Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 29
Kynning og ráðgjöf:
Árbæjarapótek miðvikudaginn 20. nóvember.
Grafarvogsapótek miðvikudaginn 20. nóvember.
Hringbrautarapótek fimmtudaginn 21. nóvember.
Rimaapótek fimmtudaginn 21. nóvember.
Glæsileg svört hliðartaska er kaupauki
á Dekurdögum í Plúsapótekum
GOSH
cosmetics
Aðrir útsölustaðir: Apótek Vestmannaeyja, Dalvíkurapótek, Siglufjarðarapótek, Hafnarapótek,
Apótek Austurlands-Seyðisfirði, Stykkishólmsapótek, Apótek Ólafsvíkur, Borgarnes Apótek.
ANNAÐ kvöld nútímadanshátíð-
arinnar í Tjarnarbíói hófst á verkinu
Rosered eftir Jóhann Frey Björg-
vinsson. Dansarinn, Lára Stefáns-
dóttir, hreyfði sig um sviðið á fígúra-
tívan máta. Hún var klædd í hvítan
stuttan kjól og annar samskonar
rauður kjóll hékk á herðatré rétt hjá.
Hreyfingar hennar voru einfaldar í
framkvæmd og lítið formaðar. Hún
endurtók hreyfisamsetningarnar í sí-
fellu. Um miðbik verksins skipti hún
um kjól og fór í þann rauða. Þetta var
látlaust verk og einfalt. Átakalítil pí-
anótónlistin undirstrikaði það enn
frekar. Dansgerðin sem á köflum var
bæði frumleg og athyglisverð var við
það að vera of einföld. Það gerðist lít-
ið í þessu verki. Hugmyndir Jóhanns
eru engu að síður skemmtilegar og
athyglisverðar þó ekki sé ljóst hvert
hann er að fara. Það er að segja hver
hugmyndin á bak við verkið er.
Svo virtist sem dansarinn væri að
hafa hamskipti þegar hann fór úr ein-
um búningi í annan en fyndi ekkert
betra með því og í lokin leitaði hann
eftir upprunalega búningnum. Dans
Láru var öruggur og það var ljúft að
horfa á hana í dansverkinu. Kjólarnir
voru einkar vel úr garði gerðir og
settu sérstakan svip á verkið.
SEINNA verk kvöldsins hófst á
sellóleik Sigurðar Halldórssonar.
Mynd var varpað á vegg uppsviðs og
á sviðinu var dansað sóló. Þrír dans-
arar fikruðu sig inn á sviðið og döns-
uðu tríó. Tónlistin breyttist og við tók
annar ritmi með tilheyrandi lýsingu
og áherslubreytingu í hreyfingum
dansaranna.
Það var mikið að gerast samtímis í
þessu verki. Vídeóhugmyndin gekk
ágætlega upp og lifandi tónlistin var
gott innlegg. Dansverkið hafði yfir
sér brag stórsýningar með tilheyr-
andi látum í lýsingu og dansi. Á köfl-
um var það við það að vera ofskreytt.
Sólódansarinn var ágætlega í stakk
búinn til að takast á við dansgerðina
og vakti athygli. Nemendabragur er
enn yfir hreyfingum þremenning-
anna sem þó fer ört fram. Verkið var
ágætis innlegg höfundar til hátíðar-
innar og það gaf dönsurunum gott
tækifæri til að sýna hvað í þeim býr.
Dansverkin tvö sem sýnd voru á
föstudagskvöldið eru eins ólík og
dagur og nótt. Þau ásamt verkunum
sem sýnd voru síðastliðið fimmtu-
dagskvöld eru gott dæmi um fjöl-
breytileikann í nútímadansi 21. ald-
arinnar.
DANSVERKIÐ Bylting hinna
miðaldra var frumsýnt í Borgarleik-
húsinu í mars á þessu ári. Það var
sýnt aftur á Reykjavík dansfestival í
Tjarnarbíói síðastliðið laugardags-
kvöld. Á sviðinu mætast tveir dans-
arar sem eiga það sameiginlegt að
eldast með hverjum deginum sem
líður. Viðfangsefnið er athugun á því
hvernig það er að vera miðaldra.
