Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNA daga og vikur hafa verið boðaðar hækkanir á mjólkuraf- urðum, brunatryggingum og leik- skólagjöldum sem flestar taka gildi frá og með næstu áramótum. Þá ákvað Síminn í þessari viku að hækka heimtaugaleigu um 9% sem felur í sér 2,01% hækkun á meðalsímreikningi landsmanna og ÁTVR hefur hækkað verð á tóbaki um 12% að meðaltali og sterku víni um 10% en þá er átt við vín sem er sterkara en 15% svo og bland- aða drykki. Í tilkynningu frá Samtökum ferða- þjónustunnar er á það bent að Ísland og Noregur skipti með sér heimsmet- um í áfengisgjaldi, Ísland í léttum vín- um en Norðmenn í sterku áfengi og bjór. Munurinn sé hins vegar sá að Norðmenn séu smám saman að lækka sín áfengisgjöld á meðan verið sé að hækka þau á Íslandi. Reiknað er með að tekjuauki rík- issjóðs vegna kaupa almennings á áfengi og tóbaki muni nema allt að 1.100 milljónum króna á ársgrund- velli og eru áhrifin á vísitölu neyslu- verðs talin verða innan við 0,3 %. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hækkunin muni ekki hagga þeim verðbólgumarkmiðum sem ríkis- stjórnin hafi sett sér. Fleiri hækkanir hafa verið boðaðar að undanförnu og sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu hafa mörg hver íhugað hækkanir á leikskólagjöldum í tengslum við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár og nokkur sveitarfélög hafa samþykkt hækkanir sem nema 6–8 prósentum. Leikskólagjald fyrir einstæðar mæður hækki um 14,8% Í nýrri fjárhagsáætlun Hafnar- fjarðabæjar sem lögð verður fyrir bæjarstjórn í fyrri umræðu á þriðju- dag verður tekin fyrir tillaga um 11% hækkun á leikskólagjöldum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar, segir að þrátt fyrir boðaða hækkun séu leikskólagjöld í Hafnar- firði lægri heldur en t.a.m. í Reykja- vík fyrir boðaða hækkun þar. Almennt gjald fyrir 8 klukku- stunda vistun á leikskóla í Hafnarfirði er í dag 18.480 kr. en verður 20.640 ef tillagan nær fram að ganga og tekur breytingin þá gildi 1. janúar nk. Lúð- vík bendir á að gjaldskráin hafi ekki verið hækkuð í rúm tvö ár. Staðið hafi til að hækka hana í fyrra en því verið frestað og því sé um verulega upp- safnaða þörf á hækkunum að ræða. „Við erum auðvitað búin að vera að vinna á mjög breiðum grunni í nefnd- um og ráðum bæjarins að tillögum til að ná fram þessum 300 milljóna króna sparnaði sem við höfum stefnt að og ætlum að standa við í þessum áfanga nú.“ Svokallað forgangsgjald, sem stendur einstæðum foreldrum og starfsmönnum leikskóla til boða, hækkar ívið meira eða um rúm 14,8%. Gjaldið er 10.800 kr. en verður 12.400 ef af verður. Á bilinu 50–60 börn starfsmanna njóta þessara kjara. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á systkinaafslætti, að sögn Lúðvíks, sem verður með óbreyttu sniði nema hvað í tillögunum er lagt til að systk- inaafsláttur af fæðisgjaldi verði af- numinn sem hefur í för með sér minniháttar hækkun á gjöldunum. Engar breytingar hjá Seltjarn- arnesi og Bessastaðahreppi Fleiri sveitarfélög hafa boðað hækkanir í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir næsta ár. Borgarráð samþykkti fyrr í þess- um mánuði tillögu leikskólaráðs um að hækka gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur um 8% frá og með 1. jan- úar næstkomandi. Sem dæmi hækkar almennt gjald fyrir 8 tíma vistun úr 25 þúsund í 27 þúsund krónur á mánuði. Núverandi gjaldskrá hefur verið í gildi síðan 1. ágúst í fyrra. Þá hækkar gjaldskrá gæsluleik- valla og fara miðagjöld úr 100 í 200 krónur og fyrir einstaka heimsókn úr 150 í 300 krónur. Spurð um ástæður hækkana fyrir skömmu sagði borgarstjóri að hér væri um uppsafnaða þörf að ræða og að ekki yrði hægt að „loka fjárhags- áætlun leikskólanna án hækkunar- innar.