Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 37

Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 37 Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. VIÐ komandi kosningar til Alþing- is er eðlilegt að einhver endurnýjun verði á þingliði Sjálfstæðisflokksins. En það er ekki sama hverjir veljast þar til starfa. Nýlið- arnir verða að vera tilbúnir í þann slag sem bíður þeirra og þeim verður að vera treystandi fyrir því verki að setja lands- mönnum lög í anda sjálfstæðisstefnunnar. Einn slíkur, Birgir Ármannsson, tekur nú þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hann hefur lengi verið einn helsti forystumaður ungra sjálf- stæðismanna og einnig verið treyst fyrir ábyrgðarstörfum innan flokks- ins, meðal annars setið í miðstjórn hans. Birgir er ungur en með mikla reynslu og er því mjög vel treystandi til að halda fram sjónarmiðum sjálf- stæðismanna og gildum sjálfstæð- isstefnunnar á Alþingi. Reykvískir sjálfstæðismenn verða í komandi prófkjöri að standa að skynsamlegri endurnýjun þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Það verður ekki betur gert en með því að kjósa Birgi Ármannsson í 6. sæti listans. Birgi í 6. sætið Bryndís Lára Torfadóttir flugmaður skrifar: Í EVRÓPU liggja nú opnar gáttir í stað manngerðra múra. Þolendur breytinganna í nýfrjálsum þjóðum hafa þolað þrengingar og afleiðing- arnar skapað ýmsan vanda, s.s.vændi og mansal. Gróf brot á mannréttindum Evrópuráðsþingið hefur barist öt- ullega gegn skipulegu vændi og mansali. Sala á vændiskonum frá neyðarsvæðum Evrópu kemur nú næst eiturlyfja- og vopnasmygli. Mansal og skipulegt vændi er gróft brot á mannréttindum. Mansal tengist vændi, heimilis- þrældómi, brúðarsölu og kynlífs- ferðamennsku. Rannsóknir sýna að mansal kvenna er nær alfarið í kyn- ferðislegum tilgangi. Gríðarleg aukning krefst tafarlausra aðgerða gegn slíku nútíma þrælahaldi. Man- sal er glæpur gegn mannkyni. Vændi vex hratt Árið 2000 voru yfir 500 þúsund konur fluttar í hagnaðarskyni frá ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til Vestur-Evrópu. Ótíndir glæpamenn nýta það tómarúm sem skapast hef- ur milli mikillar eftirspurnar eftir ódýru vinnuafli og erfiðleika innflytj- enda á lögmætum forsendum. Íslendingar eru fráleitt afskiptir í þessari umræðu frekar en nokkur önnur Evrópuþjóð. Umræðan um vændi og mansal á Íslandi er vaxandi og ekki að ósekju. Það hefur ekki farið framhjá neinum. Rótin að vændisstarfsemi á Íslandi er af sama toga og umræðan á meginlandinu. Íslendingar hafa beitt sér mjög gegn vændi á alþjóðavettvangi, Rétt væri þó að líta fyrst í eigin barm, taka til í eigin ranni og styrkja lagastoðir sem koma í veg fyrir grófa og vaxandi vændissölu á Íslandi. Ímynd Íslands og Reykjavíkur má ekki tengjast Sódómu og Gómórru glæpamennsku vændissala. Vændi, mansal og mannréttindi Höfundur er alþingismaður. „Ímynd Ís- lands og Reykjavíkur má ekki tengjast Sódómu og Gómórru.“ Eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur ÉG sækist eftir 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík um komandi helgi. Ég hef reynt að fylgja sannfæringu minni í pólitísku starfi. Umhverfismál eru mér hugleikin og ég hef hvatt til þess að varlega væri farið í þungar ríkisábyrgðir í virkjanamálum, enda ríkisrekstur ekki ofarlega á stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins. Gæta verð- ur að gersemum hálendisins, svo sem Þjórsárverum. Ég tel að aðrar teg- undir orku svo sem jarðhiti og vind- orka verði mjög mikilvægar í framtíð- inni, ekki síður en vatnsaflsvirkjanir. Við Íslendingar verðum að nýta auð- lindir okkar þannig að afkomendur okkar hljóti ekki skaða af. Nýlega flutti ég tillögu á Alþingi um mikilvægi neyzluvatns. Þar er merkileg auðlind því að landið er gjöf- ult af fersku vatni sem lítið hefur ver- ið nýtt og þar er um að ræða hráefni sem heimurinn hefur vaxandi þörf fyrir. Með því að kjósa mig í 4. sæti tryggir þú, kjósandi góður, vaxandi áherzlu á umhverfismál í forystuliði Sjálfstæðisflokksins. 4. sætið Eftir Katrínu Fjeldsted Höfundur er læknir og alþingismaður. „Með því að kjósa mig í 4. sæti tryggir þú vaxandi áherzlu á umhverfis- mál.“ NÚ NÁLGAST prófkjörsdagur okkar reykvískra sjálfstæðismanna. Áríðandi er að vel takist til með val frambjóðenda á lista okkar við al- þingiskosningarnar á vori komanda. Við getum verið stolt af þeim frambjóð- endum sem gefið hafa kost á sér í próf- kjörið. Þetta góða úr- val gerir valið og röð- unina á vissan hátt erfiða. Huga þarf að mörgu, m.a. bakgrunni, aldri og kyni. Bakgrunnurinn, reynslan og það hvað frambjóðandinn stendur í raun fyrir er lykilatriði þegar valið er í prófkjöri. Ég vil hér koma á framfæri þeirri skoðun minni að ég tel áríðandi að Guðmundur Hallvarðsson hljóti góða kosningu í 5. sætið. Bakgrunnur hans sem sjómanns, formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur og störf hans fyr- ir Sjómannadagsráð og Hrafnistu- heimilin hafa gefið honum reynslu og innsýn í líf og kjör þeirra sem lögðu grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag, ásamt því að vegna tengsla hans við verkalýðshreyf- inguna hefur hann fingurinn á þjóð- arpúlsi dagsins í dag. Veitum Guð- mundi verðugan stuðning. Vöndum valið Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu- heimilanna, skrifar: örugg stýring viðskiptakrafna                                   Kringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600 mamabel micro Glæsilegur mjólkurgjafahaldari úr microfiber-efni. Tvöföld skál og spöng tryggja þér þægindi og stuðning. Einföld smella sem gerir þér kleift að opna með annarri hendi. Frábær hönnun - Frábær gæði B-E skál 75-90 heimsæktu www.lancome.com TRÚÐU Á FEGURÐ Einstakur burstinn hefur ótrúlega sveigjandi áhrif. Þétt, fallega löguð og gríðarlega löng augnhár sem virðast endalaus..... Gífurleg lengd - hrífandi sveigja N ý t t Sérfræðingur frá Lancôme verður í versluninni í dag. Veglegir kaupaukar. Allir fá sýnishorn af nýja Flextencils maskaranum. GULLBRÁ s. 562 4217 Nóatún 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.