Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG er bindindisdagur fjöl- skyldunnar, sem Bindindisamtök IOGT á Íslandi halda í samráði við önnur forvarnarsamtök hér á landi. IOGT eru alþjóðleg bindindissamtök gegn vímuefnum. Að þessu sinni er bindindisdagurinn daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, hinn 1. desember. Það er því ekki úr vegi að setja sér markmið á bindindisdegi fjölskyldunnar með aðventuna í huga. Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um fíkniefnasölu í nokkrum grunnskólum hér á landi. Allir fjölmiðlar hafa fjallað um málið, ýmsum sjónarhornum verið velt upp og er það vel. Eftir þessa miklu um- fjöllun standa eftir ýmsar hugmynd- ir úr umræðunni: „Skólar geta ekki tekið á málinu nema takmarkað, for- eldrar verða að koma inn í málið, börn í neyslu fá ekki áheyrn í heil- brigðiskerfinu, við þurfum meiri áherslu á „lífsleikni“, samstillt átak ríkis, sveitarfélaga, skóla og heim- ila“. Svona mætti lengi telja upp úr- ræði sem komið hafa til álita og um- ræðu. En verðum við ekki að spyrja okk- ur sjálf, hvernig við getum lagt okk- ar af mörkum hvert og eitt og í sam- einingu með fjölskyldu okkar? Við getum gert þeim ljósar afleiðingar neyslu hvers konar vímuefna, að áfengi ógleymdu. Hvar eiga börnin okkar frekar öruggt skjól og forvörn gegn klóm fíkniefnasala og neyslu vímuefna en hjá foreldrum og nán- ustu ástvinum? Flestir eiga kærar minningar um sín bernskujól. Mörg skáld hafa kveðið dýrt um slíkar æskuminning- ar. Davíð Sefánsson frá Fagraskógi minnist áhrifa móður sinnar í kvæð- inu Jólakvöld á þessa leið, þriðja er- indi: Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Þú gafst mér þrá, sem ég göfugasta á, og gleði, sem aldrei kól. Ef ég hallaði mér að hjarta þér, var mér hlýtt; þar var alltaf skjól. Áfram munu nýjar kynslóðir eign- ast minningar um bernskujólin sín. Það er því afar brýnt að fjölskyldan eigi sér helgar stundir á aðventunni, þar sem börnin finna öryggi og frið, og búa um um leið til varanlegar minningar í litlum hugum. Margt hefur breyst í okkar sam- félagi síðan Davíð frá Fagraskógi orti þetta fallega jólakvæði. Samfara aðventunni hefst stærsta verslunar- vertíð ársins í tilefni jólanna, það er falleg hugsun sem einkennir góð samskipti að gefa gjafir og gleðja hvert annað um jólin. Um fram allt leggjum mesta áherslu á boðskap jólanna um kær- leika og frið milli allra manna og þjóða. Þar sem hjálp til okkar minnstu bræðra og systra, hinna þjáðu og fátæku (Mt 25.40), er hinn sanni náungakærleikur, sem Kristur grundvallaði með dæmusögunni um miskunnsama samverjann. Þar sem hann sjálfur, Jesús Kristur, er per- sónugervingur samverjans í sögunni (Lk 10.33). – Vímulaus aðventa og jól eru vel fallin til að mynda umgjörð um vímu- lausa æsku og endurkomu Jesú Krists í heiminn. – Þýðing herra Karls Sigurbjörns- sonar biskups á aðventussálmi núm- er 721 í sálmabókinni undirstrikar mikilvægi þess að eiga helga aðvent- ustund með háleitum markmiðum. Þriðja erindi er á þessa leið: Í árdagsbirtu efsta dags við endurkomu hans, mun mætti dauðans, angist ógn rýmt úr lífi manns. Og heimar, geimar, mannsins mál merlar gleði’ og trú. Því aðventunnar ómi bæn: Kom, ástvin, Kristur, nú! Bindindisdagur fjöl- skyldunnar – vímu- efnalaus aðventa Eftir Sigríði Laufeyju Einarsdóttur „Það er því afar brýnt að fjölskyldan eigi sér helg- ar stundir á aðventunni þar sem börnin finna öryggi og frið …“ Höfundur er BA-guðfræðingur með starfsréttindi djákna og stjórn- armaður í IOGT. AÐ loknu prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er ljóst að staða kvenna á framboðslista flokks- ins í því kjördæmi er nokkuð verri en áður var. