Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 17 Hver kona er einstök, Helena Rubinstein býður upp á fjölbreytt úrval farða *m eð an bi rg ði r en da st Útsölustaðir: Ársól Grímsbæ, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Háholti Mosfellsbæ. Landið: Hjá Maríu Glerártorgi Akureyri, Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum. Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir HR farða Taska með svampi fyrir farða og bursta fyrir púður, kinnalit og sólarpúður. heldur tók ljósmyndari Reuters-fréttastof- unnar þessa mynd af regnboganum og nokkr- HÉR er ekki á ferðinni framhlið gamallar hljómplötu rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd um svöngum kindum nálægt kolaverksmiðju í Grosskrotzenburg í Þýskalandi. Reuters Undir regnboganum HARÐAR deilur milli sjónvarps- stöðvarinnar TV2 í Noregi og íþrótta- hreyfingarinnar vegna sjónvarps- þáttar fyrir skömmu um meinta lyfjanotkun keppenda voru í gær leystar með málamiðlun, að sögn Aft- enposten. Komið hefur í ljós að fréttamennirnir sem gerðu þáttinn gátu ekki sannað staðhæfingar sem þar koma fram en m.a. var gefið í skyn að norskir þátttakendur í skíða- göngu á Ólympíuleikunum í Lille- hammer 1994 hefðu notað ólögleg lyf. Sjónvarpsstöðin samþykkti í gær að verja fimm milljónum norskra króna, um 58,5 millj. ísl. kr., til að hreinsa æru íþróttahreyfingarinnar sem hafði hótað málsókn vegna þáttarins. Hluti fjárins rennur til alþjóðlegrar baráttu gegn lyfjamisnotkun í íþrótt- um. Um 700.000 manns sáu umræddan þátt, en þessir þættir hafa verið á dagskrá í fjögur ár og lagt áherslu á rannsóknablaðamennsku af ýmsu tagi. Lyfjahneykslið sem breyttist í fjölmiðlahneyksli hefur vakið mikla athygli í Noregi en einnig verið rætt í grannlöndunum, ekki síst Svíþjóð og Finnlandi. Búningsklefar eins og „herspítalar“ Ásakanirnar komu fram í máli íþróttalæknisins Helge Oftebro í þættinum Rikets Tilstand (Ástand ríkisins). Hann sagði að þegar á ní- unda áratugnum hefðu búningsklefar íþróttamanna litið út eins og „herspít- alar“ þar sem hvarvetna hefðu verið pokar með blóðvökva og sprautunál- ar í hrönnum. Talsmenn íþrótta- hreyfingarinnar fordæmdu ummælin og sögðu að Oftebro varpaði fram fullyrðingum án nokkurra sannana. Hann hefði sjálfur aðallega stundað vaxtarræktarmenn sem ekki væru í samtökum íþróttamanna. Ef hann sakaði heimsþekkta skíðagöngumenn um misnotkun lyfja yrði hann að nafngreina þá, ella lægju allir undir grun. Fjölmargt þótti vafasamt í meðferð fréttamannanna á viðfangsefninu og oft dregnar ályktanir á hæpnum for- sendum. Fullyrt var í þættinum að landslið Norðmanna í skíðaíþróttum hefði fyrir Ólympíuleikana í Lille- hammer 1994 pantað alls 150 lyfja- tegundir frá fyrirtækinu Astra. Í ljós hefur komið að fréttamennirnir höfðu misskilið málið, þeir sýndu myndir af vörulista frá fyrirtækinu en ekki pöntunum fyrir íþróttafólkið. Astra segir að pöntuð hafi verið 20 lyf. Yfirmaður TV2, Kåre Valebrokk, harmaði að svona hefði tekist til og sagði að um „svartan dag“ í sögu stöðvarinnar væri að ræða. „Norskir íþróttamenn áttu þetta ekki skilið,“ sagði hann. Yfirmaður þáttarins um- rædda, Gunnar Helskog, hefur beðið jafnt áhorfendur sem íþróttamenn af- sökunar og sagt að aldrei hefði átt að senda út þáttinn. Einnig segist hann íhuga að hætta að stjórna þættinum. „Ég notaði rangan lista og engar af- sakanir duga. Verst er ef þetta verður til að skaða gagnrýna fréttaöflun um vandamál vegna ólöglegrar lyfjanotk- unar í íþróttum.“ Hlakkar í Finnum Finnskir skíðamenn og íþróttaleið- togar telja að fótur sé fyrir grun- semdunum. Þeir telja sig eiga harma að hefna vegna þess hve hart Norð- menn gengu fram þegar uppvíst varð um ólöglega lyfjanotkun tveggja Finna á heimsmeistaramóti í Lahti í fyrra. „Við erum ekki þeir einu sem hafa svindlað,“ sagði Jari Isometsä, sem var vísað frá keppni vegna lyfja- misnotkunar, í samtali við sænska Aftonbladet. Norsk sjónvarps- stöð kaupir sér frið Hafði uppi tilhæfu- lausar fullyrðingar um lyfjamisnotkun íþróttamanna Reuters Frá keppni í 10 km skíðagöngu á heimsmeistaramóti sem nú er hafið í Kiruna í Svíþjóð. ÍRASKIR embættismenn hafa tjáð vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Bagdad að engin gereyð- ingarvopn sé að finna í Írak og þeir hafa einnig lýst efasemdum sínum um hvort rétt sé að leyfa vopnaeft- irlit í forsetahöllum Saddams Huss- eins Íraksforseta. Vopnaeftirlitið hefst formlega í dag. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsnefndarinnar, greindi öryggisráði SÞ frá stöðu mála á mánudag. Hann sagði að Írakar hefðu heitið fullri samvinnu en að spurningar þeirra bentu til að ekki væri öruggt að Írak- ar myndu leggja fram tæmandi yf- irlýsingu um sýkla-, eiturefna- og kjarnorkuvopnaeign sína fyrir 8. desember, líkt og ályktun öryggis- ráðs SÞ þó gerir ráð fyrir. Kom fram í máli Blix að Írakar teldu til of mik- ils ætlast af þeim. Blix varaði Íraka við Kvaðst Blix hafa tjáð Írökum – og varað þá við – að þeir yrðu að leggja fram sannfærandi sönnunargögn ef þeir hygðust halda því fram að alls engin gereyðingarvopn væru í Írak. Í fyrrakvöld hafði breska þingið lýst yfir stuðningi við ályktun örygg- isráðs SÞ um vopnaeftirlit í Írak. Þingið hafnaði hins vegar hugmynd- um vinstrimanna þess efnis að hern- aðaraðgerðir gegn Írak kæmu ekki til greina nema öryggisráðið hefði fyrst samþykkt sérstaka ályktun þar að lútandi. Vopnaeftirlit í Írak Færi sönn- ur á full- yrðingar sínar Bagdad, London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.