Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 18
DÓMARI í London dæmdi í gær þrjá menn í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir hefðu undirbúið hryðjuverk í borginni. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, neitaði frétt The Sunday Times um að mennirnirnir hefðu ætlað að gera eiturgasárás á neðan- jarðarlestakerfi borgarinnar. „Engar vísbendingar hafa komið fram um að mennirnir, sem voru handteknir, hafi ætlað að gera gasárás eða sprengjuárás,“ sagði Prescott. Hann bætti við að lögregl- an hefði ekki fundið neinar vísbend- ingar um að mennirnir ættu sprengj- ur eða gas. The Sunday Times sagði að breska leyniþjónustan hefði fengið upplýsingar um að mennirnir hefðu ætlað að dreifa eiturgasi, hugsanlega blásýru, í neðanjarðarlestakerfi London. Breska útvarpið BBC sagði að gasárás væri aðeins á meðal nokk- urra möguleika sem mennirnir væru taldir hafa íhugað. „Óhætt að ferðast með neðanjarðarlestunum“ „Það er alveg óhætt að ferðast með neðanjarðarlestunum,“ sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, og bætti við að engin „sérstök hætta“ væri á gasárás. „Við þurfum þó að vera á varðbergi vegna þess að Bretland er á meðal landa sem liðs- menn al-Qaeda myndu vilja ráðast á ef þeir gætu.“ Dómari í London dæmdi mennina þrjá í gæsluvarðhald þar til þeir verða leiddir fyrir rétt 16. desember. Þeir voru handteknir í vikunni sem leið og ákærðir fyrir að hafa und- irbúið hryðjuverk. Hermt er að mennirnir hafi verið með fölsuð skilríki sem þeir hafi not- að til að undirbúa hryðjuverk. Mennirnir heita Rabah Chehaj- Bias, 21 árs, Rabah Kadre, 35 ára, og Karim Kadouri, 33 ára. Lögreglan sagði að Chehaj-Bias og Kadouri hefðu búið í London en Kadre hefði hvergi fast aðsetur. Að sögn breskra fjölmiðla eru þeir frá Norður-Afríku. Talsmaður slóvakíska innanríkis- ráðuneytisins sagði að Kadre hefði dvalið í Slóvakíu í rúmt ár með falsað franskt vegabréf. Lögreglan hefði fylgst með honum og gert breskum yfirvöldum viðvart þegar hann hefði farið frá Slóvakíu til Bretlands 7. nóvember. Mennirnir voru handteknir 9. nóv- ember, tveimur dögum áður en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því að hryðjuverkamenn kynnu að gera árásir í Bretlandi. Hann sagði að breska leyniþjónust- an fengi nánast á hverjum degi nýjar upplýsingar um hugsanleg hryðju- verk í Bretlandi, sumar þeirra væru áreiðanlegar en aðrar rangar. Meintir hryðju- verkamenn dæmdir í varðhald Frétt um að þeir hafi ráðgert gasárás í London neitað London. AP, AFP. ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKIPSTJÓRI gríska olíuskipsins Prestige hefur verið hnepptur í varðhald á Spáni, sakaður um að óhlýðnast fyrirskipunum yfirvalda og skaða umhverfið. Skipið rekur nú stjórnlaust um 132 km undan vest- urströnd Spánar og óttast er að það liðist í sundur. Yfir 70 þúsund tonn af olíu eru í lestum þess og að minnsta kosti 4.000 tonn hafa lekið úr skipinu og mengað strendur Spánar á stóru svæði. Veiðar hafa verið bannaðar á svæðinu en þar eru gjöful skelfisk- og kolkrabbamið. Skipið lenti í óveðri í vikunni sem leið, rifa kom á síðu þess og það fór að hallast auk þess sem olía byrjaði að leka úr því. Drepið var á vélum skipsins þar sem óttast var að titr- ingurinn frá þeim myndi stækka rif- una, og mestallri áhöfninni var bjargað í þyrlur. Skipstjórinn, stýri- maður og vélstjóri urðu eftir í skip- inu fram á föstudag þegar þeir voru einnig fluttir frá borði og reynt var að draga skipið út á rúmsjó. Sjálfboðaliðar unnu að því í gær að hreinsa olíu sem borist hafði að ströndum Spánar og hafa flotgirð- ingar verið