Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 34

Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján JóhannAgnarsson fædd- ist í Reykjavík 4. júlí 1946. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 20. nóv- ember síðastliðinn. Móðir hans var Unn- ur Símonar, f. í Reykjavík 5.7. 1926, d. 27.8. 2002. Faðir hans var Agnar Kristjánsson, for- stjóri Kassagerðar Reykjavíkur hf., f. í Reykjavík 18.7. 1925, d. 27.12. 1988. Þau skildu. Systkini Kristjáns eru: 1) Leifur, f. 12.4. 1948, d. 27.9. 2001. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Kolka Haraldsdóttir, f. 13.11. 1948. Þeirra börn eru: a) Margrét Perla Kolka, f. 1972, b) Haraldur Agnar, f. 1976, c) Unnur Kolka, f. 1980, og d) Kristján Páll, f. 1983. 2) Agatha, f. 4.5. 1957. Hinn 2. apríl 1978 kvænist Krist- ján Andreu G. Guðnadóttur, f. 9.12. 1950. Hennar foreldrar voru Guðni R. Þorvaldsson, f. á Sveinseyri við Dýrafjörð 1914, og Margrét Arin- bjarnardóttir, f. í Keflavík 1918. Börn Kristjáns og Andreu eru: a) Kristján Jóhann, f. 7.12. 1977. Hans unnusta er Gemma Garcia Llorente, f. 27.11. 1973. b) Þorvald- ur Símon, f. 2.10. 1981, og c) Mar- grét Sesselja, f. 13.9. 1986. Kristján tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og lauk námi í viðskiptafræðum við Birmingham Southern College, Alabama-ríki í Bandaríkjunum 1970. Að námi loknu hóf hann störf við Kassagerð Reykjavíkur, sem hann og rak ásamt bróður sínum Leifi til ársins 2000. Eftir það sat hann í stjórn þess þar til síðla sum- ar þessa árs er hlutur fjölskyld- unnar í fyrirtækinu var seldur. Kristján vann auk þess ýmis önnur trúnaðarstörf í atvinnulífinu og sat í stjórnum nokkurra fyrirtækja, auk fyrirtækja í eigu Kassagerðar Reykjavíkur. Útför Kristjáns verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hennar synir eru: a) Bjartur, f. 1990, og b) Hlynur, f. 1994. 3) Bróðir Kristjáns sam- feðra er Agnar Gunn- ar, f. 1.8. 1972. Móðir hans er Anna Lilja Gunnarsdóttir. Hinn 12.8. 1967 kvæntist Kristján Ástu Guðmundsdótt- ur, f. 28.1. 1948. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Sigríður, f. 26.5. 1967. Eiginmað- ur hennar er Sigríkur Jónsson, f. 15.12. 1965. Dætur þeirra eru: a) Bryndís, f. 30.10. 1993, og b) Rikka, f. 7.3. 2000. b) Unnur Helga, f. 22.11. 1969. Eiginmaður hennar er Sig- urður G. Gunnarsson, f. 15.9. 1965. Sonur þeirra er Gunnar, f. 10.2. 1997. Dóttir Unnar og Harðar Bragasonar er Ásta Sigríður, f. 12.12. 1990. Nú þegar ég kveð vin minn, félaga og tengdaföður rifjast upp minningar liðinna ára, sem urðu reyndar of fáar, en afskaplega innihaldsríkar. Ég kynntist Kristjáni fyrst 4. des- ember 1990 þegar ég hóf störf hjá Kassagerð Reykjavíkur hf. Eftir nokkurra ára störf hjá Kassa- gerðinni fór ég að stíga í vænginn við stelpu sem Unnur heitir og komst ég fljótt að því að hún væri dóttir Krist- jáns. Þegar tilhugalíf okkar Unnar stóð sem hæst blandaði Kristján sér inn í það á ógleymanlegan hátt, þegar hann sat fyrir mér þegar ég gekk upp tröppurnar að heimili hans og bauð stelpunni í bíó. „Nú, svo það ert þú,“ sagði hann. Svo mörg voru þau orð, ég var nokkuð lengi að átta mig á því hvort honum leist svona illa á mig eða vel. Upp frá þessu hófst mjög