Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 54

Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Snjólaug Karls-dóttir húsmóðir á Kili í Aðaldal fæddist á Knútsstöð- um í Aðaldal 23. september 1914. Hún lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 20. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Karl Sig- urðsson og Sigríður Kristjánsdóttir kona hans, húsbændur á Knútsstöðum. Snjó- laug var þriðja af sex börnum þeirra hjóna. Eftirlifandi eru Guðfinna og Sigurður. Látin eru Emilía, Elísabet og Jón. Snjólaug giftist 6. júní 1937 Birni Sigtryggssyni, f. 25. nóv. l899, frá Jarlsstöðum í Aðaldal, og þar bjuggu þau þar til hann lést 1954. Eftir það byggði hún, ásamt börnum þeirra hjóna, nýbýl- ið Kjöl í Aðaldal. Börnin eru fjögur: 1) Sigurður Karl, f. 1937, bóndi á Kili. 2) Sigtryggur, f. 1941, smiður, búsettur á Húsavík, kvæntur Ingibjörgu Gísla- dóttur, þau eiga þrjú þörn og sex barnabörn. 3) Jón- inna Sigríður, f. 1944, býr á Ísólfs- stöðum á Tjörnesi, gift Jóel Friðbjarn- arsyni bónda þar. 4) Friðrik, f. 1950, bifreiðarstjóri, búsettur á Kili, sambýliskona hans er Ingi- björg Arnkelsdóttir, hún á tvær dætur. Útför Snjólaugar fer fram frá Neskirkju í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Minningin um Snjólaugu móður- systur mína er jafngömul minni mínu, þar sem ég ólst upp á heimili foreldra hennar, afa míns og ömmu á Knútsstöðum. Heimsóknir voru gagnkvæmar og börnin hennar mér einstaklega kær leiksystkin. Gamla íbúðarhúsið á Jarlsstöðum var ekki stórt. Höll var það nú samt. Á neðri hæðinni bjuggu bróðir Björns og kona hans, með stóran, myndarlegan barnahóp, og á loftinu Björn og Snjólaug með sinn hóp. Á þessum árum var enn við lýði í Aðaldal stofnun sem nefndist farskóli. Ég minnist hans á Jarlsstöðum, kennt í stofunni niðri og aðkomubörn á báðum heimilum. Þá var nú stundum líf á Læk. Öllu þessu tók móðursystir mín með jafnaðargeði. Björn var smiður og vann oft að heiman. Allir innanstokksmunir voru unnir af hans högu höndum, svo lék hann stundum á fiðluna sína. Hann lést fyrir aldur fram eftir langvarandi veikindi. Elsta barnið var þá átján og yngsta aðeins fjög- urra ára. Þá stóð Snjólaug ein uppi með börnin sín. Fljótlega seldi hún partinn sinn úr Jarlsstöðum og flutti í foreldrahús um nokkur ár, meðan byggt var nýbýli og ræktað tún í fögrum hlíðum Hvammsheið- ar. Kjölur heitir það, dregið af ör- nefni í landinu. Þangað fluttu þau svo, þar átti hún heima og var kjöl- festa heimilisins í yfir 40 ár. Síðust árin með sonum sínum tveimur. Hin stofnuðu heimili og fluttust burtu eins og gengur. Hún var glöð og stolt yfir barnabörnunum sínum og ekki síður þegar langömmu- börnin bættust við. Frænka mín var einstaklega hæglát kona, dagfarsprúð, glettin og afar góð heim að sækja. Ekki kvartaði hún þótt eflaust væru kjör hennar erfið á stundum. Öll hennar verk voru unnin af sérstakri natni, hirðusemi og vandvirkni. Kröfur hennar beindust að henni sjálfri, að gera alltaf sitt besta. Ég fann hana síðast á áliðnu sumri á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Kveðjan hennar var jafnhlý og áð- ur. En hún horfði óræðum augum út um vesturgluggann sem hún lá við, yfir sólglampandi Skjálfand- ann, á Kinnarfjöllin, sem hún hafði alla ævi séð út um gluggann sinn. Ég bað þess að hugur hennar væri við annan glugga suður í Aðaldal og glampinn væri af Laxá. Hóg- væru og annasömu lífi er nú lokið. Blessuð sé minning hennar. Karlotta Sigríður. SNJÓLAUG KARLSDÓTTIR ✝ Jónína GuðnýÞorgrímsdóttir fæddist í Ysta-Bæli undir A-Eyjafjöllum 9. mars 1913. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Þorvaldsson, bóndi í Ysta-Bæli og síðar á Raufarfelli, f. í Brennu undir V- Eyjafjöllum 23. nóv. 1886, og kona hans Guðfinna Runólfs- dóttir, f. í Hörgslandskoti á Síðu 26. jan. 1883. Systkini Jónínu eru Guðrún, fiskverkakona í Hafnar- firði, f. á Raufarfelli 6. nóv. 1916, Kristín Lilja, f. á Raufarfelli 17. nóv. 1919, d. 17. febr. 1923, og Þorvaldur, vélvirki í Hafnarfirði og bóndi á Raufarfelli, f. á Rauf- arfelli 19. nóv. 1925. Maður Jónínu var Tómas Guð- jónsson, f. á Raufar- felli 9. mars, 1899, d. 11. maí 1970. Dóttir þeirra er Guðfinna Lilja Tóm- asdóttir, f. 30. mars, 1943. Dætur hennar og Óskars Einars- sonar frá Vest- mannaeyjum, f. 7. febr. 1945, eru þrjár, þær eru: Inga, hjúkrunar- fræðingur í Hafnar- firði, f. 1966, gift Pétri Lúvissyni frá Selfossi, þau eiga tvo syni. Hrefna, kennari í Hafn- arfirði, f. 1971, gift Páli Erlings- syni úr Hafnarfirði. Þau eiga dreng og stúlku. Ásta Jóna, starfsmaður hjá Flugleiðum, f. 1977. Í sambúð með Manzo Nu- nez frá Spáni. Útför Jónínu verður gerð frá Eyvindarhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Við kveðjum þig nú með söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir allt sem þú kenndir okkur og miðlaðir með visku þinni og kærleika. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og það voru forréttindi að fá að alast upp í návist þinni. Ef fleiri hefðu gildin þín í hávegum væri heim- urinn betri og friðsælli. Þú sagðir oft að okkur bæri að elska náung- ann eins og sjálfar okkur en það var stundum erfitt fyrir litlar ömmustelpur að skilja hvað þú átt- ir við með því. Sá skilningur jókst þó með árunum og nú reynum við að muna þessi orð og fara eftir þeim eftir bestu getu. Þú varst að mörgu leyti á undan þinni samtíð. Löngu áður en það komst í tísku að tala um gildi hreyfingar og hollra lífshátta varst þú farin að stunda sund og göngur reglulega. Þú varst hörkudugleg, kvartaðir aldrei og þér fannst ekk- ert verkefni of stórt til að takast á við það. Við systurnar vitum að með því að hafa þín lífsgildi í huga verðum við betri manneskjur og við ætlum svo sannarlega að reyna það. Hin síðari ár voru það barna- barnabörnin sem áttu hug þinn og hjarta. Ekkert var eins mikilvægt í lífinu og það að hlúa vel að börn- unum okkar og þú sagðir að það væri okkar stærsta verkefni. Við minnumst þín með ást og hlýju og munum reyna að fylgja þínu fordæmi í framtíðinni því eins og vinur okkar sagði um þig: ,,Hún þroskaði hugarferli sérhvers manns með afstöðu sinni til lífs- ins.“ Inga, Hrefna og Ásta Jóna. Jónína Guðný Þorgrímsdóttir fæddist í Ysta-Bæli undir Austur- Eyjafjöllum hinn 9. mars 1913. Sama ár fluttist hún með foreldr- um sínum að Raufarfelli í sömu sveit og sleit þar barnsskónum. Hún var elst fjögurra systkina, hin eru: Guðrún, Kristín Lilja og Þor- valdur. Jónína fór á vertíðar í Vest- mannaeyjum eins og svo margt ungt fólk á þessum tíma en hug- urinn stóð til sveitarinnar, þar vildi hún lifa og starfa. Hún giftist Tóm- asi Guðjónssyni frá Raufarfelli (miðbænum) en á þessum tíma var fjórbýli á Raufarfelli. Þau hófu bú- skap þar árið 1941 og bjuggu á Raufarfelli til 1970 er Tómas lést. Þau eiga eina dóttur, Guðfinnu Lilju, f. 1943, og fluttist Jónína til hennar eftir lát manns síns en hún bjó þá í Vestmannaeyjum. Í Vest- mannaeyjum vann Jónína lengst af á elliheimilinu. Hún fluttist svo til Hafnarfjarðar árið 1993 og bjó síð- ustu árin á