Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 35 HARALDUR Johannessen blaðamaður Morgunblaðsins ritar grein í blað sitt nýlega um tillögu sem undirritaður hefur lagt fram á Alþingi. Þar gefur blaðamaður sér að tillagan sé sett fram í þeim til- gangi að „stjórnmálamaðurinn“ vilji láta hampa sér og veiða nokkur at- kvæði. Blaðamaðurinn gefur sér að ekkert annað vaki fyrir tillöguflytj- anda en einhver sýndarmennska og atkvæðabrask. Það er umhugsunar- efni að „blaðamanni“ með slík við- horf til stjórnmála og lýðræðislegr- ar umræðu sé treyst til frétta- umfjöllunar á Morgunblaðinu. Að fara rétt með Grundvallaratriði í starfi blaða- manna er að fara rétt með. Það er rangt hjá blaðamanninum að í um- ræddri tillögu sé lagt til að virð- isaukaskattur verði felldur niður af barnafötum. Það rétta er að í tillög- unni er lagt til að fjármálaráðherra verði falið að kanna hvort mögulegt sé að fella niður eða lækka virð- isaukaskatt af barnafötum og leggja mat á afleiðingar þess fyrir rík- issjóð, verslun í landinu og barna- fjölskyldur. Blaðamaður kýs svo einnig að reyna að snúa út úr tillög- unni þegar hann gerir það að vandamáli að fullorðnir geti keypt „barnaföt“ enda 18 ára unglingar skilgreind börn samkvæmt lögum. Í greinargerð með tillögunni er skýrt tekið fram að taka skuli mið af breskum lögum um sama efni. Seg- ir orðrétt: „Á Bretlandi er enginn virðisaukaskattur á fötum og skóm fyrir börn, sem henta ekki fullorðn- um.“ Blaðamanninum er bent á að kynna sér efni bresku laganna, þar sem orðalagið „not suitable for old- er persons“ er haft til skilgrein- ingar á því hvernig flokka skuli fatnaðinn. Tillaga mín gengur m.a. út á að kannað verði hvernig þessu er fyrir komið á Bretlandseyjum. Þau ummæli blaðamanns að hér sé um sérhagsmunapot að ræða dæma sig að öllu leyti sjálf. Verði útkom- an úr þessari könnun sú að mögu- legt sé að fella niður virðisauka- skatt af barnafötum mun það sannarlega verða til mikilla hags- bóta fyrir það fólk sem stendur undir meginhluta tekjuskatts hér á landi. Aðferð Thatchers Um árabil hafa barnaföt og skór verið undanþegin virðisaukaskatti á Bretlandseyjum. Þingmaður Sjálf- stæðisflokksins sagði við mig, þegar ég hafði mælt fyrir tillögu minni á Alþingi, að það hefði verið í stjórn- artíð Margrétar Thatcher sem þetta fyrirkomulag var tekið upp á Bretlandi. Ungir hægrimenn á Ís- landi hafa hingað til talið að stjórn ríkisfjármála hafa verið til fyrir- myndar hjá Thatcher. Haraldur Jo- hannessen tilheyrir greinilega ekki þeim hópi! Niðurfelling virðisauka- skatts á barnafötum er leið til að koma til móts við barnafjölskyldur, enda flestum ljóst að það er dýrt að ala upp börn á Íslandi. Kannski á Haraldur Johannessen engin börn og þekkir þá hlið mála ekki. Hitt fer ekki á milli mála að foreldrar á Íslandi þekkja þetta allt of vel og taka því fagnandi allri umræðu um lækkun á þeim gjöldum og álögum sem sérstaklega er beint að barna- fólki. Í leiðara DV laugardaginn 9. nóvember sl. er m.a. fjallað um áð- urnefnda þingsályktunartillögu og gæti Haraldi verið gagn að þeirri lesningu, en þar kemur rækilega fram afstaða fjölskyldumannsins. Ósmekkleg skrif Það er ósmekklegt af Haraldi Jo- hannessen að gefa í skyn að tillaga mín hafi verið „kennslustund í sér- hagsmunapoti og atkvæðaveiðum“. Hvað hefur blaðamaðurinn fyrir sér í því? Er það ekki þvert á móti hreint og beint skylda þingmanna og þeirra sem taka þátt í stjórn- málum að leggja sig fram um að hlusta á raddir fólksins í landinu og leita leiða til þess að knýja fram