Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 35
KAMMERKÓR Langholts-
kirkju fagnar nýrri geisla-
plötu sinni með útgáfutónleik-
um í Lang-
holtskirkju í
kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl.
20.30.
Kammerkór
Langholts-
kirkju er hóp-
ur söngvara úr
Kór Lang-
holtskirkju,
sem allir hafa stundað söng-
nám og hafa langa kórreynslu.
Í janúar 1995 söng Kammer-
kór Langholtskirkju með
kammersveit, í viðamikilli
sýningu í Þjóðleikhúsinu í
samvinnu við Þjóðdansafélag-
ið, verkið Íslenska söngdansa
eftir Jón Ásgeirsson. Kórinn
var sérstakur gestur á fyrsta
baltísk/skandinavíska kóra-
mótinu í Riga í Lettlandi árið
1995, þá kynnti kórinn ís-
lenska kórtónlist á norrænu
kórstjóramóti (Nordklang),
sem haldið var í Skálholti
sumarið 1996. Kórinn tók þátt
í Norræna tónlistarmótinu í
Gautaborg 1997 og kynnti þá
íslenska kirkjutónlist. Árið
1998 hélt kórinn ásamt Grad-
ualekór Langholtskirkju sér-
staka afmælistónleika til heið-
urs Jóni Ásgeirssyni
tónskáldi.
Í júlí sl. tók Kammerkór
Langholtskirkju þátt í alþjóð-
legri kórakeppni í Randers í
Danmörku og sigraði í flokki
kammerkóra. Á nýja geisla-
diskinum eru m.a. verk þau er
kórinn flutti í keppninni í
Danmörku s.s. keppnisverkin
tvö eftir danska tónskáldið
Michael Bojesen, Ave Maria
eftir Hjálmar H. Ragnarsson
og Ég vil lofa eina þá eftir
Báru Grímsdóttur. Einnig
kórverk eftir Jón Ásgeirsson
sem ekki hafa komið út áður á
plötu, Faðir vor og Vor hinsti
dagur er hniginn.
Fyrir tónleikana mun Laug-
aráskvartettinn „hita upp“ en
í honum eru Egill Árni Páls-
son, Hreiðar Ingi Þorsteins-
son, Þorvaldur Skúli Pálsson
og Þröstur Freyr Gylfason.
Stjórnandi Kammerkórs
Langholtskirkju er Jón Stef-
ánsson. Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis.
Kammer-
kór Lang-
holtskirkju
fagnar
nýrri
geislaplötu
Jón
Stefánsson
KARLAKÓR Reykjavíkur heldur
fimm aðventutónleika fyrir kom-
andi jól í tónlistarhúsinu Ými við
Skógarhlíð. Fyrstu tónleikarnir
verða annað kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 21, tvennir tónleikar
verða á laugardag og sunnudag,
kl. 19 og kl. 22 á laugardag og kl.
17 og 20 á sunnudag.
Á söngskránni eru margar feg-
urstu perlur tónbókmenntanna
sem tengjast jólum. Einsöngvari
að þessu sinni er Jóhanna G.
Linnet sópran. Friðrik S. Krist-
insson stjórnar kórnum og undir-
leikari er sem fyrr Anna Guðný
Guðmundsdóttir.
Það er orðin hefð fyrir þessum
tónleikum kórsins á aðventu en
þetta er í fyrsta sinn sem kórinn
heldur jólatónleika í Ými.
Aðgöngumiðar eru seldir í for-
sölu í Ými og Pennanum–
Eymundssyni, Austurstræti,
Kringlunni og Smáralind og við
innganginn og kosta 1.500 kr.
Morgunblaðið/KristinnKarlakór Reykjavíkur heldur fimm aðventutónleika í Ými fyrir þessi jól.
Fagrar jólatón-
perlur sungnar
Hjálp að handan
– Sex lækna-
miðlar segja frá
er skráð af
Svövu Jóns-
dóttur.
Í fréttatilkynn-
ingu segir m.a.:
„Þau eru lækna-
miðlar, heilarar
sem sækja kraft til annars heims
til að ráða bót á meinum skjól-
stæðinga sinna. Þau eru Bíbí Ólafs-
dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Jón
Eiríksson, Jórunn Oddsdóttir og
Kristján Einarsson. Ennfremur er
sagt frá Steindóri heitnum Mar-
teinssyni. Þau segja frá lífi sínu,
störfum og sambandinu við þau öfl
sem styðja þau til góðra verka.
Einnig eru í bókinni frásagnir
fólks sem hefur leitað til miðlanna
og fengið bót meina sinna.
Svava Jónsdóttir bókmenntafræð-
ingur og blaðamaður hefur fært í
letur.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
219 bls. Verð: 3.980 kr.
Frásögn
Gestir utan úr
geimnum er eftir
Preston Dennett
í þýðingu Helga
Grímssonar.
Í þessari bók
segir frá því sem
efst er á baugi í
rannsóknum á
fljúgandi furðu-
hlutum. Hér eru tíu nýjar frásagnir
af kynnum af fljúgandi furðuhlutum
og framandi verum, sagðar af þeim
sem fyrir reynslunni urðu.
Í meirihluta frásagnanna rifja
menn upp reynslu sína af eigin
rammleik en ekki í dáleiðslu.
Preston Dennett stundar rann-
sóknir á fljúgandi furðuhlutum.
Hann hefur annast sjónvarpsþætti
um þetta efni og skrifað fjölda bóka
og greina um það.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
220 bls. Verð: 3.980 kr.
Geimverur
Á Jakobsvegi –
hugsað upphátt á
pílagrímaleiðinni
til Santiago de
Compostela er frá-
sögn Jóns Björns-
sonar af leiðinni
og sögunni sem
tengist henni en
hann fór árið 2001
í pílagrímsferð til Santiago de Comp-
ostela.
Jakobsvegurinn á sér mikla og
merkilega sögu og liggur um fjölmarga
sögustaði og merkar menningarminjar.
Á 9. öld var álitið að líkamsleifar Jak-
obs Zebedeussonar hefðu fundist þar
sem nú er borgin Santiago de Comp-
ostela á Norðvestur-Spáni. Hann var
gerður þjóðardýrlingur Spánar og naut
mikillar hylli. Því var trúað að þessi dýr-
lingur hefði gegnt stóru hlutverki við að
endurheimta Spán frá Márum.
Á 12. öld var orðinn til vegur frá Pýr-
eneafjöllum til Santiago með brúuðum
ám og sæluhúsum og pílagrímar hvað-
anæva úr Evrópu hittast við upphaf
þessa vegar. Borgin, sem heitir eftir
honum, varð þriðji mikilvægasti
áfangastaður kristinna pílagríma á eft-
ir Jerúsalem og Róm.
Fjöldi mynda prýðir bókina.
Jón Benedikt Björnsson er fæddur
1947 norður í Húnavatnssýslu. Eftir
hann liggur bókin Af örlögum mann-
anna 1991 og fjöldi greina og erinda.
Útgefandi er Ormstunga. Bókin er
352 bls., prentuð í Litlaprenti.
Verð:4.380 kr.