Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 43

Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 43
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 43 LEIKFÉLAG Reykjavíkur og Ís- lenski dansflokkurinn efna til sam- keppni um frumsamið dansleikverk eða verk er flokkast gæti undir dans- leikhús. Hugtakið dansleikhús var fyrst notað í kringum 1920 af dans- höfundunum Kurt Jooss og Rudolf von Laban sem báðir voru braut- ryðjendur í hinni frjálsu nútíma- danslist sem fólk hefur fengið að kynnast á síðustu árum í sýningum Íslenska dansflokksins og annarra dansflokka. Þegar talað er um dans- leikhús (sem sumir kalla kóreógraf- ískt leikhús) er átt við dansaðan leik þar sem innihaldið er gjarnan frá- sögn eða saga. Sumir hafa skilgreint dansleikhús á þann veg að það sé að skapa myndir á leiksviði með hreyf- ingum, leiksviðslýsingu og tónlist. Einkum er óskað eftir að þeir sem hafa menntun og reynslu í leiklist, dansi, tónlist eða öðrum listgreinum sendi inn tillögur sínar. Óskað er eft- ir hugmyndum að 10–15 mínútna verki fyrir blandaðan hóp leikara og dansara. Ekki skal gera ráð fyrir stærri hóp en sex manns. Valin verða 4–6 verk til frekari æfinga og mun Leikfélag Reykjavíkur og Ís- lenski dansflokkurinn bjóða höfund- um aðstöðu í Borgarleikhúsinu í því skyni. Áætlaður æfingatími verður u.þ.b. 4 vikur í apríl/maí 2003. Verkin verða sýnd á sérstakri leiklistarhátíð í Borgarleikhúsinu í júní 2003 og verðlaun veitt þeim er skara framúr. Máttarstólpar og stuðningsaðilar keppninnar eru SPRON, Sjóvá/Al- mennar og Flugleiðir. Útfærð hugmynd ásamt upplýs- ingum um menntun og starfsferil skal send Borgarleikhúsinu Lista- braut 3, 103 Reykjavík, fyrir 30. jan- úar 2003 merktar Dansleikhús. Samkeppni um dans- leikverk „MINNI“ nefnist sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur sem nú stendur yfir á efri hæðinni í Gall- eríi Skugga. Titilinn má túlka sem „minningu“ „yrkisefni“ og/eða „mótíf“. Rósa útskrifaðist frá skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur verið nokkuð ið- in við sýningahald síðan. Hún átti fyrirtaks verk á samsýningu í Listasafni ASÍ í fyrra þar sem hún strengdi blúndur yfir stigann inn í sýningarsalinn svo þær litu út eins og kóngulóarvefir. Hún endurtók svo leikinn skömmu síðar undir stiganum í Galleríi i8, en bætti við „blacklight“-perum svo hvítar blúndurnar lýstu upp. Fyrir inn- setninguna í Galleríi Skugga hefur Rósa safnað smáum hlutum á ferð- um sínum um hálendið sem hún sýnir í löngu, mjóu neti sem hang- ir úr lofti sýningarrýmisins líkt og vefir með fangaða bráð. Rósa not- ar „blacklight“ perur svo hvítir þræðir pokanna lýsa í rýminu. Auk netpokanna sýnir hún ljúfa og ljóðræna texta á hvítum blöðum sem í „blacklight“-lýsingunni virð- ast svífa frá veggnum. Textarnir greina frá stöðum á hálendi Ís- lands og tengjast jafnframt hlut- unum. Eiginleikar sjálfra hlutanna virðast þó ekki skipta Rósu miklu máli og gerir hún jafnvel í því að fela þá. Efni og rýmiskennd virðist liggja listakonunni mest á hjarta enda hefur hún augljóslega næmt auga fyrir þeim atriðum. Sýningin er á heildina vel unnin og er jafn- framt fallegur óður til hálendisins. Í klefa og kjallara gallerísins sýnir Stella Sigurgeirsdóttir verk undir heitinu „Flugufótur“. Stella útskrifaðist úr grafíkdeild Listahá- skóla Íslands árið 2000. Eftir út- skrift hefur hún að mestu unnið bókverk. Á sýningunni í Skugga heldur listakonan á ný mið og skapar innsetningar í rýmin tvö í kjallaranum. Við stigann og á ganginum hefur hún komið fyrir skiltum sem sýna mynd af flugu. Fyrirmyndin vænti ég að séu skilti sem oft eru við hraðbrautir til að vara okkur við því að hreindýr eða elgur geti stokkið út á brautina. En auðvitað eru það flugurnar sem verða verst úti á hraðbrautunum. Í kjallaraganginum hangir fjöldi af plastflugum úr loftinu og frá hátal- ara heyrist hávært suð. Verkið býr yfir eins konar B-mynda stemn- ingu og er afar skoplegt á að líta. Í herberginu sýnir listakonan svo tvær bækur. Í annarri bókinni er plastfluga og í hinni, sem reyndar er tvær bækur í einni, eru hand- skrifuð orð. Bækurnar eru til sýnis á plexíglerstöplum sem eru upp- lýstir að innanverðu. Birtan tekur yfir rýmið og athyglin fer að mestu á stöplana líkt og hjá flug- um sem dragast að ljósi. Fyrir vik- ið verða sjálfar bækurnar að auka- atriði og er mér ekki ljóst hvers vegna svo íburðarmikil framsetn- ing, sem í sjálfu sér er ágætis rýmisverk, er notuð fyrir bækurn- ar og innihald þeirra. Skordýr í Skugga MYNDLIST Gallerí Skuggi Rósa Sigrún Jónsdóttir og Stella Sig- urgeirsdóttir. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13–17 nema mánudaga. Henni lýk- ur. 1. desember. RÝMISINNSETNINGAR Jón B.K. RansuVerk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur í Galleríi Skugga. www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Frábær 10 daga fer›. Gist er á Hotel Shandrani me› hálfu fæ›i og skí›apassinn er innifalinn. Flogi› er í beinu leiguflugi til Verona. *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 10 nætur me› hálfu fæ›i á Hotel Shandrani, lyftukort, akstur til og frá flugvelli erlendis. Fararstjóri er Örn Kjærnested. 15. janúar - Ein me› öllu Sí›ustu sætin í frábæra vikufer› á skí›i í Ítölsku ölpunum, Selva Val Gardena e›a Madonna di Campiglio. *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í viku, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 1. febrúar - Vikufer› Flug og bíll 1. febrúar í viku ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 95 12 11 /2 00 2 3. janúar - 12 dagar Sí›ustu sætin 45.980 kr.* Ver›: 112.480 kr.* á mann í tvíb‡li Ver› á mann 46.100 kr.* á mann, m.v. 4 í bíl 53.300 kr. á mann, m.v. 2 í bíl. Ver›dæmi: 83.880 kr.* á mann í tvíb‡li á Garni Miara. *Innifali›: Flug og flugvallarskattar. á skí›i í vetur Sértilbo› fyrir námsmenn 3. janúar til Ítalíu. Námsmenn athugi› 19.900 kr. Ver› á mann a›ra lei›ina (flug og flugvallarskattar). *Innifali›: Flug, flugvallarskattar og bílaleigubíll í viku. Ód‡r flugsæti til Verona. 10 dagar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.