úr- bætur á gildandi lögum og reglum? Hvernig ímyndar blaðamaðurinn sér að löggjafarvaldið eigi að starfa? Hverjum telur hann að þingmenn á Alþingi Íslendinga eigi að þjóna, ef ekki fólkinu í landinu? Það er rétt hjá Haraldi Johann- essen að tillagan hefur hlotið ótrú- leg viðbrögð. Kannski skýrir það einmitt þá miklu sálarangist, sem tillagan virðist valda blaðamannin- um og raunar ýmsum fleiri hægri- mönnum. En það hefur enginn ver- ið plataður. Kjósendur eru nefni- lega ekki fífl, sem láta plata sig, eins og Haraldur Johannessen virð- ist álíta. Ritstjórn Morgunblaðsins bendi ég á að blaðamaður þess hef- ur gert sig sekan um grundvall- armistök í starfi sínu með því að fara rangt með. Hann fer ranglega með efni þingsályktunartillögu og gerir höfundi hennar upp annarleg- an ásetning. Slíkt getur varla talist til fyrirmyndar. Barnalegur blaðamaður Eftir Pál Magnússon Höfundur er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins. „Kjósendur eru nefni- lega ekki fífl, sem láta plata sig.“ Stuðningsmenn Við hvetjum til þess að Katrín Fjeldsted verði kjörin í 4. sæti listans í Reykjavík. Kosningaskrifstofa hennar er í Pósthússtræti 13. Opið frá kl. 16-19 virka daga og 13-18 laugardag. Sími 594 7694. Netfang: katrinf@althingi.is Heimasíða: www.althingi.is/katrinf Katrín Fjeldsted 4. sæti fylgir sannfæringu sinni Rödd hins hófsama sjálfstæðismanns • Katrín hefur víðtæka þekkingu á heilbrigðismálum. Hún vill aukið frelsi í rekstri heilsugæslunnar. Hún er nú eini læknirinn á Alþingi. • Hefur varað við of miklum ríkisafskiptum í virkjanamálum. • Vill lækka skatta. • Hefur lagt umhverfisvernd mikið lið. • Hún vill efla sveitarstjórnarstigið. RANNÍS stendur fyrir kynningarráðstefnu um 6. rannsóknaáætlun ESB á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 22. nóvember kl. 9:00-15:00, þar sem fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynna forgangssvið áætlunarinnar og nýtt fyrirkomulag á verkefnum. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: 09:00-09:10 Setning formanns Rannsóknarráðs Íslands, Hafliði P. Gíslason, prófessor. 09:10-09:30 Ávarp menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich. 09:30-09:50 Þátttaka Íslands í 5. rannsóknaáætlun ESB, Hjördís Hendriksdóttir, Rannsóknarráð Íslands. 09:50-10:30 Um 6. rannsóknaáætlun ESB. Martin Bohle-Carbonell, Head of Unit, Environment directorate, DG Research. 10:30-10:45 Kaffihlé. 10:45-11:20 Styrkir til þjálfunar vísindamanna, Nicholas Newman, Head of Unit, Human resources directorate, DG Research. 11:20-12:00 Ný verkefnaform í 6. rannsóknaáætlun ESB, Peter Fisch, Scientific Officer, Socio-eco directorate, DG Research. 12:00-13:00 Hádegisverður. Samhliða kynningarfundir 13:00-14:00 Lífvísindi, Indriði Benediktsson, Scientific Officer, Health directorate, DG Research Upplýsingatækniáætlun ESB. Sjálfbær þróun og hnattrænar breytingar, Martin Bohle-Carbonell, Head of Unit, Environment directorate, DG Research. Samhliða kynningarfundir 14:00-15:00 Samfélagsáætlun. Peter Fisch, Scientific Officer, Socio-eco directorate, DG Research. Fiskveiðar, afurðir og landbúnaður, Sigurður Bogason, Expert, DG Fisheries. Efnis-, framleiðslu- og örtækni. Nicholas Hartley, Head of Unit, Industrial directorate, DG Research. 6. rannsóknaáætlun ESB ráðstefna 22. nóvember Skráning á ráðstefnuna skal send á rannis@rannis.is fyrir 20. nóv. Klapparstíg, sími 552 2522 Jólatilboð á völdum kerrum og vögnum Dæmi: Simo Elegance Fullt verð 59.900 Nú 39.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.