Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 32

Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg Ólafs-dóttir fæddist í Mörtungu á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu 2. febrúar 1937. Hún lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- ríður Jónína Tómas- dóttir frá Skamma- dal í Mýrdal, f. 12. júlí 1894, d. 7. mars 1982, og Ólafur Bjarnason frá Hörgsdal á Síðu, f. 19. apríl 1889, d. 17. júní 1968. Ingi- björg var yngst fjórtán systkina, en eitt þeirra lést í frumbernsku 1923. Önnur systkini hennar eru: Bjarni, f. 2. desember 1912, d. 20. júní 1994; Matthías, f. 12. mars 1915; Helga, f. 7. mars 1916, d. 8. mars 1920; Jóhanna, f. 1. júlí 1918; Ásta Þórunn Helga, f. 12. ágúst 1920, d. 18. október 1999; Sigríður, f. 12. janúar 1922, d. 9. júlí 1991; Guð- ríður, f. 28. október 1924, d. 10 mars 1980; Lilja, f. 22. ágúst 1926; Helga, f. 13. apríl 1928, d. 14 apríl 2001; Björn, f. 1. nóvember 1930, d. 12. júní 1992; Svava, f. 10. febrúar 1932; Snorri, f. 6. júní 1934. Ingibjörg var sjö barna móðir. Með unnusta sínum Ólafi Ingv- dóttir, fyrrverandi eiginkona Þrastar. Rúnar Hrafn, f. 9.10. 1965, kvæntur Birnu Eggertsdóttur, f. 2.12. 1969. Dóttir þeirra er Freyja, f. 14.10. 1998. Eftirlifandi eiginmaður Ingi- bjargar er Þorvaldur Þorvaldsson. Sonur þeirra er Þorvaldur Árni, f. 21.8. 1975. Sambýliskona hans er Sigríður Elka Guðmundsdóttir, f. 13.4. 1978. Eins og fyrr segir fæddist Ingi- björg í Mörtungu á Síðu. Nokkrum árum síðar flutti fjölskyldan að Múlakoti á Síðu og bjó þar, þar til Ingibjörg var ellefu ára, er hún flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hugur Ingibjargar leitaði jafnan á Síðuna og var hún þar öll sumur sín unglingsár, mest hjá Ástu systur sinni og hennar fjölskyldu í Mörtungu, en einnig eitt sumar með Svövu systur sinni og frændfólki í Hörgsdal, auk þess sem hún starfaði hjá héraðslækn- inum á Kirkjubæjarklaustri um tíma. Flest sín hjúskaparár bjó Ingibjörg í Kópavogi og Reykjavík, og frá árinu 1976 bjó hún í Kópa- vogi, en það ár flutti fjölskyldan í nýbyggt hús sitt við Víðigrund, sem Ingibjörg og Þorvaldur hófu byggingu á árið 1974. Auk hús- móðurstarfa vann Ingibjörg löngum utan heimilis við ýmis störf, m.a. verslunar- og þjónustu- störf, fatasnið og saumaskap og síðustu sextán árin á endurskoðun- arskrifstofu. Útför Ingibjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. arssyni átti Ingibjörg dótturina Margréti Helgu, f. 21.5. 1955. Sonur Margrétar er Þorvaldur Þorbjörns- son, f. 1.6. 1973. Faðir hans er Þorbjörn Viggósson. Dætur Þorvaldar eru Cecilie, f. 13.1. 1997, og Mat- hilde Edda, f. 20.3. 2001. Móðir þeirra er Anita Hanne Lehn. Með fyrrverandi eiginmanni sínum Guðmundi Björnssyni átti Ingibjörg dótturina Ástu, f. 27.1. 1957. Eiginmaður Ástu er Ólafur S. Ástþórsson, og eiga þau dæturnar Guðlaugu, f. 10.6. 1989, Guðrúnu, f. 17.7. 1991, og Ástu, f. 30. 10. 1993. Með fyrrverandi eiginmanni sín- um Ingimar Einari Ólafssyni eign- aðist Ingibjörg fjögur börn. Þau eru: Ólafur Hafsteinn, f. 25.3. 1961, kvæntur Margréti S. Stefánsdótt- ur, f. 11.12. 