Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 9

Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 9 Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00. Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is Verð kr. 1.500 Sýning laugardaginn 30. nóvember. „Sögur af sviðinu“, fæst í Skífunni. Húsið opnað kl. 19:00 fyrir kvöldverðargesti. Sýning hefst kl. 22:00. 13. og 14. desember STÓRSÝNING Jóla- hlaðborð og sýning kr. 6.400 Sýning kr. 2.500 • Þau syngja, dansa og þjóna þér ! • Þau láta þig hlæja, dansa og syngja! • Ekki missa af þessari sýningu ! • Þau eru Le'Sing! 29/11 30/11 Örfá sæti laus 06/12 07/12 21/12 28/12 Jólamats eðill: Forréttad iskur; úrval jól aforrétta Jólasteik arhlaðbo rð Eftirrétta fantasía Verð kr. 3 .900 Verð kr. 2.500 + matur Litla sviðið opnar klukkan 19.30 . Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:00. Verð kr. 3.900 Bættu við 2.500 kr. og sjáðu, Viva Latino, Elvis eða Le'Sing. Viljirðu sjá Með sykri og rjóma bætir þú við kr. 1.500. Frábær sýning, sem slegið hefur rækilega í gegn! Miðaverð: Kvöldverður kr. 3,900. Sýning kr. 2,500 kr. Húsið opnar klukkan 19:00 fyrir matargesti. Sýningin hefst kl. 22:00 Sýningar til jóla: St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n/ 25 89 29. nóvember, jólahlaðborð 30. nóvember, jólahlaðborð 7. desember, jólahlaðborð Miðasalan er hafin! Verð 9.900 ,kvöldverður og skemmtun Óperukórinn og félagar úr hljómsveit Íslensku Óperunnar skemmta gestum á nýárskvöld! Óperuballið Ál- og laxa mósaík í hvítvínshlaupi m/engifervinagrette. Hvalacarbachio m/ristuðum furuhnetum og rifnum parmesjanosti. Dádýrasteik m/púrtvínslegnri smáperu, kantarellusveppum og villibráðasósu. Hunangs- og hindberjaterta „Lavender“. Gamlárskvöld Matseðill SÁLINMiðasala hafin 1. ja núa r 200 3 Ný sending Glæsilegir jólajakkar, peysur og gallabuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Lagersala Antik-hússins er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00 í Suðurhrauni 12, Garðabæ. Borðstofuhúsgögn, bókaskápar, skrifborð og skrautmunir. HELSTU hundategundir landsins voru kynntar á hvuttadögum í Reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Um leið voru kynntar vörur sem tengjast hundahaldi. Margir hundanna léku listir sínar og ýmislegt gagn sem þeir geta gert eigendum sínum. Á hvutta- dögum gaf að líta marga hvutt- ana en hér eru Rottweiler hvolp- ur og þrír Sharpei hundar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hundar kynntir á hvuttadögum  ELÍSABET Pálmadóttir efna- verkfræðingur hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Brunamálaskól- ans. Hún hefur víðtæka menntun og mikla starfs- reynslu á sviði efnafræði og við gerð áhættu- greininga, örygg- isáætlana og gæðahandbóka. Elísabet tekur við starfinu af Guðmundi Haraldssyni sem hefur gegnt stöðu skólastjóra frá því skól- inn tók til starfa 1994. Guðmundur starfar áfram sem sérfræðingur hjá Brunamálastofnun. Elísabet er 37 ára. Hún er efna- verkfræðingur MSc. frá Norges Tekniske Högskole. Að námi loknu starfaði hún á verkfræðistofu í Nor- egi með áhættugreiningu og áhættu- mat vegna bruna og sprenginga sem sérsvið. Elísabet hefur starfað sem framkvæmdastjóri og verkefn- isstjóri hjá Eski ehf., var verkefn- isstjóri hjá Hönnun hf. um árabil og gæðastjóri Vatnsveitu Reykjavíkur. Hún hefur einnig stundað sjálf- stæðan rekstur með gæðastjórnun og öryggis- og umhverfismál sem sérsvið. Elísabet hefur gefið út fjölda fræðigreina og rita. Hún hefur meðal annars tekið saman námsefni fyrir námskeið um áhættu-, neyðar- og ör- yggisstjórnun í rekstri fyrirtækja og haft umsjón með námskeiðum um þetta efni á vegum Endurmennt- unarstofnunar Háskóla Íslands. Brunamálaskólinn, sem rekinn er af Brunamálastofnun, annast mennt- un og endurmenntun slökkviliðs- manna og eldvarnaeftirlitsmanna um allt land. Skólinn hélt námskeið fyrir 266 slökkviliðsmenn á 20 nám- skeiðum í öllum landshlutum á þessu ári. Það er átta prósent aukning frá fyrra ári. Auk þess heimsækir far- skóli Brunamálaskólans öll slökkvilið landsins að minnsta kosti árlega. Stuðst er við innlent námsefni auk efnis frá öðrum Norðurlöndum og Bandaríkjunum á námskeiðum skól- ans. Nýr skóla- stjóri Bruna- málaskólans Sjúkraflutningamaðurinn sem á fimmtudag í síðustu viku var dæmd- ur í níu mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðislega áreitni gegn konu sem verið var að flytja á sjúkrahús hefur verið leystur frá störfum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Maðurinn hefur alla tíð neitað sök og hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar varaslökkviliðsstjóra var maðurinn leystur frá störfum sem sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsmaður í mars á þessu ári eftir að DNA-rannsókn leiddi í ljós að munnvatn úr mann- inum hafði fundist á öðru brjósti kon- unnar. Hann gegndi öðrum störfum hjá slökkviliðinu þar til hann var al- farið leystur frá störfum í fyrradag. Stjórnendur slökkviliðsins boðuðu til starfsmannafundar vegna málsins í síðustu viku. Jón Viðar segir tilgang fundarins einfaldlega hafa verið þann að gera starfsmönnum grein fyrir málinu. Ekki hafi verið talið til- efni til sérstakra aðgerða enda noti slökkviliðið sömu aðferðir við sjúkra- flutninga og víðast erlendis. Sjúkraflutningamaður dæmdur fyrir kynferðisbrot Áfrýjar dómnum til Hæstaréttar ÞRJÚ INNBROT voru framin í Reykjanesbæ aðfaranótt mánu- dags. Brotist var inn í söluturn- inn Nýjung við Iðavelli og þaðan stolið um 40 kartonum af sígar- ettum og skiptimynt, auk þess sem ýmislegt annað var tekið ófrjálsri hendi. Þá var brotist inn í Reiðhöllina við Mánagrund sem er í eigu hestamannafélagsins Mána og þaðan stolið nýlegu sjónvarps- tæki og myndbandstæki. Loks var rúða brotin í vörubíl við Iða- velli 5, en engu stolið. Lögreglan biður þá, sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir í kringum þessa staði að hafa samband í síma 420-2400. Þrjú innbrot í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.