Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 75
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 75 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hreinskilinn og gefur þig allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef erfiðleikar koma upp, ræddu þá hlutina við þá sem þú treystir og þá sérstaklega einhvern sem hefur staðið í svipuðum sporum áður. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst þú til í hvað sem er og ættir að láta það eftir þér að reyna á dirfsku þína og hugkvæmni. Það reynist vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fylgdu hugboði þínu og komdu skipulagi á atvinnu- og einkalíf þitt. Betri vinnu- aðstaða gæti verið á næstu grösum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst þetta vera erfiðir tímar og þú átt bágt með að einbeita þér að því sem þú þarft að gera. Reyndu að standa meira á eigin fótum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur verið auðvelt að eignast vini og aðdáendur, en mundu bara að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt í einhverjum útistöð- um við vini þína. Þegar þú kveður upp úrskurð þinn skaltu muna að tvær hliðar eru á öllum málum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú virðist vera rétta tæki- færið fyrir þig að koma mál- um þínum áfram. Gríptu endilega tækifærið ef þú get- ur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óvænt áform um ferðalög gætu komið þér á óvart. Sofnaðu ekki á verðinum því augnabliks sofandaháttur getur reynst afdrikaríkur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt að nota hæfileika þína til þess að koma lagi á fjár- málin og þegar það er búið á önnur svið lífs þíns líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það sakar ekki að staldra við og hugleiða hversu ríkur maður raunverulega er af vinum og vandamönnum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að læra að fara með það vald sem þér er fengið. Vertu stöðugt á tánum og leystu þau mál sem upp koma jafnóðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það verða báðir aðilar í sam- bandi að leggja sitt af mörk- um ef sambandið á að geta gengið. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 30. nóvember, er áttræð Svan- hildur Snæbjörnsdóttir til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Þeir sem vilja samfagna með Svanhildi á þessum tímamótum eru vel- komnir í Holtasel 37 í Reykjavík í dag kl 15–18, þar sem Svanhildur heldur upp á daginn í faðmi stór- fjölskyldunnar. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 30. nóvember, er fimmtug Mar- grét Einarsdóttir, Grettis- götu 86, deildarfulltrúi á Fasteignastofu Reykjavík- urborgar. Eiginmaður hennar er Baldur Jónasson. Í tilefni afmælisins taka þau á móti ættingjum og vinum í sal Starfsmannafélags Flug- leiða, Síðumúla 11, 2. hæð, austurenda, milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. LJÓÐABROT Brim gnýr, brattir hamrar blálands Haka strandar, allt gjálfr eyja þjálfa út líðr í stað víðis. Mér kveð eg heldr of Hildi hrannbliks en þér miklu svefnfátt; sörva Gefnar sakna mun eg, ef eg vakna. x x x Léttfæran skaltu láta, ljóstu vendi mar, Tósti, móðr um miklar heiðar minn hest und þér rinna. Makara er mér að mæla en mórauða sauði um afréttu elta orð margt við Steingerði. Kormákur Ögmundarson SPILARAR telja það óstuð þegar þrjú tromp varnarinnar liggja öll á sömu hendi. Og svo er vissu- lega, en hins vegar er tíðni slíkrar legu þó 22% og því má búast við henni annað slagið. Norður ♠ 10652 ♥ 642 ♦ ÁD5 ♣1043 Suður ♠ ÁK9843 ♥ ÁKD ♦ 3 ♣ÁKG Suður spilar sex spaða og fær út hjartatíu. Slemman er auðvitað skotheld ef trompið kemur 2-1, en þegar sagnhafi leggur niður trompásinn í öðrum slag hendir austur tígli. Hvernig á nú að spila? Ein hugmynd væri að taka ÁK í laufi og athuga hvort drottningin falli blönk eða önnur. Ef ekki, væri hægt að svína tíguldrottn- ingu. Líkur á Dx eða stakri þegar vörnin á sex spil eru rúmlega 18% og tígulsvín- ingin hefur rýrnað að verð- gildi eftir að spaðalegan sýnir sig, svo þessi leið er ekki eins góð og hún sýnist vera. Mun betra er að að taka tígulásinn og senda vestur inn á spaða: Norður ♠ 10652 ♥ 642 ♦ ÁD5 ♣1043 Vestur Austur ♠ DG7 ♠ – ♥ 1098 ♥ G753 ♦ 10864 ♦ KG972 ♣652 ♣D987 Suður ♠ ÁK9843 ♥ ÁKD ♦ 3 ♣ÁKG Þá vinnst slemman ef vestur á tíglukóng eða aust- ur laufdrottningu. Vestur kemst í þessu tilfelli skað- laust út á tígli, en þá svínar sagnhafi einfaldlega lauf- gosanum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. O-O dxc4 8. Bxc4 Rbd7 9. a3 Ba5 10. De2 cxd4 11. exd4 Bxc3 12. bxc3 Dc7 13. Bd3 b6 14. c4 Bb7 15. He1 Hac8 16. Bg5 h6 17. Bd2 Hfd8 18. Hac1 Dd6 19. Bb4 Df4 20. De3 Rh5 21. Rd2 Rdf6 22. Bc3 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled í Slóveníu. Ofurstór- meistarinn Michael Adams (2745) hafði svart og sýndi hér á sér allar sínar bestu hliðar og fléttaði Alexey Alexandrov (2621) í bólakaf. 22...Bxg2! 23. Kxg2 Rg4 24. Dh3 Dxf2+ 25. Kh1 Dxe1+! 26. Hxe1 Rf2+ 27. Kg2 Rxh3 28. Kxh3 Rf4+ 29. Kg3 Rxd3 30. He3 Rc1 31. Bb2 Ra2 32. Hb3 b5 33. c5 Hb8 34. Re4 b4 35. a4 Rc3 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hlutavelta Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.900 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Þórhildur Einarsdóttir, Stella Rut Guðmundsdóttir og Silja Helgadóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík              FRÉTTIR Toppar og skart Bankastræti 11 • sími 551 3930 3ja og 4ra herb. íbúðir við Hamravík til sölu Vel skipulagðar íbúðir, fallegt útsýni. 100-130 fm stærð. Byggingaraðili Örn Isebarn Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. BRIMBORG frumsýnir nýjan Ford Focus hjá Brimborg í dag, laugardaginn 30. nóvember, kl. 12–16, í Brimborg- arsalnum við Bíldshöfða 6. Bifreiðin er kölluð Focus 007. Við hönnunina var lögð áhersla á mikinn staðalbún- að en að verðið væri aðgengilegt al- menningi. Verðið er frá 1.449.000 kr. Af þessu tilefni verður efnt til njósnaleiks þar sem keppendur svara spurningum um samvinnu Ford og James Bond í gegnum tíð- ina. Skilyrði fyrir þátttöku er að reynsluaka Ford og svara öllum spurningunum rétt. Vinningarnir eru 19 Bond-myndir á DVD, kvöldverður á veitinga- staðnum ORO við Austur- stræti og margir hlutir merktir Bond. Spurn- ingarnar og svörin er að finna á www.brimborg.is eða í Brimborgarsalnum. Á sýningunni verður bein útsend- ing á FM 957, sýnd verða brot úr nýjustu Bond-myndinni á breiðtjaldi og hægt verður að spila nýjasta Bond-leikinn í Play Station. Ski-Doo MX Z-REV 007 Special Edition-vél- sleði verður til sýnis. Starfsmenn Brimborgar verða klæddir að hætti njósnara hennar hátignar 007 og þeir fyrstu sem mæta fá Pepsi Blue og Doritos snakk, segir í fréttatilkynningu. Brimborg frumsýnir Ford Focus 007 Í TILEFNI tuttugu ára afmælis Kjötbankans gaf fyrirtækið Styrkt- arfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, tvöhundruð þúsund krónur. Á meðfylgjandi mynd má sjá Har- ald Hjaltason, framkvæmdastjóra Kjötbankans, afhenda Gunnari Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, gjöfina. Í bakgrunni er karlakórinn Fóstbræður. SKB fær styrk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.