Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 55 Arinbjörn Kolbeinsson var maður eigi einhamur. Fjölþætt áhugamál hans leituðu m.a. útrásar í ábyrgð- arstörfum, sem hann tókst á hendur fyrir opinbera aðila og frjáls félaga- samtök. Í blóma síns tíma var hann áberandi í félagsstarfi lækna og hófst þar til æðstu metorða. Fengu læknar því að njóta lífsorku hans og félagsþroska umfram aðra. Arin- björn var formaður Læknafélags Ís- lands 1967 til 1971 og kjörinn heið- ursfélagi þess síðar. Honum auðn- aðist að afla sér vinsælda félaga sinna án meðvitaðrar fyrirhafnar og andbyr fylgdi honum ekki. Hann var markviss og málefnalegur í öllu fé- lagslífi, en kunni vel að bregða á leik, ef því var að skipta. Arinbjörn lagði einnig stund á kennslu læknisefna og heilbrigðisstétta. Þótti fylgja honum ferskur blær, þegar hann kom frá sérnámi sínu í Bandaríkjunum. Gaf hann sig að kennslunni með öðrum hætti, en áður hafði tíðkast. Því hagaði ég orðum mínum svo í upphafi, að fordæmi hins góða, sem látinn hefur til leiðar komið, megi verða okkur, sem eftir lifum, til eft- irbreytni. Arinbjörn var merkur fulltrúi hverfandi kynslóðar, sem einskis krafðist, þegar átaks var þörf fyrir fjöldann, heldur lagði hann hönd á plóg stéttar sinnar og leiddi hana, væri hann til þess kallaður. Læknafélag Íslands þakkar framlag hans til menntunar lækna og baráttu fyrir bættum starfsskilyrðum þeirra og sendir aðstandendum hans inni- legar samúðarkveðjur. Sigurbjörn Sveinsson. Kveðja frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda Arinbjörn Kolbeinsson, fyrrver- andi formaður FÍB og heiðursfélagi félagsins, er látinn í Reykjavík. Hann varð 87 ára gamall. Arinbjörn hafði alla tíð mikinn áhuga á samgöngum, umferðarmál- um og umferðaröryggismálum. Hann var frumkvöðull á því sviði enda hafði hann víðtæka þekkingu og skilning á mikilvægi þessara mála fyrir samfélagið í heild. Fyrir störf sín að félagsmálum varð hann heið- ursfélagi í Læknafélagi Íslands og í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda 1993. En störf Arinbjarnar að um- ferðar- og umferðaröryggismálum vöktu athygli út fyrir landsteinana og þegar samtökin Nordisk Traf- ikmedicin héldu ársfund sinn á Ís- landi árið 1998 gerðu þessi merku frumkvöðlasamtök í umferðarörygg- ismálum Arinbjörn að heiðursfélaga sínum. Arinbjörn Kolbeinsson varð for- maður Félags íslenskra bifreiðaeig- enda fyrst árin 1960–1970 og svo aft- ur 1980–1993. Í fyrri formannstíð sinni kom hann fram, fyrstur manna hér á landi, með hugmynd að ökuferils- skrá og sérstöku punktakerfi fyrir ökumenn sem loks varð að veruleika rúmum þremur áratugum síðar. Þá var hann einnig ötull talsmaður þess að hægri umferð yrði tekin upp hér á landi og átti m.a. sæti í undirbún- ingsnefnd hægri umferðar. Hægri umferð var svo tekin upp á vordög- um 1968. Í formannstíð sinni í FÍB átti Ar- inbjörn og samstarfsmenn hans í stjórn félagsins frumkvæði að stofn- un Hagtryggingar og innleiddu þannig samkeppni í staðnað sam- tryggingarkerfi íslenskra bifreiða- trygginga. Sú samkeppni skilaði ekki einungis félagsmönnum FÍB, heldur öllum bifreiðaeigendum í landinu umtalsverðum sparnaði. Meðal nýjunga í starfsemi Hag- tryggingar var bónuskerfi þar sem góðir og slysalausir ökumenn nutu lægri iðgjalda en hinir. Bónuskerfi í bifreiðatryggingum hafði fram til þess tíma verið óþekkt hér á landi. Sem formaður FÍB lagði Arin- björn ávallt ríka áherslu á umferð- aröryggismál og á góða ökukennslu. Í formannstíð hans barðist félagið fyrir því að komið yrði upp æfinga- akstursbraut fyrir ökunema og raunar alla ökumenn, þar sem æfa mætti akstur og rétt viðbrögð við hverskonar akstursaðstæður án þess að stefna sjálfum sér og öðrum í hættu. Ekki var látið þar við sitja að varpa einungis hugmyndinni fram heldur lét Arinbjörn og félagar hans í stjórn FÍB ennfremur hanna slíka braut og gáfu teikningarnar umferð- aryfirvöldum auk þess að útvega jafnframt landsvæði fyrir brautina. Ekki dugði þetta þó til þess að yf- irvöld tækju við sér og er