Hvað því fylgir og hvaða hugmyndir
fólk hefur um þetta aldursskeið.
Verkið hefst á kyrrstöðu dansaranna
tveggja á sviðinu. Stellingarnar eru
hallærislegar og ásjóna þeirra
þreytuleg. Það er ekki spengilegt út-
lit ungra dansara sem mætir augum
áhorfenda, heldur hjón sem komin
eru af allra léttasta skeiði, sem sagt
miðaldra. Þau rúlla sér hvort um
annað í leit að góðri hvíldarstellingu.
Setjast á rassinn ofan á og utan í
hvort annað með það að leiðarljósi að
finna stellingu sem þau geta slappað
vel af í. Þegar stellingin er orðin of
þægileg hnippa þau hvort í annað og
halda dansinum áfram. Eftir að hafa
gengið í gegnum ýmislegt á sviðinu
ljúka þau verkinu mjög þreytt,
ákveða á síðustu stundu að halda
andlitinu og spenna kroppinn og and-
litið upp í gleði. Hreyfingarlega séð
er vaðið í gegnum verkið. Á því er
enginn æskuljómi sem stífar og stirð-
ar hreyfingarnar bera vitni um.
Tónlistin er einhæf á köflum og
ýtti undir langdregna kafla þar sem
ládeyða var á sviðinu. Þó er ládeyðan
í verkinu rétt eins og lífið hjá mörg-
um miðaldra sem kjósa rólega stund
fyrir framan sjónvarpið fram yfir
spennandi næturlífið. Eftir ferðalög
um Norðurlönd hefur verkið sjóast
nokkuð og umgjörðin hefur verið
bætt. Það er jafn skemtilegt áhorfs
og það var fyrir nokkrum mánuðum
og hefur dansinn milli Ólafar og
Ismo-Pekka slípast enn frekar.
Skugganum af parinu er nú varpað á
tjald uppsviðs og gefur það verkinu
mikilvæga dýpt. Aðþrengt svið
Tjarnarbíós rammar verkið inn og
það fer því vel. Efnistökin í Byltingu
hinna miðaldra eru skemmtileg.
Hugmyndin er góð og úr henni er
vel unnið. Það er óskandi að Reykja-
vík dansfestival verði árviss viðburð-
ur eða að minnsta kosti annað hvert
ár.
Frumraunin er aðstandendum til
mikils sóma og báru viðbrögð áhorf-
enda því vitni. Það er ljóst að þjóðin
býr yfir mörgum hæfileikaríkum
dönsurum og danshöfundum sem
auðveldlega getið haldið uppi
danshátíð sem þessari. Mörg dans-
verkanna myndu sóma sér vel á er-
lendum danshátíðum. Það er óhætt
að óska aðstandendum til hamingju
með áfangann. Næsta hátíð er til-
hlökkunarefni.
Ólík andlit dansins
LISTDANS
Tjarnarbíó/
Reykjavík Dansfestival
Höfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson.
Dansari: Lára Stefánsdóttir. Tónlist: At-
ingere. Búningar: Hildur Hafstein. Lýs-
ing: Kári Gíslason. Föstudagur, 15. nóv-
ember.
ROSERED
Lilja Ívarsdóttir
Úr dansverki Nadiu Katrínar Ban-
ine í Tjarnarbíói, Í draumi.
Höfundur: Nadia Katrín Banine. Dans-
arar: Ásdís Ingvadóttir. Hjördís Lilja Örn-
ólfsdóttir, Jóna Þorsteinsdóttir, Lovísa
Ósk Gunnarsdóttir. Tónlist: Bach cello
suites, Lambarena Bach to Africa. Selló-
leikari: Sigurður Halldórsson. Mynd-
bandsgerð: Peter Anderson. Búningar:
GK Reykjavík. Förðun: Bryndís Sigurð-
ardóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Föstudag-
ur, 15. nóvember.
