Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 59 FORDÓMAR hafa verið mikið í umfjölluninni á þessu ári, sem von- andi hefur orðið til þess að einhver hefur horft í eigin barm og ákveðið að blása þá burt. Hafi menn gert það er það vafalaust léttir bæði fyrir þann sem hefur orðið fyrir fordóm- um, en líka fyrir þann sem var fullur fordóma. Víðsýni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum gerir líf okkar allra fyllra og ánægjulegra. Fordómar og útskúfun Áhersla Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar varðandi HIV/al- næmi á þessu ári er einmitt barátta gegn fordómum og útskúfun. Gæti ástæða þess að ekki ber mikið á hóp HIV-jákvæðra og alnæmissjúkra í okkar samfélagi í dag verið sú að þeir óttast fordóma og útskúfun? Því miður er það oftast ástæðan. For- dómarnir viðhaldast frekar sjáist þeir smituðu lítið. Einhver þarf því að taka af skarið. Væri það ekki ein- falt og göfugt markmið okkar HIV- neikvæðra að allir fái notið sín á sín- um eigin forsendum og að enginn þurfi að lifa í felum eins og ,,huldu- börnin“ hennar Evu forðum? Ég hef sjálf verið svo heppin, vinnu minnar vegna, að kynnast mörgum HIV-já- kvæðum og sjá að þau eru bara ósköp eðlilegt og ábyrgt fólk. Fólk sem stundar sína vinnu, hefur sín áhugamál, sína skapgerð og sinn sér- stæða smekk. Mörg þeirra eru meira að segja ekki bara klár og dugleg, heldur líka skemmtileg og fyndin. Það eina sem skilur okkur að er sjúk- dómurinn. Sumir eru óheppnari en aðrir… Það sem gerir gæfumuninn á milli þeirra og okkar, er að þau voru hræðilega óheppin í sínu kynlífi, smituðust við óvarðar samfarir. En rétti þeir upp hönd, þeir sem ekki hafa líka tekið slíka áhættu í lífinu. Ég gæti trúað að margar hendur sjá- ist á lofti. Því langar mig að spyrja ykkur mjög persónulegrar spurn- ingar. Hvað myndi ykkur finnast um það ef þið væruð smituð? Ég held að flestum þætti nóg um að þurfa að að- laga líf sitt sjúkdómnum og ekki hvað síst þeim andlegu og félagslegu afleiðingum sem gjarna fylgja í kjöl- farið. Ég er þess fullviss að allir myndu gjarnan vilja sleppa við að lifa líka í einangrun og útskúfun vegna fordómanna sem tengjast þessum sjúkdóm. Hvað er til ráða? Hvernig væri að við stöldruðum aðeins við, hugsuðum okkur um og opnuðum síðan dyrnar og leyfðum ,,huldubörnum“ Evu að lifa eðlilegu lífi á meðal okkar? Er þetta ekki bara spurning um vilja, skilning og víðsýni? Hvaða áhrif haldið þið að slíkt myndi hafa á líf HIV-jákvæðra og alnæmissjúka? Eiga þeir að lifa í ævilangri útskúfun fyrir eitthvað sem hefði getað hent mörg okkar? Ég bara spyr… Ég bara spyr… Eftir Sigurlaugu Hauksdóttur „Það eina sem skilur okkur að er sjúkdóm- urinn.“ Höfundur er félagsráðgjafi á Land- spítalanum – háskólasjúkrahúsi. Alltaf á þriðjudögum Jólahvað á Geysi! Pantanasími 486 8915 Netfang: geysir@geysircenter.is Pantanasími 486 8915 Netfang: geysir(att)geysircenter.isKomdu og leyfðu okkur að stjana við þig og þína Aðeins kr. 4.900 Hátíðlegt jólahlaðborð 7. desember Enginn annar en Bergþór Pálsson kemur og fyllir okkur af gleði Jólahlaðborð 30. nóv. og 14. des. Stórskemmtilegt borðhald og ball með Karma 30. nóv., 7. og 14. des. Hótel Geysir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.