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart þar sem hlutur kvenna hefur aukist ört innan Sjálf- stæðisflokksins á undanförnum ár- um, m.a. innan þingflokksins og á sveitarstjórnarstiginu. Gæta þarf jafnræðis Kjörnefndir eru um þessar mund- ir að stilla upp framboðslistum Suð- vesturkjördæmis, Suðurkjördæmis og Norðausturkjördæmis. Við upp- stillingu á lista ætti að vera mun auð- veldara að sætta sem flest sjónar- mið, gæta að jöfnu kynjahlutfalli og að á listann skipist bæði ungt fólk og að tillit sé tekið til reynslu þeirra sem eldri eru. Í þessum kjördæmum eru nefndar á lista mjög sterkar kon- ur sem hafa setið á þingi bæði sem aðalmenn og varamenn og því hlotið mikla reynslu af þingstörfum sem kemur sér vel fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Á seinni árum hefur þátttaka kvenna bæði í atvinnulífi og stjórn- málum stóraukist og er það vel. Margar vel menntaðar og hæfar konur hafa gefið sig að þátttöku í stjórnmálum ínnan Sjálfstæðis- flokksins. Með þessum skrifum mín- um vil ég hvetja þær nefndir sem eru að vinna að uppstillingu að taka tillit til reynslu og hæfileika þeirra kvenna sem gefa kost á sér og tryggja með því sterkari framboðs- lista sem skila okkur góðu gengi í kosningunum í vor. Tryggjum sterk- ari framboðslista Eftir Björk Guðjónsdóttur Höfundur er varaformaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. „Í þessum kjördæmum eru nefndar á lista mjög sterkar kon- ur.“ Í MORGUNBLAÐINU 5. nóv- ember sl. birtist frétt: „Sænski byggingarálrisinn „Skanska AS“ hefur hætt þátttöku í útboði vegna virkjanaframkvæmda á Austur- landi.“ Fyrirtæki þetta hefur starf- að hér á landi að virkjanafram- kvæmdum og er eitt mesta byggingarfyrirtæki á Norðurlönd- um. Í fréttinni er þess getið að þýskt fyrirtæki hafi einnig hætt þátttöku í Kárahnjúkavirkjun fyrir nokkru. 15. nóvember birtist frétt um að „norska byggingarfyrirtækið „Vei- dekke“ hefur ákveðið að taka ekki þátt í útboði Landsvirkjunar um stíflu og gangagerð við Kára- hnjúka. Veidekke er stærsta bygg- ingarfyrirtæki Noregs og fjórða stærsta í Danmörku“. Forstjórar þessara fyrirtækja gefa ekki upp ástæður fyrir brotthvarfi en nefna „tillit til þátttöku annarra fyrir- tækja“. Það má skilja af brotthvarfi þessara fyrirtækja að þau kjósi ekki að flekka orðspor sitt með þátttöku í dæmalausustu umhverf- isspjöllum á sérstæðasta öræfa- svæði norðan Vatnajökuls. Umfjöllun blaða og sjónvarps í Bandaríkjunum og Evrópu undan- farið hefur verið einróma. Ríkis- stjórn Íslands og fyrirtæki hennar, Landsvirkjun, eru talin vera ein- hverjir sóðalegustu umhverfisníð- ingar sem um getur – líklega jafn- okar kommúnískrar stjórnar Kína sem er nú að eyðileggja „hin þrjú gljúfur“, eitt stórbrotnasta nátt- úruundur veraldar. Íslenskir um- hverfisníðingar feta í slóð kín- verskra kommúnista með því að skrumskæla Dimmugljúfur, stærstu gljúfur á Íslandi. Auk þess á að kaffæra áðurnefnd svæði norðan Vatnajökuls. En það telst brýnt að mynda væntanlegt aurlón eða díki, Hálslón eða Davíðsdíki á stærð við hálfan Hvalfjörð og Hall- dórs vilpu Ásgrímssonar og ekki má gleyma Friðriks sitru Sophus- sonar þar sem Jökla fossaði áður um Dimmugljúfur. Ástæðurnar fyrir brotthvarfi „Skanska AS“ og „Veidekke“ er „siðmenntuð