Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 21 GIULIO Andreotti, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, var á sunnudag fundinn sekur af áfrýjunardómstóli á Ítalíu um að hafa látið myrða blaðamanninn Mino Pecorelli árið 1979. Andreotti, sem er 83 ára gam- all, var dæmdur til 24 ára fangels- isvistar en fastlega er reiknað með því að hann áfrýi úrskurðinum til þriðja og æðsta dómstigs á Ítalíu. Andreotti hafði áður verið sýknaður á lægra dómstigi af ákæru um aðild að morðinu. Andreotti ítrekaði í gær sakleysi sitt í málinu og sagðist hvergi hafa komið nærri morðinu á Pecorelli. Sagði hann að niðurstaðan hefði komið sér mjög á óvart. „Ég hef trú á réttarkerfinu [ … ] Ég hef alltaf haft trú á því. En úrskurðurinn í gær [á sunnudag] er mér mikið áfall,“ sagði Andreotti. Úrskurður áfrýjunardómstólsins í Perugia hefur vakið hörð viðbrögð á Ítalíu og stjórnmálamenn úr öllum flokkum kepptust um það í gær að lýsa niðurstöðunni sem hneyksli. Sjálfur hefur Andreotti jafnan sagt að ákærur á hendur honum væru runnar undan rifjum pólitískra and- stæðinga hans og glæpaforingja sem væru honum reiðir fyrir að hafa í for- sætisráðherratíð sinni ráðist gegn skipulagðri glæpastarfsemi þeirra. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá því í gær að Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, hefði hringt í Andr- eotti til að lýsa hneykslun sinni á nið- urstöðunni. Lét forsætisráðherrann m.a. hafa eftir sér að Andreotti væri „fórnarlamb brjálaðs réttarkerfis“ en Berlusconi hefur einmitt sjálfur átt í útistöðum við saksóknara í Míl- anó. Meintur byssumaður sýknaður Giulio Andreotti gegndi sjö sinn- um embætti forsætisráðherra á Ítal- íu og er óhætt að segja að fáir hafi leikið stærra hlutverk í ítölskum stjórnmálum eftir seinni heimsstyrj- öld en einmitt hann. Hann hefur ver- ið útnefndur til sætis í öldungadeild ítalska þingsins fyrir lífstíð. Blaðamaðurinn sem Andreotti á að hafa látið myrða, Mino Pecorelli, var skotinn til bana í Róm hinn 20. mars 1979. Héldu saksóknarar því fram að Andreotti hefði fengið ítölsku mafíuna til að myrða blaða- manninn af ótta við að Pecorelli væri um það bil að birta opinberlega gögn sem hefðu komið Andreotti í mikinn vanda. Aldrei hefur komið fram hvaða upplýsingar það voru sem Pecorelli á að hafa komist yfir um forsætisráð- herrann fyrrverandi. Auk Andreott- is var mafíuforinginn Gaetano Bad- alamenti á sunnudag fundinn sekur um aðild að morðinu á Pecorelli en Badalamenti situr nú í fangelsi í Bandaríkjunum. Aðrir voru sýknað- ir, þ.á m. meintur byssumaður. Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu dæmdur fyrir morð Sagður fórnarlamb „brjálaðs réttarkerfis“ Róm. AFP, AP. Giulio Andreotti ræðir við frétta- menn fyrir utan heimili sitt í Róm. Reuters GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti viðurkennir í nýrri bók að hann „fyrirlíti“ Kim Jong-Il, forseta Norður-Kóreu. Frá þessu er greint í The Washington Post um helgina en bókin sem um ræðir heitir „Bush at War“ og er eftir frétta- haukinn fræga, Bob Woodward. Woodward, sem varð frægur þegar eftirgrennslanir hans og Carls Bernsteins urðu þess valdandi að Richard M. Nixon neyddist til að segja af sér forseta- embættinu árið 1974, segir í bók sinni að Bush hafi orðið afar æstur þegar þeir ræddu saman um mál- efni Norður-Kóreu. „Ég fyrirlít Kim Jong-Il,“ hefur Woodward eftir Bush. „Ég fæ gæsahúð þegar rætt er um þennan gaur, vegna þess að hann sveltir þjóð sína. Og ég hef séð gögn um fangabúðir – þær eru risastórar – sem hann notar til að stía í sundur fjölskyldum og til að pynta fólk,“ segir forsetinn einnig í bókinni, sem kemur út á næstunni. Bush heimsótti Suður-Kóreu í febrúar og fór þá að landamærum Norður-Kóreu. Hann sagðist þá ekki hafa nein áform um að ráðast á Norður-Kóreu en hann segir í bók Woodwards að hann sé engan veg- inn sáttur við stöðu mála. Aðrir segi honum að ekkert liggi á að reyna að losna við Kim. „En annaðhvort trú- ir þú á frelsi og vilt það [koma Kim frá völdum] eða ekki,“ segir Bush. „Bush at War“ er byggð á sam- tölum við um 100 embættismenn og fjallar að mestu um hernaðarað- gerðir Bandaríkjanna í Afganistan. Bush „fyrirlítur“ Kim Jong-Il Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.