Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 74
DAGBÓK
74 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
fara út Gullfaxi KE og
Bjarni Ólafsson AK.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag koma Ludvik And-
ersen og Cielo de Bis-
caglia.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43. Litlu
jólin fimmtud. 5. des.
Jólahlaðborð. Uppselt.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Púttað í
Hraunseli mánudag kl.
10, þriðjud. kl. 13, fimm-
tud. kl. 10 og föst. kl. 13.
Námskeið í mótun á leir
alla föstudaga kl. 13–16.
Laus pláss. Billj-
ardstofan opin alla virka
daga kl. 13–16. Skráning
og allar uppl. í Hraunseli
í síma 555-0142.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud.: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud.: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kórs eldri
borgara í Damos. Laug-
ard.: kl. 10–12 bókband,
línudans kl. 11.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
13.30–16 basar, Hvass-
óportið. Margt góðra
muna s.s. sultutau, kök-
ur, handavinna, föt og
barnadót. Allir velkomn-
ir og kaffisalan opin.
Korpúlfarnir, eldri borg-
arar í Grafarvogi. Fim-
mud.: Kl. 10, aðra hverja
viku púttað á Korpúlfs-
stöðum, hina vikuna
keila í Keilu í Mjódd.
Vatnsleikfimi í Graf-
arvogslaug á þriðjud. kl.
9.45 og föstud. kl. 9.30.
Uppl. í s. 5454 500.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Ferð á Nesja-
velli 10. desember kl.
12.30 í boði sýslumanns-
ins í Hafnarfirði og lög-
reglunnar í Garðabæ. 2.
des. Lyfja með mælingar
og ráðgjöf allan daginn í
Félagsmiðstöð aldraðra í
Kirkjuhvoli kl. 9.30,
10.15 og 11.10 Leikfimi
kl. 12.30 Leirmótun kl.
16 spænska. 3. des. kl.
10.30 upplestur úr nýjum
bókum í Bókasafni
Garðabæjar kl. 11.40
leikfimi karla kl. 13 mál-
un kl. 13.30 Tréskurður.
4. des. Bingó í Holtsbúð
– Leikfimi samkvæmt
stundaskrá. kl. 13.30
Trésmíði kl. 14. Klippi-
myndir og handa-
vinnuhornið.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Áður auglýstur
félagsfundur með þing-
mönnum Reykjavíkur
laug. 30. nóv.
Sunnudagur: Dansleikur
kl. 20 Capri tríó leikur
fyrir dansi.
Jólafagnaður í Ásgarði,
Glæsibæ mið. 4. des. nk.
og hefst kl. 20.
Hugvekju flytur Guðrún
Ásmundsdóttir. Karla-
kórinn Kátir karlar
syngur. Létt jólalög
verða sungin. Danshópur
Sigvalda sýnir línudans
og dansað á eftir. Skrán-
ing á skrifstofu félagsins.
Ljósaskreytingar á
Akranesi, stutt dagsferð
15. des. Byggðasafnið í
Görðum o.fl. Kaffihlað-
borð. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Upplýsingar á skrifstofu
FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Myndlistarsýning Árna
Sighvatssonar stendur
yfir. Föstud. 6. des. dans-
leikur. Hljómsveit Hjör-
dísar Geirs. Húsið opnað
kl. 19.30. Allar uppl. um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Hraunbær 105. Jóla-
fagnaður föst. 6. des.
Jólahlaðborð. Húsið opn-
að kl. 18 með fordrykk.
Ræðumaður Dagur B.
Eggertsson. Nemendur
úr Ártúnsskóla syngja.
Jólasaga. Hugvekja.
Graduale kór Árbæj-
arsóknar syngur. Verð
kr. 2.700. Skráning á
skrifstofu fyrir 4. des.
Norðurbrún 1. Jólamat-
ur og skemmtun verður
föst. 6. des. kl. 18. Guð-
rún Þórisdóttir flytur
jólahugvekju. Kór Vest-
urgötu syngur undir
stjórn Sigurbjargar
Hólmgrímsdóttur. María
Jónsdóttir kemur frá
Söngskóla Reykjavíkur
og syngur við undirleik
Elínar Guðmundsdóttur.
Húsið opnað kl. 17.30.
