Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 33

Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 33
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 33 NÝTT athafnasvæði hestamanna sem gert var ráð fyrir samkvæmt aðalskipulagi Austur-Héraðs mun að öllum líkindum víkja að stórum hluta eða í heild, þar sem ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að skipulagi nýs íbúðarhverfis á svæð- inu. Hestamenn á Egilsstöðum eru margir uggandi vegna þessa, en staðið hefur til í nærfellt þrjátíu ár að finna hesthúsum og athafnasvæði þeirra nýjan stað. Hesthúsin standa nú á svokölluðum Truntubökkum á Egilsstöðum, milli íbúðarbyggðar og Eyvindarár, en á þeim skika er einn- ig gert ráð fyrir nýrri íbúðarbyggð í skipulagi. Ármann Magnússon var í forsvari fyrir hóp hestamanna sem gerði til- lögur að skipulagi svæðisins í Sel- brekku. Þær tillögur gengu með breytingum inn í aðalskipulag, en málið er nú í uppnámi. Hann segir hesthúsin á Truntubökkum hafa ver- ið byggð um 1970. „Umræðan um staðsetningu þeirra er búin að vera ægileg þrautasaga og hefur staðið í tæp þrjátíu ár,“ segir Ármann. „Nefndir á vegum sveitarfélagsins hafa gegnum tíðina skoðað ýmsa möguleika og leitað hófanna hjá landeigendum. Í það minnsta átta staðsetningar hafa komið til álita en það var fyrir tveimur árum að byrj- að var af alvöru að ræða um Sel- brekku og svæði ofan hennar við Hálslæk. Í skipulagsferlinu var landið kannað og þóttust menn sjá að þarna væri nægt pláss fyrir 160 til 200 hesta.“ Mætti halda að hestamennskan væri illa séð „Hestamenn skiluðu inn tillögu að því hvernig þeir myndu vilja hafa þetta,“ segir Ármann. „Það gekk ekki nákvæmlega inn í endanlega skipulagstillögu en við vorum þokka- lega sáttir. Við vorum að velta fyrir okkur byggingu reiðhallar uppi við Selið, léttum æfingavelli norðan við það og hesthúsasvæði við Hálslæk. Þetta gekk í gegnum allan skipu- lagsferilinn og málið virtist vera í höfn. Strax eftir að ný bæjarstjórn tók við kom á daginn að allt var aftur í upplausn. Rök bæjarstjórnar voru þau að vegna nýrrar íbúðarbyggðar og of mikillar nálægðar við útivist- arsvæði bæjarbúa yrði að setja at- hafnasvæði hestamanna annað.“ Ármann segir að á fundi sem hald- inn var nýlega með fulltrúum bæj- arstjórnar og hestamönnum hafi sú ástæða verið gefin að svæðið við Sel- ið væri betur fallið til íbúðarbyggðar heldur en menn hefðu haldið. Að hestamönnum forspurðum hafi nú verið hafnar viðræður milli bæjaryf- irvalda og landeigenda á Kolstöðum við Egilsstaði. „Hjá mér er í það minnsta komið að þeim tímapunkti að ég bara hætti afskiptum af hesta- mennsku hér ef snúa á þessu einu sinni enn við eftir alla þessa vinnu,“ segir Ármann. Háir hestamennskunni Gunnar Jónsson, formaður Hesta- mannafélagsins Freyfaxa, segir þetta ófremdarástand. „Það er hvergi hægt að koma þessum ágætu mönnum fyrir og þetta háir hesta- mennsku hér,“ segir Gunnar. „Það er eins og hún sé bara illa séð og að það land sem sett er undir hesthúsa- byggð sé mönnum glatað. Við skul- um ekki gera lítið úr því hvað hesta- mennska getur verið mikið for- varnarstarf fyrir t.d. unglinga, því þeir sem eru á kafi í hestum eru ekki í einhverju rugli á meðan. Það er sveitarfélaginu til vansa að ekki skuli vera búið að útvega svæði fyrir löngu síðan, þannig að hægt sé að byggja upp nútímahesthús með góðri og snyrtilegri aðstöðu. Sú að- staða sem hestamenn hafa í dag er alls ekki til fyrirmyndar, m.a. vegna þess að hún er öll til bráðabirgða. Þetta er ekki málefni Freyfaxa og ég ætla ekki að blanda mér inn í deil- ur um staðsetningu. Hins vegar er það skýlaust að sveitarfélaginu ber að sinna þessu og það fyrr en seinna.“ Eiríkur B. Björgvinsson, bæjar- stjóri Austur-Héraðs, segir að það séu einkum tvö íbúðarbyggðarsvæði sem nú sé lögð áhersla á innan þétt- býlisins á Egilsstöðum. Það séu svæðin á Truntubökkum og í Sel- brekku. Því þurfi að finna aðra lausn fyrir hestamenn. „Þó er alls ekki bú- ið að útiloka neitt ennþá. Í mörgum sveitarfélögum er hesthúsabyggð mjög nálægt íbúðarbyggð, það er bara spurning um hvernig slíkt er skipulagt. Verið er að skoða aðra möguleika í stöðunni, einkum svæði sem er hér enn sunnar við bæinn, uppi hjá Kolstaðagerði. Ákveðinn hópur hestamanna vill fara þangað en aðrir vilja vera hér upp frá og spurningin er bara hvað hentar bet- ur þegar öll kurl koma til grafar.