Morgunblaðið - 28.11.2002, Page 67

Morgunblaðið - 28.11.2002, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 67 HLJÓMSVEITIN Sign vakti tals- verða athygli á síðasta ári, vann til verðlauna á Músíktilraunum Tónabæjar, að vísu undir aðeins öðru nafni, og sendi frá sér breið- skífuna Vindar og breytingar fyr- ir jólin. Þá skipuðu sveitina Ragnar Zolberg, gítarleikari og söngvari, Egill Örn Rafnsson trommuleikari, Hörður Stef- ánsson gítarleikari, Sigurður Ágúst bassaleikari og Baldvin Freyr gítarleikari. Fyrir stuttu kom út önnur plata sveitarinnar, kallast Fyrir ofan himininn. Skerpt á rokkinu Ragnar Zolberg segir að laga- smíðar fyrir nýja plötu hafi hafist um leið og upptökum var lokið á Vindum og breytingum á síðasta ári. Þegar hlustað er á plötuna nýju má glöggt heyra að hún er talsvert frábrugðin fyrri skífunni og að sögn Ragnars er það gert með ráðnum hug, þeir hafi ákveð- ið að skerpa á rokkinu. „Þetta kom einhvern veginn saman eins og við vildum hafa það, varð skýrara og heilsteyptara,“ segir hann og bætir við að þeir hafi einmitt farið rétta leið að sínu mati. Sign hefur lítið gert af því að spila síðustu mánuði og lögin því ekki heyrst utan hljóðversins, „það má eiginlega segja að við höfum verið svolítið latir, en það er heldur ekki svo mikið um tón- leika fyrir bönd eins og okkur“. Fullt af gítarsólóum Frá því síðasta plata þeirra fé- laga kom út hefur fækkað um einn í sveitinni, Hörður gítarleik- ari er hættur. Ragnar segir að það hafi átt sér nokkurn aðdrag- anda og þegar þeir fóru að vinna plötuna megi segja að hann hafi verið kominn út úr sveitinni. „Baldvin Freyr byrjaði með okk- ur þegar við vorum að klára að taka upp síðustu plötu og hann hefur tekið mikinn þátt í því sem við höfum verið að gera, við tveir höfum unnið mikið saman í gít- urum og útsetningum,“ segir hann en því er við að bæta að þeir Ragnar og Baldvin sömdu saman flest laganna, en þau lög sem hann var búinn að semja vann hann með Baldvin. „Ég er náttúrlega frekur og ég veit ekki hvað er gott að vinna með mér,“ segir Ragnar og hlær við, „en það er mikill metnaður í því sem við erum að gera og okkur finnst gaman að spila saman, það er allt fullt af gítarsólóum sem við spil- um saman,“ segir hann og þver- tekur fyrir að það sé of mikið af gítarsólóum á plötunni, „þau mættu vera miklu fleiri“. Ragnar segist alinn upp við bönd eins og Skid Row og Kiss, en hafi síðan farið að hlusta á þyngri tónlist. „Svo kynntist ég Badda og þá vildi svo til að við vorum báðir í sömu pælingum í rokkinu og ákváðum að stíga skrefið til fulls, fara alveg út í 80’s tónlist, meira rokk og meira hár,“ segir hann og hlær. Útgáfutónleikar fyrir ofan him- ininn verða síðan í Austurbæ, gamla Austubæjarbíói, næstkom- andi föstudag, en að sögn Ragn- ars verður allt gert til þess að gera þá tónleika sem glæsileg- asta, með alvöru hljóð- og ljósa- kerfi. Tónleikarnir hefjast kl 20:30 og ekkert aldurtakmark. Meira rokk og meira hár Morgunblaðið/Þorkell „Það er mikill metnaður í því sem við erum að gera og okkur finnst gaman að spila saman,“ segir Ragnar Zolberg, söngvari og gítarleikari, sem er hér lengst til hægri, við hlið bróður síns og félaga í Sign. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.regnboginn. is Hverfisgötu  551 9000 Frábær rómantísk gamanmynd með Reese Witherspoon, Rupert Everett, Judi Dench og Colin Firth úr Bridget Jones Diary í aðalhlutverkum. Sýnd kl. 5.30. Það er ekkert eins mikilvægt og að vera Earnest, það veit bara enginn hver hann er! Roger Ebert Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Búðu þig undir nýja tilraun í hrylling. Það geta allir séð þig og það heyra all- ir í þér. En það getur enginn hjálpað þér! Mögnuð hryll- ingsmynd. FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER  Kvikmyndir.com  HK DV  SV Mbl Sýnd kl. 10. B. i. 16. . Þegar tveir ólíkir menn deila getur allt gerst. Stórbrotin og óvenjuleg spennumynd með Samuel L. Jackson og Óskarsverðlaunahafanum, Ben Affleck. Margir vilja meina að hér sé á ferðinni ein besta og eftirminnilegasta kvikmynd ársins. Sjáið Jackie Chan í banastuði Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 8. www.laugarasbio.is SV Mbl RadíóX ÓHT Rás2 1/2 Kvikmyndir.is  SK RadíóX  ÓHT Rás 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.