Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá. 1. Kosning aðalmanns í yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjördæmis norður í stað Jóns Steinars Gunnlaugssonar, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþing- iskosningar. 2. Vísinda- og tækniráð 336. mál, lagafrumvarp forsrh. Frh. 1. um- ræðu. (Atkvæðagreiðsla). 3. Opinber stuðningur við vísinda- rannsóknir (heildarlög) 357. mál, lagafrumvarp menntmrh. Frh. 1. umræðu. (Atkvæðagreiðsla). 4. Opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins 345. mál, laga- frumvarp viðskrh. Frh. 1. um- ræðu. (Atkvæðagreiðsla). 5. Örnefnastofnun Íslands (afnám stjórnar) 358. mál, lagafrumvarp menntmrh. Frh. 1. umræðu. (At- kvæðagreiðsla). 6. Ábyrgðir vegna lánaflokks í Norræna fjárfestingarbank- anum til umhverfismála 356. mál, lagafrumvarp fjmrh. 1. um- ræða. 7. Staðgreiðsla skatts á fjármagns- tekjur 371. mál, lagafrumvarp fjmrh. 1. umræða. 8. Staðgreiðsla opinberra gjalda 372. mál, lagafrumvarp fjmrh. 1. umræða. 9. Lífeyrissjóður sjómanna (elli- og makalífeyrir) 355. mál, laga- frumvarp fjmrh. 1. umræða. 10. Aukatekjur ríkissjóðs (ýmsar gjaldtökuheimildir) 322. mál, lagafrumvarp fjmrh. 1. umræða. 11. Greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (gjaldaheimildir) 359. mál, laga- frumvarp viðskrh. 1. umræða. 12. Fjárhagslegur aðskilnaður út- gerðar og fiskvinnslu 17. mál, þingsályktunartillaga GAK. Frh. fyrri umræðu. 13. Samkeppnisstaða atvinnufyr- irtækja á landsbyggðinni 18. mál, þingsályktunartillaga KLM. Frh. fyrri umræðu. 14. Hvalveiðar 20. mál, laga- frumvarp GAK. 1. umræða. 15. Stækkun friðlandsins í Þjórs- árverum 30. mál, þingsályktun- artillaga KolH. Fyrri umræða. 16. Sjálfbær atvinnustefna 33. mál, þingsályktunartillaga KolH. Fyrri umræða. 17. Almenn hegningarlög 39. mál, lagafrumvarp KolH. 1. umræða ALLS eru skráðir 2.068 nemendur í nám með fjarkennslusniði á há- skólastigi, að því er fram kemur í skriflegu svari menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich, við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. Til samanburðar voru 496 nemendur skráðir í slíkt nám á árinu 1999. Þeim hefur fjölgað um 500 á ári frá því 1999. Í svarinu kemur einnig fram að 2.001 nemandi er nú skráður í fjarkennslu á framhaldsskólastigi. Til samanburðar voru nemendur í slíku námi alls 337 árið 1999. Aukningin er því um 500% frá árinu 1999 til ársins 2002. Nemendum í fjarnámi fjölgar stöðugt HELGA Halldórsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra. Fyrir eru tveir varaþingmenn á Alþingi, þau Jónas Hall- grímsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins og Vigdís Sveinbjörns- dóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins. Þrír varaþingmenn SJÖTTA rannsóknaáætlun ESB felur í sér mun fleiri sóknarfæri fyrir íslenska vísindamenn á sviði samfélagsrannsókna en hinar fyrri, að því er fram kemur í máli Eiríks Bergmanns Einarssonar, landstengiliðar fyrir undirsvið áætlunarinnar á sviði samfélags- rannsókna. Eiríkur segir að í fyrri rann- sóknaráætlunum ESB hafi sam- félagsrannsóknir aðeins verið eins konar hliðarsvið. Með sjöttu rann- sóknaáætluninni hafi samfélags- rannsóknir ekki aðeins verið gerð- ar að sérstöku undirsviði áætlun- arinnar heldur hafi verið lögð áhersla á að litið yrði til samfélags- legra þátta á hinum undirsviðun- um sex. Gott dæmi væri að talið væri eðlilegt að líta til samfélags- legra þátta í stórum verkefnum á sviði erfðavísinda. Tveir flokkar rannsókna Venja hefur