Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er bara skítur á priki, Geir minn, ég bauð ekkert upp á jeppa, bensínkort, gróðursetn- ingu trjáa eða lagningu ljósleiðara í sumarbústaði. Fyrirlestur um þróun vinnuumhverfis Fræðileg úttekt í nýju umhverfi SÖLVÍNA Konráðs,doktor í ráðgefandisálfræði, var ný- lega á alþjóðlegri ráð- stefnu í Kanada þar sem hún flutti erindi og hélt utan um störf samstarfs- hóps. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita meira um þessar athafnir Sölv- ínu og spurði hana út í þær. Svörin hennar koma hér á eftir. – Hvar var þessi ráð- stefna, á hvers vegum og hvenær var hún? „Ráðstefnan var haldin á vegum Unevoc-Canada og CVA-Canada dagana 17.–19. október sl. í Winnipeg í Manitoba.“ – Hver var yfirskrift hennar og hvert var til- efnið? „Yfirskriftin á ensku, „Int- ernational Conference on Technical and Vocational Education and Training,“ út- leggst sem „Þróun vinnufærni og starfstækni innan hins nýja hagkerfis. Tilefnið er og var sú þróun sem verið hefur á vinnu- markaðnum síðastliðin 15 ár eða svo og þær breytingar sem sú þróun hefur haft á allt fé- lagskerfið og fjölskyldulíf.“ – Hvað bjó að baki yfirskrift- inni og hver var aðdragandinn? „Fyrst og fremst var það að nýja tæknin, hátæknin, og nýja hagkerfið hefur haft í för með sér fjölþættari og öðruvísi breytingar á vinnuumhverfinu og sambandi manns og starfs en sálfræði starfs og náms hafði mögulega getað séð fyrir og þar af leiðandi verið andvaralaust gagnvart. Loforð nýja hagkerf- isins hafa heldur ekki staðist sem skyldi. Í dag þykir okkur sem að sálfræði starfs vinnum að nú séum við í þeirri stöðu að þurfa að endurskoða ýmislegt í vinnubrögðum okkar og að hinar allra ágætustu kenningar sem við höfum stuðst við þurfi end- urskoðunar við.“ – Um hvað fjallaði fyrirlestur þinn? „Ég hélt fyrirlestur og stýrði einnig samstarfshópi. Fyrirlest- urinn bar heitið „Work and Spirit in the World of Work wit- hin the New Economy: Looking for new paths.“ Samstarfshóp- urinn fjallaði hins vegar um hið óbrúanlega bil á milli feminískra kenninga og hugmyndafræði hins nýja hagkerfis.“ – Á hverju byggðist fyrirlest- urinn? „Fyrirlesturinn byggðist á því að gera fræðilega úttekt á sam- bandi manns og starfs með það að markmiði að greina hversu vel viðurkenndar kenningar í sálfræði starfs væru í stakk bún- ar að skýra það samband innan hins nýja hagkerfis. Niðurstaðan var sú að við þyrftum að skoða aðrar breytur en hingað til og leita að nýjum kenni- dæmum (paradigm) til leiðsagnar við kenn- ingasmíð. Niðurstaðan í um- ræðunni í vinnuhópn- um var sú að nýja hagkerfið væri konum ekki til hagsbóta í átt til jafnréttis, hvorki í hinum vestræna heimshluta né annars staðar. Og kerfi sem væri kon- um ekki hliðhollt væri ekki held- ur fjölskylduvænt.“ – Hvernig var framlagi þínu tekið? „Framlagi mínu var vel tekið og spunnust um hvort tveggja heitar umræður sem gaman var að og í framhaldi af því hafa þátttakendur frá hinum ýmsu löndum verið í netsambandi sín á milli og ýmsar forvitnilegar spurningar hafa vaknað.“ – Hvernig miðar annars í þró- un vinnuumhverfis? „Samband manns og starfs og vinnuumhverfið sem slíkt hefur mikið til setið á hakanum í um 15 ár. Umræðan um hátækni og yfirburðastarfskrafta hefur ver- ið fyrirferðarmikil og á kostnað umræðu um heildina. Umræðan um líðan fólks á vinnustöðum hefur einkennst af hálfinnantómri síbylju í kringum ákveðin hugtök en heildarsýn hefur týnst einhvers staðar á leiðinni. Þá eru nú að koma inn ýmsir nýir þættir, s.s. hnattvæð- ing sem mun með tíð og tíma leiða til þess að heiminum verð- ur skipt í starfssvæði út frá launakostnaði og framleiðslu- kostnaði á hverjum stað og blönduðum og fjölþættum hag- kerfum mun fækka eða þau hverfa. Þetta leiðir til þess að í háþróuðustu hagkerfunum sem byggjast nær einvörðungu á fjármagnsflutningi og hátækni munu lífskjör minnihlutahópa og þeirra sem litla menntun hafa, skerðast enn frekar en nú er.“ – Hvað er til ráða og hvað gerist næst? „Sú þróun sem við sjáum í Bandaríkjunum og Kanada er að verða hér á landi, við erum bara aðeins seinni til. En Íslendingar eru afar nýjungagjarnir, en ekki eins varkárir og fyr- irhyggjusamir. At- vinnusaga okkar ein- kennist af ævintýramennsku og það hefur skaðað vinnuumhverfi og viðhorf fólks til vinnu. Ísland er viðkvæmt hagkerfi og tiltölulega einhæft og við höfum ekki efni á ein- hvers konar happdrættishugun- arhætti. Allir aðilar sem koma að námi og starfsþjálfun og líðan fólks í vinnuumhverfinu og þró- un vinnuumhverfis þurfa að vera í mun nánara sambandi en tíðk- ast í dag.“ Sölvína Konráðs  Sölvína Konráðs er fædd á Hornafirði 1948. Hún lauk dokt- orsprófi í ráðgefandi sálfræði frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1987. Hefur unnið við kennslu, ráðgjöf og rannsóknir heima og erlendis all- ar götur síðan. Sölvína er gift Garðari Garðarssyni hrl. og eiga þau tvær dætur, Ástu Hrafnhildi og Rögnu Benediktu og tvo dótt- ursyni. Við erum bara aðeins seinni til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.