakönnun Gallup fór fram
16. til 22. október, en greint var frá
niðurstöðunum í gær.
Sunnudagsblað
Morgunblaðsins mest lesið
Samkvæmt könnuninni lásu
79,9% Morgunblaðið eitthvað í
könnunarvikunni, 75,6% lásu
Fréttablaðið eitthvað og 53,9% lásu
DV eitthvað í vikunni.
Þegar lestur á einstökum tölu-
blöðum er skoðaður kemur í ljós að
Morgunblaðið er mest lesið á
sunnudögum, en 63,5% lesa sunnu-
dagsblað Morgunblaðsins. 60%
lesa Morgunblaðið á föstudögum
og 58,6% á laugardögum. Frétta-
blaðið er mest lesið á miðvikudög-
um, en þá lesa 60,2% blaðið. 50,2%
visir.is 1,4 heimsóknir, simaskra.is
1,2 heimsóknir, ruv.is 0,3 og texta-
varp.is 0,2 heimsóknir.
Karlar heimsækja mbl.is 3,5
sinnum í viku en konur 2,4 sinnum.
Heimsóknirnar eru flestar í aldurs-
flokknum 30 til 34 ára eða 5,1. Í
Reykjavík og á Reykjanesi eru
heimsóknirnar 3,5 að meðaltali á
viku, en 1,8 heimsóknir á lands-
byggðinni.
Örlíti færri segjast hafa aðgang
að Netinu en í síðustu fjölmiðla-
könnun, eða 81%, en undanfarin ár
hefur þeim fjölgað jafnt og þétt,
sem hafa aðgang að nettenginu.
Flestir stilltu
á Sjónvarpið
Sjónvarpið er með mesta áhorf
sjónvarpsstöðvanna en 68% svar-
enda stilltu á stöðina að meðaltali
virka daga og 72% um helgar.
Samsvarandi tölur fyrir Stöð 2
voru 52% og 48%, fyrir Skjá 1 40%
og 37%, fyrir Sýn 8% og 8% og fyr-
ir PoppTíví 8% og 4%.
Uppsafnað áhorf fyrir vikuna var
97% hjá Sjónvarpinu, 79% hjá Stöð
2, 75% hjá Skjá 1, 20% hjá Sýn og
19% hjá Popp Tíví.
Flestir horfðu á Spaugstofuna í
Sjónvarpinu á laugardagskvöldi
eða 60,6% svarenda, 42,3% að með-
altali horfðu á fréttir Sjónvarpsins
og 30,7% að meðaltali á fréttir
Stöðvar 2.
Dagskrá vikunnar (2 vikur) var
mest lesið í flokki tímarita og viku-
blaða, en 54,7% svarenda lásu eða
flettu síðustu Dagskrá. 47,7% lásu
eða flettu DV Magasíni, 41,3%
Myndböndum mánaðarins (4 vik-
ur), 31,0% Séð og Heyrt (7 dagar)
og 29,9% Viðskiptablaði Morgun-
blaðsins, sem kemur út á fimmtu-
dögum.
Góð svörun
Úrtakið í könnuninni var Íslend-
ingar á aldrinum 12 til 80 ára, vald-
ir með tilviljunaraðferð úr þjóð-
skrá. Úrtaksstærð var 1.681. Fjöldi
svara, 1.028 eða 64%, hefur aldrei
verið meiri síðan Gallup tók við
framkvæmd fjölmiðlakannana
1999.
Í könnuninni var mælt áhorf á
fimm sjónvarpsstöðvar og lestur
þriggja dagblaða. Einnig var
mældur lestur 16 tímarita og viku-
blaða auk notkunar á sex netmiðl-
um. Könnunin var gerð fyrir sam-
starf Sambands íslenskra aug-
lýsingastofa og helstu fjölmiðla
landsins.
