Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA gengur vonum framar og íslensku verkin, sem þegar hafa ver- ið flutt, hafa fengið mjög jákvæðar viðtökur. Flutningur hefur líka ver- ið frábær,“ segir Kjartan Ólafsson tónskáld og einn af fulltrúum Ís- lands á Magma, Norrænum tónlist- ardögum í Berlín. Þetta er í fyrsta sinn að hátíðin er haldin utan Norðurlandanna og seg- ir Kjartan menn hafa rennt nokkuð blint í sjóinn. „Við gerðum okkur enga grein fyrir því hvort við ættum von á góðri aðsókn. Þjóðverjar eru hins vegar gömul og rótgróin menn- ingarþjóð og hafa ekki látið sig vanta. Hátíðin hefur verið mjög vel sótt. Þar spillir eflaust ekki fyrir mikill áhugi Þjóðverja á norrænni menningu.“ Norðmenn eru ábyrgir fyrir framkvæmd hátíðarinnar að þessu sinni og segir Kjartan þá hafa staðið sig með sóma. „Hátíðin hefur bæði verið vel skipulögð og vel kynnt. Hér hittir maður varla leigubílstjóra sem ekki veit af hátíðinni. Það segir sína sögu.“ Kjartan segir að fjöldi umboðs- manna og kynningarfulltrúa frá hin- um ýmsu löndum sæki hátíðina. Og þegar er hlaupið á snærið. „Það er franskur aðili, sem er í tengslum við franska útvarpið, sem vill koma til samstarfs við Norræna tónlist- ardaga þegar þeir verða næst haldnir í Danmörku 2004. Þannig að hátíðin er greinilega að spyrjast út. Þetta þýðir væntanlega að norræn tónlist verður flutt enn víðar en áð- ur sem er auðvitað ánægjulegt.“ Að áliti Kjartans er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að taka þátt í hátíð- um af þessu tagi til að „kynna okkar list, kynna okkar þjóð“. „Við höfum rætt um það hér að efla sameig- inlega kynningu á norrænni tónlist til að styðja við okkar listgrein. Von- andi getum við hrint þeim áformum í framkvæmd sem fyrst. Það er allra hagur.“ Ashkenazy í fínu formi Atli Ingólfsson var fyrstur ís- lenskra tónskálda í sviðsljósinu, síð- astliðinn laugardag, þegar Arditti strengjakvartettinn frá Bretlandi lék verk eftir hann í Otto-Braun- Saal. Að sögn Kjartans heppnuðust þeir tónleikar vel og virtist verk Atla hafa fallið í góðan jarðveg. Þrjú til fjögur tónskáld eiga verk á hverjum tónleikum og á mánudag var röðin komin að Hafliða Hall- grímssyni. Að sögn Kjartans var honum afskaplega vel tekið. „Haf- liða var vel fagnað og hann lenti meira að segja í því eftir tónleikana að gefa eiginhandaráritanir sem ég hélt að væri bara bundið við popp- ara.“ Einn af hápunktum hátíðarinnar voru tónleikar Óslóarfílharm- óníunnar undir stjórn Vladimirs As- hkenazys í aðaltónleikasal Berl- ínarfílharmóníunnar. Þorkell Sigurbjörnsson var í hópi tónskálda sem þar áttu verk. „Þessir tónleikar tókust afskaplega vel. Flutning- urinn var frábær og verki Þorkels vel tekið. Það voru upp undir tvö þúsund manns á þessum tónleikum sem telst mjög gott. Ashkenazy er í fínu formi og greinilegt að hann er að færa sig í ríkari mæli yfir í nú- tímatónlist.“ Á miðvikudag átti Kjartan sjálfur verk á tónleikum í Tränenpalast sem er í austurhluta Berlínar. „Þetta er staður sem menn fóru í gegnum þegar þeir þurftu að kom- ast yfir til Vestur-Berlínar á sínum tíma. Þar hefur verið búið til prýði- legt tónlistarhús, sem er einkum ætlað fyrir raftengda tónlist. Hljóm- burður er mjög góður þarna og gild- ir einu hvar maður situr í salnum.“ Kjartan segir að tónleikarnir hafi gengið vel og salurinn verið fullset- inn, á að giska tvö hundruð manns. Í kvöld verður Ríkharður H. Friðriksson í sviðsljósinu í Trä- nenpalast og á morgun kemur CA- PUT-hópurinn fram á tónleikum í kammermúsíksal Fílharmóníunnar. Á efnisskrá verða meðal annars verk eftir Hauk Tómasson, Snorra Sigfús Birgisson og Atla Ingólfsson, auk færeyska verðlaunatónskálds- ins Sunleifs Rasmussen. Hátíðinni lýkur á morgun. Magma, Norrænir tónlistardagar vel sóttir og vel kynntir í Berlín „Mjög jákvæðar viðtökur“ Ljósmynd/Kjartan Ólafsson Þorkell Sigurbjörnsson og Vladimir Ashkenazy hylltir að flutningi loknum í aðalsal Berlínarfílharmóníunnar. Kjartan Ólafsson og Natasha Barrett tónskáld frá Noregi. Hafliði Hallgrímsson ásamt Bo Rydberg tónskáldi frá Svíþjóð. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14–16 Fram til jóla verða fjórar stuttar sýn- ingar í Rauðu stofunni og verður fyrsta sýningin opnuð í dag. Þá sýna Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen í Gleri í Bergvík nýjar gerðir af glös- um af ýmsu tagi. Glösin nefnast Ar- tika.Gallerí Fold er opið daglega frá 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga frá 14–17. Sýningunni lýkur 6. desember. Opna galleríið verður að þessu sinni á Laugavegi 24, þar sem áður var verslunin NN Boutique. Myndlist- armenn mæta, hver sem vill, á sýn- ingardag og setja upp verk sín milli 13–14, eða mæta á opnunartíma ef um gjörning er að ræða. Sýningin verður opnuð fyrir almenning kl. 14. Verkin eru tekin niður kl. 18. Borgarbókasafnið við Tryggva- götu Þorvaldur Þorsteinsson flytur stutt erindi kl. 14 og segir frá þeim hugmyndum sem liggja að baki Blíðfinns bók- unum og öðrum verkum hans fyrir börn. Í erindinu varpar Þorvaldur m.a. fram spurn- ingum um það hvort við höfum þynnt út gömlu ævintýrin í mis- skilinni tillitssemi við börnin. Hvers vegna erum við svona hrædd við að vera hrædd? Erum við fyrst og fremst að hlífa sjálfum okkur þegar við hliðrum okkur hjá því að ræða óþægileg mál við börn? Súfistinn, Laugavegi 18 Lesið verður fyrir yngstu kynslóðina kl. 11: Guðrún Helgadóttir, Öðruvísi dagar og Brynhildur Þórarinsdóttir, Njála. Þá verður lesið úr Krakkakvæðum Böðvars Guðmundssonar og Hvar endar Einar Áskell? Kristín Sigfríður Garðarsdóttir hefur opna vinnustofu sína Stúdíó Subbu, Hamraborg 1, Kópavogi, kl. 13–18. Eftir að hafa lokið námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands fór hún í framhaldsnám við Dan- marks Design-skólann í Kaupmanna- höfn með aðaláherslu á hönnun á nytjahlutum í gler, leir og postulín. Kaffi Sólon Samsýning þriggja listakvenna verður opnuð kl. 17. Það eru þær Solveig Rolfsdóttir, El- ínborg Hákonardóttir og Helga Ágústsdóttir sem sýna „portrait“ en þær nálgast viðfangsefni sín með ólíkum hætti. Sýningin ber yfirskrift- ina Estrogen. Sýningin stendur til 20. desember. Brúðuleikarinn Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikritið Pönnukakan hennar Grýlu í Borgarbókasafni Gerðubergs kl. kl.13.30. Sýningin er ætluð börnum að 6 ára aldri og segir frá hugvitsamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu. Árnesingakórinn í Reykjavík held- ur kaffi- og jólatónleika í safn- aðarheimili Háteigskirkju kl. 15. Stjórnandi kórsins er Gunnar Ben. Norræna húsið Flóamarkaður verð- ur í dag og á morgun kl. 12–17. Þar verða m.a. húsgögn eftir Alvar Aalto, bækur af ýmsu tagi, sýningarvegg- spjöld, sýningarskrár eldhúsbún- aður. Faktorshúsið, Ísafirði Dýrfinna Torfadóttir gullsmíðameistari og Finnur Guðni Þórðarson nemi henn- ar opna sýningu á módelsmíði kl. 16. Sýningin er opin kl. 14-22 og stendur yfir fram yfir miðjan desember. Tjöruhúsið, Ísafirði Jón Þ. Þór sagnfræðingur heldur erindi kl. 16 þar sem hann ræðir um tengsl Ás- geirsverslunar á Ísafirði við Jón Sig- urðsson og sjálfstæðisbaráttuna á 19. öld. Erindið er þriðja og síðasta uppákoman sem Byggðasafn Vest- fjarða stendur fyrir til að minnast þess að 150 ár eru liðin frá stofnun þessa sögufræga fyrirtækis. Þá verður opnuð sýning á gömlu sím- tæki Ásgeirsverslunar, en fyrirtækið lagði árið 1889 fyrstu símalínu á Ís- landi og náði hún frá Faktorshúsinu upp í verslunarhúsið í Aðalstræti 15. Gallerí Halla, Hafnarfirði Árný Birna Hilmarsdóttir opnar sýningu á landslagi unnu í gler kl. 14. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þorvaldur Þorsteinsson EIN klukkustund er ekki langur partur af mannsævi, en getur þó skipt sköpum þegar tónleikar eru annars vegar, eins og undirrit- aður mátti sanna þegar hann mætti á ofan- greinda tónleika skv. tilkynningu kl. 17 sem reyndust þá hafa hafizt þegar kl. 16. En tæknin lætur ekki að sér hæða, því tónleikarnir voru teknir upp „læf“ á staðnum og þeim er hér ritar síðar sent af- rit á geisladiski frá rit- stjórn með ósk um um- fjöllun eins og ekkert hefði í skorizt. Það er áreiðanlega einsdæmi að gagnrýna tónleikahald in absentia með þessum hætti og hefur vonandi ekki fordæmisgildi. Eftir meðfylgjandi tónleikaskrá að dæma voru tónleikarnir af margvíslegu tilefni. Nefna má að 70 ár voru liðin frá stofnun Félags íslenzkra hljómlistar- manna, 35 ár frá fyrstu opinberu tónleikum Guðnýjar Guðmunds- dóttur á Reykjavíkur- svæðinu fyrir nýstofn- að Tónlistarfélag Kópavogs og 30 frá „debút“ hennar hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík, að ógleymdu 10 ára sam- starfi þeirra Peters Máté. Efnisvalið samanstóð af létt- klassísku góðgæti af erlendum og innlendum toga ásamt fáeinum nýrri íslenzkum smáverkum. Byrjað var á hinni alþekktu Prelúdíu og Allegro Fritz Kreislers upp úr tónlist Pugn- anis. Síðan kom hið ljúfa Moment musical Sveinbjarnar Sveinbjarnar- sonar. Rómantíska Húmoreska Þór- arins Jónssonar var umgirt nýklass- íkerunum Helga Pálssyni (Íslenzk þjóðlög Op. 6 nr. 2, 3 og 5 (Hani, krummi)) og Árna Björnssyni (Róm- anza Op. 14), allt hin áheyrilegustu verk og túlkuð af innlifaðri samúð. „Expromtu“ Páls Pampichlers Páls- sonar var samin 1997 og síðar útsett fyrir tréblásarakvintett til marks um endurvinnslugildi þessa kankvísa en kjarnyrta stykkis sem reyndar kvað byggt á Impromptu hálflanda hans Schuberts í B-dúr. Launpopparinn Atli Heimir Sveinsson hafði útsett slagara eftir sjálfan sig (í „djúsí vir- túósastíl“ að eigin sögn) sem hann nefndi „Af hreinu hjarta, Valse noir“ tileinkað Þorsteini Gylfasyni; lítið en samt allkrefjandi verk sem þau Guðný frumfluttu með tilþrifum. Á undan las Guðný upp samnefnt ljóð eftir Attila Joseph í þýðingu Þor- steins að ósk tónskáldsins. Síðast fyrir hlé flutti dúóið Waltz og frum- flutti sjarmerandi Polonaise eftir undrabarnið og fiðlunemandann Bjarna Frímann Bjarnason, sem greinilega var vel heima í brilljantari tónkrásum Kreislers og Winiawskys og vílaði ekki fyrir sér einn og einn fingurbrjót í leiðinni. Eftir hlé tók dúóið fyrst hina óslít- andi eyrnaorma Kreislers, Liebe- freud, Liebesleid og Schön Rosmar- in með fínni tilfinningu fyrir vínarvalsa-„Schwung“ og hina mús- íkalskt bitastæðari Rómönsu Dvo- ráks Op. 11, lengsta verk kvöldsins sem markaði upphaf „þungaviktar- anna“ í síðasta hluta dagskrár eins og vera bar. Hið geysivinsæla Salut d’amour Op. 12 eftir Elgar (sem bjargað kvað hafa brezka tónskáld- inu frá heilu hungri á sínum tíma) var leikið af þroskaðri tilfinningu og hið þekkta „bravúra“ stykki Camil- les Saint-Saëns, Introduction et Rondo sem túlkað var lauflétt og af kænu tímaskyni, lauk skemmtilegri dagskrá við auðheyranlega eldhlýjar undirtektir áheyrenda. TÓNLIST Salurinn Ýmis skemmtiverk eftir innlenda og er- lenda höfunda. Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Peter Máté píanó. Laugardaginn 23. nóvember kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Gamlar og nýj- ar fiðluperlur Guðný Guðmundsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.