Hrafnistu. Þegar ég hugsa til baka er tvennt sem stendur upp úr í minn- ingunni um Jónínu. Í fyrsta lagi mikill áhugi hennar á sveitastörf- um og gekk hún til verka utan húss sem innan. Hún var sívinnandi og hugurinn mikill. Ég minnist þess hve henni var mikið í mun að krakkarnir, sem hjá henni voru á sumrin, tækju þátt í daglegu lífi sveitamannsins og lærðu að vinna. Hún taldi það mikilvægt veganesti fyrir framtíðina. Þessi dugnaður kom Jónínu að góðum notum á efri árum, en hún lagði þá hart að sér til að halda líkamlegu þreki. Hún lærði t.d. að synda eftir að hún kom til Vestmannaeyja og stundaði þá íþrótt á meðan hún mögulega gat. Hitt sem mig langar til að nefna í fari Jónínu er trú hennar á Jesú Krist sem mótaði allt hennar líf. Hún gerði kærleiksboðskap Frels- arans að sínum lífsmáta og leitaðist við að hjálpa öðrum hvar sem færi gafst. Hún var því ekki bara heyr- andi orðsins heldur einnig gerandi og leitaði stöðugt að tækifærum til að geta orðið öðrum að liði. Það kom því ekki á óvart að hún færi að vinna við umönnun eftir að hún hætti búskap. Eftir að hún hætti að vinna á elliheimilinu í Vestmanna- eyjum hélt hún áfram að koma þangað til að stytta fólki stundir og uppörva það. Með Jónína er genginn góður þegn sem lifði lífinu þannig að til eftirbreytni var. Ég þakka henni samfylgdina og góða sáningu inn í mitt líf. Guðni Þorvaldsson. JÓNÍNA ÞORGRÍMSDÓTTIR Það er með söknuði og sárum trega sem við kveðjum Jónínu. Hún var yndisleg kona sem sýndi samferðafólki sínu óendanlega hlýju, virðingu og rausn og lét sig ætíð varða um náungann. Það skapar yl í sálina að hafa kynnst henni. Fjölskyldan Klausturhvammi 10. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANFRÍÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- heimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Stella Stefánsdóttir, Guðmundur Georgsson, Emma Stefánsdóttir, Gunnar Jónsson, Birgir Stefánsson, Heiða Hrönn Jóhannsdóttir, Stefán Stefánsson, Hólmfríður Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, SVANHILDUR EGGERTSDÓTTIR frá Holtseli, verður jarðsungin frá Grundarkirkju miðviku- daginn 4. desember klukkan 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Kristnesspítala njóta þess. Hildur Egilsdóttir, Guðrún Egilsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Nesbala 62, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 23. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorsteinn J. Þorsteinsson, Hlöðver Þorsteinsson, Hanna Fríða Jóhannsdóttir, Anna María Þorsteinsdóttir, Hörður Valdimarsson, Helga Kristín Þorsteinsdóttir, Guðni D. Óskarsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ÁGÚST SÆLAND fyrrum garðyrkjubóndi Espiflöt, Þrastarrima 1, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánu- daginn 2. desember kl. 13.30. Hulda G. Sæland, Sigríður Sæland, Árni Erlingsson, Gústaf Sæland, Elín Ásta Skúladóttir, Stígur Sæland, Kristín J. Arndal, Klara Sæland, Haraldur B. Arngrímsson, Sveinn Auðunn Sæland, Áslaug Sveinbjarnardóttir, Eiríkur Ómar Sæland, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS FRIÐRIK EINARSSON pípulagningarmeistari, Rauðalæk 71, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 28. nóvember. Ásdís Bjarnadóttir, Þórey Magnúsdóttir, Bjarni E. Magnússon, Jóna Þ. Magnúsdóttir, Salvar Guðmundsson, Guðmundur S. Magnússon, Einar Magnússon, Gunnhildur Konráðsdóttir, Magnús Á. Magnússon, Heiða Hringsdóttir, Kristján Magnússon, Ásdís Ásgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.