Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 46
ÚR VESTURHEIMI 46 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞESSUM pistli er farið vítt og breitt. Snert á prófkjörum, Evrópu- sambandinu, NATO, barnafjölskyldum og fleiri flötum. Í fyrsta lagi, prófkjörin: Kon- ur töpuðu í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. En kon- ur og karlar eru jú einstaklingar eins og er svo vin- sælt orð. Í þessum prófkjörum voru einstaklingarnir metnir af því hversu mikið þeir höfðu starfað með flokkunum, hversu áberandi þeir höfðu annars ver- ið og einhverju fleiru. Jakob Frímann hefur víst ekki stórt tengslanet og hefur lítið verið í fjölmiðlum ef sömu mælistiku á að leggja á prófkjör Samfylk- ingarinnar og prófkjör Sjálf- stæðisflokksins þar sem sigur ungu karl- anna á ungu kon- unum var skýrður með mik- illi bar- áttu, stóru tengslaneti, framkomu í fjöl- miðlum og þar fram eftir göt- unum. Þetta væri bara mjög góður endurnýjaður listi sem styrkti flokkinn. En það voru ekki bara ungu konurnar sem lentu neðarlega á lista Sjálf- stæðisflokksins. Ráðherra flokksins, Sólveig Pétursdóttir, hafnaði tveimur sætum neðar en hún ætlaði sér og er það út- skýrt með því að keppinautar hennar um þriðja sætið séu svo öflugir stjórnmálamenn og bar- áttumenn. Ásta Möller lenti í sama sæti og fyrir síðustu kosn- ingar og er framganga hennar stöðvuð af tveimur drengjum, fyrrverandi formönnum ungliða- félaga flokksins. Tveir reyndir þingmenn til viðbótar, Katrín Fjeldsted og Lára Margrét Ragnarsdóttir, mega lúta nið- urstöðunni: 11. og 12. sæti. Þær hafa víst ekki nógu stórt tengslanet og eru ekki eins áberandi og karlarnir. Allar þessar konur eru einstaklingar og voru metnar samkvæmt því, að sögn forystu flokksins, er hún þá ekki að segja að kon- urnar séu síður hæfir ein- staklingar en karlarnir á listan- um? Að konur séu síður hæfar til stjórnmálastarfa en karlar? Allir vilja að konur sitji á Al- þingi og flestir vilja enn fjölga þingkonum sem eru um 35% þingmanna. Prófkjör Sjálfstæð- isflokksins um síðustu helgi er skref afturábak í jafnrétt- ismálum. Umræðan sem fram hefur farið í kjölfarið er dæmi- gert yfirklór og þær fullyrð- ingar sem þar hafa verið settar fram ganga þvert á niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa ver- ið á þátttöku kvenna í stjórn- málum. Hvað veldur því að konur í sjálfstæðisflokknum keppast við að réttlæta þetta prófkjör? Hvað gerist nú þegar formanni Landssambands sjálfstæð- iskvenna, Helgu Guðrúnu Jón- asdóttur, verður hafnað af kjör- nefndinni í Suðvesturkjördæmi? Verður það ekki kornið sem fyllir mælinn og til þess að sjálfstæðiskonur tjái sig? Hvað varð um sjálfstæðar konur? Það lítur heldur ekki út fyrir að kona leiði neinn lista Sjálfstæð- isflokksins fyrir næstu kosn- ingar. Þetta eru dæmi um hversu öfugsnúin íslensk stjórnmál eru stundum. Skref afturábak í jafnréttismálum er talað upp í að verða endurnýjun á lista og réttlát samkeppni einstaklinga. Annað dæmi um hvernig um- ræðunni er snúið á hvolf eru Evrópumálin. Samkvæmt stefnumálum sambærilegra stjórnmálaflokka í nágranna- löndunum, ætti Sjálfstæð- isflokkurinn sem hægri- miðjuflokkur að vera ötulastur stuðningsflokkur Evrópusam- bandsaðildar hér á landi en er í staðinn harðasti andstæðingur. Vinstriflokkurinn Samfylkingin er aftur á móti yfirlýstur stuðn- ingsflokkur. Fróðlega grein um Evrópusambandið og stjórn- málaflokkana eftir Birgi Her- mannsson má lesa á strik.is. Undanfarið hafa orðið miklar umræður um framlög Íslands í þróunarsjóð ESB og fullyrð- ingar íslenskra stjórnvalda á þá leið að fráleitt sé að framlög Ís- lands verði stóraukin líkt og ESB hefur farið fram á. Þetta þarf að semja um. Íslensk stjórnvöld greiða glöð til varn- armála hjá NATO og allt í lagi með það. Þróunarsjóður ESB er ekkert síður þarft verkefni og það er kominn tími til að við förum að greiða í