Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 30
ERLENT
30 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Margar þekktustu söngperlur Íslands og Evrópu í frábærum
flutningi óperusöngvaranna Þóru Einarsdóttur og
Björns Jónssonar. Lög eftir Schumann,
Richard Strauss, Grieg og Siebelius, Sigfús Einarsson,
Pál Isólfsson og Bjarna Böðvarsson.
ilvalin gjöf
fyrir alla
unnendur
sígildrar
tónlistar.
T
SÖNGPERLUR ÍSLANDS OG EVRÓPU
MARGIR virðast standa í þeirri trú
að ítölsk stjórnmál eftir seinna stríð
hafi verið meira og minna í upp-
lausn. Þessi ímynd er hins vegar
fjarri sanni. Þótt það hafi verið
myndaðar 56 ríkisstjórnir á valda-
tíma kristilegra demókrata (KD) á
árunum 1946–1992 voru forsætis-
ráðherrarnir aðeins 22 og KD var
alltaf í stjórn. Kjósendur vissu að
flokkurinn var íhaldssamur og
breytti stefnu sinni lítið, svo þótt
einhverjir hausar fykju öðru hverju
í ríkisstjórninni eða skipt væri um
samstarfsflokk, breytti það ekki svo
miklu um hvernig landinu var
stjórnað. Þetta skapaði stöðugleika
sem stór hluti þjóðarinnar, sem ótt-
aðist kommúnisma meira en flest
annað, kunni að meta.
En bilið milli stöðugleika og
stöðnunar getur verið skammt.
Flokkur kristilegra demókrata gat
mótað stjórnkerfið að vild og stjórn-
að öllu sem hann vildi stjórna. Bit-
lingum var úthlutað samkvæmt
ákveðnu kerfi og eftir því sem árin
liðu varð ómögulegt að fá nokkurt
opinbert verkefni hvort sem það var
að mála umferðarskilti eða byggja
brýr, án þess að borga réttum
mönnum á réttum stöðum réttar
upphæðir. Það er rétt að taka fram
að þótt KD hafi deilt og drottnað,
tóku allir flokkar, allt frá komm-
únistum til nýfasista, þátt í þessu og
þágu molana sem hrutu af borði
KD.
Hreinar hendur
Þegar Berlínarmúrinn féll var
sem fargi væri létt af þeim sem
höfðu óttast kommúnismann hvað
mest og fylgi KD hrundi. Kjósendur
voru orðnir þreyttir á kosninga-
svindli, mútum, stöðnun og spillingu
og vildu breyta kosningakerfinu
sem bauð að nokkru leyti upp á
svindl. Þrátt fyrir harða andstöðu
stjórnmálaflokkanna tókst öflugri
hreyfingu almennra borgara árið
1991 að safna tilskildum fjölda und-
irskrifta og knýja þannig fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu um endurbætur
á kerfinu. Leiðtogar flokkanna
hvöttu fólk til að vera heima á kjör-
dag og sniðganga kosningarnar.
Þeir vissu sem var að ef tillagan
yrði samþykkt, væru þeir búnir að
vera. Það reyndist rétt.
Aðgerðinni hreinum höndum
(,,Mani pulite“) var hrint í fram-
kvæmd skömmu síðar og um 2.000
stjórnmálamenn og fyrirtækja-
eigendur voru dregnir fyrir dóm,
þar af margir af æðstu stjórnendum
landsins. Dómsmálin leiddu í ljós
umfang spillingarinnar og vöktu
gríðarlega reiði meðal Ítala. Vegna
þessa voru dagar gömlu flokkanna
taldir, þeir hreinlega leystust upp
þegar foringjarnir enduðu í fangelsi
eða flýðu land.
Upplausnarástand ríkti um tíma á
meðan á þessu stóð og 1994 var boð-
að til kosninga. Í janúar það ár steig
Silvio Berlusconi, ríkasti maður
landsins, fram á sjónarsviðið og
stofnaði flokk sem hann nefndi
Forza Italia og hann var orðinn for-
sætisráðherra í apríl. Sú ráðherra-
tíð stóð reyndar aðeins fram í des-
ember, mest vegna reynsluleysis
hans og samstarfsmanna hans, auk
þess sem þriðjungur allra þing-
manna sætti rannsókn á þessum
tíma vegna spillingar og fjölmargir
voru sakfelldir. Vinstri menn unnu
næstu kosningar, en gengu klofnir
til kosninganna í fyrravor og því
vann Berlusconi aftur og hefur stýrt
landinu síðan þá.
Berlusconi
Það er opinbert leyndarmál að
Berlusconi varð upphaflega ríkur
með hjálp mafíunnar og hefur enn
tengsl við hana. Hann á yfir höfði
sér að minnsta kosti ein réttarhöld í
nánustu framtíð, þótt honum hafi
nýverið tekist að koma í gegnum
þingið lögum sem munu tefja málið
um einhvern tíma. Meira að segja
virt tímarit eins og The Economist
birti mynd af honum á forsíðu í apríl
í fyrra, undir fyrirsögninni: ,,Skýr-
ingin á því hvers vegna Silvio Ber-
lusconi er ekki hæfur til að stýra
Ítalíu.“ Aðalástæðan sem þar er til-
greind, er opinberar rannsóknir (í
sumum tilvikum dómar) á aðild
hans að peningaþvætti, ef til vill
morði, tengslum við mafíuna, skatt-
svikum og mútugreiðslum til þing-
manna, dómara og skattrannsókn-
armanna.
