Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 31
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 31
ÞAÐ er ekki miklu plássi fyrir að fara í
Blómatorginu við Hringbraut. Eiginlega er
erfitt fyrir nútímamanninn að ímynda sér
að á þeim 30 fermetrum sem verslunin hef-
ur yfir að ráða hafi blómstrandi viðskipti
átt sér stað í hálfa öld. En sú er þó raunin
og hefur sama fjölskyldan haldið um
stjórnartaumana allan tímann.
„Faðir minn, Sigurður Guðmundsson,
byrjaði að versla hérna árið 1949 í fimm
fermetra skúr þar sem blómin voru seld í
gegn um lúgu,“ segir Sigurður Þórir Sig-
urðsson blómasali sem starfrækir búðina í
dag ásamt Rúnari syni sínum.
„Fimm árum síðar kom þetta húsnæði
sem við erum í núna en það er um 30 fer-
metrar að stærð. Fyrir örfáum árum bætt-
ist svo við sjoppa sem er hér við hliðina og
það breytti miklu því við erum með mjög
góða geymsluaðstöðu þar.“
Gunnar Thoroddsen, fyrrum forsætisráð-
herra og þáverandi borgarstjóri átti sinn
þátt í að Blómatorgið festist í sessi á þessu
horni. „Faðir minn var garðyrkjumaður og
áður en þessi staður kom til var hann bú-
inn að selja blóm sem torgsali á ýmsum
stöðum eins og á Laugavegi 7, Skólavörðu-
stíg og á Sunnutorgi.
Einhverju sinni fór pabbi á fund Gunnars
og sagði honum að hann myndi gjarnan
vilja finna einhvern fastan punkt þar sem
hann gæti selt sína framleiðslu og Gunnar
benti honum á þetta horn hérna.“
Afi tengdadótturinnar
smíðaði skúrinn
Gunnar átti einnig sinn þátt í að fjöl-
skyldunni tókst að stækka við sig á sínum
tíma. „Þessi skúr, sem við erum í núna, var
notaður til að selja húsgögn uppi á Berg-
staðastræti. Einhverra hluta vegna komst
hann svo í eigu borgarinnar og Gunnar
benti pabba á að gera tilboð í hann, sem
hann og gerði. Eitthvað var Gunnar fálið-
aður á borgarstjórnarfundinum þar sem til-
boðið var tekið fyrir þannig að því var
hafnað. Það fór svo illa í Gunnar að hann
lagði til á næsta fundi, þegar allir hans
menn voru til staðar, að Sigurði Guð-
mundssyni yrði gefinn skúrinn. Og það var
samþykkt.“
Það er ekki laust við glettni í augum Sig-
urðar þegar hann segir þessa sögu og hann
bætir því við að á dögunum hafi fjöl-
skyldan komist að því að sambýliskona
annars sonar hans væri barnabarn manns-
ins, sem upphaflega smíðaði skúrinn og
seldi húsgögnin í honum forðum daga.
Á meðan Sigurður segir frá er hann í
óða önn að gera klárt fyrir sölu dagsins og
dregur fram hvern blómavöndinn á fætur
öðrum. Blaðamaður á satt best að segja
erfitt með að skilja hvar öll þessi dýrð eigi
að komast fyrir en einhvern veginn hefur
hver vasi sinn stað í skúrnum.
