Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 7
SPV Þreper góður kostur fyrir þá sem vilja geta
gengið að varasjóðnum vísum en njóta um leið hárra vaxta.
Vextirnir hækka á sex mánaða fresti af þeirri innstæðu, sem látin
er standa óhreyfð, þar til þeir ná hámarki eftir 36 mánuði.
Óverðtryggður
Alltaf laus
Stighækkandi vextir
Ekkert úttektargjald
Enginn kostnaður eða þóknun
Vextirnir
hækka
stig af stigi
Vertu velkomin(n) í Borgartún 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1,
hringdu í síma 575 4100 eða kynntu þér möguleikana á www.spv.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
S
PV
1
93
53
11
/2
00
2
Móar ætla að
framleiða
180–200 tonn
KRISTINN Gylfi Jónsson, stjórnar-
formaður Móa hf., segist reikna með
að Móar og aðrir kjúklingaframleið-
endur sem framleiða undir merkjum
Móa framleiði um 180–200 tonn af
kjúklingum í desembermánuði.
Hann fullyrðir að ekki sé rétt, sem
haldið var fram í Morgunblaðinu sl.
föstudag, að Móar ætli að setja um
300 tonn af kjúklingum á markað í
desember.
Reykjagarður reiknar með að
framleiða um 200 tonn af kjúklingum
í desember, Íslandsfugl á Dalvík um
50 tonn og Ísfugl í Mosfellsbæ 60–70
tonn. Horfur eru því á að framleiðsl-
an í desembermánuði verði því ekki
undir 500 tonnum. Í september sl.
varð metsala á kjúklingum en þá
nam salan 415 tonnum.
LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði á
laugardag bifreið sem ekið var of
hratt vestan við Óseyrarbrú. Í dag-
bók lögreglunnar segir að fas öku-
manns og farþega hafi vakið grun-
semdir um að ekki væri allt með
felldu. Í ljós kom að þeir voru á leið í
heimsókn að Litla-Hrauni.
Annar mannanna framvísaði hassi
sem var kirfilega innpakkað í gúmmí-
verjur og viðurkenndi að hann hefði
verið fenginn til að bera fíkniefnin inn
í fangelsið. Mennirnir voru handtekn-
ir og látnir lausir eftir yfirheyrslur í
lögreglustöðinni á Selfossi.
Fyrr í vikunni höfðu fangaverðir á
Litla-Hrauni lagt hald á hass hjá ein-
um fanganna. Það mál er einnig í
rannsókn.
Ætlaði með
hass inn á
Litla-Hraun
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Flugmálastjórn er engin vinna í
gangi til að samræma starfsrétt-
indi fyrir flugvirkja eða flugmenn
milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu eru fjölmargir Íslend-
ingar í vanda sem farið hafa í nám
í flugvirkjun til Bandaríkjanna en
ekki fengið námið metið til starfs-
réttinda eða verklegs náms í Evr-
ópu eftir gildistöku evrópskra
flugöryggisreglna á síðasta ári,
svonefndra JAR-reglna.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, seg-
ir fjölmarga vera í svipaðri stöðu
og flugvirkinn sem lýsti vanda sín-
um í Morgunblaðinu. Vandann
megi fyrst og fremst rekja til at-
vinnuástandsins. Misskilnings hafi
þó gætt hjá flugvirkjanemanum
um að FAA-skírteini væru ekki
tekin gild hér. Slík skírteini hafi
ekki verið tekin gild hér á landi í
a.m.k. áratugi.
Fleiri fyrirspurnir
Heimir Már segir að nokkrar
fyrirspurnir hafi borist Flugmála-
stjórn vegna svipaðra mála. Vand-
ann megi þó frekar rekja til at-
vinnuástandsins í greininni frekar
en að skírteini úr náminu séu ekki
tekin gild. Minnir Heimir Már á að
til þess að teljast flugvirki þurfi
menn að hafa lokið verklegu námi í
30 mánuði.
Flestir hafi náð að ljúka bóklega
hlutanum í Bandaríkjunum áður
en JAR-reglurnar tóku gildi og
engar tæknilegar hindranir eigi að
vera fyrir því að komast í verk-
nám. Hins vegar sé erfitt að kom-
ast á verksamning vegna sam-
dráttar hjá flugfélögunum og
viðhaldsstöðvunum, ekki síst eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum í
fyrra.
Að sögn Heimis Más hafa aðeins
þrír Íslendingar hafið nám í flug-
virkjun í Bandaríkjunum eftir að
JAR-reglurnar tóku gildi. Hefur
undanþága verið veitt til að þeir
geti lokið verklegu námi sínu.
Mæltum ekki með náminu
„Eftir að við vissum að breyting
var framundan á reglunun, og
menn leituðu til okkar, þá mæltum
við eindregið gegn því að þeir
færu í flugvirkjanám í Bandaríkj-
unum ef þeir hygðust starfa í Evr-
ópu. Með gildistöku JAR-regln-
anna teljum við að staða íslenskra
flugvirkja, sem lokið hafa fullu
námi, sé betri en hún var. Áður
voru þeir með skírteini sem aðeins
giltu hér á landi en nú öðlast þeir
réttindi til að starfa alls staðar í
Evrópu,“ segir Heimir Már.
Staða þeirra sem lært hafa flugvirkjun í Bandaríkjunum en ekki fengið vinnu
Engin samræming réttinda
milli Evrópu og Ameríku
Hætt að
leita að
rauðum
jeppa
ÁREIÐANLEGAR upplýsingar
um ferðir ökumanns rauðs Isuzu
Trooper-jeppa bárust lögreglunni í
Reykjavík í gærmorgun og var því
ákveðið að hætta leit.
Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir að
aðstandendur mannsins hafi óttast
um afdrif hans en hann hefur átt
við veikindi að stríða. Ekkert hafði
spurst til mannsins frá því á
sunnudaginn fyrir rúmlega viku og
á föstudag hófst víðtæka leit að
honum. Um helgina leitaði lög-
regla ásamt félögum úr 46 björg-
unarsveitum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á öllu vestanverðu
landinu.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