1968. Börn þeirra eru Marta Rut, f. 25.8. 1991, og Oddur, f. 17.11. 1992. Ingibjörg Hrönn, f. 2.2. 1962, gift Jóni Bjarnasyni, f. 6. 6. 1961. Þau eiga synina Brynjar, f. 1.1. 1988, og Bjarna, f. 17.2. 1995. Þröstur, f. 18.4. 1963. Dóttir Þrast- ar er Ingibjörg Sunna, f. 29.5. 1986. Móðir hennar er Ingibjörg Gríms- Fegurðin í andliti þínu og í hjarta þínu og hógværðin í framkomu þinni er það sem fyrst kemur í huga minn þegar ég hugsa til þín, elsku mamma mín. Mér er það með öllu óskiljanlegt að þú skulir hafa verið hrifin svona skyndilega burt frá okkur, þú sem áttir svo margt ógert. Þú svona full- frísk og hress, alltaf glöð og alltaf að hugsa um aðra, horfin okkur yfir móðuna miklu. Eftir sitjum við með trega og söknuð og vermum okkur við hlýjuna af minningunum um þig. Það var stór barnahópurinn sem þú og Þorvaldur óluð upp á Víðigrund- inni og oft var glatt á hjalla. Mér er það sérstaklega minnisstætt hvað við vorum mikið saman og alltaf var tími til að skrafa og skeggræða um allt milli himins og jarðar. Saman gáfuð þið okkur gott veganesti út í lífið og voruð okkur góð fyrirmynd. Þú varst alltaf stolt af barnahópnum þínum og lést okkur finna það. Það þurfti líka alltaf lítið til að gleðja þig og þér var nóg að vita að öllum gengi vel og að öllum liði vel í fjölskyldunni þinni. Ég veit að þú varst alltaf ánægð í vinnunni þinni og með vinnufélaga þína sem þú talaðir svo fallega um og ég veit að þar sýndir þú metnað og vandvirkni í öllum þínum verkum. Sveitin þín í Skaftafellssýslu var þér líka alltaf svo kær og ég varð líka þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja þar öll sumur í barnæsku minni hjá Ástu systur þinni í Mör- tungu á Síðu. Þú ert sjálf fædd í Mör- tungu og á Síðunni sleistu barnsskón- um. Systkini þín voru þér ákaflega hugleikin og skemmst er að minnast hversu fallega og vel þú hugsaðir um hana Helgu systur þína síðustu mán- uðina sem hún lifði. Við eigum sameiginlegan afmælis- dag, þú og ég, og saman gátum við haldið upp á öll stórafmælin okkar. Á fimm ára fresti var alltaf stórafmæli hjá annarri hvorri okkar og þú ætl- aðir að halda næst upp á sjötugsaf- mælið þitt eftir fimm ár. Og daginn sem þú lést varð Oddur litli sonarson- ur þinn tíu ára. Það var erfiður af- mælisdagur fyrir lítinn ömmudreng. Þeir voru langir dagarnir sem þú lást meðvitundarlaus á spítalanum og við vöktum yfir þér hverja mínútu, en samt eru þessar vikur svo kærar. Við gátum talað við þig og klappað þér og strokið, talað hvert við annað og grát- ið saman. Einhvern veginn er dauð- inn ekki jafn óyfirstíganlegur eftir þessa reynslu og stundin sem þú kvaddir þennan heim er í minning- unni falleg stund þar sem við sátum öll saman við rúmið þitt og héldum í fallegu höndina þína. Þá skal ég óttast eigi, þinn engill fylgir mér, og þótt í dag ég deyi, þá djörfung samt ég ber til þín, ó, Guð, að gull í mund mér geymi þessi morgunstund. (Björn Halldórsson.) Blessuð sé minning þín, kæra móð- ir. Þín dóttir, Ingibjörg Hrönn. Elsku amma, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, en ég vildi bara þakka þér fyrir allt og segja þér hvað ég sakna þín mikið. Við áttum saman margar góðar stundir. Ógleymanleg er ferðin okkar til Ungverjalands í sumar þar sem við vorum tvær saman í herbergi, þá gát- um við oft í næði horft á sjónvarpið og spjallað fram eftir nóttu. Ég vildi að þú værir ennþá hérna hjá okkur því mér þykir svo vænt um þig og vildi að við hefðum hist oftar. Þótt við eigum eftir að sakna þín getum við huggað okkur við að þér líður vel núna og þú vakir yfir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Kær kveðja. Marta Rut. Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Núna þegar þú ert farin frá okkur og ég veit að við hittumst ekki aftur hjá ykkur afa í Víðigrundinni eða heima á Hvoli þá hugsa ég um allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, eins og þegar við fórum til Ung- verjalands í sumar. Ég reyni að hugga mig við það að rifja upp góðar minningar um þig og að þér líði vel hjá Guði. Takk fyrir allt, elsku amma. Þinn Oddur. Að kvöldi 17. nóvember, um það leyti sem dagsbirtuna þvarr, slökkn- uðu einnig geislar augna þinna, mág- konan mín. Við kynntumst upp úr 1970 þegar þið Þorvaldur bróðir fóruð að draga ykkur saman. Mér varð fljótlega ljóst að þú hafðir mannkosti umfram það sem gengur og gerist, fyrir utan að vera feiknamikil húsmóðir þar sem allt lék í höndum þér hvort sem var matargerð, veisluskreytingar eða fatasaumur. Varstu mikil og góð móð- ir barna þinna eins og þau bera öll vott um. Svo varst þú konan sem bróðir minn sá aldrei sólina fyrir. Það er svo fallegt að láta sig annað fólk varða. Það áttu miklu fleiri vin í þér en gerðu sér í fljótu bragði grein fyrir því. Þú notaðir mikið orðið minn þeg- ar fólk bar á góma. Það er nú oft þannig með sorgina að þegar síst mann varir drepur hún á dyr. Svo var í þetta sinnið. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni . . . (Hannes Pét.) Almættið taki mágkonu minni opn- um örmum og blessi bróður minn og börnin þeirra. Árni Þorvaldsson. Ótímabært og fyrirvaralaust hefur hún Inga horfið okkur. Eftir sitja minningar um nána samveru og sam- starf á fámennum vinnustað. Hún kom til starfa af öðrum vettvangi fyr- ir 16 árum, ásamt Þorvaldi eigin- manni sínum. Á litlum vinnustað verða dagleg samskipti persónulegri en á þeim fjölmennari. Það er því margs að minnast. Inga var afskaplega vinnusöm kona, mætti alltaf fyrst á morgnana svo hinir gátu átt von á því að kaffi- ilmurinn mætti þeim. Þá var gjarnan sest niður og spjallað og lagður grunnur að góðum degi. En svo tók vinnan við og þar lagði hún mikið af mörkum. Það varð hlutskipti hennar sem annarra að fylgja eftir þeirri hröðu þróun sem orðið hefur á þess- um hálfum öðrum áratug í allri bók- haldsvinnu. Þetta gildir jafnt um tæknilegu hliðina, hvað snertir tölvur og forrit eða bókhald og uppgjör. Flestir þekkja þetta ferli utan frá. Inga stóð í eldinum miðjum á þessum vígstöðvum hvorum tveggja. Þraut- seigja hennar og elja við að tileinka sér þessa vinnu var einstök, sérstak- lega þegar horft er til þess að lengst af hafði hún fengist við störf af allt öðrum toga. Dagfarsprúð var hún og vildi helst að mál væru leyst án ágreinings eða fyrirgangs. Einu hávaðamálin á skrif- stofunni voru stjórnmálin en þar var Inga ávallt föst fyrir. Hún þoldi eng- um að hallmæla sínum flokki, stefnu hans eða störfum. Að leiðarlokum þökkum við ljúf- mennsku hennar og samfylgd gegn- um árin. Þorvaldi og hennar stóru fjölskyldu allri vottum við einlæga samúð. Megi sá sem öllu ræður búa henni góð heimkynni í landi hins eilífa ljóss. Vinnufélagar. INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR ✝ Egill Guðmunds-son fæddist 9. febrúar 1971. Hann lést á heimili for- eldra sinna, Garða- torgi 17 í Garðabæ, 15. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Guðmund- ur Hafsteinn Sig- urðsson, f. 2.11. 1929 í Reykjavík, skipa- smíðameistari og fyrrverandi yfir- verkstjóri hjá Slipp- félaginu í Reykjavík, og Guðrún Valný Þórarinsdóttir, f. 6.10. 1939 í Reykjavík, húsmóðir. Egill var ókvæntur og barnlaus. Bræður hans eru: Sigurður Ágúst, raf- eindavirkjameistari, f. 27.8. 1958 í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur skrifstofumanni; Þórarinn Gunnar, vélvirkjameist- ari, f. 1.5. 1960 í Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Geirsdóttur fasteignasala; og Hafsteinn, bif- vélavirkjameistari, f. 4.2. 1962 í Reykja- vík, kvæntur Stein- unni Bergmann fé- lagsráðgjafa. Egill var fæddur og uppalinn í Garða- bæ. Hann gekk í skóla í Garðabæ, síð- an Iðnskólann í Hafnarfirði. Hann hóf störf hjá Slipp- félaginu í Reykjavík við skipamálun o.fl. Síðan vann hann hér og þar á tækjum eða að breytingum og viðgerðum á bílum. Síðast starf- aði hann við bílaviðgerðir hjá Semakó. Helsta áhugamál Egils var að smíða og breyta alls konar farartækjum. Þar má helst telja kvartmílubíl, sem hann smíðaði frá grunni og keppti á í kvart- mílu. Útför Egils fer fram frá Garða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulegur bróðir og mágur Egill er látinn í blóma lífsins eftir erfið veikindi. Við vitum að nú hefur þú fengið frið. Við kveðjum þig með miklum söknuði og geymum góðar minningar um ljúfan dreng. Börnin okkar minnast frænda sem hafði alltaf tíma fyrir þau, tíma til að spjalla eða teikna. Þær voru ófáar stundirnar sem þú sast með frænda þínum við að skoða mótórhjólablöð eða í bílskúrnum að prófa kvartmílu- bílinn. Við viljum kveðja þig með þessum sálmi og vitum að ömmurnar og af- arnir taka á móti þér og passa þig vel. Nú fæ ég friðinn, fagnar öndin mín, löng nótt er liðin, lífs með afli skín allar heims um álfur indæll morgunn sá, sonur Guðs er sjálfur sæll reis dauða frá. Sigur fagur fenginn er, frelsishagur gefst því mér, Sérhver dagur Drottins hér dýrð við helgast þá. (P. Guðm.) Við biðjum góðan Guð að styrkja foreldra okkar í sorginni. Hafsteinn og Steinunn. Ég sit hér á hótelherbergi á Kúbu og læt hugann reika. Úti skín sólin, en samt er mér kalt. Hörmuleg fregn var að berast að heiman. Egill frændi minn er fallinn frá, í blóma lífsins, aðeins 31 árs að aldri. Hann var langyngstur fjögurra sona Mumma bróður míns og Gunnu mágkonu og velkomin viðbót við það myndarlega safn sem fyrir var. Mikill samgangur hefur alla tíð verið milli heimila okkar systkin- anna og synir okkar nánast alist upp sem bræður. Í mörg ár áttum við sumarbústaði hlið við hlið og þar naut eldri sonur okkar hjónanna samvistanna við frændur sína í rík- um mæli. Ekki spilltu móttökurnar hjá Gunnu, sem eldaði besta mat í heimi, og Mumma, sem var alltaf ánægðastur með hóp af grútskítug- um strákum í kringum sig. Svo seldum við sumarhúsin, fórum að byggja í Garðabæ og örverpin okkar fæddust. Aðeins fimm mánuð- ir skildu að yngri son okkar og Egil og ævintýrið endurtók sig. Það var reyndar áfall, að sonur okkar fædd- ist vangefinn, en það voru ekki síst innileg ástúð og umhyggja, sem Gunna og Mummi sýndu þessum litla gutta, sem léttu okkur fyrstu sporin og alltaf átti hann athvarf hjá þeim. Eitt er víst, að allir þessir strákar hafa reynst okkur miklir gleðigjafar. Egill dvaldi oft á heimili okkar í æsku og var jafnan aufúsugestur. Hann var frænda sínum traustur vinur og félagi og átti sinn þátt í að koma honum til þroska. Fljótlega fór að bera á ýmiss kon- ar veikindum hjá Agli. Þau ágerðust með árunum og stóðu honum fyrir þrifum við skólagöngu. Egill var völ- undur á tré og járn og allt lék í hönd- um hans. Vélknúin ökutæki áttu hug hans og hann var eftirsóttur til bif- reiðaviðgerða, þótt heilsuleysið tak- markaði mjög atvinnuþátttöku hans. Egill var mjög barngóður og naut þess að fylgjast með bræðrabörnum sínum og gleðja þau með gjöfum, sem hann sjálfur hafði skapað. Hann þráði heitt að eignast börn og góðan lífsförunaut, en sú hamingja átti ekki fyrir honum að liggja. Síðustu mánuðir voru Agli erfið þrautaganga, þótt foreldrarnir stæðu þétt við hlið hans og gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að létta honum lífið. En nú er þessu stríði lokið. Eftir sitja minningar um góðan dreng. Við þær munum við ylja okkur á komandi árum. Síðustu daga höfum við hjónin ferðast um landslag, sem helst minn- ir á hugmyndir okkar um Himnaríki. Ég er þess fullviss, að þar dvelur Eg- ill frændi minn nú. Hann hefur átt greiða leið inn um Gullna hliðið og þar hafa afar og ömmur, frændur og frænkur tekið honum opnum örm- um. Vonandi munu þau öll fagna okkur hinum, þegar þar að kemur. Ég og fjölskylda mín biðjum góð- an guð að styrkja Gunnu, Mumma og fjölskyldu þeirra í sorginni og minn- um á, að öll él birtir upp um síðir. Jónína frænka. Ungur maður kveður fyrir fullt og allt. Yngsti sonurinn, eftirlæti for- eldra og bræðra, hetja litlu frænd- systkinanna. Egill var dverghagur og fyrir honum áttu bílar engin leyndarmál, hvort sem það var vélin eða eitthvað annað. Allt svo eðlilegt og einfalt. Fallegur, sterklegur ung- ur maður, en heilsan bilar og kerfið beygir líka unga menn, enginn skiln- ingur, engin tækifæri lengur. Þá er erfitt að halda í sjálfsvirðinguna, vilja standa sig, vera ekki upp á aðra kominn. Eftir stendur fjölskyldan með ótal spurningar og engin svör. Áfram lifa góðar minningar, myndir af glöðum dreng í leik. Megi Agli farnast vel á Guðs veg- um og fjölskylda hans njóta þess sem eftir lifir af góðum dreng. María, Guðrún og Ingvi. EGILL GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.