skynsemi“, kennd fyr- ir gildi og sérleika umræddra svæða og „smekkur“ siðaðra manna fyrir þýðingu ósnortnustu náttúrusvæða Íslands og Evrópu. En „Íslenskir aðalverktakar“ og „Ístak“ eru firrtir skynsemi hvað þá „siðmenntaðri skynsemi“ eins og vinnuveitendur þeirra, ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar og Landsvirkj- un – sem sagt öll virkjanamafían. Hér hafa „barbarar nútímans“ – Ortega y Gasset – hagsmunaaðilar Landsvirkjunar og verktakafyrir- tæki – frjálsar hendur til að eyði- leggja Þjórsárver, Kárahnjúka- svæðið með Dimmugljúfrum og á óskalistanum eru Fljótshlíð og Þórsmörk. Þeim sem ástunda „hernaðinn gegn landinu“ er gefið frumstætt og einfeldningslegt gripsvit. Bjarni Thorarensen lýsir slíkum: „Margur í mannlíki/moldvörpuandi/sig einn séðan fær –/ hann sér ekki lengra …“ En þess kyns fyrir- brigðum er „siðmenntuð skynsemi“ lokaður heimur. „Siðmenntuð skynsemi“ og frum- stætt gripsvit Eftir Siglaug Brynleifsson „Þeim sem ástunda „hernaðinn gegn land- inu“ er gefið frumstætt og einfeldn- ingslegt gripsvit.“ Höfundur er rithöfundur. UM 7.500 manns tóku þátt í fjöl- mennu prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Af þeim 10 sem hlutu efstu sætin, eru tvær konur. Ef litið er til þeirra 12 efstu eru konurnar fjórar. Sigurvegarar prófkjörsins voru þrír nýliðar, allir karlkyns. Þessar niðurstöður hafa vakið upp spurningar um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og í framhaldi af því um styrkleika framboðslista flokksins í Reykja- vík. Óvissu- lögmálið Fjölmenn prófkjör, þar sem fleiri þúsundir manna neyta lýð- ræðislegs réttar síns, geta vart eðli málsins samkvæmt myndað veikan lista, hvorki pólitískt eða rökfræðilega. Listar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík eru af þess- um sökum sterkir, fyrir þann fjöl- menna grunn sem þeir hvíla á, auk þess mikla stuðnings sem formað- ur og varaformaður hlutu. Hitt er svo annað mál, hvort fjölmenn prófkjör leiði af sér æskilegustu listana með tilliti til kynjahlutfalls, aldursdreifingar o.s.frv. Prófkjör- ssaga síðastliðinna tuttugu ára sýnir, að brugðið getur til beggja vona í þeim efnum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mikil óvissa getur ríkt í prófkjöri, sérstaklega hvað varðar stemmninguna eða „sveifluna“ sem myndast í deiglu þess. Niðurstöður geta af þeim sökum komið verulega á óvart, eins og reyndin varð um síðustu helgi varðandi hlut kvenna. Þetta „óvissulögmál“ prófkjöra getur gert prófkjörsskýrendum yf- irleitt erfitt um vik. Sú spurning er þó áleitin hvort konur beiti í sumum tilvikum öðrum aðferðum í pólitískum slag en karlar, þ.e. að aðferðafræðilegur munur á kynj- unum hafi komið berlega í ljós í umræddu prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Þá er líklegt að nýlið- arnir Guðlaugur Þór og Sigurður Kári hafi notið góðs af því að vera þekktir úr hinni pólitísku fjöl- miðlaumræðu. Ef svo er felur það í sér skýr skilaboð til ungra sjálf- stæðiskvenna að sækja harðar fram á vettvangi fjölmiðlanna. Samkvæmt niðurstöðum fjölmiðla- rannsókna, kann það þó að reynast þeim þyngri þraut en ungum sjálf- stæðismönnum, þar sem hlutur kvenna í fjölmiðlum er almennt séð 30% á móti 70% hlut karla. Styrkleiki framboðslista Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. „Sú spurn- ing er þó áleitin hvort konur beiti í sumum til- vikum öðrum aðferðum í pólitískum slag en karlar...“ Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.