Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
L
EIÐTOGAFUNDUR Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) í Prag í síðustu
viku hefur kveikt umræður um varnarmál
Íslands. Vegna skorts á spennu á Norður-
Atlantshafi hafa þau mál legið nokkuð í
láginni og ekki verið eins ofarlega í hinum pólitísku
umræðum og nauðsynlegt er, því að frumskylda
stjórnvalda og stjórnmálamanna er að sýna umbjóð-
endum sínum, að þeir hafi stefnu og úrræði til að
tryggja öryggi þeirra.
Umræður um íslensk öryggismál eru sérstök vegna
þess, að margir líta þannig á, að þau séu frekar vanda-
mál annarra en okkar sjálfra. Þau snúist um afstöðuna
til Bandaríkjanna og umsvifa þeirra frekar en hvað
gerist hér á landi eða í næsta nágrenni okkar og
hvernig íslensk stjórnvöld geti brugðist við, ef hætta
er á ferðum. Er umhugsunarvert, að þjóð, sem gerir
sér góða grein fyrir hættum frá náttúruöflunum og
grípur til forvarna til að draga úr þeim, skuli líta á
hættur af manna völdum sem viðfangsefni annarra.
Hafi saga 20. aldarinnar átt að kenna eitthvað er
það að vanmeta ekki grimmd og eyðingarmátt manns-
ins. Á lokaáratugi aldarinnar urðum við Evrópubúar
vitni að blóðugum átökum í fyrrverandi Júgóslavíu,
þar sem ekki var síður sýnd grimmd en í fyrri heims-
styrjöldinni eða þeirri síðari; grimmd, sem er svo fyr-
irlitleg, að í huga okkar allra blundaði von um, að hún
hefði orðið siðmenntuðum þjóðum Evrópu víti til að
varast. Annað kom í ljós við sundurliðun stjórnkerfis
kommúnista og verst hafa átökin orðið í Júgóslavíu
fyrrverandi. Minnist ég viðræðna við þingmenn, sem
komust við illan leik frá Sarajevo til fundar á vegum
Evrópuráðsins í Strassborg og sögðu engu líkara en að
átökin hefðu leyst allt hið ömurlegasta í mannlegu eðli
úr læðingi.
Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar ekki efni á því
að hafa að engu viðvaranir um nýjar hættur, sem
steðja að öryggi þjóða eftir lyktir kalda stríðsins. Við
hljótum að bregðast við þessum hættum af sömu
ábyrgð og gert var með aðildinni að NATO 1949 og
varnarsamningnum við Bandaríkin 1951.
x x x
Í stjórnmálalegu tilliti verður leiðtogafundar NATO
í Prag minnst vegna stækkunar bandalagsins, þegar
sjö nýjum ríkjum er boðið að slást í hóp þeir
fyrir eru. Hefur þetta mikil og varanleg áhri
þessara þjóða á alþjóðavettvangi og leiðir til
á NATO.
Fyrir leiðtogafundinn létu ýmsir í veðri va
kannski yrði þessi stjórnmálalega áhersla ha
draga athygli frá raunverulegu hlutverki ban
að vera tæki aðildarþjóðanna til að tryggja ö
með raunhæfum ráðstöfunum á friðartímum
ið er á niðurstöðu leiðtogafundarins sést, að
einnig af skarið um mikilvæg hernaðarleg ef
Leiðtogarnir ákváðu að koma á fót viðbrag
NATO (NATO Response Force NRF), sem
herafla, sem er tæknilega fullkominn, sveigja
hreyfanlegur, samhæfður í vopnabúnaði og s
nógur með sveitum úr land-, flug- og sjóher,
tiltækar með skömmum fyrirvara og senda m
sem þörf krefst samkvæmt ákvörðun fastará
Viðbragðsliðið á að koma til starfa sem fyrst
síðar en í október 2004 og vera fullbúið ekki
október 2006.
