Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 49 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrj- að á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upp- lestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbæna- stund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrð- arstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Opinn fundur í kvöld fyrir alla þá sem hafa lokið Tólfsporavinn- unni og vilja hittast til íhugunar og bænar. Fundurinn er á sama tíma og lokaði Tólf- sporafundurinn er eða kl. 19. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laug- arneskirkju kl. 20. Ólöf Davíðsdóttir talar um Mörtu, systur Maríu, í nýju og óvæntu ljósi og stýrir umræðum. Engin skráning. Þægilegt að vera með. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Fyrir- bænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá Mar- grétar Scheving sálgæsluþjóns og bæna- hóps kirkjunnar. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 10–12. Eiturefni í umhverfinu. Elín Guð- mundsdóttir efnafræðingur kemur í heim- sókn. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. Kirkjustarf TTT (10–12 ára) kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. STN – starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.15–17.15. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Bach í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Þetta eru lokatónleikar í tónleikaröðinni. Organistinn Jörg E. Sondermann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangur ókeyp- is í boði sóknarnefndar Breiðholtskirkju. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Heimsókn í Hjallakirkju kl. 12. Dagskrá í Hjallakirkju. KFUM&KFUK í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa-námskeið kl. 19. Kvöldverður, fræðsla, umræðuhóp- ar. Kennari Magnús B. Björnsson. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund í safnaðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um- hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20– 22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æsku- lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming- arbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs- starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára krakka. Leiklistardagur. Kl. 18.30 æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hópur. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 14:30–15:10, 8. B í Holta- skóla og 8. I.M. í Myllubakka, kl. 15:15– 15:55, 8. A í Holtaskóla og 8. B í Myllu- bakkaskóla. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Uppbyggjandi samvera fyrir heima- vinnandi foreldra. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUK, Holtavegi 28. Fundur kl. 20. Lofgjörðar- og bænasamvera. Umsjón Þórdís Ágústsdóttir, Kristín Bjarnadóttir og Hrönn Sigurðardóttir. Kaffisala eftir fund. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30 í safnaðar- heimili. Hópur 1 8.A Lundarskóla og 8.A Brekkuskóla. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Neskirkja Á MORGUN, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 16 verður opið hús í Neskirkju. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Gunnar Her- sveinn, heimspekingur og blaða- maður, kemur kl. 17 og flytur hugleiðingu um hamingjuna. Að henni loknni verða umræður og loks fyrirbænamessa í kapellu kirkjunnar kl. 18 í umsjá séra Arnar Bárðar Jónssonar. Foreldramorgnar í Selfosskirkju FORELDRAR athugið. Miðviku- daginn 20. nóvember kl. 11 kem- ur Anna María Snorradóttir hjúkrunarfræðingur í heimsókn til okkar í safnaðarheimilið. Hún mun ræða um svefntruflanir ungbarna og hvað er til ráða. Einnig mun hún svara spurn- ingum foreldra. Allir foreldrar velkomnir. Selfosskirkja. Umræða um hamingjuna í Neskirkju Kvíði og þunglyndi á Omega Í SJÓNVARPSÞÆTTINUM „Um trúna og tilveruna“ sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Omega fyrir Íslensku Krists- kirkjuna eru margvísleg málefni tekin til umfjöllunar. Í þættinum, sem sendur er út beint kl. 11 f.h. í dag, ræðir Friðrik Schram við Lísu Jónsdóttur um hið svokall- aða „Fimm þátta líkan“. Það fjallar um þunglyndi og kvíða og hvernig fólk upplifir slíkt í dag- legu lífi. Margir stríða við lang- varandi veikindi sem geta rænt þá lífsgleðinni og dregið niður svo að þeir verða smám saman óvirkari og einangra sig frá öðr- um. Í þættinum er þessu ferli lýst með hinu svokallaða „Fimm þátta líkani“. Lísa hefur reynslu af langvarandi veikindum og því að takast á við álagið af slíku. Hún mun segja frá hvað varð henni til hjálpar og breytti nei- kvæðu ferli í jákvætt. Þátturinn er hálftímalangur og verður end- ursýndur nk. sunnudag kl. 13:30 og mánudaginn þar á eftir kl. 20.00. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 VINNU- SÁLFRÆÐI Samskipti á v innustað Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075, á milli kl. 11 og 12. Fax 552 1110. Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft vandasöm. Á námskeiðinu verður kennt samskiptalíkan til að auka samstarfshæfni og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi 11. janúar 2003 fer fram kjör í 10 efstu sæti framboðslistans. Reglur um kjörið og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Framsóknarflokksins www.framsokn.is. Framboðum skal skila skriflegum til skrifstofu Framsóknarflokksins á Egilsstöðum, Pósthólf 58, 700 Egilsstöðum eða í rafpósti á netfangið framsokn@framsokn.is merkt: „Formaður Norðaustur” í síðasta lagi 1. des. nk. (sjá reglur). Kjörnefnd. Auglýsing vegna framboðs Framsóknarflokksins til Alþingiskosninga 2003 í Norðausturkjördæmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.