settar við hafnir. Spænsk stjórnvöld segja að skip- stjórinn verði ákærður fyrir að neita að eiga samvinnu við björgunar- menn eftir að skipið sendi frá sér neyðarkall sl. miðvikudag. Skipið rak stjórnlaust nær landi klukku- stundum saman en skipstjórinn neit- aði að heimila björgunarbátum að koma taugum yfir í skipið. Reuters Spánverjar banna veiðar vegna olíumengunar La Coruna. AFP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins slógu því föstu í gær, að umsóknarríkin tíu sem nú er verið að ganga frá aðildarsamningum við, mundu geta fengið formlega aðild að sambandinu 1. maí 2004. Þeir náðu þó engu endanlegu samkomulagi við fulltrúa umsóknarríkjanna um fjár- málalega hlið aðildarsamninganna. Á fundinum í Brussel, sem sóttur var bæði af ráðherrum aðildarríkj- anna fimmtán og umsóknarríkjanna tíu, var hart tekizt á um það hvernig hin væntanlegu nýju aðildarríki – sem flest eru fátæk fyrrverandi kommún- istaríki – yrðu aðlöguð styrkjakerfi sambandsins. Fulltrúar ESB hvöttu kollega sína frá umsóknarríkjunum til að taka því sem að þeim væri rétt, en þeir kröfð- ust þess að fá betra boð. „Við erum ekki sáttir við þær tillögur sem eru uppi á borðinu um landbúnaðarmál,“ sagði Wlodzimierz Cimoszewicz, ut- anríkisráðherra Póllands, „við vænt- um breytinga.“ Tékkneski utanríkisráðherrann Cyril Svoboda sagði að af hálfu ESB væri enn „svigrúm fyrir hendi“. Ekki von á betra boði ESB-ráðherrarnir ákváðu að inn- ganga umsóknarríkjanna kæmi til framkvæmda hinn 1. maí 2004, fimm mánuðum síðar en að hafði verið stefnt. Af hálfu ESB var sagt að þessi seinkun væri nauðsynleg til að nægur tími gæfist til að fullgilda aðildar- samningana, sem alls staðar þurfa að hljóta afgreiðslu í þjóðþingunum en verða jafnframt víða lagðir undir þjóðaratkvæði. Fulltrúar sumra umsóknarríkj- anna mótmæltu þessu og sögðu að þau treystu sér vel til að ljúka öllum formsatriðum tímanlega til að geta gengið í sambandið strax á nýársdag 2004. Óttast Tékkar að töf á inngöng- unni valdi því að þeir missi af háum fjárhæðum í styrki úr sjóðum ESB. Günter Verheugen, sem fer með stækkunarmálin í framkvæmdastjórn ESB, varaði fulltrúa umsóknarríkj- anna við því að „tíminn væri að þverra“ og hvatti þá til að samþykkja það sem þeim byðist nú. Það tilboð yrði ekki bætt. Þeir vísuðu þessari áskorun Verheugens á bug og ítrek- uðu óskir um að beingreiðslur til bænda í löndum þeirra yrðu fljótar færðar upp í sama hlutfall og tíðkast nú í sambandinu. Reiknað er með því að danska stjórnin, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði ESB, leggi í næstu viku fram dagskrá fyrir lokalotu aðildar- viðræðnanna, sem á að ljúka fyrir leiðtogafund sem fram fer í Kaup- mannahöfn 12.–13. desember. Þrýst á EFTA-ríkin Að ESB skuli ætla sér að þrýsta fast á EFTA-ríkin í EES (Noreg, Ís- land og Liechtenstein) að auka til muna greiðslur í sjóði ESB er aðild- arríkjum EES fjölgar með stækkun ESB, tengist beint kröfum fátæku Austur-Evrópuríkjanna um greiðan aðgang að styrkjakerfinu. Í Oslóar- blaðinu Aftenposten var í gær haft eftir embættismönnum í Brussel sem vel þekkja til málsins, að fulltrúar um- sóknarríkjanna hefðu á fundi þar í síðustu viku þrýst á fulltrúa fram- kvæmdastjórnarinnar að sækja eins mikið fé til EFTA-ríkjanna og kostur væri. Þykir þetta líklegt til að festa fulltrúa ESB í harðri afstöðu í við- ræðum við EFTA-ríkin um aðlögun EES-samningsins að hinu stækkaða Evrópusambandi. Þær viðræður eiga að hefjast uppúr áramótunum. Deilt um fjármögnun stækkunar ESB Nýju ríkin tekin inn 1. maí 2004 Brussel. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.