%&
'
(
)&
'
&
'
*++&
'
*
&
'
, &
'
-&
'
3
4
3
4
/
!/
. /
/ . $ !/
!/
$ /
$/
$ ! $ ! /
./
!$/
!../
! $ /
$/$ !/
!25 6
0B<C0
0B<C0
#3
! 7
3
!
*
5 4! !
4! !
6
5
4! !
!!
!*2
#3
3
! 7
D
#3
!25 6
0E<C0
3
!*2
!25 6
#3
! 7
,12
#3
"<
&F 3
3
0B<C0
0B<C0
!25 6
-.
86
* &/0
1
!
5
7 6
+
/
+
0 1
Morgunblaðið mest
lesna dagblað landsins
Aldrei fleiri svör í viðamikilli fjölmiðlakönnun Gallup fyrir SÍA og helstu fjölmiðla landsins
ÞÓRDÍS Gísladóttir hlaut náms-
styrk Mjólkursamsölunnar sem
veittur var á Málræktarþingi Ís-
lenskrar málnefndar. Þórdís er að
vinna að svokallaðri licentiat-
ritgerð við norrænudeild Háskól-
ans í Uppsölum en sérsvið hennar
er tvítyngisfræði.
Þetta er í þriðja sinn sem styrk-
urinn er veittur en hann nemur 400
þúsund krónum. Að þessu sinni bár-
ust átta umsóknir en dómnefnd
skipuð fulltrúum íslenskrar mál-
nefndar valdi styrkþegann.
Lokaritgerð Þórdísar fjallar um
málnotkun tvítyngdra Íslendinga
og viðhorf þeirra til málnotkunar.
Ritgerðin er byggð á viðamikilli
rannsókn, sem hún gerði meðal 116
Íslendinga í Uppsölum og nágrenni.
Þórdís kemst í rannsókn sinni
m.a. að þeirri niðurstöðu að ís-
lenska sé ekki síður mikilvæg fyrir
Íslendinga erlendis en á Íslandi.
Að mati dómnefndar hefur verk-
efni Þórdísar í senn fræðilegt og
hagnýtt gildi og ryður nýjar braut-
ir að því er íslensku varðar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri MS, afhendir Þórdísi Gísladóttur, sem
stundar nám við Háskólann í Uppsölum, námsstyrk fyrirtækisins.
Stundar rann-
sóknir á tvítyngi
Námsstyrkur Mjólkursamsölunnar veittur
Hringrás móðurmálsins/27
MENNIRNIR tveir sem ákærðir
eru fyrir stórfellda líkamsárás í
Hafnarstræti sem leiddi til dauða
Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar í
júníbyrjun, gengust ekki við ódæð-
inu við þingfestingu málsins í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.
Annar þeirra, sem sakaður er um
að hafa skallað, kýlt og sparkað í
Magnús heitinn, neitar sök, en með-
ákærði, sem ákærður er fyrir aðild
með því að hafa sparkað í hinn látna,
viðurkennir þátt sinni í árásinni, en
neitar afleiðingum hennar.
Réttarhöld hefjast 16. desember
og verður dómurinn fjölskipaður.
Óvenju mörg vitni verða leidd fyrir
dóminn, eða um 35 talsins. Ákærðu í
málinu eru 20 og 23 ára gamlir og
mun ríkissaksóknari sækja þann
eldri til saka fyrir tvær aðrar líkams-
árasir samtímis manndrápsmálinu.
Þar er um að ræða líkamsárás í
aprílbyrjun þar sem tvítugur maður
höfuðkúpubrotnaði eftir að ákærði
skallaði hann. Ákærði játar sök í því
máli en ber fyrir sig sjálfsvörn. Þá er
ákærði sakaður um aðra líkamsárás
skömmu síðar með því að hafa skall-
að 21 árs mann í miðbænum. Ákærði
ber þar fyrir sig minnisleysi.
Gangast
ekki við
manndrápi
í Hafnar-
stræti