Í DRAUMI
Höfundar: Ólöf Ingólfsdóttir, Ismo-Pekka
Heikinheimo. Dansarar: Ólöf Ingólfs-
dóttir, Ismo-Pekka Heikinheimo. Tónlist:
Hallur Ingólfsson. Lýsing: Jukka Huitila.
Búningar: Sonný Þorbjörnsdóttir. Leik-
gervi: Ásta Hafþórsdóttir. Laugardagur,
16. nóvember.
BYLTING HINNA MIÐALDRA
FLESTIR vita að það getur verið
erfitt að koma sér á framfæri á sviði
leiklistarinnar, jafnt hér heima sem
erlendis; margir eru kallaðir en fáir
útvaldir og samkeppnin er hörð. En
sé það erfitt fyrir íslenska leikara að
fá hér tækifæri til að sanna sig hlýt-
ur það þó að vera hægðarleikur í
samburði við það að vera í þokkabót
af erlendu bergi brotinn og hafa
tungumálið ekki fullkomlega á valdi
sínu. Þetta hefur Charlotte Bøving,
sem er dönsk leikkona sem fluttist til
Íslands fyrir þremur árum, fengið að
reyna á eigin skinni. En í stað þess
að leggja upp laupana hefur hún nú
virkjað þennan „veikleika“ sinn og
samið leikþátt, í samvinnu við Stein-
unni Knútsdóttur leikstjóra, um
danska smurbrauðsjómfrú á Íslandi.
Charlotte Bøving útskrifaðist úr
leiklistarskóla í Árósum fyrir tíu ár-
um og hafði átt góðu gengi að fagna í
dönsku leikhúsi þegar hún fluttist
hingað til lands með íslenskum eig-
inmanni sínum árið 1999. Hún er ís-
lenskum leikhúsgestum ekki alveg
ókunn því í fyrra setti Hafnarfjarð-
arleikhúsið upp leikgerð hennar af
ævintýrinu um Rauðhettu. En núna
stígur hún hins vegar sjálf á svið í
hluverki „nýbúans“ og kynnir sjálfa
sig um leið og hún bregður hinu
glögga gestsauga á Ísland og Íslend-
inga.
Hugmyndin að leikþættinum er
bráðsnjöll í einfaldleika sínum:
Dönsk smurbrauðsjómfrú heldur
fyrirlestur um listina að smyrja
brauð – sem reyndar er ekki bara
list, heldur einnig vísindi, að hennar
sögn – og um leið segir hún frá sjálfri
sér, aðlögun sinni að íslensku sam-
félagi og síðast en ekki síst hvernig
Íslendingar koma henni fyrir sjónir.
Ráða má í persónuleika fólks út frá
því hvers konar smurbrauð það kýs
helst, segir hún okkur, og gefur
nokkur kostuleg dæmi þar um. Á Ís-
landi er roastbeeftýpan algeng,
sömuleiðis rækjutýpan, reykta lax-
týpan og rifjasteikurtýpan. Hver
týpa hefur sín sérkenni og Charlotte
fer á kostum þegar hún útlistar sér-
kennin og heimfærir upp á gesti úti í
sal.
En þungamiðja leiksins er sjálf
sýnikennslan. Jómfrúin tekur upp
hráefnið í allt að því erótískum dansi
og hefst handa við að smyrja og í
gegnum sýnikennsluna segir hún
okkur jafnframt litla ástarsögu um
dönsku rækjuna sem féll fyrir ís-
lensku beikonsneiðinni um leið og
hún útbýr tvær glæsilegar brauð-
sneiðar. Það er brauðið sem hún
kennir við Esjuna, kjötmikil sneið og
orkurík. Og það er hvíta brauðið með
rækjum á salatbeði sem hún kennir
við Himmelbjerget hið danska.