brautin enn ókomin. Sem formaður FÍB barðist Arin- björn alla tíð hart gegn ósanngjörn- um sköttum á bifreiðaeigendur, þannig að sú barátta félagsins er bæði gömul og ný saga. Sem dæmi má nefna að í formannstíð hans var t.d. þeim bifreiðaeigendum sem höfðu útvarpsviðtæki í bifreiðum sín- um gert að greiða sérstakt afnota- gjald af bíltækinu. Arinbjörn barðist gegn þessari ósanngjörnu skatt- heimtu og náði þeim árangri að hún var afnumin. Þótt þetta virðist etv. ekki stórvægilegt í augum nútímans, þá var þetta engu að síður stórmál á sínum tíma. Afnám gjaldsins var stórsigur og tímamót, því að um var að ræða kúvendingu í opinberri skattastefnu. Sem formaður samtaka íslenskra bifreiðaeigenda hafði Arinbjörn víð- sýni til að bera og vildi ekki að sam- tökin lokuðust inni í séríslenskum staðháttum og veruleika heldur tækju mið af starfi samskonar sam- taka í öðrum löndum og sæktu sér ferskar hugmyndir sem víðast. Hann hélt því ávallt sterku og góðu sam- bandi við erlend samtök bifreiðaeig- enda og alþjóðasamtök þeirra og sótti reglulega fundi þeirra þegar hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir íslenska bifreiðaeigendur. FÍB vottar minningu Arinbjarnar Kolbeinssonar virðingu og aðstand- endum hans og ástvinum samúð. Fh. Stjórnar og starfsfólks Félags íslenskra bifreiðaeigenda; Árni Sigfússon formaður, Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri. Við samstarfsfólk Arinbjarnar Kolbeinssonar fyrrum yfirlæknis á sýklafræðideild Landspítalans minnumst hans með virðingu og hlý- hug. Arinbjörn var ljúfur yfirmaður og afar skemmtilegur í samskiptum. Okkur er vel ljóst hversu stóran þátt Arinbjörn átti í því að góður starfs- andi hefur um árabil verið aðal deild- arinnar. Arinbjörn var góður sýklafræð- ingur og lagði grunn að rannsóknum í sýklafræði hér á landi eins og þær hafa síðan þróast. Hann var dósent í sýklafræði sem undir hans stjórn varð sjálfstæð fræðigrein innan læknisfræði og meinatækni. Aug- ljóslega átti það vel við skapgerð hans að niðurstöður má fá með margs konar hætti og álitamál hvaða þáttur vegur mest við greiningu hverju sinni. Niðurstöður voru því túlkaðar út frá ýmsum sjónarmiðum og flestra möguleika getið í fjörug- um samræðum. Því var vissara að vera með það á hreinu hvert tilvikið var og nýta víðsýni Arinbjarnar til að læra af. Þó ýmsar stundir úr dagsins önn séu minnisstæðar frá samstarfinu við Arinbjörn eru þær stundir sem starfsfólkið átti saman ekki síður minnisstæðar og kærar. Til að mynda eru þau heimsins vandamál óteljandi sem voru leyst í laugar- dagskaffinu og var sama hvar var drepið niður. Sviðamessur voru haldnar haust hvert þannig að æta- gerðin var ekki einvörðungu bundin við bakteríur heldur gerðum við okk- ur einnig glaðan dag þegar svo bar undir. Sú minning sem við höfum hvað skýrasta af Arinbirni er af hon- um við háborðið á sviðamessu dill- andi af kátínu að halda ræðu, gott ef ekki um eðli sauðkindarinnar eða eitthvað ámóta mikilvægt efni. Við þökkum einlæglega fyrir að hafa átt samleið með Arinbirni og vottum Sigþrúði og börnunum inni- lega samúð okkar. Samstarfsfólk á sýklafræðideild LSH. Arinbjörn Kolbeinsson var ötull sjálfboðaliði Rauða krossins sem vann ómælt starf í þágu félagsins, einkum innan Reykjavíkurdeildar þar sem hann var formaður frá 1979 til 1993. Hann starfaði meðal annars af kappi að öldrunarmálum og átti stóran þátt í að koma á fót Múlabæ, sem er dagvist fyrir aldraða og ör- yrkja, og Hlíðabæ, sem er dagvist fyrir aldraða með minnissjúkdóma. Hann var formaður stjórna beggja stofnana um árabil. Arinbjörn var hógvær maður, duglegur og fylginn sér. Hann fylgdi málefnum eftir af einurð og þegar hann tók að sér að koma einhverju í verk þá hætti hann ekki fyrr en af því var orðið. Þessa naut Rauði krossinn í ríkum mæli. Starfskraftar Arnibjarnar nýttust líka á landsvísu því hann sat í stjórn Rauða kross Íslands frá 1973 til 1990, þar af varaformaður 1975 til 1977. