Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MIKILL áhugi er fyrir tónleikum Nicks Caves, Sigur Rósar og Coldplay sem allir fara fram í Reykjavík í des- ember. Nú eru rétt tæplega 8.000 mið- ar seldir á tónleika þeirra samanlagt og ef uppselt verður á þá alla, sem fast- lega er gert ráð fyrir, verða tæplega 10 þúsund miðar seldir. Í gær varð uppselt á innan við klukkutíma á seinni tónleika Nicks Caves en samanlagt munu 2.000 manns sækja tónleikana á Broadway 9. og 10. desember. Yfir 4.500 miðar hafa selst á tónleika Coldplay og Ash í Laugardals- höllinni 19. desember sem þýðir að rétt innan við 1.000 miðar eru eftir, þremur vikum fyrir tónleika. Miðasala á tvenna tónleika Sigur Rósar, sem verða í Háskólabíói 12. og 13. desem- ber, hófst á mánudaginn og seldust 1.200 miðar fyrstu tvo dagana en 1.900 miðar eru í boði. Morgunblaðið/Júlíus Sumir biðu í þrjá tíma í röð í gærmorg- un eftir miðum á tónleika Nicks Caves. 8.000 manns á stórtónleika í desember  8.000 á/48 Í GRUNNSKÓLA Mjóafjarðar eru einungis fjórir nemendur í 1. til 8. bekk og mun skólinn vera sá fá- mennasti á landinu. Ekki búa heldur margir í Mjóafirði, eða um 30 manns, en byggðin er talsvert dreifð, jafnvel svo dreifð að það er of tímafrekt fyr- ir tvíburana Jónu Rán og Ólöfu Rún Sigurjónsdætur að fara heim úr skólanum í hádegishléinu. Þær eru 13 ára og jafnframt elstu nemend- urnir í skólanum. Skólafélagar þeirra eru Egill Jóhannsson, 12 ára, og Róshildur Ingólfsdóttir, sex ára. Kennari þeirra er Margrét Sigfús- dóttir og kennir allar námsgrein- arnar. „Þau sem eru í efri bekkj- unum mæta kl. 8.10 og þá kenni ég námsgreinar sem þarfnast meira næðis, s.s. erlendu tungumálin,“ seg- ir Margrét. „Eftir fyrstu tvær kennslustundirnar kemur 1. bekk- ingurinn okkar og við erum í tímum til kl. 12 en þá er hádegishlé í 30 mínútur. Síðan höldum við áfram í tvær til þrjár kennslustundir en er- um aldrei lengur en til 14.40.“ Skólinn tekur þátt í sameig- inlegum viðburðum með öðrum skól- um í nágrenninu og í talsverðri sam- vinnu við Egilsstaðaskóla. Skólinn er einnig í samfloti með nemendum úr Borgarfirði eystra í sundkennslu í Hallormsstaðaskóla. Nemendurnir hennar fjórir eru með framtíð sína á hreinu og vís- indastörf virðast heilla. Þannig ætl- ar Egill að leggja líffræðina fyrir sig en þess má geta að hann var um tíma eini nemandi skólans hér á árum áð- ur. „Það var svolítið erfitt þegar kom að hópverkefnum,“ segir hann og kímir. Ólöf Rún og Jóna Rán ætla í læknisfræði báðar tvær, nánar til- tekið ætlar Jóna Rán að verða dýra- læknir. Landbúnaðarstörf eiga hug Róshildar, sem er staðráðin í að verða bóndakona. Hún á hundana Trygg og Snata og heldur upp á ketti og kindur. Margrét kennari sést hér ásamt nemendum sínum, Róshildi, Ólöfu Rún, Jónu Rán og Agli. Morgunblaðið/RAX Þrjú í vísindi og ein í búskap Með framtíðina á hreinu í grunnskólanum í Mjóafirði þótt fá séu VERIÐ er að und- irbúa gerð kvik- myndar um Stein Steinarr skáld. Jón Óttar Ragn- arsson og fyrir- tæki hans í Los Angeles standa að gerð myndarinn- ar. „Steinn hefur alltaf staðið mér nærri,“ segir Jón Óttar, „og eftir því sem ég hef búið lengur erlendis hef ég gert mér grein fyrir því að hann er maðurinn sem best hefur skilgreint hugmyndafræði Íslend- inga fyrir framtíðina.“ Liður í að kynna verkefnið er gerð sjónvarpsmyndar um Stein, sem unnin er í samvinnu við Skjá einn sem sýnir hana annan í jólum. Kvikmynd gerð um Stein Steinarr Jón Óttar Ragnarsson  Þetta er/22 LOFTFERÐASAMNINGUR milli Íslands og Kína var áritaður í Pek- ing í gær við lok samningavið- ræðna íslenskra og kínverskra embættismanna. Felur hann m.a. í sér réttindi til handa íslenskum flugfélögum til flugs til Kína með farþega og vörur. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega á næsta ári en hann er af- rakstur af tíu daga för sendinefnd- ar sem skipuð er embættismönnum frá utanríkisráðuneytinu, sam- gönguráðuneytinu og Flugmála- stjórn, ásamt fulltrúum Atlanta, Flugleiða, Íslandsflugs og Bláfugls. Að sögn Sverris Hauks Gunn- laugssonar, formanns íslensku sendinefndarinnar, var einnig árit- aður loftferðasamningur við Suður- Kóreu á mánudaginn en hann gangi þó skemur en samningurinn við Kína og semja þurfi um frekari útfærslu. Áhugavert verði að gaumgæfa betur í framhaldinu hvaða möguleikar opnist í framtíð- arsamskiptum Íslendinga og Asíu- ríkjanna í heild. „Segja má að þetta opni nýjar víddir í samskiptum við þessar þjóðir.“ Erling Aspelund, upplýsinga- fulltrúi Atlanta, segist fagna þessu framtaki. Löngu tímabært væri að eitthvað gerðist í þessum málum, frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hafi aðeins verið gerðir tólf milli- ríkjasamningar um flugmál. Erling segir að þessi samningur geti hugsanlega opnað ný viðskipta- tækifæri fyrir Atlanta. „Boeing er með miklar viðhaldsstöðvar í Kína og við gætum tekið með farma þangað um leið og vélar færu í skoðun. Þetta eru því mjög góðar fréttir.“ Í utanríkisráðuneytinu er gert ráð fyrir að loftferðasamningar við Singapúr, Hong Kong og Macau verði undirritaðir á fyrri hluta næsta árs. Viðræður við Japani eru skemmra á veg komnar en stjórn- völd þar hafa þó gefið vonir um að íslensk flugfélög fái að stunda leiguflug til Japans á næsta ári. Íslensk flugfélög geta flutt vörur og farþega til Kína Loftferðasamningar í Asíu sagðir opna nýjar víddir í samskiptum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.