“ Bæjarráð Kópavogs staðfesti fyrir viku 6% hækkun leikskólagjalda frá og með 1. janúar nk. Miðað við átta tíma vistun hækkar almenna gjaldið úr 24.685 kr. í 26.400 kr. á mánuði. Þær upplýsingar fengust á bæjar- skrifstofum Mosfellsbæjar að bæjar- ráð myndi að öllum líkindum fjalla um fyrirhugaðar hækkanir á leikskóla- gjöldum í næstu viku og munu þær taka mið af gjaldskrám nágranna- sveitarfélaganna ef af verður. Í Garðabæ er gert ráð fyrir 7% hækkun leikskólagjalda í fyrirhuguðu frumvarpi að fjárhagsáætlun sem að öllum líkindum verður afgreitt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag, sam- kvæmt upplýsingum frá bæjarskrif- stofu Garðabæjar. Á Seltjarnarnesi eru ekki fyrirhug- aðar breytingar á leikskólagjöldum og á skrifstofu Bessastaðahrepps fengust þær upplýsingar að engar ákvarðanir hafi verið teknar í skóla- nefnd þar að lútandi. Einn lítri af nýmjólk upp um þrjár krónur Fleiri hækkanir eru fyrirhugaðar sem munu koma við pyngju neytenda á næstunni. Heildsöluverð mjólkur- og mjólk- urafurða mun hækka um 3,36% að meðaltali frá áramótum sem þýðir að með óbreyttu hlutfalli smásöluálagn- ingar mun nýmjólk í eins lítra umbúð- um hækka um þrjár krónur. Þá hefur Póst- og fjarskiptastofnun heimilað Símanum að hækka heim- taugarleigu um 9% og hefur Síminn ákveðið að hækka hana sem því nem- ur frá og með 1. desember nk. Hækk- unin felur í sér 100 kr. hækkun á mán- aðargjaldi heimilissíma sem verður 1.211 kr. eftir breytingu. Í tilkynn- ingu frá Símanum segir að breyting- arnar séu gerðar svo að kostnaður hverrar þjónustueiningar endur- speglist í verðskrá. Að sögn Heiðrún- ar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, munu Póst- og fjarskipta- stofnun og Síminn skoða áfram mögu- legar kostnaðarbreytingar og segir Heiðrún að ekki sé hægt að útiloka frekari hækkanir hjá Símanum þegar fram líða stundir. Fyrr í þessum mánuði tilkynntu Sjóvá-Almennar tryggingar og Tryggingamiðstöðin einnig hækkanir á iðgjaldi lögboðinna brunatrygginga frá og með næstu áramótum og hjá VÍS eru hugsanlegar hækkanir til skoðunar í ljósi tíðra brunatjóna á árinu og þar af leiðandi slæmrar af- komu greinarinnar. Ef dæmi er tekið af hefðbundnu íbúðarhúsnæði í Reykjavík með 12 milljóna króna brunabótamati þá hækkar hlutur Sjóvár úr 2.640 kr. í 3.960, eða 50%, en heildariðgjaldið hækkar um 12%. Að sögn Sveins munu þessar ið- gjaldahækkanir ekki hafa áhrif á vísi- tölu þar sem gert sé ráð fyrir að lang- stærstur hluti iðgjaldsins fari í greiðslu tjóna. Hér sé um svokallaða. inn- og úthreyfingu að ræða. Frekari hækkanir á vöru og þjónustu boðaðar frá og með áramótum Leikskólagjöld, tryggingar, mjólk og síma- gjöld hækka                      !"  # $%&$' '&'% $('&' ')&'*'                   +   !"  # %') $#, $' $'                              !             -     .     /            0        1 2     (* $* ,$ '* )* ,, #(* '* #,* %#( (% * (( %, (# , )# #(%          #$  %        !"    !        ' (         $             )  *             +   „ÞETTA er algjört stílbrot á því sem við höfum verið að stunda í heilt ár, að reyna að halda verð- bólgunni niðri og halda henni í skefjum,“ segir Halldór Björns- son, varaforseti Alþýðusambands Íslands, um hækkanir á áfengi og tóbaki og aðrar fyrirhugaðar hækkanir sem boðaðar hafa verið að undanförnu. „Í öðru lagi verða menn að gera sér grein fyrir því að þessar hækkanir á áfengi og tóbaki hafa gífurleg áhrif á lánamarkaðinn. Þannig að verðtryggð íbúðalán hækka um cirka tvo milljarða hjá þeim sem þau hafa og það er eng- in smáupphæð.“ Halldór bendir á að áfengi og tóbak sé í dag 4,3% af neyslu- vísitölunni og að hækkun á þess- um vörum ein og sér þýði 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs. „Það sem okkur finnst ein- kennilegt er að það er auðvitað að koma í ljós núna þessi mikla lækk- un sem orðið hefur á skattaum- hverfi fyrirtækja. Einhvern veg- inn þarf ríkissjóður að tryggja sér tekjur og þá er það þannig að hinn almenni maður er farinn að borga meira.“ Halldór segir að það hafi vakið sérstaka athygli hans að vinstri- grænir skyldu samþykkja afbrigði til að afgreiða mætti frumvarp um hækkun á áfengisgjaldi og tóbaks- gjaldi strax. „Þeir hafa talið sig vera útverði þeirra sem mega sín lítils en styðja þetta í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Halldór. „Menn hljóta að gera sér grein fyrir því að verkalýðshreyfingin gekk í það að breyta þessari verð- bólgu sem var komin í tæp tíu pró- sent fyrir ári og færa hana nið- ur í það sem hún var í dag sem gerði það að verkum að samningum var ekki sagt upp. Ég veit ekki hvort verið er að undirbúa að við förum í sömu vinnubrögð aftur því hver verður vísitalan í febrúar ef þetta heldur áfram? Verður það þá þannig að við verðum að segja samningunum upp?