Ætlunin er að endurskipuleggja herstjórn
Þær á að minnka, gera skilvirkari og hreyfan
Skipulag herstjórnanna á að tryggja hernaða
tengsl yfir Atlantshaf. Fækka skal starfsmön
an þeirra og í sameiginlegum lofthernaðar-st
stöðvum. Starfræktar verða tvær höfuðherst
önnur í Evrópu (Belgíu) og hin í Bandaríkju
verk Evrópuherstjórnarinnar verður að gera
og stjórna hernaðaraðgerðum. Hlutverk her
arinnar í Bandaríkjunum, sem hefur útibú í
verður að leiða breytingar á heraflanum og s
samhæfingu herja bandalagsþjóðanna í samv
aðgerðaherstjórnina í Evrópu. Varnarmálará
NATO-ríkjanna taka lokaákvarðanir um útfæ
skipulagi herstjórnanna í júní 2003.
Í Prag voru samþykkt markmið, sem band
irnar verða að ná í samræmi við þá ætlun NA
geta beitt nýjum herafla í nútímalegum hern
sem mikil hætta er fyrir hendi. Ríkisstjórnir
arríkjanna ætla að auka getu sína til að geta
við ógn sem steðjar af efnavopnum, líftækniv
geislavopnum og kjarnorkuvopnum; þær ætl
hæfni sína til njósna og eftirlits og til að fylg
atburðum á jörðu niðri úr lofti; bæta yfirstjó
VETTVANGUR
Hættumat leiðtoga
Eftir Björn Bjarnason
S
amskiptin milli Evrópusam-
bandsins og landa Evrópska
efnahagssvæðisins (að Íslandi
meðtöldu) hafa yfirleitt verið
góð og deilurnar hafa ekki ver-
ið of margar. Þetta gæti breyst nú þegar
Evrópusambandið býr sig undir inngöngu
tíu ríkja í Austur- og Mið-Evrópu og
komið gæti upp togstreita um ýmis mál.
Þetta hlýtur að leiða til alvarlegrar um-
ræðu um tengslin milli Íslands og Evr-
ópusambandsins. Lokastaða Íslands gæti
haft mikla þýðingu fyrir framtíð Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Þessi togstreita kom fram á fundi ráð-
herranefndar EES í Brussel í vikunni.
Fyrirhugaðri stækkun Evrópusambands-
ins, sem verður um leið til þess að EES
stækkar, verður komið í framkvæmd á
sama tíma og semja þarf á ný um fram-
lög EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð Evr-
ópusambandsins fyrir aðgang að innri
markaði þess. Framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins segir að EES-ríkin þurfi
að auka þessi framlög verulega. Óljóst er
hversu mikið þau eigi að aukast en þær
tölur sem framkvæmdastjórnin hefur
nefnt hafa valdið uppnámi í EES-lönd-
unum, einkum Íslandi. Framkvæmda-
stjórnin lítur aðeins á þær sem upphaf
umræðu og samningaviðræðna. Frá sjón-
arhóli Íslendinga benda tölur fram-
kvæmdastjórnarinnar til þess að þeir
þurfi að greiða hlutfallslega jafnmikið og
aðildarríki ESB án þess að njóta að fullu
ávinningsins af aðild. Þetta er augljós-
lega ósanngjörn afstaða af hálfu fram-
kvæmdastjórnarinnar en setur einnig Ís-
lendinga í óþægilega stöðu af öðrum
ástæðum (ekki efnahagslegum) þegar
Evrópusambandið heldur áfram innri
breytingum sínum fyrir og eftir stækk-
unina sem Íslendingar hafa engin áhrif á.
