Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ flaugar af ýmsum gerðum. Talið er að eldflaugaútflutningur Norður- Kóreu hafi stóraukist um miðjan síð- asta áratug þegar efnahagur lands- ins hrundi og milljónir manna sultu heilu hungri. „Það var markaður fyrir eldflaug- arnar og Norður-Kóreumenn höfðu tæknina á valdi sínu,“ sagði embætt- ismaður í Seoul. Endurbættu sovéskar flaugar Sovétríkin sáu Norður-Kóreu- mönnum fyrir skammdrægum eld- flaugum frá árinu 1969 en talið er að þeir hafi fengið fyrstu Scud-flaugarn- ar frá Egyptum árið 1976 fyrir að styðja þá í Yom Kippur-stríðinu gegn Ísraelum. Sovéska Scud-tæknin var hins vegar byggð á V-2-flugskeytinu sem Þjóðverjar beittu í síðari heims- styrjöldinni. Norður-Kóreumenn voru farnir að smíða eigin eldflaugar af gerðinni Scud-B árið 1984 og síðan þá hafa þeir þróað tvær aðrar gerðir, Scud-C og Scud-D, og langdræga eldflaug, NORÐUR-Kóreumenn hafa alltaf skellt skollaeyrum við ásökunum um að þeir hafi selt eldflaugar og ólíklegt er að fréttin um að þeir hafi verið staðnir að því að flytja út Scud-flaug- ar verði til þess að þeir láti af þessum arðvænlega útflutningi. Þeir líta á hann sem kjörið viðskiptatækifæri nú þegar efnahagur Norður-Kóreu er í kaldakoli. Bandaríkjastjórn lagði að Norður- Kóreumönnum að hætta eldflauga- útflutningnum á síðasta áratug en þeir kröfðust þess þá að fá andvirði nær 100 milljarða króna á ári í bætur fyrir tapaðar útflutningstekjur. Þeirri kröfu var hafnað. Leyniþjónusta Suður-Kóreu telur að Norður-Kóreumenn geti framleitt allt að tólf eldflaugar af gerðinni Scud-C á mánuði og hafi selt ríkjum í Mið-Austurlöndum og Afríku hundr- uð eldflauga. Sérfræðingar áætluðu í gær að Norður-Kóreumenn gætu fengið andvirði um 4,2 milljarða króna fyrir Scud-flaugarnar sem fundust í skipinu sem var stöðvað í Arabíuflóa. „Þessi viðskipti eru helsta tekju- lind Norður-Kóreu,“ sagði suður- kóreskur embættismaður. Sérfræðingar telja að Norður- Kóreumenn hafi selt um 540 eld- Taepodong 1, sem byggist á Scud- tækninni. Hún dregur allt að 1.500 km og er tveggja þrepa. Norður-Kór- eumenn skutu slíkri flaug yfir Japan í tilraunaskyni í ágúst 1998 og olli það miklu uppnámi á Vesturlöndum. Talið er að Norður-Kóreumenn séu nú að þróa nýja gerð af Taep- odong sem eigi að draga allt að 8.000 km. Skæðar en ónákvæmar Scud-flaugarnar geta borið kjarnaodda og hefðbundnar sprengi- hleðslur og þeim er yfirleitt skotið af skotpöllum á farartækjum. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi breytt flaugunum til að þær geti borið efna- og sýklaodda. Scud-flaugar geta valdið miklu manntjóni en hafa reynst mjög óná- kvæmar. Þeim var fyrst beitt í stríði araba og Ísraela árið 1973 og Íranar og Írakar notuðu þær í „stríði borg- anna“ á níunda áratug síðustu aldar. Írakar skutu næstum 90 Scud-flaug- um í Persaflóastyrjöldinni 1991. Bandaríkjastjórn greip til refsiað- gerða gegn Norður-Kóreumönnum eftir að þeir seldu flaugar af gerðinni Scud-C til Jemens á árunum 1999– 2000. Jemenar sögðu þá að viðskiptin væru lögleg en að þeir hefðu ekki í hyggju að kaupa fleiri flaugar. Talið er að Íranar hafi keypt allt að 100 Scud-B-flaugar af Norður-Kóreu- mönnum á árunum 1987–88. Norður- Kóreumenn eru einnig taldir hafa hjálpað Írönum að smíða eigin Scud- flaugar. Hermt er að Sýrlendingar hafi keypt 150 Scud-C-flaugar árið 1991. Pakistanar, Egyptar og Líbýumenn eru einnig sagðir hafa fengið eld- flaugar frá Norður-Kóreu eða aðstoð við smíði eldflauga. Pakistanar voru sakaðir um að hafa hjálpað Norður- Kóreumenn að þróa kjarnavopn í staðinn fyrir aðstoðina við eldflauga- smíðina en pakistanska stjórnin neit- aði því. Taldir hafa flutt út hundruð eldflauga Seoul. AFP. ’ Eldflaugarnar eruhelsta tekjulind Norður-Kóreu. ‘ &$0 $#(1#) %234)&(                 !   "#  $           % % &         )* +#'  )* +, -  $+ .!/  $+0 .!/  $+  ( ) * &" "     +  )* &(      &(  1 !$   23/4 1 !$ 5 67! )7 4 1 !$ 5 67! 8!9 !$ 1 !$ 8!9 !$ 1 !$   0 : ; $ , &" -  . "  /   49   -  0 $   < 9 !!$=! !  >-+;  1!. .!= !=- = +;  $$! $ 99  9  ?