Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 40
HEILSA
40 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Íslenskt
náttúruafl
-
fy
ri
r
or
ku
na
www.sagamedica.com
Í skugga styrjalda
Ljósmyndasýning - Þorkels Þorkelssonar
stendur yfir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.
Á sýningunni eru myndir frá Palestínu og Ísrael sem teknar voru síðastliðið vor ásamt myndum frá ýmsum löndum.
Sýningin er liður í verkefni. þar sem lýst er lífi fólks sem býr við erfiðar að stæður víða um heim.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sýningin stendur til 8. desember.
Eftirtöldum aðilum er þakkaður stuðningurinn:
Flugfélagið Atlanta, Rauði kross Íslands,
Hjálparstarf kirkjunnar, BECO Ljósmyndaverslun, ASÍ, Efling, VR, BSRB, Morgunblaðið.
Spurning: Hvers konar sjúkdóm-
ur er amyloid(osis)? Kona sem
ég þekki er sögð vera með þenn-
an sjúkdóm og ég vil vita hvort
hægt sé að lækna þetta eða sjúk-
dómurinn sé ólæknandi. Ég hef
ekkert heyrt um þennan sjúk-
dóm.
Svar: Amyloid hefur verið kall-
að mýlildi á íslensku og er óeðli-
leg útfelling prótína í ýmsum
vefjum líkamans. Amyloidosis,
sem mætti kalla mýlild-
issjúkdóma, er flokkur sjúkdóma
þar sem mýlildi safnast fyrir í
ýmsum vefjum og líffærum og
truflar starfsemi þeirra. Algeng-
ast er að mýlildi safnist fyrir í
hjarta, nýrum, taugakerfi eða
meltingarfærum. Mýlildi á sér
stundum þekkta orsök og má
nefna sem dæmi berkla eða aðr-
ar langvinnar sýkingar, Alzheim-
ers-sjúkdóm og langvinna bólgu-
sjúkdóma eins og iktsýki.
Algengt er þó að mýlildi eigi sér
ekki neina þekkta orsök. Sjúk-
dómum af þessu tagi var fyrst
lýst fyrir um 350 árum og nafnið
amyloidosis hefur verið notað í
meira en 100 ár. Mýlildi er ekki
krabbamein en er illlæknanlegt
og getur valdið alvarlegum veik-
indum og dauða. Mýlildi er sjald-
gæft og má gera ráð fyrir aðeins
örfáum tilfellum á hverju ári hér
á landi. Sjúkdómseinkennin fara
eftir því hvaða líffæri verða fyrir
barðinu á sjúkdómnum og geta
þess vegna verið margvísleg og
gert sjúkdómsgreiningu erfiða.
Nokkur þekkt einkenni eru
ökklabjúgur, máttleysi, þyngd-
artap, mæði, dofi í höndum eða
fótum, niðurgangur, mikil þreyta,
tungustækkun og svimi. Ein-
kenni og sjúkrasaga geta gefið
grunsemdir um mýlildi en stað-
festing á sjúkdómsgreiningu fæst
einungis með vefjasýni en al-
gengt er að sýni séu tekin úr fitu
á kviðvegg, beinmerg eða enda-
þarmsslímhúð. Þegar sjúkdóm-
urinn leggst á nýrun tapast mik-
ilvæg prótín með þvaginu og það
leiðir til vökvasöfnunar og bjúgs
og stuðlar einnig að þyngdartapi
sem getur numið 10–20 kg. Ef
hjartað er undirlagt getur komið
að því að það dæli ekki nægj-
anlegu magni af blóði á tímaein-
ingu og þá verður hjartabilun;
hjartsláttartruflanir geta einnig
verið vandamál. Stundum verður
taugakerfið fyrir skemmdum og
þá koma einkenni eins og dofi
eða verkir í höndum og fótum,
tilfinningaleysi eða brunatilfinn-
ing. Sjúkdómurinn getur einnig
lagst á taugar sem stjórna
þarmahreyfingum og það getur
leitt til niðurgangs og hægða-
tregðu til skiptis. Eins og áður
sagði er yfirleitt um ólæknandi
sjúkdóm að ræða og að því leyti
eru horfur ekki sérlega góðar.
Það tekst þó og nú eru í gangi
ýmsar rannsóknir sem vonandi
geta bætt horfur sjúklinganna í
framtíðinni. Þau lyf sem oftast
eru notuð eru sterar ásamt lyfj-
um sem notuð eru við illkynja
sjúkdómum. Á allra síðustu árum
hafa verið gerðar rannsóknir
með notkun svokallaðra stofn-
frumna við lækningar á mýlildi
og lofa þær nokkuð góðu.
Hvað er amyloid (mýlildi)?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Mataræði og
lyf halda sjúk-
dómi í skefjum
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
LYF sem innihalda acetýlsalicýl-
sýru, eins og magnýl og aspirín
eru hættuleg börnum og ungling-
um. Bann var lagt á sölu barna-
magnýls hér á landi um árið 1985,
þegar í ljós kom að acetýlsalicýl-
sýra, eykur hættuna verulega á
Reyes-heilkenni sem er sjaldgæft
en kemur oftast þegar barn er að
jafna sig eftir veirusýkingu. Reyes-
heilkennið veldur skemmdum á lif-
ur og heila og leiðir oft til dauða,
að sögn Magnúsar Jóhannssonar
læknis.
Foreldrum er þess í stað ráðlagt
að gefa lyf sem innihalda paraceta-
mól, en þau hafa líka verkjastill-
andi og hitalækkandi verkun.
Stúlka lést í
Bretlandi
Nýlega lést 13 ára stúlka í
Bretlandi af völdum Reyes-heil-
kennis, sem leiddi til þess að
bresk heilbrigðisyfirvöld vara for-
eldara, á nýjan leik, við að gefa
börnum sínum hita- og verkja-
stillandi lyf sem innihalda acetýl-
salicýlsýru. Þetta kom fram í
frétt fyrir skömmu á netútgáfu
Berlingske Tidende. Árið 1963
lýsti ástralski læknirinn Reye,
sjúkdómi sem síðan hefur verið
kallaður Reyes-heilkenni. Reyes-
heilkenni sést næstum eingöngu
hjá börnum yngri en 18–19 ára,
og kemur oftast þegar barnið er
að jafna sig eftir veirusýkingu.
Magnús segir tengslin við magnýl
hafa orðið ljós upp úr 1980 og
fljótlega var hér á landi eins og
víðast hvar annars staðar bannað
að selja lyfið undir nafninu barna-
magnýl og aðvaranir settar á um-
búðir og í fylgiseðla til að vara við
hættunni fyrir börn. „Magnýl og
asprírin eru þess vegna hættuleg
og úrelt lyf fyrir börn. Þau eru
stundum notuð sem verkjastill-
andi lyf handa fullorðnum þótt
segja megi að það sé líka úrelt.
Betri og öruggari lyf eru til dæm-
is íbúprófen og naproxen sem
einnig fást án lyfseðils. Magnýl er
einnig notað í litlum skömmtum
sem segavarnalyf handa þeim
sem eru með kransæðasjúkdóma
og í vissum tilfellum öðrum.“
Morgunblaðið/Kristinn
Foreldrum er ráðlagt að gefa lyf sem innihalda paracetamól, en þau hafa
líka verkjastillandi og hitalækkandi verkun.
Börn og ung-
lingar mega
ekki fá magnýl
Alltaf á þriðjudögumATVINNA
mbl.is