Nánari uppl. í síma 568-
6960. Allir velkomnir.
Digraneskirkja, kirkju-
starf aldraðra. Opið hús
á þriðjudag frá kl. 11
leikfimi, léttur máls-
verður, helgistund,
fræðsluþáttur, kaffi. All-
ir velkomnir.
Gönguklúbbur Hana-nú.
Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krummakaffi
kl. 9. Allir velkomnir
Félag einhleypra. Fund-
ur í kvöld kl. 21 í Konna-
koti Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Kvenfélag Kópavogs
heldur jólabasar í dag kl.
14 í sal félagsins í
Hamraborg 19. Ágóði
rennur til Mæðrastyrks-
nefndar í Kópavogi. Fal-
legir handunnir hlutir og
kökusala. Kaffi og vöffl-
ur.
Hallgrímskirkja. Opið
hús 4. des. kl. 14. Sr. Sig-
urður Pálsson sér um
stundina. Karl Kristian-
sen leikur jólalög á
harmonikku. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir.
SVDK Hraunprýði,
Hafnarfirði, heldur jóla-
fund í Skútunni þri. 10.
des. kl. 19. Einsöngur
Alda Ingibergsdóttir.
Upplestur, happdrætti,
jólahugvekja. Miðar
seldir í Firði fim. 5. des.
og föst. 6. des. kl. 14–18.
Mætum allar og tökum
með okkur gesti. Stjórn-
in.
Kvenfélag Hrund. Jóla-
fundur félagsins verður
mánudaginn 2. desember
kl. 20 að Hjallahrauni 8.
Hátíðardagskrá og veit-
ingar. Stjórnin.
Vestfirðingafélagið í
Reykjavík. Aðalfund-
urinn verður sun. 1. des.
kl. 14 í Kvennaskólanum
á Fríkirkjuvegi 9. Allir
Vestfirðingar og gestir
þeirra velkomnir.
Kvenfélagið Hrönn.
Jólafundur fimmtud. 5.
des. kl. 19 í sal Flug-
virkjafélags Íslands,
Borgartúni 22. Jólahlað-
borð. Tilkynnið þátttöku
sem fyrst til stjórnar.
Kvenfélagið Hring-
urinn, Hafnarfirði. Jóla-
fundur 1. des. kl. 18.30 í
Gaflinum. Jólahlaðborð,
skemmtiatriði, happ-
drætti, hugvekja.
Kvenfélag Lágafells-
sóknar heldur jólafund
sinn í Hlégarði 2. desem-
ber kl. 19.30. Jólamatur,
jólasaga o.fl. Munið eftir
jólapökkunum. Tilkynnið
þátttöku.
MG félag Íslands.
Ákveðið hefur verið að
halda spjallfund yfir
kaffibolla laugardaginn
30. nóv. kl. 14 í Kaffisal
ÖBÍ, Hátúni 10. Mætum
öll. Stjórnin.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist á morgun, 1.
des., kl. 14. Fjórði dagur
í fjögurra daga keppni.
Kaffiveitingar eftir spil-
ið.
Indlandsvinafélagið efn-
ir til Indlandskvölds í
kvöld kl. 19 í Alþjóðahús-
inu, Hverfisgötu 18.
Jólafundur Aglow
Reykjavík verður mán.
2. des. nk. kl. 20 í Templ-
arasalnum, Stangarhyl 4,
Reykjavík. Gestur
fundarins verður Gunnar
Wiencke, trommuleikari
og trúboði. Jólasöngvar í
umsjón Mirjam Ósk-
arsdóttur og helgileikur
sýndur af unglingahóp
Vegarins. Jólakaffihlað-
borð og allir fá jólagjöf.
Allir velkomnir. Þátt-
tökugjald er 800 kr.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks. í
Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði, fundur í
Gerðubergi á þriðjud. kl.
17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla 3–5,
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis, fund-
ir mánudaga kl. 20 á Sól-
vallagötu 12.
Ásartrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið hús
alla laugardaga frá kl. 14.
Í dag er laugardagur 30. nóvember
334. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda
að fara gegnum nálarauga en auð-
manni að komast inn í Guðs ríki.
(Matt. 19, 24)
K r o s s g á t a 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 hreyfingarlausa, 8 set-
ur, 9 hæfileikinn, 10 eldi-
viður, 11 víðáttu, 13 flan-
aði, 15 rok, 18 svikull, 21
ekki gömul, 22 endar, 23
synji, 24 meta á ný.