Sem þingmaður á Evrópuþinginu hef
ég á síðustu þremur árum verið þess
heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti varafor-
maður tengslanefndar þingsins við Sviss,
Ísland og Noreg (svokallaðrar SIN-
nefndar). Á þessum tíma hef ég að
minnsta kosti átt tvo fundi á ári með
þingmönnum frá hverju þessara landa og
viðræðurnar hafa óhjákvæmilega beinst
að tengslum Evrópusambandsins og Ís-
lands. Stundum hefur talið sveigst að
hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu. Í því felst nokkur kaldhæðni og
ósamkvæmni að öll löndin þrjú styðja
heilshugar stækkun Evrópusambandsins
en vilja ekki sjálf taka þetta skref. Norð-
menn hafa auðvitað tvisvar sótt um aðild
að ESB og síðan hafnað henni í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Umsókn Sviss hefur
verið á borðinu frá 1992 og ESB-aðild er
enn langtímamarkmið ríkisstjórnarinnar
þar en heyrir nú undir hina erfiðu tvíhliða
samninga við ESB. Ísland er enn „und-
antekningin í stækkuninni“; eina ríkið
sem hefur hingað til ekki lagt fram form-
lega aðil
breyting
eru nú í
vindu í E
Það lig
anríkisrá
Íslending
földum lý
EES. Bo
land mitt
ræðishall
eigum þó
kvæmdas
við samn
hafa ver
sem fær
breytingu
Rétti tíminn fyrir Ev
Eftir Diana Wallis
Sjávarútvegsmál tengjast umræðunni um aðild Íslands m
málin framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
FRAMSÓKNARFLOKKUR
OG HEILBRIGÐISMÁL
Halldór Ásgrímsson, formaðurFramsóknarflokksins, lagðimikla áherzlu á heilbrigðis-
mál í ræðu sinni á fundi miðstjórnar
Framsóknarflokksins, sem hófst í
gær. Það kemur ekki á óvart enda hef-
ur Framsóknarflokkurinn borið
ábyrgð á þessum málaflokki í bráðum
átta ár.
Í ræðu sinni gerði Halldór Ásgríms-
son að umtalsefni þá gagnrýni, sem
beint hefur verið að heilbrigðiskerfinu
í opinberum umræðum og velti því fyr-
ir sér af hverju þær athugasemdir
kæmu fram. Hann svaraði eigin
spurningu með þessum orðum:
„Gæti það eitthvað tengzt þeirri
miklu peningahyggju, sem nú er mjög
ráðandi í samfélaginu? Gæti það eitt-
hvað tengzt þeim miklu fjármunum,
sem heilbrigðiskerfið ræður yfir? Er
það ekki kjarni málsins?“
Er það svo? Eru þetta ástæðurnar
fyrir því hve mikið er rætt um heil-
brigðismálin? Tæpast.
Ástæðurnar fyrir því að heilbrigð-
ismálin eru svo mjög til umræðu eru
einfaldlega þær, að almenningur finn-
ur að það eru vandamál í heilbrigð-
isþjónustunni, sem koma niður á fólki,
sem stundum veit ekki hvernig það á
að bregðast við. Það hafa verið brota-
lamir í þjónustu heilsugæzlustöðva.
Það eru of langir biðlistar á sjúkra-
húsum. Ár hvert fylgist fólk með deil-
um forráðamanna Landspítala–há-
skólasjúkrahúss og talsmanna
fjárlaganefndar Alþingis um fjárveit-
ingar til spítalans. Vandamálin í heil-
brigðiskerfinu blasa við öllum.
Með því er ekki sagt að heilbrigð-
iskerfið sé lélegt eða að starfsfólkið á
stofnunum þess kunni ekki til verka.
Þvert á móti er um að ræða frábært
starfsfólk í flestum tilvikum.
Heilbrigðiskerfið hefur einfaldlega
vaxið okkur öllum yfir höfuð og það er
tímabært að leita leiða til þess að tak-
ast á við þau vandamál, sem þar er við
að etja eins og Morgunblaðið hafði orð
á í forystugrein blaðsins í gær.
Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum
í gær virtist formaður Framsóknar-
flokksins vera að svara öfgafyllstu
sjónarmiðum, sem fram hafa komið
um aðild einkarekstrar að heilbrigð-
isþjónustunni. Ekki vill Morgunblaðið
draga úr því, að haldið sé uppi sam-
ræðum við þá hópa, þótt ætla megi að
þeir eigi litlu fylgi að fagna meðal al-
mennra borgara. Hins vegar er
ástæðulaust að gera lítið úr sjónar-
miðum þeirra, sem telja, að einka-
reksturinn eigi hlutverki að gegna á
þessu sviði með því að nefna einungis
til sögunnar öfgafull dæmi um það.
Í ræðu sinni sagði Halldór Ásgríms-
son m.a.: „Þeir hinir sömu og þetta
boða hafa haldið því fram, að einka-
rekstur sé það eina, sem bjargað geti
til að mynda biðlistunum, því þeir sem
efni hafa á geti borgað aukalega og
fengið þá þjónustu fyrr sem aftur
mundi stytta biðtímann fyrir allan al-
menning. Þeir ríku eiga þannig að fá
forgang.“
Er alveg nauðsynlegt að halda uppi
umræðum um hugsanlegar breytingar
á heilbrigðiskerfinu á þennan veg?