vinalegt og vandað samband milli okkar Krist- jáns, og þar sem áhugamál okkar smellpössuðu saman leið vart sá dag- ur að við værum ekki í sambandi. Eft- irminnilegustu augnablikin eru í rauninni úr öllum þeim áhugamálum sem við stunduðum saman. Við veiðar í Sandá í Þistilfirði, á rjúpu í Strútn- um, á gæs í Landeyjum eða við út- reiðar á Kjóavöllum og þar í kring. Það var sama hvað Kristján tók sér fyrir hendur, hann náði góðum tökum á öllu sem hann gerði. Ekki má gleyma öllum þeim stundum sem við í fjölskyldunni áttum saman, en fjöl- skylda Kristjáns er sú samheldnasta sem ég hef komist í kynni við og hefur það hjálpað okkur mikið við fráfall hans. Það er því með söknuði sem ég kveð Kristján Jóhann Agnarsson, hann hefur reynst mér ómetanlega vel. Sigurður G. Gunnarsson. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast vinar míns Kristjáns Jóhanns sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sl. miðvikudag. Það var seinnipart vetrar 1964 að við nokkrir norðanmenn, sem bjugg- um á stúdentagörðunum, vorum að leika okkur í íshokkíi á Tjörninni. Það var „góður ís“ og veðrið lék við okkur. Fljótlega bættust nokkrir sunnan- menn í hópinn og reyndust þar engir aukvisar á ferð enda margir þeirra búnir að leika íshokkí um nokkurt skeið. Þarna bar fundum okkar Kristjáns fyrst saman. Þetta var fyrst í stað létt „skautasamband“ sem fljótlega þró- aðist í góða vináttu og hefur hún hald- ist æ síðan. Það er nú einu sinni þannig þegar tveir einstaklingar bindast góðum vináttuböndum sem hafa haldist lung- ann úr ævi þeirra, þá eru þau orðin jafntraust og um fjölskyldubönd sé að ræða. Þegar annar aðilinn hverfur myndast tómarúm sem erfitt er að fylla. Minningin ein um liðnar sam- verustundir situr eftir. Það hrannast upp myndir frá góðum og eftirminni- legum atvikum þegar allt lék í lyndi og dagurinn var bjartur og fagur. Þegar við kynntumst var Kristján í Menntaskólanum og bjó við Hring- braut. Þangað fórum við nokkrir skautamenn að venja komur okkar eftir æfingar. Þar fæddist hugmyndin að endurreisn Skautafélags Reykja- víkur og ákvörðunin um fyrstu stjórn en Kristján varð ritari SR fyrstu árin. Baslið á okkur þegar við vorum að koma upp æfingaaðstöðu á Melavell- inum og bæjarkeppi við Akureyringa í íhokkíi er enn í fersku minni. Þarna naut Kristján sín vel. Það var hlustað á hans ráðleggingar og tillögur því hann var ætíð raunsær og jákvæður í afstöðu sinni. Þessi ár stóðum við saman í baráttunni ásamt Sveini heitnum Kristdórssyni og lögðum á ráðin um framtíð skautamála í Reykjavík en auðvitað komu fleiri við sögu. Hann kvæntist Ástu Guðmunds- dóttur og hófu þau búskap á Hring- brautinni. Það tókst góður vinskapur með fjölskyldum okkar sem hélst á meðan þau voru gift en þau slitu sam- vistum eftir nokkurra ára sambúð. Ásta og Kristján eignuðust tvær dæt- ur, Sigríði og Unni Helgu, sem ólust upp í föðurgarði. Á Hringbrautinni bjuggu einnig Unnur móðir hans ásamt börnum sín- um Leifi og Agöthu og föðurafi hans Kristján Jóhann Kristjánsson, eig- andi og forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur, ásamt Agöthu konu sinni. Kristján virti afa sinn mjög mikils og taldi skoðanir hans og hug- sjónir það besta veganesti