Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er bara skítur á priki, Geir minn, ég bauð ekkert upp á jeppa, bensínkort, gróðursetn- ingu trjáa eða lagningu ljósleiðara í sumarbústaði. Fyrirlestur um þróun vinnuumhverfis Fræðileg úttekt í nýju umhverfi SÖLVÍNA Konráðs,doktor í ráðgefandisálfræði, var ný- lega á alþjóðlegri ráð- stefnu í Kanada þar sem hún flutti erindi og hélt utan um störf samstarfs- hóps. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita meira um þessar athafnir Sölv- ínu og spurði hana út í þær. Svörin hennar koma hér á eftir. – Hvar var þessi ráð- stefna, á hvers vegum og hvenær var hún? „Ráðstefnan var haldin á vegum Unevoc-Canada og CVA-Canada dagana 17.–19. október sl. í Winnipeg í Manitoba.“ – Hver var yfirskrift hennar og hvert var til- efnið? „Yfirskriftin á ensku, „Int- ernational Conference on Technical and Vocational Education and Training,“ út- leggst sem „Þróun vinnufærni og starfstækni innan hins nýja hagkerfis. Tilefnið er og var sú þróun sem verið hefur á vinnu- markaðnum síðastliðin 15 ár eða svo og þær breytingar sem sú þróun hefur haft á allt fé- lagskerfið og fjölskyldulíf.“ – Hvað bjó að baki yfirskrift- inni og hver var aðdragandinn? „Fyrst og fremst var það að nýja tæknin, hátæknin, og nýja hagkerfið hefur haft í för með sér fjölþættari og öðruvísi breytingar á vinnuumhverfinu og sambandi manns og starfs en sálfræði starfs og náms hafði mögulega getað séð fyrir og þar af leiðandi verið andvaralaust gagnvart. Loforð nýja hagkerf- isins hafa heldur ekki staðist sem skyldi. Í dag þykir okkur sem að sálfræði starfs vinnum að nú séum við í þeirri stöðu að þurfa að endurskoða ýmislegt í vinnubrögðum okkar og að hinar allra ágætustu kenningar sem við höfum stuðst við þurfi end- urskoðunar við.“ – Um hvað fjallaði fyrirlestur þinn? „Ég hélt fyrirlestur og stýrði einnig samstarfshópi. Fyrirlest- urinn bar heitið „Work and Spirit in the World of Work wit- hin the New Economy: Looking for new paths.“ Samstarfshóp- urinn fjallaði hins vegar um hið óbrúanlega bil á milli feminískra kenninga og hugmyndafræði hins nýja hagkerfis.“ – Á hverju byggðist fyrirlest- urinn? „Fyrirlesturinn byggðist á því að gera fræðilega úttekt á sam- bandi manns og starfs með það að markmiði að greina hversu vel viðurkenndar kenningar í sálfræði starfs væru í stakk bún- ar að skýra það samband innan hins nýja hagkerfis. Niðurstaðan var sú að við þyrftum að skoða aðrar breytur en hingað til og leita að nýjum kenni- dæmum (paradigm) til leiðsagnar við kenn- ingasmíð. Niðurstaðan í um- ræðunni í vinnuhópn- um var sú að nýja hagkerfið væri konum ekki til hagsbóta í átt til jafnréttis, hvorki í hinum vestræna heimshluta né annars staðar. Og kerfi sem væri kon- um ekki hliðhollt væri ekki held- ur fjölskylduvænt.“ – Hvernig var framlagi þínu tekið? „Framlagi mínu var vel tekið og spunnust um hvort tveggja heitar umræður sem gaman var að og í framhaldi af því hafa þátttakendur frá hinum ýmsu löndum verið í netsambandi sín á milli og ýmsar forvitnilegar spurningar hafa vaknað.“ – Hvernig miðar annars í þró- un vinnuumhverfis? „Samband manns og starfs og vinnuumhverfið sem slíkt hefur mikið til setið á hakanum í um 15 ár. Umræðan um hátækni og yfirburðastarfskrafta hefur ver- ið fyrirferðarmikil og á kostnað umræðu um heildina. Umræðan um líðan fólks á vinnustöðum hefur einkennst af hálfinnantómri síbylju í kringum ákveðin hugtök en heildarsýn hefur týnst einhvers staðar á leiðinni. Þá eru nú að koma inn ýmsir nýir þættir, s.s. hnattvæð- ing sem mun með tíð og tíma leiða til þess að heiminum verð- ur skipt í starfssvæði út frá launakostnaði og framleiðslu- kostnaði á hverjum stað og blönduðum og fjölþættum hag- kerfum mun fækka eða þau hverfa. Þetta leiðir til þess að í háþróuðustu hagkerfunum sem byggjast nær einvörðungu á fjármagnsflutningi og hátækni munu lífskjör minnihlutahópa og þeirra sem litla menntun hafa, skerðast enn frekar en nú er.“ – Hvað er til ráða og hvað gerist næst? „Sú þróun sem við sjáum í Bandaríkjunum og Kanada er að verða hér á landi, við erum bara aðeins seinni til. En Íslendingar eru afar nýjungagjarnir, en ekki eins varkárir og fyr- irhyggjusamir. At- vinnusaga okkar ein- kennist af ævintýramennsku og það hefur skaðað vinnuumhverfi og viðhorf fólks til vinnu. Ísland er viðkvæmt hagkerfi og tiltölulega einhæft og við höfum ekki efni á ein- hvers konar happdrættishugun- arhætti. Allir aðilar sem koma að námi og starfsþjálfun og líðan fólks í vinnuumhverfinu og þró- un vinnuumhverfis þurfa að vera í mun nánara sambandi en tíðk- ast í dag.“ Sölvína Konráðs  Sölvína Konráðs er fædd á Hornafirði 1948. Hún lauk dokt- orsprófi í ráðgefandi sálfræði frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1987. Hefur unnið við kennslu, ráðgjöf og rannsóknir heima og erlendis all- ar götur síðan. Sölvína er gift Garðari Garðarssyni hrl. og eiga þau tvær dætur, Ástu Hrafnhildi og Rögnu Benediktu og tvo dótt- ursyni. Við erum bara aðeins seinni til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.