Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSRAELSKIR kjósendur munu
veita Likudflokki Ariels Sharons
forsætisráðherra brautargengi í
væntanlegum kosningum í janúar,
en styðja mörg stefnumál Verka-
mannaflokksins. Kemur þetta fram
í niðurstöðum könnunar sem blað-
ið Ha’aretz birti í gær.
Samkvæmt könnuninni mun
Likudflokkurinn rúmlega tvöfalda
sætafjölda sinn á þingi, úr 19 í 41,
en Verkamannaflokkurinn missa
fimm sæti og fara í 20, sem er það
minnsta sem hann hefur nokkurn
tíma haft. Með stuðningi hægri-
öfgaflokka gæti Likudflokkurinn
tryggt sér meirihluta á þinginu.
En könnunin sýnir líka að þótt
kjósendur ætli að tryggja Sharon
forsætisráðherraembættið, annað
kjörtímabilið í röð, er meirihluti
þeirra fylgjandi þeirri stefnu
vinstrimanna að binda enda á 35
ára yfirráð Ísraela á Gaza
Sharon var kjörinn formaður
Likudflokksins með miklum yfir-
burðum í fyrradag er hann sigraði
Benjamin Netanyahu utanríkisráð-
herra og fyrrverandi forsætisráð-
herra. Í kosningunum 28. janúar
mun Sharon etja kappi við nýkjör-
inn formann Verkamannaflokksins,
friðarsinnann Amram Mitzna, sem
er borgarstjóri í Haifa.
Fimmtíu og níu prósent þátttak-
enda í könnun Ha’aretz kváðust
fylgjandi tillögu Mitznas um ein-
hliða brottflutning ísraelsks her-
liðs frá Gaza og að landnema-
byggðir gyðinga þar yrðu lagðar
niður. 37% voru andvíg þessari til-
lögu.
Kjósa Likud en styðja
Verkamannaflokkinn
Jerúsalem. AFP.
AP
Sharon þakkar stuðninginn í formannskosningunum í Likudflokknum.
ÆTTINGI syrgir eitt fórn-
arlamba skotárásar í Beit Shean í
Norður-Ísrael sem borið var til
grafar í gær. Tveir vopnaðir Pal-
estínumenn myrtu sex Ísraela í
árásinni, er gerð var á kjörstað í
formannskosningu Likud-
flokksins.
Reuters
Sorg í Ísrael
ÓTTAST er, að harður vetur fari í hönd í
Mongólíu, þriðja árið í röð. Áætlað er, að
rúmlega átta milljónir skepna hafi fallið í
harðindunum síðustu tvo vetur og miklir
þurrkar í sumar benda til, að nýr fimb-
ulvetur, sem Mongólar kalla „Zud“, sé í
vændum.
Fjölskyldan hennar Oyunchimeg missti 12
skepnur á síðasta vetri en nú verða hún og
börnin hennar að þreyja veturinn ein því að
eiginmaðurinn er farinn með hrossahópinn í
önnur héruð þar sem kuldinn bítur ekki al-
veg jafn sárt. Hann kemur aftur í vor en
þangað til verður Oyunchimeg að reyna að
halda lífi í fénu, geitunum og kúnum, til
dæmis með því að drýgja fóðrið með trjá-
greinum og þurri mykju.
Mongólar, 2,4 milljónir talsins, eru sárafá-
tækir en eftir hrun kommúnismans sneru
margir sér aftur að búskap og hirðingjalífi.
Áætlað er, að bústofninn hafi verið um 24
milljónir skepna snemma á síðasta áratug en
1998 var hann kominn í 32 milljónir. Er öll
sú fjölgun gengin til baka vegna harðind-
anna síðustu tvö árin. Strax í september nú í
haust var lýst yfir neyðarástandi í sjö hér-
uðum af 21 vegna kulda, snjóa og algers
hagleysis. Tvær milljónir skepna eru fallnar
og harðindin hafa að auki kostað 18 manns
lífið. Beinn fjárhagslegur skaði er talinn
vera um átta milljarðar ísl. kr.
Verst er ástandið jafnan í suður- og mið-
hluta Mongólíu en þaðan voru um 1,5 millj.
skepna fluttar burt í vetrarbyrjun. Þar fer
frostið ósjaldan niður undir 50 gráður á cel-
síus.
„Landbúnaður hér í Mongólíu er ákaflega
viðkvæmur atvinnuvegur,“ segir Chimiddorj
Batchuluun, yfirmaður neyðaráætlunar
stjórnarinnar. „Rigni lítið á vorin og sumrin,
sprettur grasið ekki og þá er voðinn vís á
hörðum vetri.“
Vaxandi fátækt
Hörmungarnar bitna að sjálfsögðu líka á
íbúum borga og bæja. Bændafólk, sem hefur
flosnað upp, sest að í þéttbýlinu með tjöldin
sín og hefur myndað þar stór fátækrahverfi.
Veldur það miklu álagi á flesta innviði sam-
félagsins og margar greinar opinberrar
þjónustu eru að sligast undir byrðinni.
Mongólíustjórn hefur fengið nokkra er-
lenda aðstoð, einkum frá Sameinuðu þjóð-
unum, og hefur húnverið notuð til að auð-
velda flutning búfjár til betri svæða, til
kaupa og dreifingar á fóðri, til að grafa
brunna, bólusetja skepnur og til að kenna
hirðingjunum að skera strax að hausti allar
veikburða skepnur til að auka möguleika
hinna á að lifa veturinn af. Þá er brýnt fyrir
þeim að reyna að heyja sem mest að sumr-
inu, eftir því sem það er hægt, en það hefur
yfirleitt verið venjan að setja allt á guð og
gaddinn. Það getur gengið í venjulegu ár-
ferði en ekki þegar „Zud“ lætur til sína taka.
Í tjaldinu hennar Oyunchimeg er mikið af
handmáluðum kistum og myndir af fjöl-
skyldunni. Á miðju tjaldgólfinu stendur hita-
tækið, viðarofn, og á honum er hún að sjóða
jakuxamjólk og grænt te. Um leið og hún
saltar lítillega þennan þjóðardrykk Mongóla
veltir hún kvíðafull fyrir sér komandi mán-
uðum.
„Ég vona bara, að fellirinn verði ekki
mjög mikill,“ segir hún eins og annars hug-
ar.
Óttast nýjan
fimbulvetur
Hirðingjar í Mongólíu standa enn
frammi fyrir miklum harðindum
Altanbulag. AP.
AP
Oyunchimeg með tvær kindur í gerði, sem á skýla þeim í mestu vetrarveðrunum.
SVEITIR vopnaðra hægri-
manna í Kólombíu lýstu í gær
yfir vopnahléi í átökunum í
landinu og á það að taka gildi á
sunnudag.
Í yfirlýsingu frá AUC eða
Sjálfsvarnarsveitum Kólombíu
sagði, að vopnahléið væri ekki
tímabundið en ákveðið í trausti
þess, að stjórnvöld tækju upp
viðræður við samtökin með
milligöngu kaþólsku kirkjunnar
og Samtaka Ameríkuríkja. Er
litið á yfirlýsinguna sem svar
við boði stjórnvalda um viðræð-
ur.
Talið er, að um 10.500 manns
séu í vopnuðum sveitum hægri-
manna en þær efldust mjög á
síðasta áratug og voru svar
landeigenda og eiturlyfjabaróna
við hernaði vinstrisinnaðra
skæruliða. Stærstu samtök
þeirra eru FARC, Byltingar-
sveitir Kólombíu, og hafa þær
um 16.500 manns undir vopnum.
Þrátt fyrir yfirlýsinguna áskilja
hægrimennirnir sér rétt til að
verjast ráðist skæruliðar
vinstrimanna á þá.
Lögreglan í Kólombíu til-
kynnti í gær, að hún hefði hand-
tekið þrjá vinstrisinnaða skæru-
liða, sem grunaðir væru um að
hafa fyrir þremur árum myrt
þrjá Bandaríkjamenn, sem unnu
að mannréttindamálum í land-
inu.
Talið er, að óöldin í Kólombíu
hafi kostað 200.000 manns lífið
frá 1964 og hrakið um 2,7 millj-
ónir manna frá heimilum sínum.
Um 3.000 manns er rænt þar á
ári hverju.
Bjóða vopna-
hlé í Kólombíu
Bogota. AFP.