skapast um að tala um samfélagsáætlun ESB þó svo að um undirsvið undir aðalrann- sóknaáætlun ESB sé að ræða. Samfélagsáætlunin felur í sér styrki til víðtækra rannsókna á sviði samfélagsmála í jafnólíkum greinum og félagsfræði, stjórn- málafræði, hagfræði, lögfræði, hugvísinda og áfram mætti telja. Rannsóknaáætlunin gerir ráð fyr- ir að rannsóknir innan samfélags- áætlunarinnar skiptist gróflega í tvo flokka, þ.e. annars vegar í rannsóknir á sviði þekkingarsam- félagsins og hins vegar í rannsókn- ir á sviði borgararéttinda, lýðræðis og nýrrar tegunda ákvarðanatöku. Rannsóknir á sviði þekkingarsam- félagsins skiptast í þrennt, þ.e. rannsóknir á dreifingu félags- legra- og hagrænna upplýsinga, rannsóknir á þróun upplýsinga- samfélagsins og rannsóknir á ólík- um leiðum til að koma á raunveru- legu upplýsingasamfélagi. Rann- sóknir á sviði borgararéttinda, lýðræðis og nýrrar tegundar af ákvarðanatöku skiptast í fernt, þ.e. rannsóknir á áhrifum Evrópu- samrunnans og fyrirhugaðrar stækkunar ESB á hinn hinn al- menna borgara, rannsóknir á að- gengi almennings að rafrænni stjórnsýslu, rannsóknir á átökum, friðarumleitunum, dóms- og rétt- arfari og síðast en ekki síst rann- sóknir á nýrri tegund þegnréttar og menningarlegum einkennum. Vísindamenn á ferð og flugi „Að auki verður veittur aukinn styrkur til vísindamanna til að starfa við rannsóknastofnanir og háskóla í öðrum löndum,“ segir Eríkur og tekur fram að ekki sé aðeins veittur stuðningur vegna starfa í Evrópulöndum heldur öll- um heiminum. „Innan rannsókna- áætlunarinnar auðnast íslenskum vísindamönnum kjörið tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn með því að starfa erlendis. Með sama skapi opnast betri mögu- leikar en áður fyrir innlendar rannsóknastofnanir til að fá til sín erlent rannsóknarfólk til starfa með stuðningi frá ESB.“ Eiríkur segist eiga von á því að umsóknir um styrki innan samfélagsáætlun- arinnar komi aðallega frá háskóla- samfélaginu þó að vissulega sé bú- ist við þátttöku einstakra inn- lendra fyrirtækja. „Ég efast ekki um að Íslending- ar eiga eftir að taka þátt í fjöl- breyttum verkefnum innan sam- félagsáætlunarinnar, t.d. varðandi félagsfræðilega og hagfræðilega þróun. Mest spennandi tel ég þó vera rannsóknir á beinni þátttöku almennings í ákvarðanatöku í tengslum við nýjungar í upplýs- ingatækni,“ segir Eríkur og nefnir að í gegnum EES-samninginn megi hugsa sér að Íslendingar taki þátt í verkefnum í tengslum við evrópska samþættingu. „Ekki er heldur óraunhæft að ætla að Ís- lendingar gætu komið inn í verk- efni í tengslum við friðarumleitan- ir og áfram væri hægt að telja.“ Að lokum lagði Eiríkur áherslu á að Íslendingar þyrftu að bregð- ast skjótt við í tengslum við þátt- töku í áætluninni. Samfélagsáætl- unin hefði yfir að ráða um 250 milljónum evra og yrði 100 millj- ónum af upphæðinni úthlutað strax á næsta ári. Sjötta rannsóknaáætlun Evrópusambandsins með 250 milljónir evra Gefur fleiri sóknarfæri á sam- félagssviðinu en fyrri áætlanir DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki geta séð annað en að vel hefði tekist til með sölu Búnaðarbankans og Landsbank- ans. Þetta kom m.a. fram í máli ráð- herra eftir að Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hafði beint fyrir- spurn til hans um sölu Búnaðarbank- ans til S-hópsins svonefnda. Ráðherra ítrekaði að engin hlutabréf í Búnaðar- bankanum yrðu afhent fyrr en greiðsla hefði átt sér stað. Jafnframt sagði hann aðspurður um kaupendur bankans að um