Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 47 Meira á mbl.is/Aðsendar greinar Á netinu „Sex daga stríðið“ ÞAÐ gefur tilefni til umhugsunar að forseta löggjafarþings þjóðar- innar skuli þykja það sjálfsagt rétt- lætismál að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli hafa slíkt málfrelsi að honum sé heimilt að dreifa óhróðri um samborgara sína á opinberum vettvangi, og saka þá tilhæfulaust og án sannana um að hafa tekið þátt í lögbrotum til að sviðsetja fréttir. Ekki verður annað ráðið af greinarstúf sem Halldór Blöndal, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti í Morg- unblaðinu föstudaginn 22. nóvem- ber. Þar skrifar þingforsetinn að honum blöskri að Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hafi verið dæmdur fyrir meinyrði eftir að ráð- herrann ræddi «vafningalaust og ærlega um sjónvarpsmynd af brott- kasti frá dragnótabát» (tilvitnun úr grein Halldórs Blöndal). Forseti löggjafarvaldsins er sem sagt far- inn að þræta við dómstóla í landinu. Niðurstaða dómsins er skýr. Ráðherrann hafði ekki fullan rétt til að viðhafa þau ummæli sem hann hefur nú verið dæmdur fyrir. Tjáningarfrelsið hlýtur að hafa sín takmörk, þegar rætt er um aðr- ar persónur. Dómurinn yfir Árna Mathiesen varðar ekkert málfrelsi sjórnmálamanna. Ég er ansi hræddur um að það hefði ekki verið liðið ef ég hefði fullyrt að nafn- greindur íslenskur stjórnmálamað- ur léti stjórnast af annarlegum hvötum í starfi á erlendri grundu sem miðaðist að því að grafa undan starfi íslenskra stjórnvalda. Hvað þá ef ég hefði bætt um betur og sagst hafa vissu fyrir því að þessi stjórnmálamaður væri á kafi í ein- hverri ólöglegri spilllingu. Fyrir þessu hefði ég að eigin sögn áreið- anlegan heimildarmann, sem ég hefði reyndar ekki talað sjálfur við, en ég hefði séð þessar fullyrðingar hafðar eftir honum. Sjávarútvegsráðherra lagði mér í munn orð um að ég ætlaði að vinna gegn íslenskum stjórnvöldum er- lendis. Hér fylgir bein tilvitnun í orð ráðherrans í viðtali við sjón- varpsstöðina Fjölsýn í Vestmanna- eyjum 23. nóvember í fyrra: «Magnús Þór lýsti því hérna yfir að hann ætlaði sér sko að koma hérna höggi á fiskveiðistjórnunarkerfið erlendis og hérna, og … koma, hvernig hann nú orðaði það, að hérna skemma fyrir íslenskum stjórnvöldum og því sem íslensk stjórnvöld eru að reyna að gera í fiskveiðistjórnun á erlendri grundu». Þetta hef ég aldrei sagt. Ráðherrann fullyrti einnig að ég hefði með vitund og vilja tekið þátt í samsæri um sviðsetningu mynda, án þess þó að hafa neinar sannanir. Vissa hans fyrir þessu átti að byggjast á blaðaviðtölum við skip- stjóra bátsins sem þegar var orðinn margsaga í málinu. Árni Mathiesen tengdi mitt meinta samsæri dæm- um um tvær þekktar fréttafalsanir varðandi fíkniefni. Ummæli ráð- herra í þessu máli má finna á vef- síðu Frjálslynda flokksins (www.xf.is). Ég gat ekki setið undir þessu, enda er ég saklaus. Brottkast á fiski er talið alvarlegt brot á fisk- veiðistjórnunarlögunum. Refsi- ramminn er allt að sex ára fangelsi. Árni Mathiesen úthrópaði mig sem afbrotamann sem ekki einungis var að taka þátt í grófu fiskveiðibroti, heldur líka að falsa fréttir til að blekkja alla þjóðina. Ráðherranum var ítrekað boðið að biðjast afsök- unar á ummælum sínum og draga þau til baka. Hann taldi enga ástæðu til þess. Því var mér nauð- ugur einn kostur að stefna honum. Ég hef engan áhuga á því að vera stimplaður saklaus sem glæpamað- ur af ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Það er athyglisvert að lesa að hinum aldna blaðamanni og núver- andi forseta Alþingis blöskri að sjávarútvegsráðherra og flokks- bróðir hans skuli hljóta dóm fyrir að reyna með þessum hætti að eyðileggja feril og orðstír frétta- manns sem var ekki að gera neitt annað en að sinna