“ spyr Halldór. Hann bætir við að hér sé um af- skaplega „heimskulegar og skammsýnar aðgerðir“ að ræða af hálfu stjórnvalda. Forystumenn ASÍ koma saman í næstu viku „Þessu er hellt yfir mann án þess að það sé nokkuð talað við okkur. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að við skyldum ekki vera látnir vita af þessum ósköp- um fyrr en þau dynja yfir því þau hafa svo víðtæk áhrif.“ Forseti og framkvæmdastjóri ASÍ eru erlendis og væntanlegir til landsins í næstu viku. Halldór segir að forystumenn ASÍ muni þá ræða málin og hver hugsanleg viðbrögð þeirra verði vegna hækkana að undanförnu. „Hvort að menn vilji kalla sam- an einhverja fundi út af þessu get- ur vel verið að sé nauðsynlegt. Ég held að menn þurfi að ná víðtækri samstöðu um hvernig við ætlum að bregðast við því ég held að það langi engan í verðbólguflóð aft- ur,“ segir Halldór Björnsson. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, um þær hækkanir sem boðaðar hafa verið Halldór Björnsson „Heimskulegar og skamm- sýnar aðgerðir“ SJÁLFSTÆÐISMENN í Árnes- sýslu eru ekki sáttir við hvernig stilla á upp á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi en greint hefur verið frá því í fréttum að uppstilling- arnefndin muni gera tillögu um að Kjartan verði í 4. sæti. „Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi haldinn fimmtudag- inn 28. nóvember gerir þá kröfu til uppstillingarnefndar Kjördæmis- ráðs sjálfstæðismanna í Suðurkjör- dæmi að Kjartani Ólafssyni alþing- ismanni verði stillt upp í einu af þremur eftsu sætunum í tillögu nefndarinnar. Bent er á að í Árnes- sýslu er um þriðjungur kjósenda í nýju Suðurkjördæmi og algjörlega óviðunandi ef hlutur héraðsins á framboðslista Sjálfstæðisflokksins verður ekki í samræmi við þá stað- reynd,“ segir í ályktun fundarins. Fulltrúar kjördæmisráðanna í Ár- nessýslu komu saman vegna málsins í gær og að sögn Ólafs Hafsteins Jónssonar, formanns Óðins, eru menn ekki sáttir við hvernig stilla á upp á listann og voru fulltrúarnir al- veg samstiga í stuðningi sínum við Kjartan Ólafsson að sögn Ólafs. „Við munum brýna þá afstöðu okkar á fundi kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins sem haldinn er í dag, laugardag,“ segir Ólafur Hafsteinn. Vilja Kjartan í eitt af þremur efstu sætunum BIRGÐIR af blóði í Blóðbankanum er nú komnar yfir lágmark eða í 600 einingar. „Það hefur verið mjög góð aðsókn í dag (gær) og í raun alla þessa viku. Við erum að ná að vinna upp lagerstöðuna og erum komin yf- ir 600 einingar sem eru algerar lág- marksbirgðir þannig að ástandið hefur skánað mikið. Þetta hafa verið frábærar viðtökur og við kunnum þeim sem hafa gefið mikla þökk,“ segir Sigríður Ósk Lárusdóttir, for- stöðumaður hjá Blóðbankanum. „En við þurfum á meira að halda á næstu vikum og við hvetjum fólk til að koma og gefa eftir helgina og þá líka nýja blóðgjafa. Það er ekki þannig að við séum núna búin að bjarga mál- unum næsta hálfa árið, langt í frá. Það eru stórar aðgerðir fyrirhugað- ar í næstu viku, s.s. hjartaðagerðir, og maður veit aldrei hvað fer mikið í þær. Búið að ná lágmarks- blóðbirgðum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ GÆSLUVARÐHALD yfir Íslend- ingi um þrítugt og Þjóðverja á sex- tugsaldri sem voru handteknir vegna innflutnings á um 900 grömmum af amfetamíni og um einu kílói af hassi, var í gær fram- lengt til 20. desember. Á þriðjudag handtók fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík ann- an Íslending um þrítugt í tengslum við málið og var hann samdægurs úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. desember. Báðir Íslendingarnir hafa áður komið við sögu fíkniefna- mála. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók Þjóðverjann þegar hann kom til landsins frá Frankfurt 7. október sl. Í kjölfarið var Íslend- ingur um þrítugt handtekinn og nú hefur rannsókn lögreglunnar leitt til þess að annar Íslendingur hefur verið handtekinn. Þriðji mað- urinn í gæslu- varðhald
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.