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins syrgja látinn félaga og senda aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Rauði kross Íslands og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Kveðja frá Árnesingafélaginu í Reykjavík Látinn er heiðursfélagi Árnes- ingafélagsins Arinbjörn Kolbeinsson læknir. Arinbjörn starfaði innan raða félagsins í áratugi og sat lengst af í stjórn þess. Hann var formaður félagsins frá 1974 til ’92 og vann öt- ullega að ýmsum málefnum sem fé- lagið varðaði, þar á meðal að reisa minnisvarða um ýmsa merka Árnes- inga: Sigríði Tómasdóttur frá Bratt- holti við Gullfoss 1978, Ásgrím Jóns- son listmálara í Flóanum 1982 og Tómas Guðmundsson skáld í Gríms- nesinu „Við sundin blá“ 1991. Einnig var Arinbjörn aðalhvatamaður ásamt fleirum að því að styrkja út- gáfu á ýmsum verkum þ.á m. útgáfu á sýslu- og sóknarlýsingum Árnes- sýslu og útgáfu á tónverkum Pálm- ars Þ. Eyjólfssonar tónskálds frá Stokkseyri. Skógrækt hefur lengi verið aðals- merki Árnesingafélagsins og þar starfaði Arinbjörn af heilum hug við að viðhalda og efla lundi félagsins á Þingvöllum og að Áshildarmýri á Skeiðum. Við viljum þakka Arinbirni Kolbeinssyni hans fórnfúsa starf í þágu félagsins og minnumst þessa merka manns með þakklæti og virð- ingu. Við sendum eftirlifandi eigin- konu hans frú Sigþrúði Friðriksdótt- ur og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur okkar. F.h. félaganna í Árnesingafélag- inu í Reykjavík. Hjördís Geirsdóttir formaður. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Grýtubakka 14, Reykjavík, áður húsmóðir á Kluftum, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 21. nóvember. Kveðjuathöfn verður í Breiðholtskirkju, Reykja- vík, föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Hrunakirkju, Hrunamannahreppi, laugar- daginn 30. nóvember kl. 14.00. Helga Guðmundsdóttir, Ingvar Hallgrímsson, Margrét Erna Guðmundsdóttir, Marinó Þ. Guðmundsson, Marteinn Steinþórsson, Anna Stefánsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR HANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, miðvikudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 30. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Árnessýslu. Böðvar Sigurjónsson, Anna Lára Böðvarsdóttir, Einar Magnússon, Lilja Böðvarsdóttir, Einar Helgi Haraldsson, Íris Böðvarsdóttir, Karl Þór Hreggviðsson og ömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, KRISTRÚN KARLSDÓTTIR, Litlahvammi 2, Húsavík, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudaginn 26. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ásmundur Bjarnason, Karl Ásmundsson, Bergþóra Guðbjörnsdóttir, Bergþóra Ásmundsdóttir, Arnar Guðlaugsson, Bjarni Ásmundsson, Jóhanna Ásmundsdóttir, Erling Ó. Aðalsteinsson, Anna Ásmundsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigrún Ásmundsdóttir, Kjartan Ásmundsson. Elskulegur sonur okkar, sambýlismaður, faðir okkar og barnabarn, KÁRI ÞÓRIR KÁRASON múrari, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Foss- vogi, sunnudaginn 24. nóvember. Jarðaförin fer fram frá Garðakirkju, Garðaholti, þriðjudaginn 3. desember kl. 15.00. Þórunn Káradóttir Hvasshovd, Stein Hvasshovd, Snædís Róbertsdóttir, Alexander Máni, Alexander, Sigursteinn Snær, Aþena Sól, Anna J. Eiríksdóttir, Kári Þórir Kárason. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EDWARD W. KRUCZEK, lést á sjúkrahúsi í New Jersey aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Soffía Guðbjörg Ásgrímsdóttir Kruczek, Andrew Ásgrímur Kruczek, Margrét Íris Sigtryggsdóttir, Kathrine L. Kruczek, Edward W. Kruczek, Kristina E. Kruczek, Daði Þór Ásgrímsson Kruczek. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINAR FRIÐJÓNSSON bifreiðasmiður, Funafold 71, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 26. nóvember. Áslaug Aðalsteinsdóttir, Hrafnhildur Steinarsdóttir, Karl Hinrik Jósafatsson, Friðjón Gunnar Steinarsson, Jadwiga Margrét Jónsdóttir, Ólafur Steinarsson, Regína Inga Steingrímsdóttir, Aðalsteinn Emilsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.