Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 77

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 77 Ryan Adams – Demolition Vonbrigði. Adams getur að sögn ekki hætt að semja og upphaf- lega stóð til að þessi þrettán laga plata, sem inniheldur ófægðan lagabing eins og nafn hennar gefur til kynna, yrði fjórföld! Efnið hér er upp og ofan, aðallega ofan og maður sér ekki al- veg tilganginn í því að henda þessu svona út.  J Mascis + The Fog – Free so Free Gamli góði Dinosaur Jr. kafteinninn Mascis er greini- lega farinn að njóta sín sem aldrei fyrr. Þetta er önnur platan sem hann gerir undir þessu nafni og svei mér þá, hún er betri en sú fyrri, sem var hreint ekkert slor. Mascis leitar sem fyrr á kunnugleg mið, er kannski ögn glaðværari og kæruleysilegri en áður (ímyndið ykkur það!?). Þægilega áreynslu- laust um leið og þetta ROKKAR feitt. Lifi J. Mascis!  The D4 – 6Twenty Enn eitt Strokes/Hives/White Stri- pes bandið er mætt. The D4 er því miður fremur útvötnuð eftirherma þess sem hér er talið þó meiningin sé góð. Allt eftir bókinni – bara að- eins of mikið eftir bókinni. Svalt viðmót og sjarma vantar tilfinnan- lega og eftir stendur enn ein hrárokksskífan, í hópi þeirra hundraða sem nú er dælt út í meðvindi Hives og félaga. Og hún er örugglega ekki sú síðasta.  Tenacious D – Tenacious D Stórskemmtileg plata þar sem leikarinn/tónlist- armaðurinn Jack Black fer á kost- um ásamt félaga sínum Kyle Gass. Textar laganna eru grínaktugir og stuttum og vel fyndnum grínflugum er skotið inn á milli þeirra. Lögin eru haglega samin, flutningur hress og kröftugur, og sýnilega mikið í þetta lagt. Það er fremur sjaldgæft að verkefni sem þessi séu leyst af svona miklum metnaði og platan því enn meira afrek fyrir vikið.  Erlend tónlist Arnar Eggert Thoroddsen PLUS PLUS ww w. for va l.is Ósýnilegur (Den osynlige) Spennutryllir Svíþjóð 2002. Myndform VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Joel Bergvall og Simon Sadquist. Aðal- hlutverk Gustaf Skarsgård, Tuva No- votny. HÉR er á ferð nokkurskonar svar Svía við unglingahrollvekjunum bandarísku sem tröllriðið hafa öllu síðan Scream sló í gegn. Og auðvitað er um mun dekkri mynd að ræða og raunsærri, jafnvel þótt yfirskynvit- legir atburðir séu með í ráðum. Nicklas er ungur venjulegur menntaskólastrák- ur sem fær vand- ræðagemsa skól- ans upp á móti sér. Dag einn eftir skóla er hann eltur uppi og rotaður af höfuðpaurnum, hrottafenginni hettuklæddri stelpu sem svífst einskis til að halda orð- spori sínu sem hættulegasti glæpa- maður á svæðinu. Þegar Nicklas rankar við sér hefur hann í hyggju að svara fyrir sig en áttar sig von bráð- ar á því að hann er í raun látinn. Var drepinn, gengur aftur og þarf að horfa upp á morðingja sinn komast upp með glæpinn. Eða hvað? Hún er alls ekki síðri en Holly- wood-framleiðslan þessi, ef ekki bara betri en þær flestar. Þó skortir talsvert á spennuna og ekki getur hún talist óvænt framvindan. Leikur Skarsgård (sonur Stellan Skars- gård) og Novotny er líka yfir með- allagi fyrir svona mynd. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Gengið aftur Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.