Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 37 Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. VIÐ komandi kosningar til Alþing- is er eðlilegt að einhver endurnýjun verði á þingliði Sjálfstæðisflokksins. En það er ekki sama hverjir veljast þar til starfa. Nýlið- arnir verða að vera tilbúnir í þann slag sem bíður þeirra og þeim verður að vera treystandi fyrir því verki að setja lands- mönnum lög í anda sjálfstæðisstefnunnar. Einn slíkur, Birgir Ármannsson, tekur nú þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hann hefur lengi verið einn helsti forystumaður ungra sjálf- stæðismanna og einnig verið treyst fyrir ábyrgðarstörfum innan flokks- ins, meðal annars setið í miðstjórn hans. Birgir er ungur en með mikla reynslu og er því mjög vel treystandi til að halda fram sjónarmiðum sjálf- stæðismanna og gildum sjálfstæð- isstefnunnar á Alþingi. Reykvískir sjálfstæðismenn verða í komandi prófkjöri að standa að skynsamlegri endurnýjun þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Það verður ekki betur gert en með því að kjósa Birgi Ármannsson í 6. sæti listans. Birgi í 6. sætið Bryndís Lára Torfadóttir flugmaður skrifar: Í EVRÓPU liggja nú opnar gáttir í stað manngerðra múra. Þolendur breytinganna í nýfrjálsum þjóðum hafa þolað þrengingar og afleiðing- arnar skapað ýmsan vanda, s.s.vændi og mansal. Gróf brot á mannréttindum Evrópuráðsþingið hefur barist öt- ullega gegn skipulegu vændi og mansali. Sala á vændiskonum frá neyðarsvæðum Evrópu kemur nú næst eiturlyfja- og vopnasmygli. Mansal og skipulegt vændi er gróft brot á mannréttindum. Mansal tengist vændi, heimilis- þrældómi, brúðarsölu og kynlífs- ferðamennsku. Rannsóknir sýna að mansal kvenna er nær alfarið í kyn- ferðislegum tilgangi. Gríðarleg aukning krefst tafarlausra aðgerða gegn slíku nútíma þrælahaldi. Man- sal er glæpur gegn mannkyni. Vændi vex hratt Árið 2000 voru yfir 500 þúsund konur fluttar í hagnaðarskyni frá ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til Vestur-Evrópu. Ótíndir glæpamenn nýta það tómarúm sem skapast hef- ur milli mikillar eftirspurnar eftir ódýru vinnuafli og erfiðleika innflytj- enda á lögmætum forsendum. Íslendingar eru fráleitt afskiptir í þessari umræðu frekar en nokkur önnur Evrópuþjóð. Umræðan um vændi og mansal á Íslandi er vaxandi og ekki að ósekju. Það hefur ekki farið framhjá neinum. Rótin að vændisstarfsemi á Íslandi er af sama toga og umræðan á meginlandinu. Íslendingar hafa beitt sér mjög gegn vændi á alþjóðavettvangi, Rétt væri þó að líta fyrst í eigin barm, taka til í eigin ranni og styrkja lagastoðir sem koma í veg fyrir grófa og vaxandi vændissölu á Íslandi. Ímynd Íslands og Reykjavíkur má ekki tengjast Sódómu og Gómórru glæpamennsku vændissala. Vændi, mansal og mannréttindi Höfundur er alþingismaður. „Ímynd Ís- lands og Reykjavíkur má ekki tengjast Sódómu og Gómórru.“ Eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur ÉG sækist eftir 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík um komandi helgi. Ég hef reynt að fylgja sannfæringu minni í pólitísku starfi. Umhverfismál eru mér hugleikin og ég hef hvatt til þess að varlega væri farið í þungar ríkisábyrgðir í virkjanamálum, enda ríkisrekstur ekki ofarlega á stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins. Gæta verð- ur að gersemum hálendisins, svo sem Þjórsárverum. Ég tel að aðrar teg- undir orku svo sem jarðhiti og vind- orka verði mjög mikilvægar í framtíð- inni, ekki síður en vatnsaflsvirkjanir. Við Íslendingar verðum að nýta auð- lindir okkar þannig að afkomendur okkar hljóti ekki skaða af. Nýlega flutti ég tillögu á Alþingi um mikilvægi neyzluvatns. Þar er merkileg auðlind því að landið er gjöf- ult af fersku vatni sem lítið hefur ver- ið nýtt og þar er um að ræða hráefni sem heimurinn hefur vaxandi þörf fyrir. Með því að kjósa mig í 4. sæti tryggir þú, kjósandi góður, vaxandi áherzlu á umhverfismál í forystuliði Sjálfstæðisflokksins. 4. sætið Eftir Katrínu Fjeldsted Höfundur er læknir og alþingismaður. „Með því að kjósa mig í 4. sæti tryggir þú vaxandi áherzlu á umhverfis- mál.“ NÚ NÁLGAST prófkjörsdagur okkar reykvískra sjálfstæðismanna. Áríðandi er að vel takist til með val frambjóðenda á lista okkar við al- þingiskosningarnar á vori komanda. Við getum verið stolt af þeim frambjóð- endum sem gefið hafa kost á sér í próf- kjörið. Þetta góða úr- val gerir valið og röð- unina á vissan hátt erfiða. Huga þarf að mörgu, m.a. bakgrunni, aldri og kyni. Bakgrunnurinn, reynslan og það hvað frambjóðandinn stendur í raun fyrir er lykilatriði þegar valið er í prófkjöri. Ég vil hér koma á framfæri þeirri skoðun minni að ég tel áríðandi að Guðmundur Hallvarðsson hljóti góða kosningu í 5. sætið. Bakgrunnur hans sem sjómanns, formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur og störf hans fyr- ir Sjómannadagsráð og Hrafnistu- heimilin hafa gefið honum reynslu og innsýn í líf og kjör þeirra sem lögðu grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag, ásamt því að vegna tengsla hans við verkalýðshreyf- inguna hefur hann fingurinn á þjóð- arpúlsi dagsins í dag. Veitum Guð- mundi verðugan stuðning. Vöndum valið Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu- heimilanna, skrifar: örugg stýring viðskiptakrafna                                   Kringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600 mamabel micro Glæsilegur mjólkurgjafahaldari úr microfiber-efni. Tvöföld skál og spöng tryggja þér þægindi og stuðning. Einföld smella sem gerir þér kleift að opna með annarri hendi. Frábær hönnun - Frábær gæði B-E skál 75-90 heimsæktu www.lancome.com TRÚÐU Á FEGURÐ Einstakur burstinn hefur ótrúlega sveigjandi áhrif. Þétt, fallega löguð og gríðarlega löng augnhár sem virðast endalaus..... Gífurleg lengd - hrífandi sveigja N ý t t Sérfræðingur frá Lancôme verður í versluninni í dag. Veglegir kaupaukar. Allir fá sýnishorn af nýja Flextencils maskaranum. GULLBRÁ s. 562 4217 Nóatún 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.