„Ég er meira og minna uppalinn hérna,
alveg eins og strákarnir mínir,“ heldur
Sigurður áfram. „Ætli ég sé ekki búinn að
vera hér í fullri vinnu í 38 ár. Reyndar ætl-
aði ég aldrei að leggja þetta fyrir mig en
það æxlaðist bara þannig. Faðir minn var
orðinn fullorðinn og heilsulítill og þá lá
nokkuð beint við að ég tæki við.“
Sóttu vatn yfir í kirkjugarðinn
Hann segist ekki hafa séð eftir því og út-
skýrir að starfið sé þess eðlis að því lengur
sem maður sé í því, því meiri unun hafi
maður af því. „Á unglingsárunum fannst
manni þetta ekki beint skemmtilegt en þeg-
ar maður fer að eldast getur maður ekki
hugsað sér neitt betra.“
Rúnar, sonur hans, grípur hér inn í við-
talið til að undirstrika að honum hafi aldr-
ei fundist það kvöð að vera í blómabúðinni,
jafnvel ekki þegar hann var yngri. „Þá
hefði ég ekki gert það því ég hafði örugg-
lega allt annað val en pabbi. Maður var
kannski ekkert viss um að maður vildi
þetta en hins vegar vildi ég ólmur fá auka-
pening og hér lá ljóst við að maður gæti
fengið vinnu.“
Þeir segja viðskiptin hafa gengið vel á
þessu horni alla tíð þótt oft hafi verið erfitt
um vik fyrstu árin. „Fyrsti skúrinn var
ekki með neinni kyndingu þannig að við-
skiptin réðust svolítið af veðrum og vindum
yfir vetrarmánuðina. Svo varð að sækja
vatn yfir í gamla kirkjugarðinn fyrstu árin
og bera það yfir Hringbrautina.“
Sigurður bætir því við að á þeim tíma
hafi framleiðslan verið mjög árstíð-
arbundin og þannig hafi verið mjög erfitt
að fá blóm yfir vetrarmánuðina. Hins vegar
hafi faðir hans farið fljótlega að selja
jólatré og greni fyrir jólin auk þess sem
stundum hafi verið hægt að ná í laukblóm
eins og páskaliljur og túlípana. Önnur
framleiðsla hafi mest ráðist af birtunni sem
kom með hækkandi sól á vorin.
Svolítið íhaldssöm viðskipti
Að sögn þeirra feðga hafa viðskiptavin-
irnir haldið mikilli tryggð við verslunina
og samskiptin við þá mikið verið á per-
sónulegum nótum. „Ég þekki óhemjumikið
af fólki í gegn um þessi viðskipti og mikið
af því er úr Vesturbænum...,“segir Sig-
urður og Rúnar botnar setninguna: „...eða
ættað þaðan.“ Þannig segja þeir mikið um
að fólk, sem er alið upp í Vesturbænum,
komi á stórhátíðum eins og jólum til að
sækja grenið sitt eða jólaskreytinguna.
„Því finnst ekki vera nein jól nema það
komi hér við. Það er líka mjög algengt að
hérna komi fólk inn og spyrji strákinn
minn hvort systir viðkomandi sé búin að
koma og það vill gjarnan fá að vita hvað
hún hafi tekið.“ Rúnar kannast vel við
þetta og segir algengt að fólk sé að kaupa
fyrir sömu veisluna og því sé gott að geta
passað upp á að allir séu ekki að kaupa
það sama.
Sigurður segir að viðskiptin hjá þeim séu
nokkuð stöðug og sveiflurnar jafnvel minni
en gengur og gerist. „Það má segja að þau
séu svolítið íhaldssöm,“ segir hann og hlær.
Hann þakkar þetta fyrst og fremst þeirri
áherslu sem verslunin hafi lagt á gæði
blómanna og sanngjarnt verð. Draumurinn
sé þó að geta endurnýjað húsnæðið og jafn-
vel stækkað svolítið án þess þó að þenjast
of mikið út. „Við erum aldrei að selja sömu
blómin eða sömu rósina,“ segir hann að
lokum. „Það er það sem gerir þetta svo
skemmtilegt því þegar þú hefur áhuga á
þessu þá sérðu að það eru engin tvö blóm
eins.“
Hafa starfað í 30 fermetrum á sama horninu við Hringbrautina í hálfa öld
„Engin
tvö blóm
eins“
Morgunblaðið/Jim Smart
Blómstrandi viðskipti í 53 ár: Sigurður og sonur hans Rúnar innan um rósir og ýmis blóm í verslun sinni Blómatorginu.
Vesturbær
STARFSMENN Vegagerðarinnar
og gatnamálastjóra voru jákvæðir í
garð þeirra hugmynda sem
forvarnahópur á vegum Sambands
íslenskra tryggingafélaga og sam-
starfsfélaga kynnti þeim um mislæg
gatnamót Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar. „Aðalatriðið hjá okk-
ur var að benda á að sú tillaga sem
aðallega hefur verið rædd leysir að
okkar mati ekki þann vanda sem
mislæg gatnamót ættu að leysa,“
segir Einar Guðmundsson, forvarna-
fulltrúi hjá Sjóvá-Almennum.
