Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 11 VONIR standa til að í framtíðinni verði hægt að innleiða í skólum hér á landi uppeldisfræðitilraun sem byggist á flutningi á textabrotum úr verkum Williams Shakespeare. Hér er ekki um tungu- málakennslu að ræða og heldur ekki kennslu í leiklist heldur snýst verkefnið um að nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi læri að tileinka sér textaskáldsins á frummálinu sem þar með verði hluti af sjálfsmyndarsköpun þeirra. Heimir Pálsson, dósent í íslensku við Kenn- araháskóla Íslands, hefur kynnt sér verkefnið sem er afrakstur af áratuga bréfaskriftum breska lárviðarskáldsins Ted Hughes og bandarísk- sænsku listakonunnar Donyu Feuer og ber heitið „In the Company of Shakespeare“. Það er ætlað fyrir nemendur allt frá 1. bekk í grunnskóla fram til loka menntaskóla og gengur sem fyrr segir út á að nemendur fara með ör- stuttan texta úr verkum Shakespeares og æfa hann þar til að þeir skilja merkingu orðanna og gera textann að sínum. Sama línan er ávallt lögð fyrir í upphafi og flutt á ensku: „And when my cue comes, call me! Call me and I will answer!“ Þegar textinn er þaul- æfður er tekið til við fleiri textabrot. Mjög mikilvægt er að nemendur æfi textann á ensku því hann þarf að vera framandi. Á sama tíma skiptir miklu máli, að sögn Heimis, að nem- endur læri að njóta textans án þess að velta vöng- um yfir úr hvaða verki hann er kominn. Og ljóð- línur Shakespeares standa fyllilega fyrir sínu. „Þetta á ekki að koma í staðinn fyrir aðra kennslu heldur er um að ræða hreina viðbót og stuðning við annað nám.“ Stefnt að því að koma á tengslaneti við norræna skóla Heimir segir það æskilegt að formlegt samstarf komist á milli Kennaraháskólans og leikhúsa og hann hefur þegar rætt við leikhússtjóra Borg- arleikhússins um mögulegt samstarf sem gæti nýst nemendum við flutning á textabrotum. Hér á landi hefur tilraunaverkefninu ekki formlega verið ýtt úr vör en nokkrir fyrrum nem- endur Heimis sem nú starfa við kennslu hafa reynt það á nemendum sínum og hefur það gefist mjög vel. Leitað hefur verið eftir stuðningi Norrænu ráð- herranefndarinnar við að koma á tengslaneti milli Kennaraháskóla Íslands, skóla í Björgvin, Stokk- hólmi og Silkiborg í tengslum við verkefnið með mögulegt samstarf í huga. Hann segir kennara í Svíþjóð hafa fullyrt að ekki sé vafi á að að félagsskapurinn við Shake- speare hafi gjörbreytt bekkjarandanum þar sem hann hefur verið reyndur. Einn kennari hafi til að mynda haft á orði að í stað þess að slást í frímín- útum væri skollið á textastríð milli nemenda sem hreyttu nú Shakespeare hver í annan! Heimir mun í dag kynna verkefnið í fyrirlestri sem hann heldur kl. 16.15 í sal 2 í nýbyggingu Kennarahá- skóla Íslands og greina frá því hvaða möguleikar eru fyrir okkur að tileinka okkur það. Fyrirlest- urinn nefnist: „In the Company of Shakespeare“ – afturhvarf til Bessastaða, og er vísað þar í fræga íslenskukennslu í Bessastaðaskóla þar sem öll kennsla í móðurmálinu fór fram með aðstoð þýðinga úr erlendum tungumálum undir stjórn Sveinbjarnar Egilssonar og fleiri mætra manna. Á næsta ári mun hann síðan dvelja í Svíþjóð þar sem hann mun sinna rannsóknum og kynna sér nánar verkefnið. Athyglisverð uppeldis- fræðitilraun gefur góða raun erlendis Nemendur hreyta William Shakespeare hver í annan Morgunblaðið/Jim Smart Heimir Pálsson mun í dag kynna uppeldisfræðiverkefni sem tengist leikritaskáldinu