Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 49 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrj- að á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upp- lestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbæna- stund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrð- arstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Opinn fundur í kvöld fyrir alla þá sem hafa lokið Tólfsporavinn- unni og vilja hittast til íhugunar og bænar. Fundurinn er á sama tíma og lokaði Tólf- sporafundurinn er eða kl. 19. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laug- arneskirkju kl. 20. Ólöf Davíðsdóttir talar um Mörtu, systur Maríu, í nýju og óvæntu ljósi og stýrir umræðum. Engin skráning. Þægilegt að vera með. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Fyrir- bænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá Mar- grétar Scheving sálgæsluþjóns og bæna- hóps kirkjunnar. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 10–12. Eiturefni í umhverfinu. Elín Guð- mundsdóttir efnafræðingur kemur í heim- sókn. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. Kirkjustarf TTT (10–12 ára) kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. STN – starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.15–17.15. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Bach í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Þetta eru lokatónleikar í tónleikaröðinni. Organistinn Jörg E. Sondermann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangur ókeyp- is í boði sóknarnefndar Breiðholtskirkju. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Heimsókn í Hjallakirkju kl. 12. Dagskrá í Hjallakirkju. KFUM&KFUK í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa-námskeið kl. 19. Kvöldverður, fræðsla, umræðuhóp- ar. Kennari Magnús B. Björnsson. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund í safnaðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um- hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20– 22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æsku- lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming- arbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs- starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára krakka. Leiklistardagur. Kl. 18.30 æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hópur. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 14:30–15:10, 8. B í Holta- skóla og 8. I.M. í Myllubakka, kl. 15:15– 15:55, 8. A í Holtaskóla og 8. B í Myllu- bakkaskóla. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Uppbyggjandi samvera fyrir heima- vinnandi foreldra. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUK, Holtavegi 28. Fundur kl. 20. Lofgjörðar- og bænasamvera. Umsjón Þórdís Ágústsdóttir, Kristín Bjarnadóttir og Hrönn Sigurðardóttir. Kaffisala eftir fund. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30 í safnaðar- heimili. Hópur 1 8.A Lundarskóla og 8.A Brekkuskóla. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Neskirkja Á MORGUN, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 16 verður opið hús í Neskirkju. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Gunnar Her- sveinn, heimspekingur og blaða- maður, kemur kl. 17 og flytur hugleiðingu um hamingjuna. Að henni loknni verða umræður og loks fyrirbænamessa í kapellu kirkjunnar kl. 18 í umsjá séra Arnar Bárðar Jónssonar. Foreldramorgnar í Selfosskirkju FORELDRAR athugið. Miðviku- daginn 20. nóvember kl. 11 kem- ur Anna María Snorradóttir hjúkrunarfræðingur í heimsókn til okkar í safnaðarheimilið. Hún mun ræða um svefntruflanir ungbarna og hvað er til ráða. Einnig mun hún svara spurn- ingum foreldra. Allir foreldrar velkomnir. Selfosskirkja. Umræða um hamingjuna í Neskirkju Kvíði og þunglyndi á Omega Í SJÓNVARPSÞÆTTINUM „Um trúna og tilveruna“ sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Omega fyrir Íslensku Krists- kirkjuna eru margvísleg málefni tekin til umfjöllunar. Í þættinum, sem sendur er út beint kl. 11 f.h. í dag, ræðir Friðrik Schram við Lísu Jónsdóttur um hið svokall- aða „Fimm þátta líkan“. Það fjallar um þunglyndi og kvíða og hvernig fólk upplifir slíkt í dag- legu lífi. Margir stríða við lang- varandi veikindi sem geta rænt þá lífsgleðinni og dregið niður svo að þeir verða smám saman óvirkari og einangra sig frá öðr- um. Í þættinum er þessu ferli lýst með hinu svokallaða „Fimm þátta líkani“. Lísa hefur reynslu af langvarandi veikindum og því að takast á við álagið af slíku. Hún mun segja frá hvað varð henni til hjálpar og breytti nei- kvæðu ferli í jákvætt. Þátturinn er hálftímalangur og verður end- ursýndur nk. sunnudag kl. 13:30 og mánudaginn þar á eftir kl. 20.00. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 VINNU- SÁLFRÆÐI Samskipti á v innustað Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075, á milli kl. 11 og 12. Fax 552 1110. Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft vandasöm. Á námskeiðinu verður kennt samskiptalíkan til að auka samstarfshæfni og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi 11. janúar 2003 fer fram kjör í 10 efstu sæti framboðslistans. Reglur um kjörið og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Framsóknarflokksins www.framsokn.is. Framboðum skal skila skriflegum til skrifstofu Framsóknarflokksins á Egilsstöðum, Pósthólf 58, 700 Egilsstöðum eða í rafpósti á netfangið framsokn@framsokn.is merkt: „Formaður Norðaustur” í síðasta lagi 1. des. nk. (sjá reglur). Kjörnefnd. Auglýsing vegna framboðs Framsóknarflokksins til Alþingiskosninga 2003 í Norðausturkjördæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.