Tillagan sem Einar vísar til var
kynnt af borgarverkfræðingi í mars
og gerir ráð fyrir fríu flæði umferðar
um Kringlumýrarbraut en umferð-
arljósum á Miklubaut. Einar bendir
á að 78% tjóna á þessum gatnamót-
um verði vegna aftanárekstra. Ef
umferðarljós yrðu áfram á Miklu-
braut myndi aftanákeyrslum ekki
fækka á þeirri götu og ekki heldur
þar sem væru beygjuljós af Kringlu-
mýrarbraut. Aðspurður segir Einar
að aftanákeyrslum hafi fjölgað hlut-
fallslega á síðustu árum og hafi
Vegagerðin talið að ástæðan væri
einfaldlega aukin umferð. Búast
megi við að aftanákeyrslum fjölgi
enn meira á næstu árum því gert er
ráð fyrir að umferð um gatnamótin
aukist úr 80.000 bílum á sólarhring
upp í 87.000 bíla á sólarhring árið
2007. Einar segir að forvarnahópur-
inn hafi lagt til að gerð verði slaufu-
gatnamót en fleiri kostir séu þó í
stöðunni. Aðalatriðið sé að hvorugri
götunni verði umferðarljós.
Tryggingafélögin um gatnamót
Miklu- og Kringlumýrarbrautar
Vilja frítt flæði
um báðar götur
!
(
, '
*
--
$
./&01
2
$
3$
3
40&-1
5&015&01
Kringlan
BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar
hefur samþykkt að veita 10 milljónir
króna á fjárhagsáætlun næsta árs til
hönnunar hjúkrunarheimilis í bæn-
um. Ekki hefur fengist vilyrði fyrir
byggingu heimilisins en bæjarstjóri
segir vonir standa til að slíkt vilyrði
fáist.
Að sögn Ragnheiðar Ríkharðs-
dóttur bæjarstjóra er bærinn nú að
sækja um fjármagn úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra í fimmta sinn.
Auk þess hafi bæjaryfirvöld fundað
með heilbrigðisráðherra vegna máls-
ins.
„Hann tók okkur vel og við erum
inni í áætlun hjá þeim á bilinu 2004 til
2007. Við setjum þessar 10 milljónir
inn á árinu 2003 vegna þess að við
vonumst til að fá grænt ljós frá þeim
núna um að við getum hafist handa
við þessa hönnun. Það má kannski
segja að við séum að senda þau skila-
boð að við séum í startholunum til að
taka við vilyrði frá þeim um að fá að
byggja hér hjúkrunarheimili.“
Hún segir málið áríðandi og bend-
ir á að í bæjarfélaginu séu á milli 20
og 30 einstaklingar í brýnni þörf fyr-
ir hjúkrunarheimilisrými.
10 milljónir
veittar til
hjúkrunar-
heimilis
Mosfellsbær
SAMNINGAR hafa tekist með Þró-
unarfélagi miðborgarinnar og eig-
endum Markaðstorgsins ehf. um
leigu þeirra síðarnefndu á neðri hæð
Tollhússins svokallaða undir starf-
semi Kolaportsins. Þetta þýðir að
ekki kemur til útburðar starfsemi
Kolaportsins vegna vangoldinna
leiguskulda til Þróunarfélagsins, en
Hæstiréttur hafði úrskurðað að
heimilt væri að bera starfsemina út.
Að sögn Tómasar Jónssonar, eins
af eigendum Markaðstorgsins, hafa
fjárfestingar samfara flutningi Kola-
portsins í Tollhúsið, verið þungur
baggi á rekstrinum. „Við ákváðum
því snemma á þessu ári að leita
frjálsra nauðasamninga við alla okk-
ar lánardrottna. Flestir voru mjög
jákvæðir varðandi að semja við okk-
ur en það tók óheyrilega langan tíma
að fá borgina til að koma inn í þessa
samninga og við frystum allar
greiðslur á þessu tímabili samkvæmt
ráðleggingum okkar lögfræðinga. Á
meðan gafst Þróunarfélagið skiljan-
lega upp á okkur vegna uppsafnaðra
húsaleiguskulda og fór út í þessar
aðgerðir.“
Hann leggur þó áherslu á að nú
hafi málinu lyktað farsællega og ekki
komi til lokunar.
Morgunblaðið/Kristinn
Næstkomandi mánudag hefst jólamarkaður Kolaportsins.
Samningar nást
um Kolaportið
Miðborg