=+@  $   @ 9  $ =! ! STJÓRN Jemens viðurkenndi í gær að hún hefði pantað Scud-eldflaugar frá Norður-Kóreu sem fundust í skipi sem spænsk herskip stöðvuðu í Arab- íuflóa á mánudag. Jemenska stjórnin krafðist þess að flaugunum yrði skil- að og Bandaríkjamenn urðu við þeirri kröfu eftir að hún lofaði því að vopnin kæmust ekki í hendur óvina Banda- ríkjanna. Hún hét því einnig að kaupa ekki fleiri Scud-flaugar af Norður- Kóreumönnum. Abu Baker Abdullah al-Kurbi, ut- anríkisráðherra Jemens, kallaði sendiherra Bandaríkjanna í Sanaa á sinn fund og afhenti honum bréf þar sem því var mótmælt harðlega að skipið skyldi hafa verið stöðvað. „Þessi vopn eru eign jemensku stjórnarinnar og hersins. Þau voru pöntuð til að efla varnir landsins og þau komast ekki í hendur þriðja að- ila,“ sagði í bréfinu. „Jemenar hafa alls engin áform um að ráðast á önnur ríki og með því að panta þessi vopn stofnum við ekki friði í heiminum eða öryggi annarra ríkja í hættu.“ Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, og Colin Powell utanríkis- ráðherra hringdu í forseta Jemens, Ali Abdullah Saleh, til að ræða málið. Bandaríkjastjórn ákvað eftir viðræð- urnar að heimila skipinu að sigla með farminn til Jemens, að því er virtist til að koma í veg fyrir vandræðalega deilu við arabaríki sem hefur heim- ilað Bandaríkjamönnum að leita að hryðjuverkamönnum innan landa- mæra sinna. „Í alþjóðalögum eru engin ákvæði sem banna Jemenum að taka við eld- flaugum frá Norður-Kóreu,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkja- forseta. „Þótt heimilt sé að stöðva skip og leita í þeim er í þessu tilviki engin skýr heimild til að leggja hald á Scud-flaugasendingu frá Norður- Kóreu til Jemens og þess vegna var skipinu sleppt.“ Fylgdust með skipinu í margar vikur Tvö spænsk herskip stöðvuðu flutningaskipið So San á mánudag í Arabíuflóa nálægt Jemen. Fimmtán Scud-eldflaugar fundust í lest skips- ins og höfðu þær verið faldar í sem- entsfarmi. Flaugarnar voru með hefðbundnar sprengihleðslur og 23 eldsneytishylki. Federico Trillo, varnarmálaráð- herra Spánar, sagði að 84 tunnur af óþekktu efni hefðu einnig fundist í skipinu. Leyniþjónustumenn fylgdust með skipinu í margar vikur áður en það var stöðvað nálægt jemensku eyjunni Socotra. Það var ekki með fána en skráð í Phnom Penh og kom síðast til hafnar í Kína. Áhöfnin er sögð vera frá Norður-Kóreu. Spænsku herskipin halda uppi eft- irliti á svæðinu og eru hluti af fjöl- þjóðlegum flota sem tekur þátt í bar- áttunni gegn hryðjuverkastarfsemi undir forystu Bandaríkjahers. Sjó- liðar úr bandaríska herskipinu USS Nassau fóru um borð í flutninga- skipið. Hafa áður lofað að hætta eldflaugakaupum Stjórn Bandaríkjanna greip til refsiaðgerða í ágúst gegn norður- kóreska fyrirtækinu Changgwang Sinyong fyrir að selja Jemenum Scud-eldflaugar en aðgerðirnar hafa lítil áhrif vegna þess að viðskiptin milli Bandaríkjanna og Norður-Kór- eu eru mjög lítil. Jemenum var hins vegar ekki refs- að. Jemensku stjórnina baðst afsök- unar á kaupunum og lofaði því þá einnig að kaupa ekki fleiri eldflaugar af Norður-Kóreumönnum, að sögn tveggja heimildarmanna fréttastof- unnar AP í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu. Jemenska stjórnin varði þó kaupin opinberlega og kvaðst hafa fullan rétt til að kaupa eldflaugar. Jemenski utanríkisráðherrann sagði að farmurinn í skipinu, sem var stöðvað í Arabíuflóa, væri „hluti af pöntunum sem gerðar voru fyrir löngu“ en útskýrði það ekki frekar. Háttsettur jemenskur embættismað- ur, sem vildi ekki láta nafns síns get- ið, sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu vitað af vopnakaupasamningn- um. N-Kóreustjórn fordæmd Vopnafundurinn olli miklu upp- námi í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem óttast var að Scud-flaugarn- ar kynnu að hafa verið ætlaðar óvin- veittu ríki eða jafnvel hryðjuverka- mönnum. Bandarísk og bresk stjórnvöld sögðust ætla að senda Norður-Kóreumönnum mótmæla- bréf. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sem var heimsókn í Djíbútí, fordæmdi kommúnistastjórnina í Norður-Kór- eu vegna málsins. „Norður-Kóreu- menn vilja ekki heyra þetta en þeir Fimmtán Scud-eldflaugar frá Norður-Kóreu finnast í skipi á leið til Jemens Lofa að kaupa ekki fleiri eldflaugar Jemenar heita því að vopnin komist ekki í hendur óvina Bandaríkjanna Sanaa. AFP. AP. AP Spænskir sjóliðar síga niður úr þyrlu í norður-kóreska skipið So San eftir að það var stöðvað í Arabíuflóa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.