fyrir ungan mann sem völ var á. Þetta kom oft fram í samtölum okkar gegnum tíð- ina. Kassagerðin var Kristjáni mjög hugleikin eins og gera mátti ráð fyrir. Hann starfaði þar alla sína ævi. Fyrst í verksmiðjunni og síðast sem for- stjóri. Leifur bróðir hans var alla tíð með honum við stjórnvölinn og oft fann ég hve samband þeirra var gott en Leifur lést á síðastliðnu ári. Þegar skautatímabilinu lauk fórum við félagarnir í hestamennskuna. Kristján fékk sína fyrstu hesta frá föður mínum á Akureyri og hófum við „búskap“ á Görðum á Álftanesi sem leiguliðar hjá Helgu sem þar bjó. Góður granni sem einnig er farinn var Jón Guðmundsson á Grund og með honum áttum við góðar stundir í lengri sem skemmri ferðum. Kristján kvæntist Andreu Guðna- dóttur flugfreyju og hófu þau búskap á Kjartansgötu 4 í Reykjavík. Þetta var mikið heillaspor sem hann tók. Hún gekk dætrum hans í móðurstað og allt hans líf breyttist til hins betra. Þau voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, hvort sem það var í daglegu lífi eða í frístundum. Með til- komu Andreu jókst samgangur á milli fjölskyldnana. Hún tók þátt í hesta- mennskunni með okkur hjónum og fljótlega einnig dætur okkar beggja. Þau eignuðust þrjú börn, Kristján Jó- hann, Þorvald Símon og Margréti. Seinna fluttu þau í Garðabæ í Hegra- nes 19. Þangað var alltaf gott að koma og ræða málin í léttum dúr eða skipu- leggja næstu ferðir. Á þessum árum var farið í það minnsta í eina langa hestaferð á sumri. Ég minnist ferðanna umhverf- is Langjökul og norður Sprengisand. Þá hvíldi hiti og þungi skipulagsins á herðum Kristjáns. Þetta voru fjöl- skylduferðir þar sem öll börnin voru með og tóku virkan þátt. Kristján átti alla tíð góða hesta. Hann átti mjög auðvelt með að um- gangast þá og mér fannst þeir frekar batna í höndum hans. Hann var kröfuharður við sig og þá og leitaði fullkomnunar. Hann hafði gaman af því að fara á hestamót og sjá falleg og getumikil hross en aldrei fann ég að hann langaði að taka þátt í mótum. Seinna byggði hann sér hesthús á Andvaravöllum. Fyrir einum sex árum eignuðust þau jörðina Syðri-Úlfsstaðahjáleigu. Þar hafa þau reist sér glæsilegt sum- arhús og gert ýmsar bætur á landinu. Myndarskapurinn leynir sér ekki, þar fer saman bæði hugur og hönd. Þarna er Kristjáni vel lýst; allt sem hann tók sér fyrir hendur lagði hann metnað sinn í. Kristján var einnig dágóður veiði- maður á fugl og fisk. Ég kynntist aldrei veiðiferðum hans með Lands- liðinu á gæs eða rjúpu, en naut aðeins afurðanna um jól og í öðrum uppá- komum. En við hjónin fórum nokkr- um sinnum með þeim í laxveiði og var honum þá mjög í mun að við veiddum og eyddi meiri tíma í okkur en eigin veiðiskap. Tæp tvö ár eru liðin frá því að Kristján kenndi sér þess meins, sem nú hefur kallað hann frá okkur. Á þessum tíma kom vel í ljós sá sterki vilji og kjarkur sem hann bjó yfir. Þegar við hjónin fórum í ársleyfi í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum heimsóttu þau Kristján og Andrea okkur í maí. Þar áttum við saman yndislegar stundir, löbbuðum um borgina og fórum í skoðunarferðir. Þess eigum við ætíð eftir að minnast. Við Svanhildur munum um ókomna tíð minnast góðs drengs, fé- laga sem okkur þótti alltaf