“ Hestamenn á Egilsstöðum orðnir langþreyttir á þrjátíu ára bráðabirgðalausnum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hesthúsin á Truntubökkum á Egilsstöðum. Búið er að skipuleggja íbúðarbyggð þar sem þau eru. Truntubakkar teknir undir íbúðarbyggð Egilsstaðir ÞAÐ hefur lítið gerst á miðbæj- arreit Akurnesinga sem skipulagð- ur var fyrir um tveimur áratugum og aðeins matvöruverslunin Skaga- ver hefur prýtt nýja miðbæjarreit- inn á þessum tíma. Nú hillir hins vegar undir það að fleiri verslanir og þjónustuaðilar flytjist á svæðið því verktakafyrirtækið Gnógur ehf., hefur hug á því að byggja á öllum lóðunum sem í boði eru. Bæjarráð Akraness samþykkti að úthluta lóðum á miðbæjarreit til Gnógs efh. í samræmi við umsókn fyrirtækisins, en um er að ræða samtals 15 lóðir á svæði sem í dag- legu tali bæjarbúa er kallað „Skagaverstúnið“. Sveinbjörn Sig- urðsson ehf., sótti einnig um sömu lóðir en fékk ekki. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Miðbæjar- reitur vakn- ar af dvala Akranes FYRSTA skóflustungan að nýrri Þjórsárbrú var tekin laugardaginn 16. nóvember af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og markar upphaf framkvæmda við sjálfa brúna. Það er vélsmiðjan Normi í Vog- um á Vatnsleysuströnd sem smíðar brúna og er gert ráð fyrir að hún kosti 320 milljónir króna en þá er vegalagning að brúnni ekki innifal- in. Brúarboginn undir brúnni sem liggur milli bakka verður 78 metra langur með 15 metra rishæð. Um 100 metrar af mannvirkinu verða á föstu landi. Gert er ráð fyrir jarð- skjálftalegum undir brúnni til að verja hana komi til hamfara á borð við jarðskjálfta. Framkvæmdir hófust fyrir nokkru við vegarlagningu að brúnni. Bygging nýrrar Þjórsárbrúar hafin Selfoss Á DÖGUNUM var stofnað á Húsavík nýtt félag undir heitinu Markaðsráð Húsa- víkur og nágrennis (Mark- Hús). Meginmarkmið fé- lagsins er „að gera Húsavík og nágrenni eftir- sóknarverðan valkost í at- vinnu- og byggðarlegu til- liti“. Upphaf þessa máls má rekja til frumkvæðis Ferðamálafélags Húsavík- ur að athuga með að leggja niður félagið í núverandi mynd og efna um leið til víðtækari samstöðu undir nýjum merkjum. Atvinnuþró- unarfélag Þingeyinga var fengið til að skoða hugmyndina og í framhaldi af því var ákveðið að kanna þetta betur og undirbúa stofnun markaðs- ráðsins. Gunnar Jóhannesson var fenginn til að sinna þessu starfi sem verkefnisstjóri. Um tilgang svona félags segir Gunnar að þetta sé eins og hvert annað verkefni þar sem aðilar setja sér ákveðin markmið í upphafi. Í þessu tilfelli fólst það m.a. í undir- búningi á stofnun félagsins því vilji var til þess að láta reyna á hvort ekki væri hægt að búa til eins konar sam- nefnara fyrirtækja, stofnana og fé- lagasamtaka á Húsavík og nágrenni í markaðs- og kynningarmálum. Að gera enn betur en hingað til. „Það má kannski orða þetta þann- ig að megintilgangur með þessu verkefni er að hagnýta með mark- vissari og betri hætti en nú þau tæki- færi sem felast hér á svæðinu, til uppbyggingar og eflingar á byggð og samfélagi. Nefnum sem dæmi þrjá þætti. Með MarkHús er m.a. verið að samhæfa og treysta starf sem stund- um er unnið af nokkrum aðilum í hjá- verkum sem mun án efa skila sér í betri árangri. Í öðru lagi er verið að stuðla að eigin drifkrafti og fram- kvæmd aðila hér á svæðinu sem grundvallast af skýrum markmiðum og framtíðarsýn hóps fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á tiltölulega afmörkuðu svæði. Í þriðja lagi má nefna að með sameiginlegu átaki gefast ýmis tækifæri til að nýta bet- ur það takmarkaða fjármagn sem er tiltækt í auglýsinga- og kynningar- mál. Sterk ferðaþjónusta Tæplega þrjátíu fyrirtæki og stofnanir voru komnir á stofnfélaga- lista MarkHús á stofnfundinum en ákveðið var jafnframt að halda stofn- skránni opinni fram að áramótum. Eðli málsins samkvæmt hefur nálg- un ferðaþjónustuaðila að verkefninu verið nokkuð áberandi, að sögn Gunnars. „Eins og allir vita hefur orðið mikil þróun á því sviði hér á Húsavík á undanförnum árum En við segjum að ferðaþjónustufyrir- tækin séu einungis mikilvægur hluti af enn mikilvægari heild, eins konar neti viðskipta- og þjónustuaðila. Hver hlekkur skiptir máli þegar upp er staðið og þessir tæplega þrjátíu aðilar sem nú eru með eru eiginlega þverskurður af húsvísku atvinnulífi, og við væntum þess að hópurinn stækki um helmin,“ sagði Gunnar. Markaðsráð Húsavíkur og ná- grennis stofnað Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frá stofnfundi Markaðsráðs Húsavíkur og ná- grennis, f.h. Friðrik Sigurðsson, Tryggvi Finnsson, Auður Gunnarsdóttir og Gunnar Jóhannesson, sem stendur við ræðupúltið. Húsavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.