samræmi við aðild okkar að EES. Að ríki- dæmið Ísland fari að borga fyr- ir sig í alþjóðasamstarfi og Ís- lendingar hætti þeim hugsunarhætti að græða á slíku samstarfi en leggja sem minnst af mörkum. Á þessum vettvangi í vikunni var bent á það að Evrópusinn- aðir hægrikratar og meðalfjöl- skyldufólk hefði í engin hús að venda í íslenskum stjórnmálum og eru margir sem taka heils hugar undir þau sjónarmið. En af hverju ætti ungt fólk að vilja að Ísland gangi í Evrópusam- bandið? Til að búa í haginn fyr- ir framtíðina. Til dæmis til að vextir hér á landi lækki og til að matvöruverð hér á landi lækki. Og til að lífskjör almennt standist einhvern samjöfnuð við það sem m.a. gerist á Norð- urlöndunum og víðar í Evrópu. Lífskjör hér á landi eru nefnilega ekki nógu góð. Og barnafjölskyldur eru meðal þeirra sem finna fyrir því. Þær eru að koma sér upp húsnæði og fjölskyldulífið einkennist af mikilli vinnu og fáum sam- verustundum. Sem hlýtur að koma niður á börnunum. Fólki á vinnumarkaði eru boðin betri kjör í þeim löndum sem Ísland er borið saman við. Í öðrum löndum en Íslandi tekst fólki að lifa góðu lífi á einum og hálfum launum, jafnvel bara einum. Þau eru reyndar stundum lægri en á Íslandi en á móti kemur að matvara er margfalt ódýrari. Í Svíþjóð og víðar er fólki gert kleift að eiga samverustundir með fjölskyldu sinni. Vinnu- tímareglur eru virtar og yf- irvinna er greidd í fríum. Hugsum um þetta við kerta- ljósið á aðventunni. Einstak- lingar Skref afturábak í jafnréttismálum er talað upp í að verða endurnýjun á lista og réttlát samkeppni einstaklinga. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Þessi saga, landnámssaga Ís-lendinga í Vesturheimi,hefur lengi verið áhugamálmitt,“ segir Jónas Þór. „Hún hafði aldrei verið skrifuð í heild sinni, hvorki á íslensku né ensku, og þegar Landafundanefnd auglýsti ýmsa styrki í tengslum við mikið átak varðandi Íslendinga í Norður-Ameríku, sótti ég um, en við það að hugmyndin hlaut náð fyrir augum nefndarinnar byrjaði boltinn að rúlla. Ég hafði reyndar rannsakað landnámssöguna í um tvo áratugi eða frá 1977, þegar ég byrjaði í mastersnámi við Manitoba-háskóla í Winnipeg, og hugsaði mér alltaf að skrifa söguna á íslensku, en nefndin vildi söguna á ensku og nú liggur hún þannig fyrir.“ Sagan frá 1856 til 1908 Í bókinni er sagt frá fyrstu ís- lensku vesturförunum til Utah 1856 og landnámssagan frá 1870 til 1908 rakin, fjallað er um helstu staði í Norður-Ameríku, sem íslensku vest- urfararnir völdu til búsetu, gerð grein fyrir hvers vegna viðkomandi staður var valinn og hvernig til tókst hverju sinni. „Ég geri grein fyrir þessum flutningum frá því Íslend- ingar settust að í Utah 1856 og þar til landnám þeirra á Point Roberts í Washington-ríki varð löglegt 1908. Mér finnst sérstaklega athyglisvert hvað landnám í Bandaríkjunum heppnuðust betur en í Kanada fyrsta áratuginn,“ segir Jónas, sem leitaði víða fanga og aflaði sér meðal annars upplýsinga hjá opinberum stofn- unum og bókasöfnum í Wisconsin, Minnesota, Dakota og Washington í Bandaríkjunum auk víðtækra heim- ilda í Kanada. „Þessar upplýsingar vörpuðu ansi góðu ljósi á þessa sögu,“ segir hann. Frá um 15.000 manns upp í um 200.000 manns Í bókinni kemur glögglega fram að Nýja Ísland í Manitoba í Kanada var frekar lítill þáttur í landnáms- sögunni. „Tilraunin með Nýja Ísland stóð yfir í fimm ár, 1875 til 1880. Hún mistókst algerlega. Vert er að minna á að þar komu við sögu einungis lítið brot vesturfara, þetta 1.500 til 1.600 manns. Um 1880 voru aðeins liðlega 3.000 íslenskir vesturfarar í Am- eríku, en alls fóru um 15.000 manns vestur á vesturfaratímabilinu. Ef menn fóru ekki til Nýja Íslands hvert þá? Nýja Ísland varð í raun og veru aldrei fjölmennasta nýlendan, nema í skamman tíma, en Manitoba varð auðvitað helsta fylki Íslendinga í Kanada og helsti staður þeirra í Norður-Ameríku,“ segir Jónas. Talið er að um 200.000 manns af íslenskum ættum séu í Norður- Ameríku. Jónas segir að Íslendingar hafi víða blandast fólki af öðrum uppruna, m.a. strax við komuna til Washington-eyju 1870. „Þar týndust afkomendur vesturfaranna fljótlega í fólksmergðinni í Bandaríkjunum, en ég fann heimildir um fólk af ís- lenskum uppruna víða í Bandaríkj- unum um 1910 til 1915, fólk sem síð- ar hvarf í fjöldann. Í öllum skrám og manntali voru Íslendingar taldir sem Danir til 1926 og það auðveldar ekki leitina.