Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 21
GIULIO Andreotti, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ítalíu, var á sunnudag
fundinn sekur af áfrýjunardómstóli
á Ítalíu um að hafa látið myrða
blaðamanninn Mino Pecorelli árið
1979. Andreotti, sem er 83 ára gam-
all, var dæmdur til 24 ára fangels-
isvistar en fastlega er reiknað með
því að hann áfrýi úrskurðinum til
þriðja og æðsta dómstigs á Ítalíu.
Andreotti hafði áður verið sýknaður
á lægra dómstigi af ákæru um aðild
að morðinu.
Andreotti ítrekaði í gær sakleysi
sitt í málinu og sagðist hvergi hafa
komið nærri morðinu á Pecorelli.
Sagði hann að niðurstaðan hefði
komið sér mjög á óvart. „Ég hef trú
á réttarkerfinu [ … ] Ég hef alltaf
haft trú á því. En úrskurðurinn í gær
[á sunnudag] er mér mikið áfall,“
sagði Andreotti.
Úrskurður áfrýjunardómstólsins í
Perugia hefur vakið hörð viðbrögð á
Ítalíu og stjórnmálamenn úr öllum
flokkum kepptust um það í gær að
lýsa niðurstöðunni sem hneyksli.
Sjálfur hefur Andreotti jafnan sagt
að ákærur á hendur honum væru
runnar undan rifjum pólitískra and-
stæðinga hans og glæpaforingja sem
væru honum reiðir fyrir að hafa í for-
sætisráðherratíð sinni ráðist gegn
skipulagðri glæpastarfsemi þeirra.
Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá því
í gær að Silvio Berlusconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, hefði hringt í Andr-
eotti til að lýsa hneykslun sinni á nið-
urstöðunni. Lét forsætisráðherrann
m.a. hafa eftir sér að Andreotti væri
„fórnarlamb brjálaðs réttarkerfis“
en Berlusconi hefur einmitt sjálfur
átt í útistöðum við saksóknara í Míl-
anó.
Meintur byssumaður sýknaður
Giulio Andreotti gegndi sjö sinn-
um embætti forsætisráðherra á Ítal-
íu og er óhætt að segja að fáir hafi
leikið stærra hlutverk í ítölskum
stjórnmálum eftir seinni heimsstyrj-
öld en einmitt hann. Hann hefur ver-
ið útnefndur til sætis í öldungadeild
ítalska þingsins fyrir lífstíð.
Blaðamaðurinn sem Andreotti á
að hafa látið myrða, Mino Pecorelli,
var skotinn til bana í Róm hinn 20.
mars 1979. Héldu saksóknarar því
fram að Andreotti hefði fengið
ítölsku mafíuna til að myrða blaða-
manninn af ótta við að Pecorelli væri
um það bil að birta opinberlega gögn
sem hefðu komið Andreotti í mikinn
vanda.
Aldrei hefur komið fram hvaða
upplýsingar það voru sem Pecorelli á
að hafa komist yfir um forsætisráð-
herrann fyrrverandi. Auk Andreott-
is var mafíuforinginn Gaetano Bad-
alamenti á sunnudag fundinn sekur
um aðild að morðinu á Pecorelli en
Badalamenti situr nú í fangelsi í
Bandaríkjunum. Aðrir voru sýknað-
ir, þ.á m. meintur byssumaður.
Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu dæmdur fyrir morð
Sagður fórnarlamb
„brjálaðs réttarkerfis“
Róm. AFP, AP.
Giulio Andreotti ræðir við frétta-
menn fyrir utan heimili sitt í Róm.
Reuters
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti viðurkennir í nýrri bók að hann
„fyrirlíti“ Kim Jong-Il, forseta
Norður-Kóreu. Frá þessu er greint
í The Washington Post um helgina
en bókin sem um ræðir heitir
„Bush at War“ og er eftir frétta-
haukinn fræga, Bob Woodward.
Woodward, sem varð frægur
þegar eftirgrennslanir hans og
Carls Bernsteins urðu þess
valdandi að Richard M. Nixon
neyddist til að segja af sér forseta-
embættinu árið 1974, segir í bók
sinni að Bush hafi orðið afar æstur
þegar þeir ræddu saman um mál-
efni Norður-Kóreu.
„Ég fyrirlít Kim Jong-Il,“ hefur
Woodward eftir Bush. „Ég fæ
gæsahúð þegar rætt er um þennan
gaur, vegna þess að hann sveltir
þjóð sína. Og ég hef séð gögn um
fangabúðir – þær eru risastórar –
sem hann notar til að stía í sundur
fjölskyldum og til að pynta fólk,“
segir forsetinn einnig í bókinni,
sem kemur út á næstunni.
Bush heimsótti Suður-Kóreu í
febrúar og fór þá að landamærum
Norður-Kóreu. Hann sagðist þá
ekki hafa nein áform um að ráðast á
Norður-Kóreu en hann segir í bók
Woodwards að hann sé engan veg-
inn sáttur við stöðu mála. Aðrir segi
honum að ekkert liggi á að reyna að
losna við Kim. „En annaðhvort trú-
ir þú á frelsi og vilt það [koma Kim
frá völdum] eða ekki,“ segir Bush.
„Bush at War“ er byggð á sam-
tölum við um 100 embættismenn og
fjallar að mestu um hernaðarað-
gerðir Bandaríkjanna í Afganistan.
Bush „fyrirlítur“ Kim Jong-Il
Washington. AFP.