Handtökum jómfrúarinnar er varp-
að upp á skjá á bak við leikkonuna
þannig að allir í salnum fái notið
sýnikennslunnar sem best.
Charlotte Bøving var hreint út
sagt frábær í hlutverki hinnar
smyrjandi jómfrúar og hún átti ekki
í neinum vandræðum með að heilla
áhorfendur upp úr skónum með ein-
lægni sinni, ósviknum húmor og,
ekki síst, kómískri sýn sinni á hina
íslensku þjóðarsál. Áhorfendur
skemmtu sér konunglega og ekki
spillti fyrir skemmtuninni að á und-
an leikþættinum er boðið upp á vel
útilátið smurbrauð. Ekki kæmi mér
það á óvart þótt hér væri komin ein
enn (kvenna)leiksýningin sem á eftir
að slá í gegn og ganga lengi fyrir
fullu húsi og ástæða er til þess að
óska Charlotte til hamingju með það
að hafa snúið „veikleika“ sínum upp í
styrkleika, eða eins og Íslendingar
myndu orða það: að hafa reddað sér
á svo glæsilegan hátt.
Hvaða smurbrauðs-
týpa ert þú?
LEIKLIST
Iðnó
Höfundur: Charlotte Bøving í samstarfi
við Steinunni Knútsdóttur. Leikstjóri:
Steinunn Knútsdóttir. Leikari: Charlotte
Bøving. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson.
Búningar: Þórunn Sveinsdóttir. Myndlist-
armaður / sjónræn ráðgjöf: Jóní Jóns-
dóttir. Umsjón tónlistar: Egill Jóhann-
esson. Aðstoð: Ingibjörg Þórisdóttir.
Sérfræðiráðgjöf: Jakob Jakobsson.
Sunnudagur 17. nóvember.
HIN SMYRJANDI JÓMFRÚ
Soffía Auður Birgisdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Charlotte Bøving var hreint út sagt frábær í hlutverki hinnar smyrjandi
jómfrúar,“ segir meðal annars í umsögn Soffíu Auðar Birgisdóttur.
Snorrastofa stendur fyrir opnum
fyrirlestri kl. 20.30 um ljóðagerð.
Finnur Torfi Hjörleifsson heldur er-
indi með yfirskriftinni ,,Leikmanns-
þankar um ljóðagerð“ og er það liður
í röð Fyrirlestra í héraði.
Finnur Torfi fjallar um (skyggna) 8
ljóð, öll nýlega ort, eftir jafnmörg
skáld, en þau verða viðstödd fyr-
irlesturinn. Þau eru öll Borgfirð-
ingar og hafa verið í ljóðahópnum
Ísabrotum. Umræður að erindi
loknu.
Finnur Torfi Hjörleifsson hefur frá
1990 gegnt embætti héraðsdómara
og er nú dómstjóri Héraðsdóms
Vesturlands. Eftir hann hafa komið
út nokkrar bækur, þ.e. kennslubæk-
ur í ljóðalestri, ljóðabækur og barna-
bók. Finnur Torfi var einn stofnenda
ljóðahópsins Ísabrota, sem tók til
starfa haustið 2000.
Súfistinn, Laugavegi 18 Lesið
verður úr nýjum bókum kl. 20.
Steinþór J. Erlingsson les úr bók
sinni Genin okkar, Gísli Rúnar Jóns-
son les úr þýðingu sinni á bókinni
Hvernig á því stendur að karlar
hlusta aldrei og konur geta ekki
bakkað í stæði, Ævar Örn Jósepsson
les úr bók sinni Taxi-101 saga úr lífi
leigubílstjóra, Magnús Þór Þor-
bergsson les úr þýðingu sinni á bók-
inni Crazy eftir Benjamin Lebert og
einnig verður lesið úr bókinni Aldrei
aftur nörd eftir Thorstein Thomsen.
Björn Thoroddsen kynnir efni af
hljómdiski sínum Djass í Reykjavík.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
frá okt.-apríl Orator, félag laganema