kjölfestufjárfesti væri að ræða. Steingrímur hóf máls á sölu Búnaðarbankans í svonefndum óund- irbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. „Nú er það svo að fram hefur komið að S-hópurinn svonefndi virðist ekki eiga neina peninga,“ sagði Steingrím- ur, „og það er ekki ljóst og liggur ekki fyrir hvenær hann fer að borga eitt- hvað, nema það verður ekki strax; það verður ekki við undirskrift samnings. Hann fær þar bara afhenta lyklana. Í öðru lagi liggur ekki fyrir hvort greitt verður fyrir bankann í íslenskum gjaldmiðli eða erlendri mynt. Í þriðja lagi liggur ekki fyrir hve stóran hlut hver og einn í þessum hópi mun kaupa. Í fjórða lagi hvílir leynd yfir því hver hinn væntanlegi erlendi sam- starfsaðili S-hópsins um kaupin er. Og í fimmta lagi liggur það fyrir og þykir fréttnæmt að á sama tíma og hópurinn er að kaupa Búnaðarbank- ann geisar heiftúðug valdabarátta bak við tjöldin innan hópsins.“ Ráðherra svaraði því m.a. til eins og áður sagði að engin hlutabréf í Búnaðarbankanum yrðu afhent fyrr en greiðsla hefði átt sér stað. „Ákveð- in skilyrði eru einnig sett um að það liggi fyrir þátttaka hins erlenda aðila, bankastofnunar, áður en frá þessu er gengið,“ sagði hann. Steingrímur var ekki ánægður með þessi svör ráðherra og sagði að það eina sem væri vitað um þann aðila sem fengi að kaupa Búnaðarbankann væri það að hann væri nátengdur Framsóknarflokknum og gamla Sam- bandinu. „Að öðru leyti veit enginn hver kemur til með að eiga hvað, hve- nær þeir eiga peninga til að borga fyr- ir þetta og þar fram eftir götunum. Samt er gengið fram hjá aðila eins og Kaldbakshópnum sem sannanlega hefði þó getað reitt fram peninga og borgað strax.“ Spurði Steingrímur því næst hvort þetta væri trúverðugt. Þingmenn geti verið ánægðir Davíð Oddsson kom aftur í pontu og sagði: „Ég get alveg sannfært háttvirtan þingmann um það að þegar frá þessum hlutum verður gengið, þá liggja allir þessir hlutir klárir fyrir. Það er nákvæmlega með sama hætti og gert var við Landsbankann. Það er undirrituð ákveðin viljayfirlýsing og menn hafa náð saman um alla meg- inþætti en síðan þurfa aðrir hlutir að liggja klárir fyrir þegar endanlega er frá kaupum gengið og ég sé ekkert rangt við það. Ég hef fulla trú á því að þessir aðilar sem þarna eru að kaupa muni koma vel að verki og vilji reka þennan banka vel. Ég sé ekki annað en það hafi gengið mjög vel með söl- una á báðum þessum bönkum og að við getum verið ánægð með það hér, alþingismenn.“ Forsætisráðherra segir vel hafa tekist með sölu á Búnaðarbankanum Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson svaraði spurningum um sölu Búnaðarbankans í gær. Hlutabréf afhent við greiðslu NÆSTKOMANDI fimmtu- dagskvöld, 21. nóvember, kl. 20 efna nokkrir landsþekktir listamenn til svonefndra Vina- tónleika í Íslenzku óperunni. Eru tónleikarnir haldnir til stuðnings Láru Margréti Ragnarsdóttur alþingismanni sem er einn af frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer á föstudag og laug- ardag. Á tónleikunum koma m.a. fram þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Kristín Sædal Sig- tryggsdóttir, Garðar Cortes, Bergþór Pálsson, Valgeir Guðjónsson, Clive Pollard og Kór óperusöngvara undir stjórn Garðars Cortes. Tónleikarnir eru öllum opnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir Lára Margrét Ragnarsdóttir Valgeir Guðjónsson Clive Pollard Ólöf Kolbrún Harðardóttir Vinatónleikar í óperunni Bergþór Pálsson Garðar Cortes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.