LÓÐRÉTT:
2 illkvittni, 3 heykvíslar,
4 gretta sig, 5 slitna, 6
krampakast, 7 röski, 12
stúlka, 14 veiðarfæri, 15
vers, 16 fárviðri, 17 smá-
silungs, 18 hótum, 19 illt,
20 kyrrðin.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 volks, 4 fíkja, 7 dómur, 8 ömmur, 9 ger, 11
aurs, 13 saur, 14 álinu, 15 sjór, 17 mett, 20 sló, 22 nakin,
23 vinda, 24 afmáð, 25 tíðka.
Lóðrétt: 1 vodka, 2 lemur, 3 sorg, 4 fjör, 5 komma, 6 aðr-
ar, 10 erill, 12 sár, 13 sum, 15 sinna, 16 óskum, 18 ennið,
19 trana, 20 snið, 21 óvit.
Víkverji skrifar...
ÞAÐ eru 25 dagar til jóla og jóla-skrautið nú þegar farið að fölna
í verslunarmiðstöðvunum. Engin
furða að aumingja börnin séu orðin
viðþolslaus af eftirvæntingu og farin
að telja taugaveikluð niður dagana.
En að eins sé farið með blessaða
útvarpsmennina, það er eitthvað
undarlegra. Ekki nóg með það held-
ur voru þeir byrjaðir að telja niður
fyrir réttum hálfum mánuði, þegar
þeir tóku sig til á einni af vinsælli
stöðvunum og fóru að leika jólalög,
svona rétt um það bil sem sumar-
smellirnir hættu að óma. Þjóðin mun
því fá að njóta þess að hlýða á sömu
lögin – 40 eða svo – enn ein jólin og
það oft á dag í tæpan einn og hálfan
mánuð „Skyld’að vera jólahjól, von-
a’ð það sé jólahjól, held að það jóla-
hjól“ út í eitt þar til það glymur í eyr-
unum og þjösnar fólki í jólaskapið
löngu áður það kærir sig um, í það
minnsta stór hluti þess.
x x x
VÍKVERJI er engu minna jóla-barn en hver annar en honum
hefur gramist að vera búinn að fá sig
fullsaddan af þessu annars bráð-
nauðsynlega kryddi í tilveruna sem
góð jólalög geta verið, einmitt þegar
hann er tilbúin að fara í jólaskap,
u.þ.b. viku áður en Eiríkur Hauks-
son lætur „klukkur hringj’inn jólin.“
x x x
ANNAÐ er að það er bara eitt-hvað mjög bogið við það að
raula óvart með blessuðu viðtækinu
um miðjan nóvember „ég sá mömmu
kyssa jólasvein“ þegar alkunna er að
þeir rauðklæddu skila sér ekki til
byggða fyrr en í fyrsta lagi mánuði
síðar. Hvað var hún mamma þá að
þvælast þarna upp í fjöllum?
En svo virðist sem þessi óþreyja
verslunarmanna og tónlistarstjóra
útvarpsstöðvanna hafi haft býsna al-
varlegar afleiðingar og smitað út frá
sér á hættulegar slóðir, alla leið upp
til fjalla. Þannig er nefnilega mál
með vexti að jólasveinunum virðist
líka vera farið að liggja þessi reið-
innar ósköp á og gefa gömlum siðum
langt nef sem finna má í þjóðsögum
og vísum um það hvenær þeir eigi að
skila sér til byggða einn af öðrum,
eða réttara sagt einn og átta, eða
þrettán – hvernig sem á það er litið –
síðustu dagana fyrir jól.
Þessa sorglegu uppgötvun gerði
Víkverji um síðustu helgi þegar hver
jólasveinninn af öðrum varð á vegi
hans í miðborginni – og Grýla og
Leppalúði líka. Og ekki fékk Víkverji
betur séð en að erindi þeirra í bæinn
hefði verið að auglýsa starfsemi
Þjóðleikhússins því nægir voru aug-
lýsingasneplarnir sem hinir rauð-
klæddu og þeirra hersing otuðu að
vegfarendum og börnunum líka.
