Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 19 FRANZ Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB), beindi í gær eindregnum viðvörunar- orðum til ríkisstjórna aðildarríkj- anna um að fara að ráð- um vísinda- manna og ákveða að draga úr veiðum úr nokkrum helztu matfiskstofn- um Norðursjávar um allt að 80% í því skyni að hindra að stofnarnir hrynji endanlega. Sjávarútvegsráðherrar sam- bandsins, einkum Bretlands, Spánar og Danmerkur, sæta miklum þrýstingi af hálfu út- vegsins í þessum löndum að sjá til þess að niðurskurðurinn á veiðikvóta á þorski, ýsu og öðr- um stofnum verði ekki eins mikill og fiskifræðingar ESB og Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins hafa mælzt til. Skæruliði dæmdur Mannréttindadómstóll Indó- nesíu dæmdi í gær fyrrverandi leiðtoga skæruliða á Austur- Tímor sem studdu indónesísk yfirráð þar, Eurico Guterres, í tíu ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni. Var hann sek- ur fundinn um að hafa borið ábyrgð á fjöldamorði á austur- tímorskum sjálfstæðissinnum á árinu 1999. Tamílar slá af kröfum VELUPILLAI Prabhakaran, leiðtogi Tamíla-tígranna svo- kölluðu, hreyfingar aðskilnað- arsinna tamíla á Sri-Lanka, lýsti því í fyrsta sinn yfir eigin munni í gær, að hreyfing hans væri reiðubúin að sættast á að tamílar fái sjálfstjórn innan Sri Lanka-ríkis, og falla þar með frá kröfunni um fullt sjálfstæði sem hún hefur barizt fyrir síð- astliðna tvo áratugi. Prabhak- aran lét þessi ummæli falla í út- varpsávarpi. En hann varaði einnig við því að tamílar tækju aftur upp vopnaða baráttu fyrir eigin ríki ef pólitísk lausn, sem Norðmenn hafa haft milligöngu um að koma á, skyldi fara út um þúfur. Yfir 60.000 manns hafa fallið í borgarastríðinu á eynni. Viðurkennir al-Qaeda- tengsl MEINTUR aðalskipuleggjandi sprengjutilræðisins á Balí, sem varð hátt í 200 manns að bana 12. október sl., hefur við yfir- heyrslur viðurkennt að þekkja mann nefndan Hambali, sem grunaður er um að vera einn helzti stjórnandi al-Qaeda- hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens. Da’i Bachtiar, yf- irmaður indónesísku lögregl- unnar, greindi frá því í gær að Imam Samudra, sem var hand- tekinn í síðustu viku, hefði áður neitað því að þekkja Hambali, en hefði nú gengizt við því. STUTT Kallað á 80% nið- urskurð Franz Fischler ÍTALSKI kvensjúkdómalæknirinn Severino Antinori segir að kona, sem ber einræktað barn undir belti, ætti að verða léttari í byrjun janúar. Tjáði Antinori fréttamönn- um að konan væri komin 33 vikur á leið og fóstrið, sem væri karl- kyns, væri 2,7 kg og fullkomlega heilbrigt. Drengurinn ætti „meira en 90 prósent möguleika“ á að komast í heiminn. Antinori staðfesti ennfremur að tvær aðrar konur bæru einræktuð fóstur undir belti, önnur komin á 28. viku, hin 27. Hann vildi ekki segja í hvaða löndum þessar konur ættu heima, en sagði allar kon- urnar þrjár vera „í sama heims- hluta“. Antinori tilkynnti fyrst um þunganirnar í apríl sl., en í janúar í fyrra greindu hann og hópur um 20 sérfræðinga, þ. á m. Banda- ríkjamaðurinn Panos Zavos, frá fyrirætlunum sínum um að ein- rækta manneskju í þeim tilgangi að hjálpa fólki, sem ekki gæti eign- ast börn með hefðbundnum hætti. Fullyrt að einræktað barn muni fæðast í janúar Róm. AFP. Reuters Ítalski læknirinn Severino Antinori. ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.