vænt um og þökkum fyrir þá vináttu sem tengdi fjölskyldur okkar saman. Elsku Andrea, megi almættið vefja þig og þína mjúkum örmum um aldur og ævi. Ágúst B. Karlsson. Kveðja frá Kassagerðinni hf. Genginn er góður drengur, Krist- ján J. Agnarsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Kassagerðarinnar hf. Hann var um árabil framkvæmda- stjóri Kassagerðar Reykjavíkur hf. og deildi hann framkvæmdastjórn- inni með Leifi bróður sínum og voru þeir jafnframt aðalhluthafar félags- ins. Við sameiningu fyrirtækis þeirra við Umbúðamiðstöðina hf. í ársbyrjun 2001 varð Kassagerðin hf. til. Áttu þeir bræður stóran hlut í félaginu og sátu í stjórn þess, Leifur sem formað- ur og Kristján sem varaformaður. Sú skipan hélst um nokkurra mánaða skeið, en þegar Leifur varð að láta af formennskunni vegna illkynja sjúk- dóms vorið 2001 tók Kristján við. Þegar þessi breyting var gerð barðist Kristján einnig á tvennum vígstöðv- um, því hann stríddi á sama tíma við þann sjúkdóm sem varð hans bana- mein. Nú síðsumars lét Kristján af stjórnarformennskunni mjög þrotinn að kröftum og seldi jafnframt hlut sinn. Þá höfðu þeir bræður, faðir þeirra og afi verið við stjórnvölinn í fyrirtækinu í þrjár kynslóðir og spannar þeirra starf alla sjötíu ára sögu þess. Stjórnarformennska Kassagerðar- innar var farsæl í höndum Kristjáns þótt ekki nyti hans lengi við. Hann hafði góða þekkingu á rekstrinum og möguleikum félagsins, hann var rétt- sýnn og leitaði skynsamlegrar niður- stöðu í þeim málum sem leysa þurfti, hann var einnig fús að miðla reynslu sinni þegar eftir var leitað. Að leiðarlokum þakka stjórn og starfsmenn Kassagerðarinnar hf. Kristjáni samstarfið og votta fjöl- skyldu hans og ástvinum samúð. Hvíl þú í friði. KRISTJÁN JÓHANN AGNARSSON  Fleiri minningargreinar um Kristján Agnar Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÁKON Í. JÓNSSON málarameistari, Hraunbæ 103, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 29. nóvember kl. 13.30. Ólafía Árnadóttir, Bára Hákonardóttir, Sjöfn Hákonardóttir, Jón Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um ástkæran eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KARL GUNNARSSON fv. eftirlitsmann SVR, áður til heimilis á Kleppsvegi 140, Reykjavík, verður haldin í Áskirkju, Reykjavík, fimmtu- daginn 28. nóvember kl. 15.00. Jarðsett verður frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00. Dyljá G. Stefánsdóttir, Eyjólfur Karlsson, Steinunn Sveinsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Erlendur Kristjánsson, Stefán Karlsson, Karl Ó. Karlsson, Ólöf G. Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Svínafelli, Hornafirði, andaðist fimmtudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Hoffellskirkjugarði. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð Hoffelsskirkju, reikn. 172-05-61454. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON kaupmaður, andaðist á Droplaugarstöðum aðfaranótt mánudagsins 25. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Þorsteinsdóttir, Margrét Guðlaugsdóttir, Friðgeir Björnsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, Kristín, Guðlaug og Hulda Margrét. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.