Skemmtilegar gjafir úr fjöllunum
það.
x x x
ÞAÐ er ekkert að því að skapajólastemningu því hún færir
sannarlega kærkomna glætu inn í
svartasta skammdegið en það má
ekki rugla börnin í ríminu og vekja í
brjósti þeirra of mikla spennu of
brátt því þegar maður er ungur get-
ur mánuður virkað sem heil eilífð.
Munum bara að „jólin koma, jólin
koma“, en bara ekki fyrr en eftir 25
daga.
Body Shop
VIÐ erum hérna tvær 14
ára stelpur og langar að
kvarta yfir hegðun starfs-
fólks Body Shop í Kringl-
unni, því að í tvö skipti sem
við höfum lagt leið okkar
þangað hefur okkur gjör-
samlega blöskrað ókurteis-
in og yfirgangurinn í þeim.
Fyrra skiptið var fyrir
um tveimur árum þegar við
vorum aðeins 12 ára. Vor-
um við þá eitthvað að skoða
í búðarhillurnar og prófa
hinar og þessar vörur. Svo
þegar við erum á leiðinni út
kallaði ein afgreiðslustúlk-
an í okkur og bað okkur að
fylgja sér í eitthvert bak-
herbergi sem var þarna.
Við eltum hana og þegar
við vorum komnar inn byrj-
aði hún bara að ásaka okk-
ur um þjófnað en við höfð-
um engu stolið.
Við vorum svo ungar og
hræddar að við gerðum
bara nákvæmlega það sem
hún sagði okkur að gera, en
það var að tæma veski okk-
ar og vasa. Við vissum það
ekki þá, en vitum núna, að
þetta er bannað, enginn
nema lögreglan má leita á
okkur.
Þegar við komum heim
ákváðum við að gera ekkert
í þessu þó að okkur liði
sannarlega illa. En seinna
atvikið gerðist núna síðast-
liðinn miðvikudag, þ.e. 20.
nóvember. Þá vorum við
aftur staddar í þessari
sömu verslun (reyndar
annað afgreiðslufólk). Þá
erum við bara að skoða
(ekkert að prufa) og reyna
að ákveða hvernig „eye--
liner“ okkur langaði í.
Áður en langt um leið
tókum við eftir því að önn-
ur afgreiðslustúlkan var
farin að veita okkur eftirför
um búðina. Og allt í einu
sagði hún eða réttara sagt
hvæsti á okkur: „Stelpur,
viljið þið ekki vera að
skemma vörurnar.“ Okkur
brá svo mikið að við gátum
rétt svo stamað upp úr okk-
ur hvort við mættum ekki
skoða.
Þá sagði hún bara á enn
dónalegri hátt en áður: „Er
þá ekki eitthvað sem ég get
sýnt ykkur? Þið eigið ekk-
ert með að vera að krota á
og skemma vörurnar.“
Okkur brá svo að við
gengum bara orðalaust út.
Við viljum gjarnan
benda yfirmönnum Body
Shop á að brýna fyrir fólki
sínu að koma fram við alla
af kurteisi.
En við höfum tekið þá
ákvörðun að versla aldrei
framar í Body Shop í
Kringlunni.
Eyja Drífa Ingólfsdóttir
og Sara Guðrún
Þorkelsdóttir.
Stuðningsaðilar
Herdís hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
minna fólk á að gerast
stuðningsaðilar fyrir Amn-
esty International. Segir
hún að Íslendingar ættu að
vera sem flestir í þessum
samtökum og að þeir sem
vilji kynnast þessum sam-
tökum geti kynnt sér þau á
heimasíðu samtakanna.
Engin smábörn í bíó
Í mörgum löndum tíðkast
það að fólk frá barnavernd-
arnefndum standi við dyr
kvikmyndahúsa og meini
smábörnum að fara á
myndir sem eru ekki við
hæfi barna þótt þær séu
ekki bannaðar börnum.
Amma.
Dýr harðfiskur
MÉR ofbauð þegar ég fór í
verslun í Keflavík og keypti
mér þar harðfisk. Þetta var
Flateyrarfiskur, með roði,
og kostar hann 6.600 kr.
kg. Ég vigtaði frá roðið og
þá fór fiskurinn í tæpar
11.000 kr. kg. Við hliðina
var fiskur frá Stjörnufiski,
roðlaus, og kostaði kílóið af
honum 4.690 kr.
Jónas.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX