Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 41
LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir
bifreiðinni SA-584 sem er dökk-
grænn Ford Escort, árgerð 1997,
fimm dyra hlaðbakur. Framstuðari
bílsins er grænn og brotinn en aft-
urstuðarinn er svartur. Þá eru fram-
ljós bifreiðarinnar brotin og bifreiðin
er eineygð að framan.
Bílnum var stolið við afgreiðslu
SBK í Grófinni í Keflavík sl. föstu-
dag, kl. 19.29.
Þeir sem hafa einhverjar upplýs-
ingar um bifreiðina eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við lögregl-
una í Keflavík í síma 420 2400 eða
112.
Lýst eftir stolinni bifreið
KIWANISKLÚBBURINN Set-
berg gaf nýlega tölvu, prent-
ara, pappír og aðra fylgihluti
til sambýlisins að Markarflöt 1
í Garðabæ. Setberg hefur stutt
við starfsemi sambýlanna á fé-
lagssvæði klúbbsins og veitt
þeim stuðning með marvísleg-
um hætti.
Við frágang tölvukaupanna
var leitað aðstoðar hjá Ný-
herja og Prentsmiðjunni Odda,
sem komu að þessu verkefni
sem stuðningsaðilar. Eftir að
gjöfin hafði verið afhent var
Setbergsfélögum boðið að
skoða aðstöðu heimilisfólksins,
en þar búa fimm manns.
Frá vinstri: Steinþór Eyþórsson, forseti Setbergs, Þórhildur Svanbergsdóttir, for-
stöðuþroskaþjálfi, Sigurður Axelsson, form. styrktarnefndar Setbergs, Guð-
mundur Ottó Þorsteinsson, Gunnar Örn Erlingsson og Dagbjörg Þorleifsdóttir,
heimilisfólk sambýlisins, Matthías G. Pétursson, Guðjón Smári og Hallmann Ósk-
arsson, Setbergsfélagar.
Gjöf til
sambýlis
CCU-samtökin kynna nýjan bækl-
ing CCu-samtökin Crohns og Colit-
is Ulcerosa, boða til fræðslufundar í
tilefni af útgáfu bæklings um
Crohns, svæðisgarnabólgu og Colit-
is Ulcerosa, sáraristilbólgu, í dag,
miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 20
á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni
38. Erindi fundarins verður:
Crohns- og Colitis-sjúkdómarnir al-
mennt. Nýjungar í rannsóknum.
Fyrirlesari verður Bjarni Þjóð-
leifsson meltingarsérfræðingur og
mun hann svara fyrirspurnum á eft-
ir.
Colitis Ulcerosa eða sáraristilbólga
er bólgusjúkdómur í slímhúð ristils.
Sjúkdómurinn takmarkast við rist-
ilinn. Crohns eða svæðisgarnabólga
er venjulega í neðsta hluta smág-
irnis en getur þó verið hvar sem er í
meltingarvegi þ.e. frá munni til
endaþarms.
Bæklingurinn inniheldur lýsingu al-
mennt um bólgusjúkdóma í melting-
arvegi, einnig nánar um báða þessa
sjúkdóma og síðan um einkenni og
meðferð við þessum sjúkdómum.
Bæklingnum er verið að dreifa á all-
ar sjúkrastofnanir, læknastofur og í
apótek í landinu og mun dreifingu
ljúka innan tveggja vikna.
Félag Vinstri grænna í Reykjavík
gengst fyrir opnum skemmti- og
baráttufundi í Tjarnarbíói í kvöld
27. nóvember kl. 20. Ávörp flytja
Steingrímur J. Sigfússon formaður
VG, Pétur Tyrfingsson sálfræð-
ingur og Bjarney Friðriksdóttir for-
stöðumaður Alþjóðahússins. Rithöf-
undarnir Andri Snær Magnason,
Auður Jónsdóttir, Björn Th.
Björnsson, Ragnhildur Richter og
Steinar Bragi lesa kafla úr verkum
sínum og baráttusveitin léttleik-
andi, Fimmta herdeildin, flytur tón-
list.
Stuðningshópur kvenna sem
fengið hafa krabbamein í eggja-
stokka halda rabbfund í húsi
Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð
8 í Reykjavík, í dag, miðvikudaginn
27. nóvember, kl. 17. Halla Þor-
valdsdóttir sálfræðingur og Nanna
Sigurðardóttir félagsráðgjafi koma
á fundinn og kynna humyndir sínar
um þjónustu á vegum Krabba-
meinsfélagsins við krabbameins-
sjúklinga og stuðningshópa félags-
ins.
Í DAG Á MORGUN
Fræðsludagur á vegum Park-
insonteymisins á Reykjalundi verð-
ur haldinn fimmtudaginn 28. nóv-
ember kl. 9–15 á göngudeild
Reykjalundar. Fundurinn er fyrir
fólk sem nýlega hefur verið greint
með Parkinson-veiki og aðstand-
endur þess. Markmið fræðsludagsins
er að upplýsa þátttakendur um sjúk-
dóminn og meðferðarmöguleika.
Áhersla er lögð á virkni einstaklings-
ins í meðferð og ábyrgð á eigin heilsu.
Parkinson-samtökin kynna starfsemi
sína og boðið verður upp á stutt viðtöl
við fagfólk í Parkinson-teymi. Þátt-
tökugjald er kr. 1.200, matur og kaffi
innifalið.
Fræðslufundur Fuglavernd-
arfélagsins á þessum vetri verður
haldinn fimmtudaginn 28. nóvember
kl. 20.30, í stofu 101 í Lögbergi, húsi
lagadeildar Háskólans. Arnþór Garð-
arsson prófessor heldur erindi sem
hann nefnir brimdúfur. Brimdúfa er
annað heiti straumandar. Um þessar
mundir er að ljúka könnun á fjölda og
útbreiðslu straumandar kringum
landið og verður sagt frá niðurstöð-
unum á fundi Fuglaverndarfélagsins,
auk þess sem straumöndin, ætt henn-
ar og umhverfi verður kynnt í máli og
myndum.
Ættfræðifélagið heldur félagsfund
fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20.30
í húsi Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi
162, 3. h. Guðfinna Ragnarsdóttir
menntaskólakennari flytur erindi um
Ættfræðinnar ýmsu hliðar. Erindinu
fylgir lítil sýning: Leikur að ættfræði.
Kaffiveitingar, umræður. Húsið opn-
að kl. 20.
Vinafélag Blindrabókasafnsins
heldur sinn árlega jólafund fimmtu-
daginn 28. nóvember kl. 20 í
Blindrabókasafninu við Digranesveg
í Kópavogi. Guðjón Friðriksson sagn-
fræðingur les úr riti sínu um Jón Sig-
urðsson, Sigurbjörg Þrastardóttir
rithöfundur les úr skáldsögu sinni,
Sólarsögu, og Þórarinn Eldjárn, rit-
höfundur les úr smásagnasafni sínu
Eins og vax. Kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum stendur fyrir
málþingi fimmtudaginn 28. nóvember
kl. 11.30–14.30 í Norræna húsinu, um
Hugbúnaðarþýðingar á Íslandi. Fyr-
irlesarar verða: Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrv. forseti Íslands,
Björn Bjarnason, alþingismaður og
fyrrum menntamálaráðherra, Peter
Weiss, deildarstjóri Tungumála-
miðstöðvar HÍ, Pálmi Hinriksson,
framkvæmdastjóri Skýrr, og Anna
Sigríður Gunnarsdóttir, verk-
efnastjóri Skýrr.
Morgunverðarfundir um vís-
indagarða og frumkvöðlasetur verða
haldnir fimmtudaginn 28. nóvember
á Radisson SAS Hótel Sögu, og föstu-
daginn 29. nóvember á Hótel KEA,
Akureyri. Aðalfyrirlesari er Olle
Stenberg, forseti Chalmers Inn-
ovation og formaður Samtaka
sænskra vísindagarða. Hann hefur
komið að uppbyggingu og skipulagn-
ingu fjölmargra vísindagarða. Víða í
Svíþjóð hafa vísindagarðar og frum-
kvöðlasetur verið notuð sem tæki í
svæðisbundinni atvinnuþróun og hef-
ur Olle Stenberg tekið virkan þátt í
því. Olle Stenberg er þátttakandi í
fjölda verkefna á sviði nýsköpunar til
stuðnings sprotafyrirtækjum.
Heiti Potturinn
Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G
og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
11. flokkur, 26. nóvember 2002
Einfaldur kr. 5.159.000.- Tromp kr. 25.795.000.-
43068B kr. 25.795.000,-
43068E kr. 5.159.000,-
43068F kr. 5.159.000,-
43068G kr. 5.159.000,-
43068H kr. 5.159.000,-
Fyrir jólin bjóðum við upp á glæsilegt
mini-hlaðborð
Rjómalöguð súpa með nýbökuðu brauði, hangikjöt,
ávaxtafyllt lambalæri, hamborgarhryggur, kalkúnn, villipate,
hreindýrapate, kartöflusalat, hrásalat, rauðkál, grænar baunir,
4 tegundir af síld, sjávarrétta- gratín, sykurbrúnaðar kartöflur,
fiskipate, tartarsósa, rauðvínssósa, sveppasósa
og ýmislegt fleira sem og eftirréttir.
Jólahlaðborð á aðeins
2.100 kr.
(Munið að panta strax)
Pantanasími 568 0098
eða hjá Siggu í síma 699 1070
Fimmtudaga, föstudaga
og laugardaga frá og með
28. nóvember
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Þú færð jólagjafirnar
fyrir starfsfólkið hjá okkur
Jólagjafir
starfsfólksins
WWW.EIGNAVAL.IS
Landspildur til sölu
úr landi Svínhaga í Rangárþingi
Um er að ræða eina ca 20 ha spildu,
ca 130 ha spildu og ca 150 ha spildu
á mjög fallegum stöðum rétt við
Rangá. Landið er sumt gróið en
annað sendið. Fallegt umhverfi og
glæsilegt útivistasvæði.
Nánari uppl. fást hjá Eignaval og Gretti s. 898 8300.
Tölvupóstur grettir@vortex.is og oskar@eignaval.is.