“ Aðlögunin skipti öllu máli Í bókinni kemur fram að á árunum 1870 til 1872 fóru nánast allir ís- lensku vesturfararnir til Bandaríkj- anna og á fyrstu árum vesturfara- tímabilsins varð Milwaukee höfuðból Íslendinga vestanhafs. Landnám í Kanada hófst 1873 og þegar Nýja Ís- land hafði verið stofnað 1875 fóru flestir þangað í gegnum Bandaríkin. Um 1890 fór fólk að flykkjast víða að úr Bandaríkjunum og Kanada til Saskatchewan og í svonefndri Vatnabyggð varð til merkileg ný- lenda Íslendinga. Út öldina hélst svo landnámið áfram vestur að Kletta- fjöllum og upp úr aldamótunum myndaðist íslenskt samfélag við Kyrrahafsströndina, bæði í Banda- ríkjunum og Kanada. „Íslendingum vegnaði vel þegar þeir tóku þá stefnu að aðlagast norður-amerísku samfélagi eins og þeir gerðu í Bandaríkjunum í kringum 1873 og sættu sig við það að þeir voru hluti af bandarísku samfélagi, en þeim gekk illa meðan þeir gengu með það í maganum að þeir gætu búið svo af- skekktir og einangraðir að þeir gætu áfram verið Íslendingar. Frá 1873 til 1880 reyndu þeir landnám á fjórum afskekktum stöðum í Kanada og það misheppnaðist í öll skiptin. Þeir reyndu að setjast að á Elgsheiðum í Marklandi, á tveimur stöðum í Ont- ario og í Nýja Íslandi, en síðast nefndi staðurinn var nánast kominn í eyði 1880. Hins vegar blómstraði byggðin þar eftir að millivatnasvæð- ið svonefnda milli Winnipeg-vatns og Manitoba-vatns var opnað og byggð- in dreifðist. Nýja Ísland er auðvitað merkilegasta nýlendan í sögunni vegna þess að þetta var eini stað- urinn þar sem reynt var að stofna al- íslenska nýlendu og sett sérstök stjórnarlög og svo framvegis. Í þessu sambandi er merkilegt að greina frá því að þegar lög um tungumál í skólum í Manitoba voru sett 1896 var þjóðarbrotum boðið að kenna á sínu máli ef 10 eða fleiri nemendur sömu þjóðar voru saman í bekk. Íslendingarnir í Gimli höfnuðu þessu og kusu að kenna áfram á ensku. Með öðrum orðum höfðu þeir alveg snúið við blaðinu frá því ný- lendan hafði verið stofnuð, en þar átti einungis að tala íslensku. Íslend- ingarnir höfðu séð að til að ná settu marki, að skapa sér og sínum betra lífsviðurværi en þeir áttu kost á á Ís- landi, urðu þeir að aðlagast sam- félaginu. Kanadískir sagnfræðingar segja reyndar oft að Íslendingarnir hafi verið með allra bestu innflytj- endunum vegna þess að þeir hafi að- lagast svo rækilega kanadíska sam- félaginu.“ Til sölu á Íslandi Háskólaútgáfa Manitobaháskóla í Winnipeg gefur bókina út. Hún er liðlega 300 blaðsíður með sérstökum skýringarkafla, viðamikilli heimild- arskrá og nafnaskrá. Hana prýða kort, sem sýna helstu landnámsstaði Íslendinga í Vesturheimi, og fjöl- margar myndir, sem hafa ekki birst opinberlega áður. Bókin er komin í sölu í Kanada og Bandaríkjunum og er væntanleg til Íslands um helgina, en hún verður til sölu í bókabúðum Máls og menning- ar. Landnámssaga Íslendinga í Vesturheimi komin út á ensku Sagan í heild skráð í fyrsta sinn Fyrir skömmu kom út í Winnipeg í Kanada bók eftir Jónas Þór, sagnfræðing, Icelanders in America: The First Settlers eða Landnámssaga Íslendinga í Vestur- heimi. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Jónas í tilefni útgáfunnar. Morgunblaðið/Kristinn. Jónas Þór með bók sína, Icelanders in America: The First Settlers eða Landnámssögu Íslendinga í Vesturheimi. steg@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.