Hverjum dettur í hug að „þeir ríku“
eigi að fá forgang? Þeir eru vand-
fundnir í okkar samfélagi, sem hugsa á
þann veg.
Við Íslendingar erum þjóð, sem bú-
um við mikla velmegun. Fólk hefur
efni á því að leyfa sér margt. Eitt af
því er að landsmenn ferðast mikið til
útlanda í sumarleyfum sínum. Er
hugsanlegt að einhverjir einstakling-
ar, sem komnir eru nokkuð við aldur
og þurfa t.d. á bæklunaraðgerð að
halda, sem ekki er kostur á nema eftir
nokkurra missera bið, mundu hugsan-
lega vilja fórna svo sem einu sumar-
leyfi á Spánarströndum fyrir að borga
fyrir aðgerð og fá hana fyrr? Er
kannski hugsanlegt að börn og
tengdabörn mundu vilja taka þátt í því
að auðvelda öldruðum foreldrum sín-
um lífið með því að taka þátt í slíkum
kostnaði?
Auðvitað er svarið við báðum þess-
um spurningum jákvætt. Og það er al-
veg ljóst að því fleiri, sem tækju slíka
ákvörðun þeim mun styttri yrði bið-
tíminn fyrir hina, sem hefðu alls ekki
efni á að greiða fyrir slíka aðgerð á
einkarekinni læknastofu.
Það dettur varla nokkrum manni í
hug að einkavæða allt heilbrigðiskerf-
ið. Þvert á móti er ljóst, að grunnkerfi
heilbrigðisþjónustunnar verður opin-
bert og rekið fyrir opinbert fé. En það
er rangt að halda því fram, að einka-
rekinn valkostur geti ekki komið til
sögunnar á vissum sviðum heilbrigð-
isþjónustunnar án þess að raskað sé
því jafnvægi jafnaðar og velferðar,
sem náðst hefur í íslenzku samfélagi.
Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum
sagði formaður Framsóknarflokksins
einnig:
„Slík framtíðarsýn, tvískipt heil-
brigðiskerfi, mismunun á grundvelli
efnahags- og félagslegrar stöðu, er
ekki sú framtíðarsýn, sem við fram-
sóknarmenn höfum. Við viljum að vel-
ferðarkerfið lúti lögmálum samhjálp-
ar og samvinnu, kærleika og
umhyggju, ekki gróðahyggju.“
Ef ræða Halldórs Ásgrímssonar
þýðir, að Framsóknarflokkurinn sé yf-
irleitt ekki til viðtals um einkarekinn
valkost í heilbrigðiskerfinu verða bæði
formaðurinn og flokkurinn í heild að
svara þeirri spurningu, hvernig þeir
ætli þá að tryggja almenningi í þessu
landi viðunandi heilbrigðisþjónustu.
Hvernig ætla þeir að útrýma biðlist-
um?
Hvernig ætla þeir að tryggja fólki
viðunandi aðgang að heimilislæknum?
Hvernig ætla þeir að tryggja viðun-
andi rekstrargrundvöll spítalanna í
landinu?
Hvernig ætla þeir að lækka beinan
lyfjakostnað sjúklinga, sem nú þegar
er orðinn of hár?
Þeir sem segja að einkarekinn val-
kostur í heilbrigðiskerfinu komi ekki
til greina verða að svara þessum
spurningum. Það á meðal annars við
um Framsóknarflokkinn og talsmenn
hans.
Óbreytt ástand gengur ekki. Bið-
listar sem lengjast í stað þess að stytt-
ast ganga ekki. Það er óviðunandi að
stórir hópar íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins, hvað þá annarra landshluta, geti
ekki haft greiðan aðgang að þjónustu
heimilislækna.
Það væri æskilegt að einhver svör
fengjust við spurningum af þessu tagi
í ályktunum miðstjórnarfundar Fram-
sóknarflokksins, úr því að flokkurinn
telur einkarekstur í einhverri mynd
alls ekki koma til greina í heilbrigð-
isþjónustu.