Hvers vegna?
Þetta vekur upp þá spurningu
hvers vegna Ítalir hafi gengið í
gegnum þessa umbyltingu á stjórn-
málakerfinu til að uppræta spillingu
og losa sig við stjórnmálamenn sem
ekki voru hæfir til að vinna fyrir
land og þjóð, aðeins til að kjósa sér
leiðtoga sem virðist vera nákvæm-
lega sömu gerðar.
Svarið er ekki einfalt. Þriðji hluti
verkamanna kaus Berlusconi. Flest-
allir eigendur lítilla fyrirtækja
sömuleiðis. Kosningaherferð Forza
Italia var fagmannleg og mun betur
skipulögð en nokkurra hinna flokk-
anna. Hann lofaði að lækka skatta,
bæði á fyrirtæki og einstaklinga,
hann lofaði að skapa atvinnu og
stöðugleika. Berlusconi sjálfur segir
ásakanir og rannsóknir sem hann
hefur mátt sæta vera samsæri
vinstri aflanna í landinu gegn sér,
sem einkennist af öfund í garð
manns sem hefur byggt upp stór-
veldi með blóði, svita og tárum. Þeg-
ar hann var að koma sínum fyr-
irtækjum á fót hafi kaupin
einfaldlega gerst þannig á eyrinni
að það þurfti að beita ,,óhefðbundn-
um aðferðum“, hann hafi ekki verið
verri en hver annar á þeim tíma.
Líklegasta ástæðan fyrir vel-
gengni Berlusconis er sú að Ítalir
eru vanir spilltum stjórnmálamönn-
um. Þeir þekkja ekkert annað, svo
siðferðismörkin eru einfaldlega önn-
ur, ef nokkur. Það tekur lengri tíma
en nokkur ár að byggja upp traust
að nýju – kjósendur hafa enga trú á
því að stjórnmálamenn séu á þingi
fyrir nokkurn annan en sjálfa sig.
Það er hægt að ímynda sér að
kjósandi Forza Italia hugsi sem svo:
,,Mér er nokk sama hvort forsætis-
ráðherrann og samflokksmenn hans
hafi vafasama fortíð eða ekki, þessir
stjórnmálamenn eru hvort sem er
allir eins. Já, já, varaforsætisráð-
herrann er fyrrum fasisti og annar
er opinber rasisti en það sem skiptir
máli er að þeir lofuðu að gera
ákveðna hluti sem koma mér og
mínu fyrirtæki og fjölskyldu vel.
Berlusconi er líka svo ríkur að hann
getur keypt hvað sem er og hvern
sem er og þess vegna verður áreið-
anlega erfitt að velta honum úr sessi
á kjörtímabilinu og það skapar stöð-
ugleika sem við þurfum á að
halda...“
Langt í land
Það er ekki auðvelt verkefni að
stýra landi eins og Ítalíu. Að því
leyti er Berlusconi ekki öfundsverð-
ur af hlutskipti sínu. Ítalía fyrir
sunnan Róm er efnahagslega mjög
vanþróað svæði og því verður erfitt
að breyta á meðan mafían hefur
jafnföst tök þar og raun ber vitni.
Kjósendur skiptast nánast nákvæm-
lega í tvennt til vinstri og hægri og
andstæðingar stjórnar Berlusconis
hafa gert hvað þeir geta til að grafa
undan henni með endalausum verk-
föllum og mótmælum. Náttúruham-
farir hafa verið tíðar, jarðskjálftar,
flóð og eldgos og það hefur sömu-
leiðis komið illa við pyngju ríkis-
sjóðs.
Til þess að koma Berlusconi frá
völdum verður auk þess annar val-
kostur að vera til staðar og hann
hefur vinstri flokkunum ekki tekist
að búa til sökum glundroða í þeirra
herbúðum. Ítalir kalla tímabilið
undir stjórn KD 1946–1992 ,,fyrsta
lýðveldið“. ,,Annað lýðveldið“ er
hins vegar ekki fætt ennþá, til þess
þurfa að verða miklu meiri breyt-
ingar, bæði á skipulagi ríkisins og á
hugarfari almennings og stjórn-
málamanna. Það er enn langt í að
þeim takist að vinna traust ítalskra
kjósenda á ný og þangað til er allt
eins líklegt að þeir haldi áfram að
velja sér leiðtoga sem önnur lýð-
ræðisríki myndu tæpast hleypa í
framboð.
Handþvottur
dugir ekki til
Siðferði stjórnmálamanna virðist
ekki skipta kjósendur miklu máli
Reuters
Andreotti er hann tók þátt í umræðuþætti í sjónvarpi fyrir rúmri viku.
Höfundur er mastersnemi í al-
þjóðastjórnmálum og hagfræði við
Johns Hopkins University í Bologna.
Holdgervingur ítalskra stjórnmála í hálfa
öld, Giulio Andreotti, hefur verið dæmdur í
24 ára fangelsi. Hann er ekki einsdæmi.
Þóra Arnórsdóttir kannaði hvers vegna
Ítölum virðist vera sama um það sem aðrar
þjóðir kalla siðferði í stjórnmálum.