Shakespeare í fyrirlestri sem hann heldur kl. 16.15 í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands. VEGNA breyttra forsendna í tengslum við stóriðju á Austurlandi og þátttöku Alcoa í byggingu álvers í Reyðarfirði hafa Náttúruverndar- samtök Íslands fengið Þorstein Sig- laugsson, hagfræðing og rekstrar- ráðgjafa, til að gera nýja greinar- gerð um arðsemi Kárahnjúkavirkj- unar. Samkvæmt henni telur Þor- steinn að 17 milljarða króna tap verði af virkjuninni, miðað við for- sendur stjórnvalda og Landsvirkj- unar, m.a. ávöxtunarkröfu fram- kvæmdanna upp á 5,23%. Þorsteinn kynnti greinargerð sína fyrir fréttamönnum í gær ásamt talsmönnum Náttúruverndarsam- taka Íslands, NSÍ. Hann telur að miðað við „raunhæfar“ arðsemis- kröfur upp á 8% og 50 ára líftíma yrði 21 milljarðs króna tap af virkj- uninni miðað við bjartsýnustu spá hans en allt að 53 milljarða króna tap miðað við svartsýnustu forsend- ur. Talsmenn samtakanna benda á að eigendur Landsvirkjunar hafi ný- verið skipað þriggja manna vinnu- hóp til að kanna „fjárhagslegan und- irbúning“ Kárahnjúkavirkjunar. Þeir telja afar mikilvægt að eigend- urnir geri almenningi skýra grein fyrir því hverjar forsendur séu í ljósi „þeirra gríðarlegu ábyrgða“ sem eigendur taka á sig í nafni almenn- ings. Að öðrum kosti sé ekki verj- andi að undirrita samning við Alcoa. Þorsteinn gerði samskonar úttekt á arðsemi virkjunarinnar á síðasta ári þegar Reyðarál var inni í mynd- inni með álverið í Reyðarfirði. Þá var niðurstaðan tap af virkjuninni frá 16 til 53 milljörðum króna. Árni Finnsson, formaður NSÍ, sagði að frá þeim tíma hefði sem kunnugt er margt breyst. Nýtt fyrirtæki, Alcoa, áformaði t.d. minna álver en Reyð- arál ætlaði að reisa og í einum áfanga í stað tveggja, virkjunin væri minni og framkvæmdatími annar. Sömuleiðis hefðu fleiri og betri upp- lýsingar komið fram sem auðveld- uðu vinnu við arðsemismat og af þeim sökum hefði verið beðið um nýja greinargerð frá Þorsteini. Helstu niðurstöður Þorsteins nú eru sem sagt þær að lítil líkindi séu til þess að Kárahnjúkavirkjun nái að standa undir viðunandi arðsemi. Jafnframt bendi margt til þess að virkjunin geti ekki skilað þeirri lág- marksarðsemi hlutafjár sem eigend- ur geri kröfu um, jafnvel þó að þeir taki að fullu á sig lánsfjáráhættu með ríkistryggðum lánum. Afkoma verkefnisins nú sé verulega miklu óhagstæðari en miðað við fyrri áætl- anir með þátttöku Norsk Hydro og Hæfis í Reyðaráli. Í tilkynningu NSÍ vegna greinar- gerðarinnar segir m.a. að hag- kvæmni virkjunarinnar ráðist af þrennu. Í fyrsta lagi stofnkostnaði upp á 96 milljarða króna, nettó- tekjum virkjunarinnar og þeirri ávöxtunarkröfu sem eigendur Landsvirkjunar þurfi að gera. Ný greinargerð hagfræðings fyr- ir Náttúruvernd- arsamtök Íslands Segir 17 milljarða tap af Kárahnjúkavirkjun                                                    ! " !# !$% "! %%% & &#% '( )* %% )( #!% )'+    ! " *$ #% %' %%% $ $%% *$ )*$ '&%  %+                                                  !   "   HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað rúmlega fimm- tugan karlmann af ákæru um tollalagabrot en hann var með um 240 lítra af vodka í bifreið sinni þegar hann var stöðv- aður í Mosfellsbæ árið 2000. Maðurinn neitaði sök, sagðist hafa talið að áfengið væri inn- lend framleiðsla og hann hafi ætlað að drekka það sjálfur. Áfengið var í plastbrúsum og í bifreiðinni fundust einnig sex tómir brúsar. Maðurinn var ákærður fyrir tollalaga- brot með því að hafa keypt áfengi sem hann hafi mátt vita að var flutt inn með ólöglegum hætti. Var honum jafnframt gefið að sök að hafa ætlað að selja það að einhverju eða öllu leyti. Þessu neitaði maðurinn og kvaðst hafa talið áfengið innlenda framleiðslu. Sagðist hann hafa keypt það af manni sem hann vildi ekki nafngreina og neitaði jafnframt að gefa upp verðið. Ekki útilokað að fram- leiðslan væri íslensk Hjördís Hákonardóttir hér- aðsdómari taldi forsendu fyrir sakfellingu að sannað væri að um ólöglegan innflutning væri að ræða. „Fallast má á það með ákæruvaldinu að umbúnaður áfengisins og magn þess bendi til þess að ekki sé um löglegan varning að ræða. Einnig má fallast á þá röksemd að þegar um svo mikið magn er að ræða megi leiða að því líkum að áfengið sé ætlað til sölu en ekki eingöngu til einkaneyslu. Í þessu máli hefur hins vegar ekki verið ákært fyrir brot gegn áfengislögum heldur ein- göngu tollalögum,“ segir í dómnum. Ekki væri hægt að útiloka að um íslenska fram- leiðslu væri að ræða og var maðurinn því sýknaður. Hann var á hinn bóginn sakfelldur fyrir brot á vopnalögum en á heimili hans fannst óskráð haglabyssa. Fyrir það var hann dæmdur til að greiða 20.000 krónur í sekt. Frá árinu 1977 hefur mað- urinn fjórum sinnum gengist undir greiðslu sektar og fimm sinnum hlotið dóm, síðast árið 1995, aðallega fyrir brot gegn áfengis- og tollalagabrot. Sak- arferill mannsins hafði ekki áhrif í málinu. Hildur Briem flutti málið f.h. lögreglustjórans í Reykjavík en Kristján Stefánsson hrl. var verjandi mannsins. Ætlaði sjálfur að drekka 240 lítra af vodka KRÖFUR í þrotabú Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., fyrrum út- gáfufélags DV, nema nú rúm- um 2,1 milljarði króna. Jukust kröfurnar nýverið um 330 millj- ónir króna þegar þrír bankar endurgreiddu sömu fjárhæð vegna sölu á 60% hlut Frjálsrar fjölmiðlunar, FF, í útgáfufélagi DV fyrir tæpu ári. Áður höfðu eigendur FF og hlutafélög tengd þeim gert kröfu í þrotabúið upp á um 500 millj- ónir króna. Skiptafundur í þrotabúi FF er ráðgerður í dag og annar ráðgerður síðar. Sigurður Giz- urarson skiptastjóri segir að án efa væri þetta með stærstu gjaldþrotum Íslands og jafn- framt hið flóknasta. „Mér finnst ég rétt vera að krafsa í ísjakann sem upp úr stendur,“ sagði Sigurður. Fréttablaðið ehf. í þrot Sigurður var í vikunni skip- aður skiptastjóri í þrotabúi Fréttablaðsins ehf., sem að stærstum hluta var í eigu eig- enda Frjálsrar fjölmiðlunar, feðganna Sveins R. Eyjólfs- sonar og Eyjólfs Sveinssonar. Að sögn Sigurðar er eftir að gefa út frest til að lýsa kröfum en ljóst sé að lífeyrissjóðir verði þar stórir kröfuhafar. Þrotabú Frjálsrar fjölmiðlunar Kröfurn- ar rúmur 2,1 millj- arður JARÐSKJÁLFTI upp á 4,8 stig á Richterskvarða mældist á Reykja- neshrygg um miðjan sl. sunnudag, um 800 kílómetra suðvestur af land- inu. Þetta er á svipuðum slóðum og vart varð mikillar skjálftahrinu í byrjun október síðastliðins, þeirrar mestu í nærri fjörutíu ár á svæðinu. Að sögn Gunnars B. Guðmunds- sonar á jarðeðlissviði Veðurstofu Ís- lands er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af skjálftavirkninni á Reykjaneshrygg. Skjálftar séu tíðir á úthafshryggjum og alltaf sé mögu- leiki á eldvirkni. Nú hafi bara orðið einn stakur skjálfti og litlar líkur á að það boði eitthvað meira. Skjálfti upp á 4,8 á Richter Reykjaneshryggur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.