skyldum sínum. Í þessu tilfelli að afla mynda sem sýna fólki eina af dekkstu hliðum við nýtinguna á sameiginlegri fisk- veiðiauðlind allrar þjóðarinnar. Halldór Blöndal telur augljós- lega að sá dómur sem kveðinn var upp fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir réttum mánuði sé ósanngjarn í meira lagi, og vitnar þar meðal annars til nýlegra dóma Hæsta- rétts í meinyrðamálum. Ég hygg þó að í þeim málum hafi hvergi verið gengið jafnlangt í ummælum og ásökunum, og sjávarútvegsráð- herra gerði í minn garð. Sá ráð- herra trúir víst enn að hvítt sé svart í þessu máli, án þess að hafa þó nokkru sinni reynt að leggja sig eftir því að heyra sannleikann í málinu. Ekki frekar en Halldór Blöndal. Báðir ættu að hætta að velta sér upp úr þessu máli sem hefur fengið allt of mikla athygli á kostnað hins raunverulega vanda sem er brott- kastið. Það hefur valdið þjóðfélag- inu milljarða tjóni á undanförnum árum. Árni Mathiesen og Halldór Blöndal gerðu vel ef þeir reyndu nú að einbeita sér að því að huga að nauðsynlegum umbótum á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, meðal ann- ars til að stöðva brottkast. Ásamt flokksfélögum sínum og banda- mönnum í Framsóknarflokknum hafa þeir reyndar haft bráðum átta ár til þess. Án þess að skilja mikið eftir sig. Nei, það er ekki skrýtið þó að manni hafi dottið í hug að bjóða sig fram til þings fyrir Frjálslynda flokkinn. Réttlætiskennd gamals blaðamanns Eftir Magnús Þór Hafsteinsson „Forseti lög- gjafarvalds- ins er sem sagt farinn að þræta við dómstóla í landinu.“ Höfundur er fiskifræðingur og fréttamaður. myndi það að fylgja markvissri stefnu Reykjalundar og fast mótuð meðferð til reykleysis vera til gagns fyrir þessa sjúklinga. Frá 1. mars 2001 hefur reykleysismeðferð hafist við innköllun sjúklings í endurhæf- ingu. Í innköllunarviðtali er sjúkling- urinn spurður um reykingar. Öllum sem reykja er sagt frá meðferðartil- boði Reykjalundar og þeir hvattir til að íhuga alvarlega að nota tækifærið og hætta reykingum. Við komu á Reykjalund er kynningarfundur, þar sem rætt er um ávinning reykleysis og sjúklingnum boðið upp á að skrá sig í meðferð. Í reykleysismeðferðinni felst að sjúklingurinn fær vikulega fræðslu, stuðningsfundi með hópi, einstak- lingshæfðan stuðning og lyfjameð- ferð ef þarf. Reykleysismeðferð Reykjalundar er hluti af endurhæf- ingarmeðferð sjúklingsins, þannig að hann sækir einnig aðra meðferð- artíma, svo sem leikfimi, göngur, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og fleira. Styrkleikar þessarar reykleysismeð- ferðar liggja annars vegar í því að sjúklingnum býðst að taka á lífsstíl sínum á heildrænan hátt, ásamt því að starfsfólkið sem sér um meðferð- ina kemur af öllum endurhæfingar- sviðum Reykjalundar. Meðferðar- hópurinn samanstendur af hjúkrunarfræðingum, læknum, sjúkraþjálfara og sjúkraliðum, alls um 20 manns. Séra Hallgrímur Pétursson skáld fæddist 1614 og andaðist 1674. Hann vissi margt um skaðsemi tóbaks- neyslu, eins og sjá má í eftirfarandi úrdrætti úr Tóbaksvísum: Tóbak nef neyðir náttúru eyðir … út hrákann breiðir … minnisafl meiðir … Tóbak róm ræmir remmu fram kvæmir tungu vel tæmir tár af augum flæmir háls með hósta væmir heilann fordæmir og andlit afskræmir. Það má kallast merkilegt að við séum enn, meira en þrem öldum eftir að þessi sannleikur leit dagsins ljós, að berjast við afleiðingar þessarar neyslu. Jónína er hjúkrunarfram- kvæmdastjóri og Marta líffræðingur á Reykjalundi. Fundarherbergi Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Samkvæmisefni Margar gerðir Björn Jónsson hagfræðingur svarar bréfi til blaðsins um Mið- austurlönd Þú sparar kr. 6.590 Kynntu þér tilboðin! Spennandi bökunar- tilboð! GREEN ww w. for va l.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.